Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.07.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 7. JULÍ 1987 B 13 400 keppendur á íþrótlahátíð Skarphéðins Um 300 manns fara í hópferð á Landsmótið með HSK-liðinu. J6n H Slgurðsson afhsndir Sighvatl Dýra Guðmundssyni Jónsblkarinn. RÚMLEGA 400 íþróttamenn voru við keppni á Selfossi um fyrri helgi í blíðskaparveðri þegar íþróttahátíð Héraðs- sambandsins Skarphéðins fór fram. Keppt var í frjálsum íþróttum og sundi auk þess sem svo hittist á að Selfyss- ingar léku við Einherja í 2. deildinni í knattspyrnu þessa helgi. Mótið var liður í loka- undirbúningi fyrir Landsmót- ið á Húsavík en þangað sendir HSK150 manns til keppni og munu 300 manns fara í hópferð til Húsavíkur meðliðinu. Á íþróttahátíðinni er keppt í öllum aldursflokkum í frjálsum íþróttum og voru 360 skráðir til keppni. Mikill uppgangur er í frjálsum íþrottum hjá HSK og er sambandið að uppskera árangur af leikjanámskeiðum sem það hef- ur staðið fyrir undanfarin ár. í þessum stóra hópi eru mjög mörg góð efni sem gaman verður að fylgjast með. Það setti nokkum svip á keppn- ina að besta íþróttafólkið var við keppni erlendis með landsliðinu. Annars var keppnin skemmtileg og góður árangur í mörgum grein- um. Á íþróttahátíðinni er slegið saman héraðsmóti, unglingamóti og aldursflokkamóti HSK í frjáis- um. Öðrum þræði var einnig keppt um sæti í landsmótsliði sambands- ins og var keppni um annað og þriðja sæti í liðinu oft á tíðum mjög hörð, en sambandið sendir þijá í hveija grein á Landsmótinu. Það voru Selfyssingar sem unnu stigakeppni mótsins, urðu héraðsmeistarar, unglingameist- arar og meistarar í aldursflokka- keppninni. Sighvatur Dýri Guðmundsson sigraði í Jónshlaup- inu en það er 5000 m hlaup mótsins nefnt eftir Jóni H. Sig- urðssyni langhlaupara, en fyrir nokkrum árum varð hann fyrir óhappi og er bundinn hjólastól. Jón var mættur á mótið sem starfsmaður og afhenti verðlaun í hlaupinu sem er opið gestum. Bestu afrek í flokki 14 ára og yngri unnu Róbert Jensson Umf. Biskupstungna og Kristjana Skúladóttir Umf. Hrunamanna fyrir hástökk, Róbert stökk 1,50 og Kristjana 1,45 m. Elín Jóna Traustadóttir Umf. Hrunamanna, stökk 1,65 m. í hástökki. Unnar Garðarsson Umf. Skeiðamanna Morgunblaðið/Sigurður Jónsson. BirgiMa GuAJónsdóMlr tekur vló Slgrúnarblkarnum. vann besta afrekið í karlaflokki, kastaði spjóti 67,84 metra og Birgitta Guðjónsdóttir Umf. Sel- foss í kvennaflokki. Unnar varð stigahæstur karla með 23 stig og Birgitta stigahæst kvenna ásamt Ingibjörgu Ivarsdóttur Umf Sam- hygð með 22 stig. Birgitta Guðjónsdóttir hlaut Sigrúnarbikarinn sem gefinn var af Kristni Siguijónssyni fijáls- íþróttaáhugamanni úr Reykjavík til minningar um Sigrúnu Bjamadóttur húsfreyju í Hauka- dal en Kristinn var nemandi Sigurðar Greipssonar. Framfara- bikar íþróttahátíðar hlaut Umf. Framtíðin í Þykkvabæ en þar hefur lifnað mjög yfir fijáls- íþróttastarfi undir leiðsögn Stein- unnar Hannesdóttur. Mjög hörð og spennandi keppni var á aldursflokkamótinu í sundi sem var liður í íþróttahátíðinni. Aðeins tvö stig skildu efstu liðin að, Selfoss fékk 147 stigen spútn- iklið Þórs í Þorlákshöfn fékk 145 stig. Hvergerðingar urðu í þriðja sæti með 127 stig. Besta afrekið á aldursflokkamótinu í sundi vann Hugrún Ólafsdóttir synti 100 metra skriðsund á 1:04,3 mín. Þátttakendur í sundmótinu voru 50. Sig. Jóns. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA Sanngjamt jafntefli ValsogKA TVEIR leikir fóru fram í 1. deild kvenna um helgina. Valur og KA gerðu 1:1 jafntefli á Valsvelli og Stjarnan vann Þór 1:0 á Akureyri. Leikur Vals og KA var jafn og úrslitin sanngjöm. KA lék ör- ugglega sinn besta leik í sumar, en Valur skapaði sér engu að síður fleiri færi. Hjördis Bma Lúðviks- Ulfarsdóttir skoraði dóllir og Skapti fyrir KA eftir 15 HaHgrímsson mínútna leik. Mis- skilningur var í vöm Vals, Hjördís komst á milli vamar- manns og markvarðar og skoraði í autt markið. Ragnhildur Sigurðardóttir jafnaði um miðjan seinni hálfleik. Góðri sókn Vals lauk með því að Ragn- hildur komst inn fyrir vöm KA og skoraði örugglega. KA-liðið var mjög jafnt, stúlkumar börðust vel og léku vel saman. Valsstúlkumar spiluðu ágætlega á köflum, en sóknin var bitlaus eins og í undanfömum leikjum. Stjömustúlkumar fóm með öll stig- in suður eftir að hafa skorað eina mark leiksins á Akureyri. Þær verða að teljast heppnar þvi Þórsarar fengu mörg góð tækifæri til að skora en nýttu ekkert þeirra og því fór sem fór. Það var Guðný Guðna- dóttir sem skoraði eina mark leiksins strax á fyrstu mínútunum eftir mikil vamarmistök — misskiln- ing markvarðar og vamarmanns — og síðan héldu Stjömustúlkumar fengnum hlut. Þór hefur enn ekki unnið leik en sanngjamt hefði verið að liðið næði a.m.k. jafntefli. En það verður að nýta færin til að sigra, það er ekki nóg að skapa sér færi. _________________ ■ Staðan/B 14 Hjördfs ÚlfarsdóMlr kom KA- stúlkunum yfir gegn Val þegar fimmtán mín. vom liðnar af leiknum. KNATTSPYRNA / SUÐUR-AMERÍKA Brasi I ía tuttugu ár umáeftir - sagði Silva þjálfari eftir 4:0 tap gegn Chile jKNATTSPYRNAIM í Brasilíu er 20 árum á eftir og til að ná árangri þarf að skipuleggja hlutina betur og liðið þarf að fá nægan tíma til að koma vel undirbúið á HM á Ítalíu “ sagði Carlos Alberto Silva, þjálfari Brasilíu, eftir 4:0 tap gegn Chile í Suður-Ameríkukeppni landsliða um helgina. Silva sagði enn fremur að hann þyrfti að vera í fullu starfí með landsliðið og knattspymusamband Brasilíu yrði að semja við Cmzeiro í því sambandi, en Silva þjálfar einnig það lið. Tapið var mikið áfall fyrir Brasilíu, niðurlæging fyrir vöggu knatt- spymunnar. Brasilíu nægði jafntefli til að sigra í riðlinum og komast í undanúrsiit, en það verður Chile, sem leikur gegn Kólumbíu. Brasilía sótti mun meira í fyrri hálfleik, en Ivo Basay skoraði fyrir Chile á 42. mínútu þvert gegn gangi leiksins. Julio Cesar gerði afdrifarík mistök á 49. mínútu og Juan Carlos Leteli- er bætti öðm marki við. Brasilía sótti stíft, en leikmönnunum brást bogalistin upp við mark andstæð- inganna og í stað þess að nýta færin og jafna, máttu þeir hirða boltann tvisvar enn úr eigin marki. Argentína leikur gegn Umguay í hinum undanúrslitaleiknum og eftir tap Brasilíu sagði Carlos Bilardo, þjálfari Argentínu, að leikskipulagi væri um að kenna, þrekþjálfarar réðu ferðinni í Brasilíu og hann mælti með að erlendir þjálfarar tækju við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.