Morgunblaðið - 10.06.1987, Page 6
6 C
ftt*t$tttsf»Ii»feft /ÍÞRÓTTIR MÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ1987
KNATTSPYRNA / 1.DEILD
Heppnissigur
Valsmanna
- á KA-mönnum á Akureyri
VALSMENN unnu hálfgerðan
heppnissigur á KA-mönnum á
Akureyri á laugardaginn.
Magni Blöndal Pótursson skor-
aöi eina mark leiksins af
nokkuö löngu fœri snemma í
fyrri hálfleik. Heimamenn
fengu nokkur góö marktœki-
fœri og voru klaufar að ná ekki
aö minnsta kosti einu stigi úr
þessum leik.
Valsmenn léku undan norðan-
strekkingi í fyrri hálfleik og
sóttu þeir mun meira framan af
leiknum. KA sótti þó í sig veðrið
er l'ða tók á. Mesta
FráStefáni furða hve jafn leik-
Amaldssyni urinn var þrátt fyrir
áAkureyri vindinn. Báðum lið-
um gekk þokkalega
að leika gegn honum.
„Ég er óánægður með að ná ekki
í það minnsta jöfnu hér,“ sagði
Hörður Helgason þjálfari KA eftir
leikinn. „Færin komu en því miðui
tókst okkur ekki að nýta þau. Strák-
amir gerðu það sem fyrir þá var
lagt og börðust vel. Valsmenn eru
alltaf erfiðir við að eiga og þeir
verða örugglega í toppbaráttunni í
ár. Það er langur vegur framundan
og það er langt þar til mótinu lýkur
þannig að það þýðir ekki að súta
þetta tap,“ bætti hann við.
Magni Blöndal Pétursson skoraði
sigurmarkið með skoti af 25 metra
færi. Magni hitti boltann vel og
skotið var gott, rétt strauk grasrót-
ina og var nokkuð fast. Haukur
Bragason markvörður KA var á
leið í homið en þá lenti boltinn í
Steingrími Birgissyni og breytti um
stefnu þannig að Haukur átti ekki
möguleika á að veija.
Ingvar Guðmundsson fékk tvö gull-
in færi í fyrri hálfleik en skot hans
voru ekki nákvæm og fóru þar góð
færi forgörð’um. Tryggvi Gunnars-
son átti tvívegis góð marktækifæri
í fyrri hálfleiknum sem fóru for-
görðum.
Hinrik Þórhallsson var óheppinn að
skora ekki í upphafi síðari hálfleiks
þegar hann fékk tvö góð færi.
Tryggvi komst tvívegis í gott færi
eftir homspymu frá Gauta, en það
var alltaf hætta á ferðum þegar
Gauti tók homspymu. Tryggvi mis-
notaði bæði færin.
Valur Valsson bjargaði einu sinni
af marklínu sinni og Jón Sveinsson
komst inn í sendingu frá Þorgrími,
sem ætluð var Guðmundi mark-
verði, en skot Jóns fór framhjá.
Sama gerðist hinum megin þegar
Ámundi komst inn í sendingu.
Eins og áður segir voru heimamenn
óheppnir að skora ekki í leiknum
og jafntefli hefði verið sanngjart.
Heppnisstimpill var á marki Magna
þó svo skotið væri gott og Vals-
menn mega þakka fyrir stigin þijú
að þessu sinni.
Sigur ÍBK í minna lagi
EFTIR jafnan fyrri hálfleik var
aldrei spurning í síöari hálfleik
hvort liöið sigraði. Eftir tap
beggja liða f síöustu umferð
var greinilegt aö hvorugt þeirra
hœtti á neitt f byrjun. Fyrri hálf-
leikur einkenndist af gffurlegri
baráttu um miðju vallaríns, þar
sem ekkert var gefið eftir; jafn-
rœði var með liðunum, en Iftið
var um tækifæri upp við mörk-
in.
að var ijóst að liðið sem næði
að skora á undan stæði með
páimann í höndunum í þessari við-
ureign. Þórsarar fengu fyrsta
■mi dauðafærið í seinni
Skapti hálfleik en eftir að
Hallgrímsson Óli Þór Magnússon
sknfar braut ísinn buldu
sóknir Keflvíkinga á
Þórsvöminni. Heimamenn fengu
nokkur mjög góð færi.-en náðu þó
aðeins að bæta einu marki við.
Fyrra markið gerði Óli Þór eftir
KA - Valur
0 : 1
Akureyrarvöllur 1. deild, laugardag-
inn 6. júnl 1987.
Hark Vala: Magni B. Pétursson (11.)
Gult spjald: Enginn
Áhorfendur: 800
Dómari: Baldur Scheving 7
Lið KA: Haukur Bragason 2, Frið-
finnur Hermannsson 2, Gauti Laxdal
3, Amar Freyr Jönsson 2, Erlingur
Kristjánsson 3, Þorvaldur örlygsson
3, Bjami Jónsson 1, (Stefán ólafsson
vm. á 63. mfn. 1), Hinrik Þórhallsson
2, (Amar Bjamason vm. á 76. mín.
lék of stutt), Tryggvi Gunnarsson 2,
Steingrfmur Birgisson 2, Jón Sveins-
son 1.
Samtals:23
Lið Vals: Guðmundur Hreiðarsson
2, Þorgrfmur Þráinsson 2, Sigmjón
Kristjánsson 2, Magni Blöndal Péturs-
son 3, (Njáll Eiðsson vm. á 79. mín.
lék of stutt), Jón Grétar Jónsson 3,
(Antony Karl Gregory vm. á 79. mfn.
lék of stutt), Sævar Jónsson 1, Guðni
Berrgsson 3, Hilmar Sighvatsson 2,
Valur Valsson 2, Ingvar Guðmundsson
2, Ámundi Sigmundsson 2.
Samtals: 24
Worgunblaðið/Einar Falur
Óli Þór Magnússon kom Keflvík-
ingum á bragðið gegn Þór. Hann
skoraði annað mark sitt í deildinni,
en hann gerði sem kunnugt er fyrsta
mark deildarkeppninnar og hlaut
markabikar Morgunblaðsins 1987.
sendingu Ingvars frá hægri; Óli
smeygði sér á milli vamarmanna
ÍBK - Þór
2 : 0
Keflavíkurvöllur 1. deild, laugardag-
inn 6. iúní 1987.
Mörk IBK: Óli Þór Magnússon (71.)
og Ingvar Guðmundsson (77.)
Gul spjöld: Gunnar Oddsson, ÍBK
(55.), Sigurbjöm Viðarsson, Þór
(75.), Einar Arason, Þór (87.)
Ahorfendur: 417
Dómari: Magnús Theódórsson 7.
Lið ÍBK: Þorsteinn Bjamason 3,
Jóhann Júlíusson 2, Rúnar Georgs-
son 2, Sigurður Björgvinsson 2,
Gunnar Oddsson 3, Peter Farrell 2,
Ingvar Guðmundsson 3, Óli Þór
Magnússon 3, Siguijón Sveinsson
2, (Jóhann Magnússon vm. á 35.
mfn. 3), Freyr Sverrisson 3, Sigurð-
ur Guðnason 2
Samtals: 28.
Lið Þórs: Baldvin Guðmundsson 3,
Jónas Róbertsson 1, Sigurbjöm Við-
arsson 2, (Guðmundur Valur Sig-
urðsson vm. á 78. mín. lék of stutt),
Einar Arason 2, Nói Bjömsson 1,
Júlíus Tryggvason 2, Ámi Stefáns-
son 2, Siguróli Kristjánsson 2,
Kristján Kristjánsson 1, Halldór
Áskelsson 2, Hlynur Birgisson 1.
Samtals: 19.
og skoraði af stuttu færi. Rang-
stöðutaktík Þórsara brást algjör-
lega í síðara markinu. Eftir
sendingu Sigurðar Björgvinssonar
komust tveir Keflvíkingar á auðan
sjó, Ingvar Guðmundsson náði bolt-
anum og skoraði af öryggi utan úr
teig.
Mörk IBK hefðu getað orðið enn
fleiri, Gunnar Odds þrumaði í
þverslá og Ingvar fékk mjög gott
færi. Eftir að Keflvíkingar skoruðu
lék liðið mjög vel en Þórsarar voru
gjörsamleg;a heillum horfnir.
Peter Keeling, þjálfari ÍBK, var að
vonum ánægður á eftir. „Strákam-
ir sýndu mikinn „karakter" að vinna
þennan sigur og fá ekki á sig mark
eftir 7:0-tapið gegn Val. Þeir börð-
ust vel, og sýndu eftir að þeir náðu
að skora að þeir geta geta leikið
góða knattspymu," sagði hann.
■ Staðan/B11
FH - Víðir
0 : 0
Kaplakrikavöllur, 1. deild, laugardaginn
6. júnf 1987.
Gul spjöld: Sævar Leifsson Vfði (47.),
Ian Flemming FH (70.), Björgvin Björg-
vinsson Vfði (83.).
Áhorfendur:285.
Dómari: Gfsli Guðmundsson 7.
Lið FH: Halldór Halldórsson 3, Guð-
mundur Hilmarsson 2, Ian Flemming 3,
Þórður Sveinsson 1, Magnús Pálsson 2
Kristján Glslason 1, Guðjón Guðmunds-
son 1, (Henning Henningsson vm. á 76.
mfn., lék of stutt), Ólafur Danivalsson 2,
Höröur Magnússon 1, Kristján Hilmars-
son 1, (Viðar Halldórsson vm. é. 61.
mín., 1), Ólafur Kristjánsson 2.
Samtals: 19.
Uð Vfðis: Gfsli Heiðarsson 2, Bjöm
Vilhelmsson 2, Danfel Einarsson 3, Vil-
hjálmur Einarsson 3, Sævar Leifsson 2
Vilberg Þorvaldsson 2, Gfsli Eyjólfeson 1,
Guðjón Guðmundsson 3, Svanur Þor-
steinsson 1, (Halldór Einarsson vm. á
85. mín., lék of stutt), Hlfðar Sæmunds-
son 1, (Björgvin Björgvinsson vm. á 70.
mfn., 1), Grétar Einarsson 1.
Samtals:21.
Valsmenn á toppinn wo^nb™
Valsmenn sigruðu KA á Akureyri með einu marki gegn engu og eru nú í efsta sæti
1. deildar eftir þijár umferðir. Á stærri myndinni á Valur Valsson í höggi við leik-
mann KA og virðist hafa betur og ef vel er að gáð má sjá hönd hans fyrir ofan
höfuð KA-leikmannsins. Á minni myndinni styður Erlingur Kristjánsson sig við
öxl Hilmars Sighvatssonar um leið og hann reynir að ná til knattarins
Dauft í Firðinum
„VIÐ fengum góð marktækifæri
í fyrri hálfleik og áttum þá að
gera út um leikinn, en það er
svona að nýta ekki færin. í seinni
hálfleik misstum við undirtökin,
einkum á miðjunni, og meðan
við skorum ekki, sigrum við
ekki," sagði Haukur Hafsteins-
son, þjálfari Víðis, níðurlútur
eftir markalaust jafntefli gegn
FH íKaplakrika á laugardaginn.
Víðismenn voru mun ákveðnari í
fyrri hálfleik, oft brá fyrir
skemmtilegu spili hjá þeim, en ýmist
brást bogalistin upp við mark FH eða
Halldór markvörður
Steinþór greip vel inn í. Bestu
Guðbjartsson færin komu síðustu
skrífar mínútur hálfleiksins.
Þrisvar komust gest-
imir laglega í gegn, fyrirgjöf frá
hægri í öll skiptin, menn fyrir opnu
marki, en þeir áttuðu sig ekki og
FH-ingar náðu að bjarga á síðustu
stundu.
Heimamenn voru mjög daufir, lítið
sem ekkert spil, og í raun mjög
heppnir að vera ekki undir í hálfleik.
Eftir hlé komu FH-ingar mun frískari
til leiks og fengu sitt eina færi um
miðja hálfleikinn. Viðar Halldórsson,
sem var nýkominn inn á sem vara-
maður, átti gott skot eftir nákvæma
sendingu frá Ólafi Kristjánssyni, Gísli
varði í slá, boltinn út, en Vilhjálmi
tókst að bjarga í hom.
Skömmu síðar sáust álíka tilþrif hjá
Halldóri í hinu markinu, þegar hann
varði glæsilega frá Grétari eftir
óbeina aukaspymu innan teigs.
FH-ingar hafa ekki skorað mark í
þremur fyrstu leikjunum og em ekki
líklegir til afreka með sama áfram-
haldi. Halldór og Ian Flemming halda
liðinu á floti, en það gengur ekki til
lengdar.
Víðismenn geta leikið ágætlega, leik-
menn þekkja hvem annan vel, alla-
vega bræðumir fjórir, baráttan er
fyrir hendi, vömin sterk, en þeirra
höfuðverkur er að skora mörk.
Gísli Guðmundsson dæmdi ágætlega,
en var stundum of fljótur á sér.
■ Staöan/B11