Morgunblaðið - 21.06.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.06.1987, Blaðsíða 44
r,£ V8et ívrCn. .is auoAauMviug .aiGAjaviuoHOM 44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 1987 UM DAGINN OG VEGINN upp á aðra hæð til okkar eða niður í kjallara. Það var slítandi starf. — Hvaða vélar selduð þið mest fyrstu ár þín hjá fyrirtækinu? A þessum árum, segjum 1955—1960, seldum við gífurlega mikið af þýskum vélum til fískveiði- flotans. Það voru MWM-vélar, vélar frá Motorwerken Mannheim, sem við kölluðum Mannheim-diesel. — Varð á því breyting kringum 1960? Á viðskiptamynstrinu varð breyt- ing strax um 1960 vegna gengis- hækkunar þýska marksins. Hefur það síðan farið hækkandi gagnvart flestum öðrum gjaldmiðlum. Varð þess vegna stöðugt óhagstæðara að kaupa vélar frá Þýskalandi og reyndar allar vörur. Að selja þýskar vélar hefur síðan verið eins og að ganga upp fallandi skriðu. Maður berst niður um leið og maður geng- ur upp. — Það er sterkt að orði kveðið. Samt sem áður standa ýmsar verksmiðjur í Þýskalandi sig svo vel, að þær eru samkeppnisfærar á heimsmarkaði, hvað sem skráningu marksins líður. Ég tek sem dæmi prentvélaverksmiðjuna í Heidel- berg, þá heimskunnu verksmiðju, sem selur megnið af framleiðslu sinni til annarra landa og er helsti framleiðandi prentvéla í heimi. Höf- um við reynt að veita þeim sem besta þjónustu hér á landi, en við höfum flutt þær inn frá 1930. — Hefur hækkun marksins stað- ið ykkur fyrir þrifum? Fyrirtækið hefur stækkað ákaf- lega rólega. Við höfum ekki reynt að gleypa heiminn. Við vorum þrír fyrstu árin, síðan §órir með bók- haldara. — Hvenær fluttist fyrirtækið á Vesturgötu? Við fluttumst úr húsi Ellingsen í Hafnarstræti að Vesturgötu 16, sumarið 1957. Þið munuð hafa átt viðskipti við álitlegan hluta veiðiflotans? Síðustu 40 árin munu þau skip fá, sem ekki hafa notið eins eða annars úr fyrirtæki okkar, ef ekki vélar, þá gíra, þrýstimæla eða skrúfubúnaðar. — Valda sveiflur í afkomu út- gerðar innheimtuvanda? Ekki að eins miklu leyti og halda mætti. Útgerðin mun láta reikninga sína hjá þjónustufyrirtækjum ganga fyrir. Svo segja bankar og sjóðir að minnsta kosti. — Hafa þjónustufyrirtæki sjáv- arútvegs að einhveiju leyti við- skiptahætti, sem einkennandi eru fyrir þau? Það er erfítt að segja um það, við vitum ekki allt um aðra. Menn fara heldur ekki endilega eftir form- úlum annarra. Við vorum líklega fyrsta einkafyrirtækið til að taka upp vaxtareikninga, dráttarvaxta- reikninga, þegar greiðslur drógust fram yfír 30 daga. Þótti það ítrasta frekja þegar við byijuðum á því^ en það hafðist smátt og smátt. I fyrstu reiknuðum við líka rabbat eftir árið, en það er langt síðan við hættum því. Núna 25 árum seinna, þykir þetta ekki nema eðlilegt. — Hafíð þið einvörðungu flutt inn vélar og tæki í fískiskip? Nei, við höfum aldrei fengist við þau einvörðungu. Jafnvel í þeirri grein eru eins konar tískusveiflur. Eitt árið eða nokkur ár í röð kaupa útgerðarmenn frekar eina tegund en aðra, sem þá selst lítið af. Flest- ir, sem farið hafa að versla með vélar, hafa fljótlega gefíst upp á því. Við höfum verið með þeim al- þijóskustu. Það er mjög erfítt að einskorða sig við eina tegund versl- unar. — Hvaða aðrar vörur verslið þið helst með? Fyrir stríð flutti faðir minn inn matvöru, en hann hætti því síðan. Á prentvélamar hef ég minnst. Við flytjum inn rafhreyfla, loftþjöppur, dælur, kúplingar — sem nú heita tengi og ástengi — hitamæla og þrýstimæla. í hálfa öld höfum við flutt inn gúmmívörur frá Continen- tal í Hannover, stærsta gúmmífyrir- tæki í Vestur-Þýskalandi. Klukkur og úr flytjum við inn frá Kienzle. Fjölmargt höfum við flutt inn til' skósmíðaiðnaðar, hvort.sem er til verksmiðja eða skósmiða. Þetta er það helsta, en_ fjölmargt annað mætti tína til. Árlega kaupum við frá um 60 fyrirtækjum, og öðru hveiju frá öðrum 60, skulum við segja. — Hvenær dó faðir þinn? Sturlaugur faðir minn dó 13. júní 1968. Honum þótti 13 vera óhappa- tala, og hinn þrettándi óheilladagur allt sitt líf. Man ég vel eftir því. Ef pöntunamúmer endaði á 13, hljóp hann yfír það. Og ef hinn þrettánda þurfti að panta eitthvað, skrifaði hann hinn fjórtánda. Þetta er dálítið broslegt, en svona var það nú samt. Móðir mín hafði látist ári áður. Þau áttu aðeins okkur bræð- uma tvo, og við Jón bróðir minn tókum við fyrirtækinu. Jón dó 1982 og hef ég síðan rekið það einsam- all, en með góðu fólki. — Hvemig fórst ykkur og svo þér reksturinn, eftir að faðir þinn féll frá? — Ég held, að ég hafi haldið í horfínu. V — Þú sagðir áðan, að tóm- stundagaman þitt hafi verið að lesa um sögu, fomleifafræði, þjóðfræði og þá hluti. Já, grísku og rómversku fomrit- in, um 170 bindi í Loeb Classical Edition. Þá hef ég líka lesið um Arabalönd og önnur nálæg Austur- lönd. Tók ég upp á því sem strákur, eftir að ég las bók um Arabíu- Láms eftir bandarískan blaðamann, Thomas, en hún mun raunar hafa verið upphafíð að frægð hans. Um þessi lönd og sögu þeirra hef ég síðan lesið bækur í hundraðatali, að mér fínnst. Þá fæ ég National Geographic mánaðarlega og les það sem mér fínnst athyglisvert í því hveiju sinni og skoða þau fal- legu landakort, sem því fylgja. Frekar hef ég ekki elst við landa- fræði. Aftur á móti les ég ferðabæk- ur. - Og þá líka um nálæg Austur- lönd? Já, og nefni ég fyrst til Freya Stark. Hve margar bækur hennar urðu að lokum, veit ég ekki. Ég er enn að reyna að ná í þær, sem mig vantar. — Hún er þinn Simenon? Leynilögreglusögur les ég ekki. Freya Stark var ensk, fædd litlu fyrir aldamótin og ferðaðist um Arabalönd frá 1927 og fram í síðari heimsstyijöldina. Frægasta bók hennar er The Valley of the Ass- assins, Vígamannadalur, er hún tileinkaði fræðimanninum W.P. Ker, sem er íslendingum ekki ókunnur. Önnur bóka hennar er Arabia, Seen in the Hadhramant, sem út kom laust fyrir stríð, en þangað höfðu þá fáir Evrópumenn enn lagt leið sma. Hún tók líka góðar ljósmyndir. — Hvað um Charles Doughty? Arabia Deserta er ein uppá- haldsbóka minna. Doughty, rauð- hærður, skoti að ætt, var fæddur Guðshús í ísfahan í Persíu. rétt fyrir miðja síðustu öld, og var jarðfræðingur, og má vera, að hann hafí skrifað eitthvað um jarðfræði Noregs á unga aldri, en hann hafði þá áhuga á germönskum málum. Fór hann til Sýrlands 1874, lærði arabísku. Ferðaðist hann um löndin fyrir botni Miðjarðarhafs og allt til miðs Arabíuskaga næstu fjögur ár. Ferðabók sína skrifaði hann á fom- eskjulegu máli, en það venst. Sérviskulegt málfar er lflca á bókum Richard Burton, ekki síst þýðingu hans á 1001 nótt, en hana keypti ég í Beirút, í einni hinna miklu bókabúða þar, ljósprentun á útgáfu hans sjálfs, í 16 bindum, en fímm þeirra em einvörðungu þjóðfræði. Margar neðanmálsgreinar fylgja líka útgáfu hans. Að lesa þýðingu hans er að heyra arabíska sagna- mehn segja frá, en þeir em ennþá margir, á kaffíhúsum og í þorpum. Burton var afburða tungumálamað- ur,’ kunni um 30 tungumál. Hann var einn fyrsti Evrópumaðurinn til að komast til Mekka, og segir hann frá þeirri ferð í Pilgrimage to Al- Medina and Mecca, sem út kom um miðja síðustu öld. Seinna ferð- aðist hann um Afríku og er sagður hafa fundið Tanganyika-vatn. - Fleiri? Af ferðabókum eftir síðari heims- styijöldina þykja mér bækur Wilf- red Thesinger hvað skemmtilegast- ar, einkum The Marsh Arabs, um araba við ósa Shatt al-Arab, eins og Evrates og Tigris heita, eftir að þær falla saman. Þeir búa í sefínu á óshólmunum, fenjum. Raunar fínnst mér Arabian Sands litlu síðri, en hann fór um auðnina á miðbiki Arabíuskaga 1945—1950 sunnanverða pg austanverða og var á hnotskóg eftir varpstöðvum engi- spretta. Á meðal hinna örfáu Evrópumanna, sem um hana fóru á undan honum, voru Thomas, 1930-1931, og Philby, 1932-1933. Áður hafði Philby far- ið yfír Arabíuskaga þveran, 1917-1918. Gleyma má ekki Arabia Felix, sem Thomas skrifaði um ferðir sínar. — -Úr því að þú minnist á Philby, hefurðu lesið bækur Glubbs pasja? Hvort ég hef. Glubb hóf starfs- feril sinn í þjónustu Abdullah, afa Husseins konungs í Jórdaníu, og var hann lengi fyrir frægri eyði- merkurdeild þar. Glubb gerþekkir araba, og bækur hans um þá og sögu þeirra eru mjög læsilegar. Hann var kristinn maður alla tíð og hefur skrifað fallegast sem ég hef lesið en frægust bóka hans er Peace in the Holy Land, Friður í landinu helga. — Lestu líka helgirit? Ég hef lesið Kóraninn, í fleiri en einni þýðingu. Gamla testamen- tið les ég að sjálfsögðu. — Og ýmislegt um Gyðinga? Bækur sagnaritarans Jósefusar, Gyðingastríð og Gyðingasöguna, Ies ég í Loeb Classical Library-út- gáfunni. Ég fór snemma að fylgjast með bókum um handritin frá Dauðahafí, sem svo eru nefnd, en hægt gengur að vinna úr þeim, þótt einn góðan veðurdag verði því væntanlega lokið. Mikið er um gyð- inga skrifað og ísrael, og gera þeir það sjálfír skilmerkilega, en aðrir síður. Gyðingdómur og zionismi eru sitthvað, þótt zionisminn sé farinn að þröngva sér inn í trúarleg við- horf þeirra, eins og fram kemur í bók, sem ég er að lesa þessa dag- ana, The Fate of the Jews, Örlög gyðinga, eftir Roberta Strauss Feu- erlicht. (Þórður opnar bók, sem legið hefur á borði fyrir framan okkur.) Þar segir á einum stað, bls. 246—247: „ísrael hefur ekki búið gyðingum aukið öryggi. í stað þess hefur það byggt upp ghettó í aust- urlöndum nær, þar sem þijár millj- ónir gyðinga búa í gereyðingar- hættu. ísraelar sofa ekki vært, sumir þeirra sofa með riffíl sér við hlið. Zionistum tókst að hafa hugar- farsleg endaskipti á hlutunum, þau mestu á öldinni, þegar þeir tóku Palestínu af aröbum og létu sfðan sem gyðingarar væru fómarlömb araba.“ — Heyra má, að arabar eigi að minnsta kosti einn vin á íslandi. Við skulum heldur segja að ég hafí áhuga á semitískum þjóðum og þá aröbum ekki síður en gyðing- um. — Þú ert ókvæntur? Ég hef ekki kvænst. Ég ætla ekki að fara að tala um einkamál mín eða heilsufar, en vil þó geta þess, að um þrítugt var ég dálítið útsláttarsamur og ölkær. Sá ég að við svo búið mátti ekki standa, og ég hætti drykkjuskap með öllu 1964 án þess að þurfa nokkra hjálp til þess. Ég tók þá ákvörðun rétt eins og maður tekur stefnu yfír götu. Þáði jafnvel ekki konfekt með koní- aki í eftir það. — Áhuga þinn á ferðalögum þekki ég. Tekur hann til sólarlanda? Sólarferðir eru hvíldarferðir, ekki ferðalög. Til Spánar hef ég farið og um jólin fyrir nokkrum árum hafnaði ég á Kanaríeyjum. Ég hafði ætlað mér að skoða rústir í Jórd- aníu með . svissneskri ferðaskrif- stofu, en fékk boð um að flóttafólk frá Líbanon hefði fyllt allt gisti- rými, og lét þá breyta ákvörðunar- staðnum á farseðlinum í Kanaríeyj- ar. Sú ferð er mér minnisstæð, vegna þess að ég varð þrisvar veð- urtepptur á bakaleiðinni, fyrst í frægu óveðri í Norður-Þýskslandi, þá í London og loks í Glasgow. — Þú munt hafa farið nokkrar ferðir til Austurlanda nær? Fyrstu ferð mína til austanverðs Miðjarðarhafs er ég vanur að telja þá, sem ég fór til Grikklands, Aþenu, um jól nokkru fyrir 1970. Var ég þar í nokkrar vikur og ferð- aðist um í „bússum" til Delfí og fleiri staða. Þá var þar íslenskt sumarveður.Ég er ekki gefínn fyrir mikinn hita. Til Austurlanda hef ég farið um hávetur. Þá er þar bærilega kalt. — Þú vékst áðan að ferð til Beir- út. Þangað fór ég í desember 1970, að mig minnir. í Líbanon er fjöl- breytileg menning, og Beirút var þá ljómandi borg. Þar hef ég séð flestar bókabúðir. í Líbanon eru um 200 trúflokkar og sitja ekki á sárs- höfði, en um 190 þeirra eru kristnir. Múhameðstrúarmenn skiptast að sjálfsögðu í sunníta og sjíta og svo drúsa, sem telja verður líklega til þeirra. Ég skoðaði söfn og fór um landið, norður til Trípólí, suður til Sídon og Týrus, austur um Líban- on-§öll, upp Beka-dal til Baalbek. Sjá má þar mannkynssöguna í steini. Flestir herir heimssögunnar hafa farið um landið. — Hefur þú farið fleiri ferðir til nálægra Austurlanda? Tvær til Persíu, í desember 1971 og desember 1973. í fyrri ferðinni var ég aðallega í Teheran og fór um nágrennið, norður til Dama- vands-fjalls, hins hæsta þar, og suður til gömlu konungsborgarinn- ar, Rey. Einn daginn flaug ég til ísfahan og gisti þar um nótt, á afleitu hóteli, byggðu í líkingu við gamla áningastaði úlfaldalesta, „caravanserai". Höfðingjar sem vildu láta gott af sér leiða, settu upp skála í þeim, „sara“ og á milli þeirra var húsagarður eða rétt fyrir úlfaldana. Þessir áningastaðir voru á öllum úlfaldaleiðum og var dag- leið á milli þeirra. Þegar ég kom til Persíu á síðara skiptið, þekkti ég nógu vel til staðhátta til að geta farið í lengri ferðir. Fyrst fór ég þó til Isfahan. Markaðir þar og í öðrum gömlum borgum eru ótrú- lega skemmtilegir. Þaðan hélt ég nokkuð langt austur í eyðimörkina til Nain, þess fræga þorps, þar sem fegurstu og dýrustu teppi veraldar eru ofín, en þaðan til borgarinnar Shiraz. — Kynslóð okkar, Þórður, telur sig hafa lifað mesta framfaraskeið þjóðarinnar. Höfum við gengið veg- inn fram til góðs? Vissulega, fram á við miðar. Margt hefur verið fært til betri vegar. Mikið hefur verið byggt, og ekki bara kassar eins og í vísunni segir. Unga fólkið er mennilegt, þótt úr uppeldi hafí dregið, eftir að allir fóru að vinna úti. En við erum ekki efnalega sjálfstæð, meðan við erum öðrum löndum stórskuldug. Hætt er líka við ásælni annarra þjóða í hina feiknarmiklu fískveiði- landhelgi okkar. — Gamall Akurnesingur Þórður Sturlaugsson lézt 23. maí sl., en hann hafði lesið viðtal þetta yfir og gert athugasemdir sínar við það og eru þær inn felldar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.