Morgunblaðið - 21.06.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 21.06.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1987 héldu heimleiðis í ringulreið. Eftir þessi auðmýkjandi mistök að ná Medínaborg minnkaði vegur Mekkabúa en að sama skapi óx vegur spámannsins. Allar kynkvíslir í grennd við borgina söfnuðust saman um hann og gengu Islam á hönd. Múhameð varð svo voldugur, að Abu Sofian var neyddur til að gera samning við hann, þar sem Múhameð var meðal annars leyft að fara í píla- grímsför til Mekka ásamt Medína- mönnum. Riftun á þessum samningi vakti reiði Múhameðs og á sjöunda ári Flóttans hélt hann í hergöngu til hinnar helgu borgar. Múhameð aftur til Mekka Þegar Múhameð nálgaðist eyði- mörkina flokkuðust Bedúínar um hann. Með tíu þúsund manna her kom hann að hliðum Mekkaborgar. Abu Sofían veitti ekki viðnám og spámaðurinn hélt innreið sína í borgina. Til blóðsúthellinga kom ekki — Múhameð þyrmdi jafnvel lífi erkióvinar síns. Kominn inn fyrir borgarmúrana klæddist Múhameð hvítri pílagríms- skikkju og gekk til Kaba ásamt allmörgum trúbræðrum sínum, sem báru svipaðan búning og hann. Steinguðimir voru muldir mélinu smærra. Loks hafði draumur Mú- hameðs ræzt. Abu Sofian og allir Mekkabúar játuðu Islam. Nú var Múhameð í raun orðinn stjómandi allrar Arabíu og hann gerði út sendiherra til Egyptalands, Rómar, Persíu og Abyssiníu með það fyrir augum að breiða út trúna. Ævilok Múhameðs Á tíunda ári Flóttans átti kveðju- pílagrímsförin sér stað. Fjörutíu þúsund pflagrímar fylgdu Múhameð til fjallsins Ararat. Við dagsbrún stjómaði hann bænum þeirra frá toppi fjallsins og las upp fyrir þá úr Kóraninum. Þá hrópaði hann hárri röddu: „Ó, Allah, ég hef kom- Múhameðstrúarmaður biður bænir sínar. Sá siður er enn við líði, að konur hylji andlit sín og enginn megi sjá það nema eiginmaðurinn og nánasta fjölskylda.Þessar konur eru Bedúínar í Oman. ið boðskap mínum til skila og fullkomnað verk mitt.“ Nokkmm ámm eftir endurkomu hans til Medína úr þessari pílagrímsför tók heilsa hans að bila. Árið 632, á ellefta ári Flóttans, dó Múhameð, þar sem hann hvíldi höf- uð sitt í skaut Aisha, sem var uppáhaldskona hans. Af öllum miklum leiðtogum hefur enginn verið meira ófrægður en Múhameð. Margir af ófrægjendum hans hafa kallað hann erkisvikara, en sú ásökun er ósönn og afrekum hans verður ekki neitað. Sá einn maður, sem hefur til að bera brenn- andi einlægni og algera ráðvendni, getur stofnað trúarbrögð, sem draga að sér fylgjendur öld af öld. (S.G. þýddi og endursagði) ur gæti stokkið yfir hann. Og því var það að þegar hersveitimar frá Mekka hleyptu fram til áhlaups komust þær að raun um, að virkis- gröf skildi þær og veggina að, og handan við gryfjuna skutu múham- eðstrúarmenn örvum að þeim af furðulegri nákvæmni. Dag eftir dag sneru Mekkamenn aftur til árásar. Nótt eftir nótt skulfu þeir í búðum sínum í nöprum vetrarkuldanum. Þá kom steypiregn og ofsastormur þejdti um koll tjöldum þeirra svo að hestamir fældust. Sveitimar armenn höfðu neyðst til að hörfa undan til Medína leitaði hann árangurslaust að líki Múhameðs í valnum. Það var ekki fyrr en á heimleiðinni, að honum barst vitn- eskja um, að Múhameð hefði ekki fallið, en særst lítillega. Óður af ^jræði safnaði hann saman óvígum her og hugðist taka Medínaborg með áhlaupi. Persneskur trúskiptingur, lang- reyndur í hemaði, bjargaði borg- inni. Hann lagði fyrir veijendur að grafa skurð breiðari en svo að hest- Brids Arnór Ragnarsson Sumarbrids 1987 Metaðsókn var í Sumarbrids ’87 sl. þriðjudag. 53 pör mættu til leiks og var spilað (að venju) í fjómm riðlum. Úrslit urðu þessi (efstu pör): A-riðiU Stig Jón Stefánsson — Sveinn Sigurgeirsson 222 Alfreð Kristjánsson — Ámi Bragason 191 Gunnar Þorkelsson — Lárus Hermannsson 178 Guðlaugur Sveinsson — Magnús Sverrisson 166 B-riðill Stig Anna Þóra Jónsdóttir — Hjördís Eyþórsdóttir 199 Hörður Pálsson — Þráinn Sigurðsson 192 Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 174 Esther Jakobsdóttir — Einar Ólafsson 174 Kristján Blöndal — Stefán Pálsson 169 C-riðill Stig Jacqui McGreal — Þorlákur Jónsson 121 Eyþór Hauksson — Lúðvík Wdowiak 119 Friðrik Jónsson — Guðmundur Thorsteinsson 117 D-riðill Stig María Ásmundsdóttir — Steindór Ingimarsson 238 Amar Ingólfsson — Magnús Eymundsson 233 Anton Sigurðsson — Eggert Einarsson 231 Gestur Jónsson — Friðjón Þórhallsson 227 Skor þeirra Jóns og Sveins í A-riðli er sú hæsta sem tekin hefur verið til þessa í Sumarbrids (rétt rúmlega 71%) og enn halda ungu dömumar, þær Anna Þóra og Hjördís, uppteknum hætti og sigra riðla. Gott hjá þeim. Staða efstu spilara, að loknum 9 kvöldum, er þessi: Jón Stefánsson, Sveinn Sigur- geirsson 149, Jacqui McGreal, Þorlákur Jónsson 139, ÓskarKarls- son 103, Þórður Bjömsson 94, Anna Þóra Jónsdóttir, Hjördís Ey- þórsdóttir 93, Þröstur Sveinsson 78, Ragnar Jónsson 76, Birgir Sigurðs- son 67. Alls haffa 137 spilarar nú hlotið stig á þessum 9 kvöldum sem lokið er, þar af 22 konur. Samtals hafa 408 pör mætt til leiks eða rúmlega. 45 pör á kvöldi (90 manns) að meðaltali. Úrslit í Sumarbrids sl. fimmtu- dag (4 riðlar og 51 par) urðu þessi: A-riðill Stig Jón Stefánsson — Sveinn Sigurgeirsson 265 Vilhjálmur Sigurðsson — Þráinn Sigurðsson 253 Dúa Ólafsdóttir — Véný Viðarsdóttir 251 Guðlaugur Nielsen — Óskar Karlsson 246 Benedikt Bjömsson — Magnús Bjömsson 217 B-riðill Stig Hermann Tómasson — Jón I. Bjömsson 194 Friðrik Jónsson — Guðmundur Thorsteinsson 184 Kristín Jónsdóttir — Margrét Sigurðardóttir 175 Eyjólfur Magnússon — Magnús Þórðarson 168 Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrewsson 167 C-riðilI Stig Jacqui McGreal — Hermann Lárusson 196 Baldur Bjartmarsson — Guðmundur Þórðarson 183 Ragnar Haraldsson — Bemhard Linn 172 Anton R. Gunnarsson — Jömndur Þórðarson 169 Haukur Ingason — Sigurður B. Þorsteinsson 169 Sigrún Steinsdóttir — Haukur Harðarson 169 D-riðilI Stig Jakob Kristinsson — Júlíus Siguijónsson 96 Ólafur Karlsson — Jón Jónsson 92 Guðmundur Grétarsson — Guðmundur Samúelsson 88 Og enn auka þeir forskotið Jón og Sveinn með 181 stig en Jacqui McGreal er með 167 stig. Þá Þor- lákur Jónsson og Óskar Karlsson 113. Röð næstu er óbreytt frá þriðjudagsúrslitunum. Spilað er alla þriðjudaga og fímmtudaga í Sigtúni 9. Allt spila- áhugafólk velkomið. Bikarkeppni Brids- sambandsins Eftirtöldum leikjum er lokið í 1. og 2. umferð Bikarkeppni Brids- sambands íslands, sem spiluð er (verður) í sumar: Sveit Sigmundar Stefánssonar Reykjavík sigraði sveit Valdimars Elíssonar Reykjavík og spilar 2. umferð við sveitir Grettis Frímanns- sonar Akureyri eða Guðmundar Þorkelssonar Reykjavík. Sveit Amar Amþórssonar Reykjavík sigraði sveit Sigurðar Steingrímssonar Reykjavík og spil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.