Morgunblaðið - 21.06.1987, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.06.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1987 23 Eigendur verslunarinnar Mardí, þær Arndís Sigurðardóttir og Margrét Gunnarsdóttir, í nýju versluninni. Dómkórinn; J ónsmessutónleikar DÓMKÓRINN í Reykjavík heldur á þriðjudag halda Jónsmessutón- leika í Dómkirkjunni og hefjast þeir kl. 22. Ef veður leyfir syng- ur kórinn fyrst nokkur íslensk þjóðlög fyrir utan kirkjuna. Á tónleikunum flytur kórinn m.a. „Hymn to St. Cecilia" eftir Britten og „Pater Noster", áttraddaða mót- ettu eftir Handl. í sumar mun Dómkórinn halda tónleika í Namur í Belgíu og auk þess taka þátt í kóramóti þar ásamt öðrum kórum frá íslandi og fleiri löndum. í haust verða síðan haldnir árlegir Tónlistardagar Dómkirkj- unnar. Að venju verður þá frumflutt nýtt tónverk. Að þessu sinni verður það verk sem Atli Heimir Sveinsson hefur samið við ljóð eftir Knut Ödegárd í þýðingu Einars Braga. Hljómplata kórsins „Soli dei Gloria" verður til sölu á tónleikun- um og einnig gefst velunnurum kórsins kostur á að gerast styrktar- aðilar. Ný verslun í Seljahverfí NÝLEGA opnaði verslunin Mardi að Tindaseli 3 í Selja- hverfi. Eigendur verslunarinn- ar eru Arndís Sigurðardóttir og Margrét Gunnarsdóttir. Verslunin Mardí hefur á boð- stólum vefnaðarvöru, barnaföt frá 0-12 ára, skartgripi ofl. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Kannski ekki hátt launaðir dómarar en launaðir eigi að síður. Talið frá vinstri: Guðni Jónsson, Sigurbjörn Bárðarson, Viðar Halldórsson og Þormar Andrésson. Hallur og Benedikt voru farnir þegar mynd- in var tekin. Hestamót Harðar; Hestadómarar laun- aðir í fyrsta sinn Hestamannafélagið Hörður í Kjósarsýslu hefur nú riðið á vaðið með að greiða dómurum, sem dæma á mótum félagsins, laun. Illa hefur gengið hjá hestamannafélögum að fá dómara til starfa og hafa menn enst illa í dómarastarfínu vegna þess hversu tímafrekt það er en ekki er óalgengt að dómarar þurfí að standa upp á endann í einn til tvo daga á venjulegum félagsmót- um. Þeir sem dæmdu hjá Herði á fimmtudagskvöldið og í gær voru Þormar Andrésson, Guðni Jónsson, Sigurbjöm Bárðarson, Viðar Hall- dórsson, Benedikt Garðarsson og Hallur Jónsson og voru þeir á einu máli um að þetta væri það sem koma skyldi og vafalaust myndi þetta breyta hugarfari manna til dómarastarfsins þannig að fleiri fáist til starfa og menn endist betur í starfí dómarans. Hallur Jónsson, sem er formaður Suðvesturlands- deildar dómarafélagsins, lýsti yfír ánægju sinni með að það væri hestamannafélag sem hefði frum- kvæði að þessu en ekki dómarafé- lagið sjálft. Breiðholts í dag Kirkjudagur verður haldinn sunnudaginn 21. júní 1987 kl 13.30 til 16.00 í kirkjubyggingunni í Mjóddinni. Helgistund: Séra Gísli Jónasson. Kirkjukórinn kl. 14.00. Framkvæmdakynning: Sveinbjöm Bjarnason. Veitingar í boði. Kvenfélags Breiðholts. Styðjum kirkju- bygginguna Munið stólasöfnunina. Ágúst Ármann hf. Bílaborg. Búnaðarbankinn, Seljaútibú, Mjóddinni. Húsasmiðjan. Landsbankinn, Breiðholti. Magnús V. Pétursson. Verslunarbankinn, Mjóddinni. Vogue.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.