Morgunblaðið - 21.06.1987, Page 23

Morgunblaðið - 21.06.1987, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1987 23 Eigendur verslunarinnar Mardí, þær Arndís Sigurðardóttir og Margrét Gunnarsdóttir, í nýju versluninni. Dómkórinn; J ónsmessutónleikar DÓMKÓRINN í Reykjavík heldur á þriðjudag halda Jónsmessutón- leika í Dómkirkjunni og hefjast þeir kl. 22. Ef veður leyfir syng- ur kórinn fyrst nokkur íslensk þjóðlög fyrir utan kirkjuna. Á tónleikunum flytur kórinn m.a. „Hymn to St. Cecilia" eftir Britten og „Pater Noster", áttraddaða mót- ettu eftir Handl. í sumar mun Dómkórinn halda tónleika í Namur í Belgíu og auk þess taka þátt í kóramóti þar ásamt öðrum kórum frá íslandi og fleiri löndum. í haust verða síðan haldnir árlegir Tónlistardagar Dómkirkj- unnar. Að venju verður þá frumflutt nýtt tónverk. Að þessu sinni verður það verk sem Atli Heimir Sveinsson hefur samið við ljóð eftir Knut Ödegárd í þýðingu Einars Braga. Hljómplata kórsins „Soli dei Gloria" verður til sölu á tónleikun- um og einnig gefst velunnurum kórsins kostur á að gerast styrktar- aðilar. Ný verslun í Seljahverfí NÝLEGA opnaði verslunin Mardi að Tindaseli 3 í Selja- hverfi. Eigendur verslunarinn- ar eru Arndís Sigurðardóttir og Margrét Gunnarsdóttir. Verslunin Mardí hefur á boð- stólum vefnaðarvöru, barnaföt frá 0-12 ára, skartgripi ofl. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson Kannski ekki hátt launaðir dómarar en launaðir eigi að síður. Talið frá vinstri: Guðni Jónsson, Sigurbjörn Bárðarson, Viðar Halldórsson og Þormar Andrésson. Hallur og Benedikt voru farnir þegar mynd- in var tekin. Hestamót Harðar; Hestadómarar laun- aðir í fyrsta sinn Hestamannafélagið Hörður í Kjósarsýslu hefur nú riðið á vaðið með að greiða dómurum, sem dæma á mótum félagsins, laun. Illa hefur gengið hjá hestamannafélögum að fá dómara til starfa og hafa menn enst illa í dómarastarfínu vegna þess hversu tímafrekt það er en ekki er óalgengt að dómarar þurfí að standa upp á endann í einn til tvo daga á venjulegum félagsmót- um. Þeir sem dæmdu hjá Herði á fimmtudagskvöldið og í gær voru Þormar Andrésson, Guðni Jónsson, Sigurbjöm Bárðarson, Viðar Hall- dórsson, Benedikt Garðarsson og Hallur Jónsson og voru þeir á einu máli um að þetta væri það sem koma skyldi og vafalaust myndi þetta breyta hugarfari manna til dómarastarfsins þannig að fleiri fáist til starfa og menn endist betur í starfí dómarans. Hallur Jónsson, sem er formaður Suðvesturlands- deildar dómarafélagsins, lýsti yfír ánægju sinni með að það væri hestamannafélag sem hefði frum- kvæði að þessu en ekki dómarafé- lagið sjálft. Breiðholts í dag Kirkjudagur verður haldinn sunnudaginn 21. júní 1987 kl 13.30 til 16.00 í kirkjubyggingunni í Mjóddinni. Helgistund: Séra Gísli Jónasson. Kirkjukórinn kl. 14.00. Framkvæmdakynning: Sveinbjöm Bjarnason. Veitingar í boði. Kvenfélags Breiðholts. Styðjum kirkju- bygginguna Munið stólasöfnunina. Ágúst Ármann hf. Bílaborg. Búnaðarbankinn, Seljaútibú, Mjóddinni. Húsasmiðjan. Landsbankinn, Breiðholti. Magnús V. Pétursson. Verslunarbankinn, Mjóddinni. Vogue.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.