Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐŒ), /IÞROTTIR ÞRŒXIUDAGUR 7. JULÍ 1987 B 5 Dankersen þar sem Ólafur H. Jóns- son var leikmaður. Með því að fylgjast svona með handboltaþjálf- un í langan tíma í löndum þar sem handboltinn var hátt skrifaður lærði ég geysilega mikið og þetta var skemmtilegur tími. Ég kom síðan heim árið 1976 og tók þá við þjálfun 21-árs landsliðs: ins sem ekki hafði verið til áður. í liðinu voru strákar eins og Kristján Sigmundsson og þeir sem eru á svipuðum aldri. Við fórum til Þýskalands og lékum þar tvo leiki, við unnum fyrri leikinn 18:16 man ég og þetta gekk vel hjá okkur enda mikill efniviður. Fimm leik- menn úr liði Þjóðveija urðu síðan heimsmeistarar 1978. Unglingalandsliðið var ég síðan með og það eru þeir strákar sem nú eru í landsliði okkar. Þeir voru mikil efni og lögðu mikið á sig við æfingar. Við æfðum tvisvar á dag um sumarið og á Norðurlandamót- inu urðum við í öðru sæti með jafnmörg stig og Svíar sem unnu.“ „Hætti ef strákurinn þjálfar!“ „Þegar ég var 22ja ára tók ég við þjálfun hjá meistaraflokki Fram sem var í 1. deild. Ég man að Sigur- bergur Sigsteinsson og fleiri af „gömlu" jálkunum sögðust ætla að hætta ef þessi strákur ætti að verða þjálfari! Annars hafa það verið eldri leikmennirnir sem reynst hafa mér best í gegnum tíðina. Fallbaráttan hjá okkur þetta árið var ævintýraleg. Við lékum við tvo leiki við KR um fallið og töpuðum fyrri leiknum með 6 mörkum og nokkrum dögum síðar lékum við seinni leikinn og Amar Guðlaugs- son var þá í leikbanni. Fyrir leikinn sagði ég við strákana að það væri líklegast útilokað að vinna en ég treysti þeim til að klára dæmið. Við unnum með 7 mörkum og héld- um okkur í deildinni. KR-ingar léku síðan aukaleik við HK og vann fyrri leikinn með 7 mörkum en tapaði þeim síðari með fleiri mörkum og féll í 2. deild." LandsliAsþjálfarí Jóhann Ingi vann fyrir sér á sumr- in sem fararstjóri á Spáni og hafði fengið tilboð frá liðum þar um að þjálfa. Sumarið 1978 var hann á leið til Spánar þegar Sigurður Jóns- son formaður HSÍ hringdi í hann og spurði hvort hann væri ekki til- búinn til að taka að sér A-landsliðið. „Sigurður hringdi í mig daginn áður en ég fór út og það var gerður samningur til fjögurra ára sem end- urskoða átti árlega. Flestir gengu út frá því að íslenskur þjálfari gæti ekki náð neinum árangri með lands- liðið. Januzs Cerwinsky hafði verið þjálfari og liðinu hafði gengið mjög illa. Ég ákvað að yngja liði verulega og tók inn nokkra stráka úr 21-árs lið- inu sem staðið höfðu sig vel. Við fórum með ungt lið á Eystra- saltskeppnina 1980 og eftir þá keppni komu upp leiðindi varðandi endurnýjun samningsins við HSÍ. Júlíus Hafstein var formaður og studdi mig í því að yngja upp liðið en ný stjóm tók síðan við og þeir höfðu aðrar hugmyndir þannig að ég hætti. Hilmar Bjömsson tók við liðinu og kallaði á „gömlu" jaxl- ana.“ Góður árangur Bogdans „Bogdan hefur náð miklum og góð- um árangri með liðið. HSÍ hefur einnig unnið gott starf og sem bet- ur fer skilið mikilvægi unglinga- starfsins en hinsvegar má gera meira í sambandi við menntun þjálf- ara heima." íslenska landsliðið hefur staðið sig vel undanfarin ár eins og alþjóð veit. Hver er skoðum Jóhanns Inga á gengi liðsins? „Það em auðvitað margar tilviljanir sem gerðu það að verkum að við komumst á Ólympíuleikana í Los Angeles. Við áttum ekki að vera þar inni en vegna þess að nokkrar þjóðir hundsuðu leikana komumst við þar inn með stuttum fyrirvara. Þar gekk okkur ljómandi vel og tryggðum okkur sæti á HM í Sviss. í Sviss gekk mjög vel og liðið verð- skuldaði sjötta sætið. Liðið óx með hverjum leik og stjómun Bogdans naut sín vel. Islenska liðið er nú með eitt leikreyndasta lið Vestur- Evrópu og leikmenn liðsins em allir á réttum aldri, em á toppnum núna og því ætti það að geta náð langt í Seoul. Ég held ég megi fullyrða að ekkert lið í Vestur-Evrópu undir- búi sig eins vel og markvisst fyrir svona stórmót eins og íslenska liðið. Það sannast á danska knattspymu- landsliðinu og íslenska handbolta- landsliðinu að það er hægt að ná langt þó svo leikmenn leiki í mörg- um löndum. Ég held að það sé eins með handbolta og allt annað í lífinu, vinnan skilar sér, og handbolta- menn okkar leggja mikla vinnu á sig til að ná langt. Markmiðið á næstu Ólympíuleikum er auðvitað að komast i A-heims- meistarakeppnina, það er að segja að verða i einu af sex efstu sætun- um. Ég held það sé ef til vill erfiðara að vinna sig upp úr B-keppninni núna en að halda sér í A-keppn- inni.“ Áeftiriaun Nú hefur nafn Jóhanns Inga heyrst nefnt í sambandi við þjálfun lands- liðsins eftir Ólympíuleika en líklegt er að Bogdan hætti þá með liðið. Er hann tilbúinn til að taka að sér liðið ef til hans verður leitað? „Ég veit það ekki. Ég er búinn að vera atvinnuþjálfari í áratug og er því eiginlega kominn á eftirlaun sem þjálfari en þó ég hætti að þjálfa mun ég reyna að miðla reynslu minni til þeirra sem áhuga hafa á og margir hafa sagt að mér beri skylda til að miðla þekkingu minni. Ég tel mig þó ekki bundinn handboltanum alla ævi. Þetta er slítandi starf, sérstaklega hér í Vestur-Þýskalandi, hver leikur hér er úrslitaleikur. Þess er krafist að árangur náist sama hvernig ástand- ið er, þó svo lykilmenn séu meiddir og fleira koma upp á. Þetta hefur líka orðið til þess að skelin er orðin harðari en áður! Ég var eflaust við- kvæmur heima á sínum tíma en það hefur breyst. Þannig verður þetta þegar maður lifír við mikla gagn- rýni. Bogdan hefur til dæmis verið mikið gagnrýndur, en hann nær árangri. Það er nefnilega ekki alltaf sama sem merki milli vinsælda og gæða. Helsta gagnrýnin á mig hér er sú að ég haldi leikmönnum dá- lítið frá mér, setjist of sjaldan niður með þeim í rólegheitum til að drekkja bjór!“ Jóhann segir mikinn mun að vinna með Þjóðverjum og íslendingum. „Menn hafa það svo gott hér að það verður að sparka í þá til að þeir hreyfí sig. Unglingar hér rétta út hendina; segjast hlaupa af stað eftir að hafa fengið umbunina fyrir það. Heima er þessu öfugt farið. Þar hlaupa menn og athuga síðan með viðurkenningu. Þannig á það líka að vera.“ Jóhann segir þjálfun í Þýskalandi vera harðan skóla: „Það eru 50% líkur á því að maður verði rekinn ef ekki gengur vel. Þó sökin sé ekki alltaf þjálfarans er það hann sem er látinn fara. Þetta er því lýj- andi starf, en það er ekkkert sem jafnast á við sigur. Það er stórkost- leg tilfínning að sigra. Ef við töpum verður að efla mannskapinn til að vinna næsta leik, sem er alltaf sá mikilvægasti." Þegar ítrekað var spurt um íslenska landsliðið, sagði Jóhann Ingi fyrri tækifæri sín heima liðna tíð og hann sagðist ekki erfa neitt við neinn. „Mér gáfust önnur tækifæri, til dæmis að koma hingað til Þýska- lands. Þegar ég skipti svo yfír til Essen vissi ég að ég var að taka að mér erfítt verkefni, og þannig vil ég einmitt hafa þetta. Ég held ég sé svipaður og_ Jón Hjaltalín hvað það snertir. Ég vil taka að mér kreíjandi verkefni _því ég trúi að ég geti leyst þau. Ég er mjög metnaðargjam, eins og margir ís- lendingar, og hjartað fylgir alltaf með í því sem ég er að gera.“ Hann sagðist ekki hafa velt því fyrir sér hvort hann tæki við íslenska lands- liðinu ef honum stæði það til boða. „Það yrði erfítt verkefni, spuming um að byggja upp í tvö ár, og leyfa ungu strákunum að leika í friði, og tapa í friði ef því er að skipta. Þeir verða að fá tíma og leikreynslu til þess að geta staðið sig þegar í stóru mótin er komið,“ sagði hann. sigur sé stórkostleg tilfínning, ef marka Sigur er stórkostleg tilfinning Áhorfendur og stuðningsmenn Tusem Essen eru sammála Jóhanni Inga um að má fagnarðarlætin í Grugehallen, heimavelli þeirra. SIGLINGAR / ÍSLANDSMÓT Morgunblaöið/BAR Svrfðu seglum þöndum Keppnin á íslandsmótinu var spennandi. Hér er einn keppenda á fleygi ferð á kænu sinni og virðist bara ganga vel. Bjarki varð íslands- meistariá Topper UM helgina var íslandsmeist- aramót barna og unglinga í siglingum á Topper- og Optim- istkœnum haldiö á Fossvogin- um. m Íslandsmeistari á Topperkænum varð Bjarki Amórsson úr Ými í Kópavogi en í örðu sæti varð Guðni Jóhannesson úr siglingaklúbbnum Siglunesi í Reykjavík. Hinrik Lax- dal úr Ými varð þriðji. í keppninni á Optimistkænum var keppt í pilta- og stúlknaflokki en á slíkum bátum keppa böm á aldrin- um 8 til 14 ára. íslandsmeistari pilta varð Ragnar Már Steinsen úr siglingaklúbbnum Kópanesi í Kópa- vogi en annar varð piltur úr sigl- ingaklúbbnum Sörva á Egjlsstöð- um, Óli Grétar Sveinsson. í þriðja sæti varð Guðni Dagur Kristjánsson úr Kópanesi. I stúlknaflokki varð Sigríður Ólafs- dóttir íslandsmeistari en hún er úr Kópanesi í Kópavogi eins og stúlk- umar sem voru í tveimur næstu sætum. Hólmfríður Kristjánsdóttir varð í öðm sæti og Ingibjörg Böðv- arsdóttir varð í þriðja sæti. HM A470-BATUM íslendingamir aftarlega ÍSLENSKU keppendurnir á 470-bátum gekk ekki vel á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Kiel í Vestur-Þýska- landi í síðustu viku. Þeir urðu Í77. sæti af 120 keppendum. eir félagar, Gunnlaugur Jónas- son og Jón Ólafur Pétursson, byijuðu mjög vel í keppninni. Eftir fyrsta dag hennar voru þeir í átt- unda sæti en í annari umferð fengu þeir á sig kæru sem í fyrstu var dæmd þeim í vil en sá sem kærði fékk málið tekið upp að nýju og á merinni á féll dómur þeim í óhag. þriðju umferð urðu þeir félagar í 68. sæti og í 62. sæti í þeirri fjórðu. í fimmtu og síðustsu umferðinni gekk enn verr. Þá var logn og þeim félögum tókst ekki að komast í mark innan tiltekinna tímamarka og enduðu þeir því í 77. sæti. Sigurvegarar urðu Vestur-Þjóðvetj- ar og bátur frá þeim varð einnig í þriðja sæti en ítali skaust á milli þeirra. Ný-Sjálendingar sem höfðu haft forystu lengst af urðu að sætta sig við fjórða sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.