Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 5

Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 5
/ÍÞRÓTTIR MmvnaJDAGUR 10. JÚNÍ1987 C 5 TENNIS / FRAKKLAND Sigri ákaft fagnað Sigurvegarar á opna franska meist- aramótinu í tennis fagna hér ákaft eftir að sigur þeirra var í höfn. Steffi Graf vann þarna sinn fyrsta sigur á stórmóti enda ekki nema 17 ára gömul. Hún vann sjálfa tennis- drottninguna Navratilovu í úrslita- leik. Ivan Lendl fagnar einnig ákaft þó svo hann sé ekki óvanur því að vinna á stórmótum. Hann vann Mats Wilander frá Svíþjóð í úrlsita- leik. Símamyndir/Reuter Steffi Graf vann Navratilovu Lendl vann Wilander í jöfnum leik * HIN SAUTJÁN ára vestur- þýska tennisstjarna, Steffi Graf, gerði sór lítið fyrir og vann hina svo til ósigrandi tennisdrottningu Martinu Navratilovu í úrslitaleiknum í einliðaleik kvenna á opna franska meistaramótinu sem staðið hefur yfir í tvœr vikur en lauk á sunnudaginn. í karla- flokki léku Svfinn Mats Wiland- er og Tékkinn Ivan Lendl til úrslita og hafði Lendl betur í leik sem stóð í fjórar klukku- stundirog 17 mínútur. Auðvitað er ég í sjöunda himni með sigurinn, en það er þó algjör óþarfí að gera eitthvað mál úr þessu. Afrek Becker þegar hann vann Wimbledon er miklu' meira en þetta því þá spáði enginn honum sigri en ég var talinn meðal þeirra sem áttu möguleika á sigri hér,“ sagði Steffi Graf hin hlédrægasta eftir að hún hafði unnið Navratilovu í úrslitaleiknum. Mikið var samt um dýrðir þegar hún kom til síns heima. Borgarstjór- inn bauð til veislu og hvað eina. Graf fékk margar gjafir og þar á meðal stóran tennisspaða úr stein- steypu. Um leið og hún tók utan af honum sagði hún: „Ég fer strax á morgun til Englands til að æfa fyrir Wimbledonkeppnina, en ég er viss um að ég á ekki möguleika þar ef ég á að nota þennan spaða." Graf vann Navratilovu í hörku- spennandi leik sem endaði 6/4, 4/6 og 7/5. Þetta er fyrsti sigur Graf á stórmóti en hún hefur ekki tapað leik frá því í nóvember í fyrra. Áttust við f267 mín. Viðureign Ivan Lendl og Mats Wi- lander verður lengi í minnum höfð. Leikurinn stóð í fjórar klukkustund- ir og 17 mínútum betur en til viðbótar þurfti að gera rúmlega hálfrar klukkustundar hlé á honum vegna mikillar rigningar. Leikurinn hófst í sólskini en endaði í rennandi rigningu. Það þarf greinilega að vera í mikilli þjálfun til að vinna mót sem þetta. Ivan Lendl heldur sæti sínu sem besti tennisleikari heimsins og Mats Wilander er nú í fjórða sæti. Wi- lander var að vonum dálítið vonsvik- inn eftir tapið enda kom hann fullur sjálfstraust til Parísar, hafði unnið á tveimur mótum skömmu áður. Báðir höfðu þeir unnið þetta mót tvívegis og nú hafði Lendl betur, vann 7/5, 6/2, 3/6 og 7/6, og hef- ur því unnið þrívegis. Lendl og Wilander eru taldir tveir bestu tennisspilarar heims á leir- velli. „Það þarf mikla hörku til að vinna Lendl og í dag lék ég ekki af þeirri grimmd sem ég ætlaði mér í sókninni. Hversvegna veit ég ekki, þetta æxlaðist bara örðuvísi en ég hafði ætlað," sagði Wilander og bætti því síðan við að nú væri ekk- ert annað að gera en safna kröftum og kjarki fyrir Wimbledonmótið sem hefst síðar í þessum mánuði. „Þetta var erfiðasta mót sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Ivan Lendl eftir leikinn og héldu þó flestir að sigur hans á John McEnroe árið 1984 þegar Lendl vann í fimm hrin- um í úrlsitaleiknum í París hefði verið erfiðari. Þess má geta að 329,527 áhorfend- ur komu til að fylgjast með mótinu sem stóð í tvær vikur og er þetta nýtt aðsóknarmet. Hið eldra var 314,368. Mm FÓLK ■ TAHAMATA, sem leikið hefur með Feyenoord í Hollandi er á leið til íslands. Hann kemur til landsins 20. júní og mun kenna á sérstökum knattspymuskóla hjá KR ásamt fleiri frægum knattspymumönnum. Má þar nefna Arnór Guðjohnsen, Sigurð Jónsson og Pétur Péturs- son en Tahamata lék einmitt með Pétri hjá Feyenoord fyrir nokkrum árum. ■ NÚ HEFUR verið ákveðið að eftir næsta keppnistímabil í þýsku knattspyrnunni verði heimilt að nota þtjá erlenda leikmenn í hveiju Iiði. Akvörðun þessi er pólitísk og hefur Evrópuráðið ákveðið að í síðasta lagi árið 1992 verði engar hömlur á hve margir erlendir leik- menn megi leika í liðum í Evrópu, svo fremi það séu Evrópubúar. ■ CORPUS skóburstari knatt- spymuliðsins Mannheim er í verk- falli. Ástæðan er sú að Fritz Walter, aðal markaskorari liðsins, hefur ákveðið að fara til Stuttgart næsta vetur og því vill Corpus mótmæla. Walter segir þetta vera hinn mesta bamaskap hjá skóburst- aranum, en síðan Corpus fór í verkfall hefur hann ekki skorað. ■ ENSKIR hafa nú ákveðið að heimila liðum að skipta tveimur leikmönnum inná í hveijum deildar- leik eins og hefur tíðkast í bikar- keppninni hjá þeim. Eins og kunnugt er hefur aðeins einn vara- maður setið á varamannabekknum en nú fjölga þeir þeim um 100%. ■ BIRNA Einarsdóttir fra- kvæmdastjóri íslenskra getrauna um nokkurt skeið er nú á föram frá fyrirtækinu. Bima hefur unnið mikið og gott starf hjá Getraunum og á meðan hún var við stjómvölin jókst áhugi almennings á getraun- um mikið. Hvað hún ætlar að taka sér fyrir hendur vitum við ekki. KNATTSPYRNA Titill íhöfn BAYERN Miinchen krœkti sór í eitt stig er liöiA lék gegn Uerdingen um helgina. Stigið dugði þeim til að tryggja sór sinn tíunda meistaratitilinn í knatt- spyrnu en fögnuðurinn var samt f lágmarki og höfðu leikmenn á orði að þeir hefðu frekar viljað vinna Evrópukeppnina en þartöp- uðu þeir fyrir Porto eins og kunnugt er. Atli Eðvaldsson lék vel með Uerdingen og skoraði ann- að mark liðsins. Það var Mattháus sem skoraði fyrsta mark leiksins úr FráJóhann Ingi víti sem dæmt Gunnarssoní var er honum var Þýskalandi bragðið innan vítateigs. Klin ger jafnaði fyrir gestina og Atli kom þeim síðan yfir með góðum skalla af tíu metra færi. Það var síðan Höness „gamli“ sem skor- aði jöfnunarmarkið. Þar með náðu leikmenn Uerd- ingen sér í fyrsta stig sitt í Miinchen í sjö ár. Leikurinn var í meðallagi góður og vora leik- menn Uerdingen síst lakari. Greinilegt að úrlsitaleikurinn í Evrópukeppninni sat enn í leik- mönnum Bayem. Udo Lattek, þjálfari Bayem, hefur sjö sinn- um áður tekið við skyldinum sem fylgir titlinum og 17. júní hampar hann honum í áttunda sinn. Bayem hefiir haft nokkra yfír- burði í vetur og má sem dæmi nefna að þeir hafa ekki tapað leik á útivelli. Gamlinginn fór á kostum Hinn 37 ára sóknarmaður Werd- er Bremen, Manfred Burgsmull- er, fór svo sannarlega á kostum er lið hans tók Dortmund, en með þeim lék Burgsmiiller einu sinni, í kennslustund í knatt- spymu. Bremen vann 5:0 og auk þess að skora tvö mörk sjálfur lagði hann upp tvö önnur og fékk einn í einkun hjá þýskum blöðum. Hann hefur viljað sanna sig því í vetur hefu hann lítið fengið að leika með. Rudi Völler var í leikbanni og virtist það bara efla liðið. Völler leikur eins og kunnugt er með Roma á Ítalíu á næsta keppnis- tímabili og ef marka má þennan leik þá er bjart framundan þó svo hann fari. Gladbach vann sannfærandi sig- ur á Dusseldorf og var þetta áttundi sigur þeirra í röð en þeir byijuðu frekar illa í haust eins og menn muna. Gladbach er nú í þriðja sæti og virðist fátt geta komið í veg fyrir að þeir komist í UEFA-keppnina á næsta ári. Kaiserslautern á mikla mögu- leika á UEFA-sæti eins og Gladbach. Liðið vann Köln stórt um helgina og eins og venjulega var fjölmenni á áhorfendapöll unum og það verður ábyggielga gaman fyrir Láras Guðmunds- son að leika með liðinu næsta vetur. Kölnarar komust í 1:0 en síðan ekki söguna meir. Fimm sinnum skoraðu heimamenn og fögnuðu góðum sigri í leikslok Numburg og HSV gerðu 3:3 jafntefli og var greinilegt að leikmenn HSV voru með hugan við bikarúrslitaleikinn gegn Kickers Offenbach. Bochum og Schalke skildu einn- ig jöfn, Hvora liði tókst að koma boltanum einu sinni í netið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.