Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 10.06.1987, Qupperneq 7
/ÍÞRÓTTIR MWVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1987 C 7 Skagamenn sterkari á Húsavík Skagamenn voru mun sterkari til að byija með. Það var því þvert á gang leiksins að Völsungar komust yfir á 20. mínútu. Hinn ■■■ marksækni fram- Reynir herji Völsungs, Eiríksson Hörður Benónýsson, fékk knöttinn rétt fyrir utan vítateig og skoraði með glæsilegu skoti efst í markhomið §ær. Akumesingar héldu uppteknum hætti það sem eftir var hálfeiksins og sóttu, en þrátt fyrir mörg góð marktækifæri tókst þeim ekki að skora. Staðan í hálfleik 1:0 fyrir skrífarfrá Húsavik heimamenn. Seinni hálfleikur byrjaði_ eins og sá fyrri endaði, með sókn ÍA sem bar árangur á 52. mínútu. Valgeir Barðason fékk boltann innan víta- teigs og snéri baki í markið, snéri sér við og setti knöttinn snyrtilega í netið framhjá Þorfinni, mark- verði, sem kom engum vömum við. Eftir þetta komust Völsungar meira inn í leikinn og áttu nokkrar hættu- legar skyndisóknir og marktæki- færi sem þeim tókst ekki að nýta. Skagamenn gerðu síðan út um leik- inn á 77. mínútu. Sveinbjöm fékk boltann utan utan vítateigs og skor- aði með þrumuskoti af 20 metra færi efst í bláhomið fjær. Glæsilegt mark. Það sem eftir lifði leiks sóttu liðin á víxl án þess að skapa sér vem- lega hættuleg færi. Völsungur - ÍA 1 : 2 Húsavíkurvöllur, 1. deild, 6. júní 1987. Mark Völsungs: Hörður Benónýsson (20.) Mörk ÍA: Valgeir Barðason (52.) og Sveinbjöm Hákonarson (77.) Gul spjöld: Sigurður B. Jónsson og Aðalsteinn Júlíusson, ÍA og Birgir Skúlason, Völsungi. Rauð spjöld: Enginn Áhorfendur: 550. Dómari: Sveinn Sveinsson 8. Lið Völsungs: Þorfínnur Hjaltason 2, Birgir Skúlason 2, ómar Rafnsson 1, Sveinn Freysson 1, Helgi Helgason 3, Bjöm Olgeirsson 2, Sævar Hreinsson 2, Eiríkur Björgvinsson 1, (Skarhéðinn ívarsson vm. 45. mín., 1), Hörður Ben- ónýsson 3, Jónas Hallgrímsson 3, Kristján Olgeirsson 2, (Sigurgeir Stef- ánsson vm. 65. mín., 1). Samtals:22. Lið ÍA: Birkir Kristinsson 3, Heimir Guðmundsson 2, Jón Áskelsson 3, Sig- urður B. Jónsson 2, Sigurður Lárusson 2, Sveinbjöm Hákonareon 4, ólafur Þórðareon 2, Aðalsteinn Víglundsson 3, Valgeir Barðason 3, Haraldur Ingólfs- son 3, Guðbjöm Tryggvason 2. Samtals:27. Fram — KR 1 : 1 Laugardalsvöllur, 1. deild, 8. júní 1987. Mark Fram: Pétur Ormslev (44.) Mark KR: Bjöm Rafnsson (87.) Gult spjald: Þorsteinn Halldórsson, KR Rauð spjöld: Enginn Áhorfendur: 1887 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 3 Lið Fram: Friðrik Friðriksson 3, Þorsteinn Þorsteinsson 2, Jón Sveinsson 1, Pétur Ormslev 4, Viðar Þorkelsson 3, Kristinn Jónsson 2, Amljótur Davíðsson 1, Pétur Am- þórsson 2, Kristján Jónsson 2, Janus Guðlaugsson 2, Ormarr Örlygsson 3. Samtals:25. Lið KR: Páll Ólafsson 2, Jósteinn Einarsson 2, Ágúst Már Jónsson 3, Þorsteinn Guðjónsson 3, Þorsteinn Halldórsson 3, Guðmundur Magnús- son 2, (Sæbjöm Guðmundsson vm. 77., 2), Gunnar Skúlason 2, Willum Þór Þórsson 2, Andri Marteinsson 3, (Júlíus Þorfinnsson vm. 77., 1), Pétur Pétursson 4, Bjöm Rafnsson 3. Samtals: 29. „Gátum þakkað fyrir annað stigið sagði Ásgeir Elíasson þjálfari Fram „VIÐ gáfum okkur ekki tíma til að spila boltanum. Þetta var lélegt og við gátum þakkað fyr- ir annað stigið, en vorum við klaufar að vinna ekki úr því sem komið var,“ sagði Ásgeir Elías- son, þjálfari Fram eftir jafntefli, 1:1, gegn KR á Laugardalsvelli á mánudagskvöld. KR-ingar jöfnuðu þegar aðeins þijár mínútur voru til leiksloka eftir að Framarár höfðu náð forystu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. KR-ingar sóttu lát- laust allan seinni hálfleik og sköpuðu sér mörg marktæki- færi, áttu skot í stöng, slá og svo var bjargað á línu. Það má því segja að þeir hafí jafn- að á elleftu stundu og nælt í annað stigið úr þessum þýðinga mikla leik. „Fýrri hálfleikur var jafn en við áttum seinni hálfleik eins og hann lagði sig. En það var eins og við gætum ekki skorað. Ef lið skorar ekki nema eitt mark úr 8 til 10 dauðafærum er ekki von á góðum úrslitum. Það hefði verið mikil von- brigði að tapa þessum leik,“ sagði Gordon Lee, þjáflari KR-inga eftir leikinn. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn, bæði liðin sýndu mikla baráttu og fengu færi sem ekki nýttust fyrr en Pétur Ormslev skoraði fyrir Fram á 44. mínútu. Amljótur var með knöttinn við vítateig KR-inga hægra megin og gaf hælspymu inn í teiginn og þar kom Pétur á fullri ferð og renndi boltanum í gegnum klofíð á Páli, markverði. Síðari hálfleikur fór að mestu fram á vallarhelmingi Framara. KR sótti án afláts, en Framarar reyndu að veijast. Það tókst þeim þar til þijár mínútur vom til leiksloka. Bjöm Rafnsson fékk þá góða sendingu inní vítateig Fram frá Willum lagði hann fyrir sig og þmmaði uppundir þaknetið, óveijandi fyrir Friðrik. Áður hafði Guðmundur Magnússon átt hörkuskalla að marki Fram sem Pétur Amþórsson bjargaði á marklínu og lúmskt skot breint úr aukaspymu af 35 metra færi sem fór í stöngina. Guðmundur var síðan borinn af leikvelli viðbeinsbrotinn eftir samstuð. Óheppinn þar. Framarar léku ágætlega i fyrri hálfleik en síðan drógu þeir sig aft- ar og létu KR-inga ráða ferðinni. Pétur Ormslev var yfírburðamaður hjá þeim. Friðrik, markvörður og Viðar stóðu einnig vel fyrir sínu. Jón Sveinsson var mjög óömggur sem aftasti maður vamarinnar og gerði oft mistkök sem gátu reynst dýrkeypt. KR-ingar áttu seinni hálfleikinn algjörlega. Léku þá oft skemmti- lega upp að vítateig Fram, en þar var eins og þeim yrði fótaskortur. Pétur Pétursson var þeirra besti maður, lagði hvað eftir annað upp marktækifæri fyrir félaga sína. Bjöm Rafnsson skapaði hættu með hraða sínum og fékk mörg mark- tækifæri, en nýtti þau ekki vel. Ágúst Már var einnig traustur í vöminni og ungu strákamir, Þon* steinn Halldórsson og Þorsteinn Guðjónsson, stóðu vel fyrir sínu. Þóroddur Hjaltalín dæmdi þennan leik illa, lét leikmenn komast upp með of mikla hörku og stöðvaði leikinn alltof oft þannig að leikmenn högnuðust á brotum sínum. Vaiur Jónatansson skrífar Morgunblaðiö/Júlíus Sigurjónsson Gegnum klofið Á stærri myndinni skorar Pétur Ormslev mark Fram með því að renna boltanum í gegnum klof Páls Ólafs- sonar, markvarðar KR. Willum Þór Þórsson fylgir á eftir, en kemur engum vömum við. Á minni myndinni reynir Pétur Ormslev að leika á Jóstein Einarsson sem býður honum að fara sömu leið og gegn Páli á stærri myndinni. Pétur skoraði á 44. mínútu fyrir Fram, en Bjöm Rafnsson jafnaði fyrir KR þegar þijár mínútur voru eftir af leiknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.