Morgunblaðið - 21.06.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 21.06.1987, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1987 WATKER Kvikmynd um bandarískan ævintýrmann sem brauzt til valda í Nicaragua 1855 NOKKRUM árum fyrir þrælastríðið í Bandaríkjunum (1861-1865) tók bandarískur ævintýramaður, William Walker, völdin í Nicaragua með hjálp bandarískra málaliða og varð forseti, en tveimur árum síðar var hann tekinn af lífi, 36 ára að aldri. Fáir mundu kann- ast við hann nú, ef kunnur brezkur kvikmyndaleik- stjóri, Alex Cox, hefði ekki séð hans getið í tímaritsgrein og ákveðið að gera um hann kvik- mynd. Þegar sýningar á kvikmyndinni hefjast í haust verður Walker frægur á ný en hann mundi kæra sig lítið um hana, því Cox dregur upp ófagra mynd af honum. Alex Cox leikstjóri og Ed Harrís, sem leikur Walker. Cox er kunnur fyrir kvikmyndimar „Repo-maðurinn“ og „Sid og Nancy“. Harrís lék John Glenn geimfara i „Right Stuff“. Marlee Matlin, sem hlaut Óskarsverðlaun i ár, leikur vinkonu Walkers. Kvikmyndahandrítið er eftir Rudy Wurlitzer („Pat Garrett og Billy the Kid“). WOliam Walker: vildi stofna Mið-Ameríkuríki. vintýri og óraun- hæfar ráða- gerðir Walkers í Nic- aragua vöktu mikla athygli á sínum tíma. Hann vildi sameina ríki Mið- Ameríku í eitt sambandsríki að bandarískri fyrirmynd og í nafni Iýðræðis. Fyrir það hlaut hann lof, en hann var gagnrýndur fyrir að koma á þrælahaldi og var grunaður um að vilja sameina Nicaragua og nágrannaríkin suðurríkjum Banda- ríkjanna, þar sem þrælahald var enn við lýði. Walker virtist hafa haft lítinn skilning á Nicaragua, sögu landsins og þjóðfélagsháttum, og landsmenn hafa borið honum illa söguna, eink- um síðan sandinistar tóku völdin 1979. Þeir hafa kallað hann öllum illum nöfnum og talið hann eitt helzta tákn „bandarískrar heims- veldisstefnu" og upphafsmann hennar í Mið-Ameríku. Mynd Cox er fyrsta Hollywood- kvikmyndin, sem hefur verið tekin í Nicaragua eftir byltinguna, og með henni viil hann hugmyndum Bandaríkjamanna um landið. Hann viðurkennir að myndin sé pólitísk, segir að hún eigi að sýna „sam- stöðu með þjóð Nicaragua" og kveðst vilja mótmæla stefnu Banda- ríkjastjómar, einkum stuðningi hennar við Contra-skæmliða. „Þetta er geðveikisleg saga,“ segir Cox. “Walker var snarvitlaus, gæddur sérstökum gáfum til að hrífa fjöldann með sér og gerspillt- ur, en í alla staði nútímalegur í afstöðu sinni. Bijálsemi hans er af sama toga og geðveiki Oliver Norths, Ronald Reagans og Elliot Abrams og annarra hvítra náunga, sem koma til smáríkja og halda að þeir geti eitthvað. Margt er líkt með því sem hann gerði og stjóm Reagans aðhefst nú.“ „Walker var algerlega slitinn úr tengslum við veruleikann og taldi sig breyta eftir kristnum meginregl- um,“ segir hann enn fremur, „en blindur fyrir þeirri staðreynd að hann slátraði því fólki, sem hann kom til að siðbæta. Hann laug og sagðist styðja lýðræði, en studdi í raun og vem þjóðarmorð ... og nú er sama uppi á teningnum. Þetta er umhugsunarefni." Sögulegar samlíkingar era varasamar og oft- ast rangar og skoðanir Cox em hæpnar eins og sjá má ef saga Walkers er skoðuð. Ævintýralöngun William Walker, sem hlaut við- umefnið “Gráhærði lukkuriddar- inn,“ fæddist í Nashville, Tennessee, 8.maí 1824. Hann brautskráðist frá háskólanum í Nashville 1838 og lauk læknisprófi frá háskólanum í Pennsylvaníu 1843. Hann lagði síðan stund á nám í lögfræði og hlaut rétt til að stunda lögfræðistörf í New Orleans, en sneri sér að blaðamennsku og varð einn af eigendum blaðsins „Cresc- ent“ í New Orleans 1848 og ritstjóri þess. Það orð fór af Walker að hann væri „hugsjónamaður, samvizku- samur, hefði hug á að leggja fyrir sig stjómmál og þráði rólegt heimil- islíf." Honum var þannig lýst að hann væri „lágur maður vexti og grannur, einstaklega feiminn, en gæddur miklum innri styrk og vilja- festu og staðráðinn í að ná langt." En eitthvað virðist hafa brostið innra með honum þegar eina kon- an, sem hann elskaði, Ellen Martin, sem var heymarskert, lézt í kólem- faraldri í New Orleans 1849. Að sögn höfundar einnar ævisögu hans varð snögg breyting á „rólegu, al- varlegu, blíðu og góðu“ skapferli hans og hann varð “þunglyndur, stundum allt að því sjúklega tor- trygginn og altekinn þrá eftir glæfralegum og dirfskufullum æv- intýmm, án tillits til afleiðinganna." Walker ferðaðist um Evrópu og fluttist til Kalifomíu 1850. Hann starfaði um skeið við San Franc- isco-blaðið „Herald“ og settist að í Marysville, þar sem hann bjó í þijú ár. Um tíma sat hann í fangelsi fyrir að standa vörð um frelsi blaða. Hann varð kunnur maður í San Francisco, var venjulega klæddur síðum, svörtum frakka og gekk með stóran, slútandi hatt á höfði. Hann var tíður gestur í “Köngulóahöll- inni“, þar sem gott þótti að fá heitt toddí. Skipstjórar og sjómenn seldu kráareigandanum, Abe Wamer, apa, páfagauka, önnur smádýr og fugla, sem hann geymdi í búmm á kránni. Einn páfagaukurinn naut fijálsræðis, drakk sig fullan og blót- aði á fjóram tungumálum. Eitt sinn stjakaði Walker með staf sínum við einum köngulóarvefnum, sem stað- urinn dró nafn sitt af, og Abe sagði: “Þessi köngulóarvefur heldur áfram að stækka löngu eftir að þú verður skorinn niður úr gálganum!" Walker átti raunar fá ár eftir ólif- uð, en ótrúlegri ævintýri og meiri reynslu en flestir á heilli ævi. Landnámsdraumar Walker heyrði skeggrætt um auð svæði í Mexíkó og heillaðist af hug- myndum um bandarískt landnám í Sonora og í Suður- Kalifomíu. Hann var tæplega þrítugur, leiður á starf- Walker fyrir aftökuna: baðst af- sökunar. inu við „Herald" og þráði tilbreyt- ingu. Hann ákvað að skipuleggja land- nám á auðu svæðunum í Mexíkó, en ráðagerðir hans áttu ekki upp á pallborðið hjá mexíkönskum yfír- völdum. Hann lét það ekki aftra sér og kom sér upp sveit 45 ævintýra- manna, sem vom sama sinnis, til að hrinda baráttumáli sínu í fram- kvæmd. Hinn 15. október 1852 sigldu þeir frá San Francisco með briggskipinu „Caroline" til Mexíkó, í orði kveðnu til að veija Mexíkana gegn árásum Apache- Indíána. Walker og félagar gengu á land í La Paz í Suður-Kalifomíu 3. nóvember, tóku fylkisstjórann til fanga og náðu bænum á sitt vald án þess að hleypa af skoti. Hann lýsti yfír stofnun lýðveldis og tók sér alræðisvald, en fjandsamlegir Mexíkanar hótuðu honum öllu illu og tollverðir í San Francisco komu í veg fyrir að hann fengi nauðsyn- legar vistir og liðsauka. Að lokum neyddist Walker til að hörfa norður á bóginn til En- semada, þar sem hann lýsti yfír stofnun lýðveldis Sonora og Neðri Kalifomíu 8.janúar 1854. Mexí- kanar héldu uppi árásum á hann og menn hans, hungur svarf að þeim og í maí 1854 flýðu þeir við lítinn orðstír norður yfír landamær- in til Bandaríkjanna. Walker gaf sig fram við bandarísk yfírvöld, sem höfðu ekki reynt að halda aftur af honum, og var leiddur fyrir rétt, ákærður fyrir brot á bandarískum hlutleysislög- um. Kviðdómur sýndi honum samúð og sýknaði hann. Hannr sneri sér aftur að blaðamennskunni, en fyllt- ist nýjum og stórbrotnum hug- myndum um annað landnám, í Nicaragua. „ffinir ódauðlegn“ Hinn 4.maí 1855 sigldi Walker til Nicaragua frá San Francisco í skipi sínu “Vesta" ásamt 58 stuðn- ingsmönnum, sem bandarísk blöð auknefndu “hina ódauðlegu". Stuðningsmenn Fijálslynda flokks- ins, sem höfðu gert uppreisn gegn stjórn íhaldsmanna, höfðu fylgzt með aðgerðum hans í Suður-Kali- fomíu, beðið hann um aðstoð og heitið honum stöðu yfírmanns hers- ins. Skömmu eftir að Walker og menn hans komu til landsins í júlí lögðu þeir hald á gufuskip á Nicaragua- vatni. Skipin tilheyrðu bandarísku fyrirtæki, Accessory Transit Comp- any, sem flutti farm og farþega þvert yfír landið frá strönd Atlants- hafs til strandar Kyrrahafs og var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.