Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 I ANDAHEIMURINN Þeirfram liðnu fá ekkisam I BÓKMENNTIR band Breskir miðlar eiga um þessar mundir við sérkennilegan vanda að stríða. Þeir eru svo vinsæl- ir, að þeir fá ekki við neitt ráðið. Er engu líkara en löndum þeirra liggi nú lífíð á að komast í samband við andaheiminn. Bresku miðlasamtökin geta ekki lengur orðið við óskum ýmissa kirkjufélaga um sérfræðinga með aðgang að „herberginu fyrir hand- an“ og bitnar þetta sérstaklega á nýbökuðum miðlum, sem oft lenda f svipaðri aðstöðu og ungu mennim- ir, sem sendir voru fyrirvaralaust á vígvellina. Hefur gætt nokkurrar óánægju með nýgræðingana enda ekki óalgengt, að þeir sanni fákunn- áttu sína með því að megna ekki einu sinni að lýsa jafn einföldum hlutum og gömlum meiðslum heinna framliðnu eða hvaða litur var á uppáhaids peysunni þeirra. Terry Gordon, formaður í sam- tökunum, viðurkenndi í viðtali við blaðið „Sálarrannsóknafréttir", að stéttinni hefði farið aftur. „Kunn- áttunni hefur hrakað," sagði hann, og Tom Johanson, framkvæmda- stjórí samtakanna, upplýsti að nýlegt fráfall reyndra miðla hefði gert illt verra. „Áhuginn á miðilsstarfsemi og sálarrannsóknum hefur ekki minnk- að, vandinn er sá, að hann hefur stóraukist," sagði Johanson. „Vegna þess hefur álagið á ungu miðlana, sem enn eru í þjálfun, stór- aukist og þeir hafa látið freistast til að he§a störf áður en náminu er lokið. Þeir eru óreyndir, ekki fullnuma og ekki vanir að koma fram fyrir fólk, sem að sjálfsögðu leynir sér ekki.“ Miðlasamtökin gera hvað þau geta til að hraða þjálfun nýrra miðla án þess þó að gleyma neinum undir- stöðuatriðum í iðninni, eins og árunum og útfryminu og öðru þess háttar. í undatekningartilfellum og algerri neyð eru nemendumir þó látnir koma fram opinberlega, en þá er þátttakendunum skýrt frá því áður, að þeir séu óreyndir. í bækistöðvum samtakanna við Belgrave Square í London hefur vikulegum miðlanámskeiðum verið fjölgað upp i fjórtán. Rúmlega 150 væntanlegir miðlar eru í þjálfun og samtökin em alltaf á höttunum eft- ir „náttúrubömum" I þessum vísindum. „Við höfum alltaf vakandi auga með efnilegum miðlum," segir Gor- don, sem er 72 ára gamall og stundar andlegar lækningar í Wimbledon. „Ef við teljum þá nógu góða fá þeir að reyna sig.“ - MARTIN WAINWRIGHT Raunveru leikinn í reyfarastíl Margar skáldsögur hafa verið skrifaðar um pólitíkina í Washington, um sterka, þögla menn og þrautgóðar konur, og fer það jafnan svo, að hetjunni, hvort sem hún er forseti, öldungadeildar- þingmaður eða í leyniþjónustunni eins og nú er í tísku, tekst að lokum að bjarga landi og þjóð frá aðsteðj- andi ógæfu. „Hættan úr austri" og tilraunir ofurhugans til að sigrast á „hinum illu öflum" er sú upp- skrift, sem alltaf er jafn vinsæl. Skáldsagan Forsetafrúr (First Ladies) eftir Catherine Breslin er af þessum sökum eins og hressandi andblær. í henni er slegið á gamla strengi, fjallað um pólitíska spill- ingu, kjmóra og mannlegan breysk- leika og ekki skirrst við að sækja fyrirmyndimar til bráðlifandi fólks. Bókin er um Ronald og Nancy Re- agan (Dan og Priscilla Sterling) og Edward og Joan Kennedy (Larry og Robin Devlin). Reglumar um forsetakjör i Bandaríkjunum em þær flóknustu og fáránlegustu, sem um getur. Ef enginn fær hreinan meirihluta get- ur ýmislegt gerst og Breslin tekur einmitt þann pólinn í hæðina. Sagan hefst árið 1980. Roy Bob forseti er ekki alltof viss um að ná endurkjöri en til að bæta um fyrir FÓRNARLÖMB - Nancy ogRea- gan fá heldur slæma útreið sér varpar hann fyrir róða varafor- setanum, sem þykir heldur leiðin- legur, og útnefnir í hans stað öldungadeildarþingmanninn og kvennagullið Devlin, bróður Devlins heitins forseta, sem féll fyrir morð- ingjahendi. í kosningunum fær þriðji frambjóðandinn rétt nægilega mörg atkvæði til að koma í veg fyrir, að Sterling, fyrrum ríkisstjóri í Kalifomíu og leikari á árum áður, fái meirihluta kjörmannanna. Nú kemur til kasta þingsins. Öld- ungadeildin, sem demókratar ráða, velur Devlin sem varaforseta en fulltrúadeildin, sem kýs forsetann við þessar kringumstaeður, skiptist upp á milli þriggja forsetaefna. Niðurstaðan verður því sú, að það er Devlin, sem sver forsetaeiðinn. Allt getur þetta átt sér stað og stendur f stjómarskránni, því helga Endalok „bankastjóra gnðs“ enn sama ráðgátan Omurlegur dauðdagi ftalska bankastjórans Robertos Calvi, en hann fannst fyrir fímm ámm hengdur undir Blackfriars-brúnni í London, er enn sem fyrr óráðin gáta, sem líklega verður seint greitt úr. „Nú, þegar fímm ár eru liðin frá atburðinum, efast ég um, að málið verði nokkru sinni upplýst að fullu," sagði Barry Tarbun, einn yfírmanna Lundúnalögreglunnar, í viðtali við Reuters-fréttastofuna. Calvi, sem kallaður var „bankastjóri guðs“ vegna náinna tengsla við Páfagarð sem yfírmaður Ambrosiano-bank- ans, stærsta einkabanka á ítalfu f eina tíð, fannst hengdur og hang- andi neðan í vinnupöllum við Thames-á þann 18. júní árið 1982. Vasamir á fötum hans höfðu verið fylltir með gijóti en auk þess hafði hann á sér nærri 10.000 dollara f ýmsum gjaldeyri og falsað vega- bréf. Calvi hafði flúið frá Ítalíu viku áður en þá beið hann endanlegrar niðurstöðu áfrýjunarréttar um fangelsisdóm vegna gjaldeyris- smygls. Tveimur mánuðum síðar hrundi Ambrosiano-bankinn og var þar um að raeða mesta gjaldþrota- mál einkabanka á ítalfu frá upphafí. Tvær líkskoðanir, sú sfðarí á ár- inu 1983, urðu til að breyta upphaflegum úrskurði um sjálfs- morð og era nú kringumstæðumar, sem leiddu til dauða Calvis, taldar „óvissar". Það er sem sagt talið CAL VI — Var hann að flýja sjálf- an sig eða „glœpaflokkana“ sem konan hans talaði umT óvíst hvort hann hefði svipt sig iífi eða verið drepinn. í maf síðastliðnum var gerð enn ein tilraunin til að varpa ljósi á þetta mál. Vora breskir leikarar fengnir til að setja ýmsar hugmynd- ir manna um dauða Calvis á svið og var uppsetningin kvikmynduð og þess gætt, að vatnsborðið í Thames væri í sömu hæð og það var 18. júní fyrir fímm áram. Sviðsetningin var gerð að beiðni dómsmálayfirvalda í Mílanó á Ítalíu en þau verða nú að taka afstöðu til kröfu ekkju Calvis, Klöra Calvi, um líftryggingu manns síns. Eins og jafnan er um slíkar tryggingar fæst hún ekki greidd ef sannað þykir, að viðkomandi hafí stytt sér aldur. Við rannsóknina árið 1983 sagði Klara, að „glæpaflokkar" hefðu verið á hælum manns síns og að tveimur dögum fyrir lát hans hefði hann hringt til hennar frá einhveij- um ókunnum stað. „Hann kvaðst vera að reyna að ná samningum, sem myndu bjarga honum og breyta öllu lífí okkar til hins betra," sagði Klara. Paul Terzeon, lögfræðingur í London, sem fer með mál Klöru Calvi, sagði í viðtali við Reutere: „ég tel, að sviðsetningin hafí ekki rennt stoðum undir það álit, að Calvi hafi sjálfur svipt sig lífí. Sá sem það ætlar að gera, fer ekki þannig að“. Lögreglan segir hins vegar, að þótt hún vilji ekki slá neinu föstu bendi fátt til, að Calvi hafí verið myrtur. Daginn áður en hann fannst lát- inn kastaði Graziella Teresá, einkaritari hans og starfsmaður Ambrosiano-bankans, sér út um glugga og beið bana af. Tveimur klukkustundum áður hafði stjóm bankans sagt af sér og beðið ítalska seðlabankann um að taka Ambros- iano-bankann til rannsóknar. Gjaldþrot hans tveimur mánuðum síðar vegna skulda, sem námu 1,3 milljörðum dollara var upphafíð að mesta fjármálahneyksli á ítalfu. Dómsmálayfírvöld í Mflanó era nú að ljúka rannsókn á þessu mikla gjaldþroti og í febrúar og maí í ár gáfu þau út skipun um handtöku 28 manna, sem sakaðir era um aðild að alls konar svikastarfsemi. Meðal þeirra vora bandaríski erki- biskupinn Paul Marcinkus, forseti Páfagarðs-bankans, og tveir yfír- menn hans úr leikmannastétt. Terzeon segir, að það sé ekki ólíklegt, að Calvi hafí verið blekkt- ur, fenginn til að yfírgefa hótelið og tældur um borð í bát á Thames. „Síðan kann honum að hafa verið sagt, að báturinn yrði að bfða dálít- inn tíma undir Blackfriare-brúnni þar sem snöra var bragðið um háls honum og hann hengdur í vinnupöll- unum. Vissulega er þetta bara hugmynd en það hefur ekkert kom- ið fram, sem mælir gegn henni,“ segir Terzeon. Barry Tarbun, lögreglumaðurinn fyrmefndi, á hér lokaorðin: „Þetta undarlega mál lætur mig ekki í friði. Ef það er lff eftir þetta líf og svo vill til, að fundum okkar Calvis ber saman, þá fæ ég von- andi að vita allan sannleikann." - DANIEL LIEFGREEN skjali. Hér er þó aðeins um að ræða rammann um sjálfa söguna. Bókin er um baráttu Robin Devl- in við brennivínið og um tilraunir Priscillu til að rífa manninn sinn upp og komast að því hvemig hann geti hreppt forsetaembættið. Geng- ur þar á ýmsu og sumu miður fallegu en í sögunni era mjög góðar og nákvæmar lýsingar á lífínu í Hvíta húsinu, lífí auðkýfínganna í Kalifomíu og kvikmyndastjamanna í Hollywood og á sóðalegu baktjaldamakkinu og valdataflinu í Washington. Það er dálítið skrítið en að lokum fer lesandanum að þykja vænt um Priscillu. Hún er að vísu ófyrirleitin, hefnigjöm og vaidasjúk en hún hefur líka til að bera tryggð og staðfestu - og hún stendur vörð um manninn sinn. Breslin, höfundur bókarinnar, fer ekki jafn mjúkum höndum um Sterling eða Reagan. Jfyrir þá, sem hafa gaman af yfír- gripsmiklum áfellisdómi yfír foreet- anum, er tilvalið að lesa bókina Forsetafrúr. Sagan er ofín úr mörgum þáttum og er einn þeirra tilraunir Devlin- hjónanna til að raða saman hjóna- bandsbrotunum og annar sú ákvörðun fyrri foreeta að leggja allt að veði með því að reyna að bjarga Kambódfu. Spyija má hvort það sé rétt eða viðeigandi að taka líf og feril lif- andi manna traustataki og nota sem efnivið f skáldsögu. Joan Kennedy átti við áfengisvandamál að stríða; eiginmaður hennar var ekki við eina Qölina felldur og ^ölskylda hans þrúgaði hana. Er ekki verið að bæta gráu ofan á svart með því að gera hana líka að sögupereónu? Málið er, að bókin þykist ekki vera neitt annað en hún er. Hún er enginn lykilróman þar sem lesa má raunveraleikann á milli línanna eins og var með kunna Washing- ton-skáldsögu með Marilyn Monroe, Bobby Kennedy og Hugh Heffner sem fyrirmyndir að aðalsöguper- sónunum. Hún er skemmtileg aflestrar og einnig mjög fræðandi um sum ákvæði stjómarskrárinnar. Sfðasta bók Catherine Breslin, „Unholy Child“, var metsölubók en hún er byggð á raunveralegum at- burðum og fjallar um nunnu, sem elur bam og fyrirkemur því. -PATRICK BROGAN I OFSTÆKI Minning sem vel mætti gleymast Sovézkir fréttaskýrendur hafa nú sívaxandi áhyggjur af starf- semi rússneskra þjóðemissamtaka, sem kalla sig Pamyat eða Minn- ingu. Þykir boðskapur þessa félags- skapar vera æði öfgafullur og í ætt við fasisma. í fyretu virtust 8amtökin hafa góðan ásetning og þau einbeittu sér að því að standa vörð um sögulegar minjar. Starfsemin hefur hins vegar tekið á sig mjög ógeðfellda mynd í skjóli umbótastefnu Gorbachevs flokksleiðtoga. Tímaritið Ogonyek birtir nýlega

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.