Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 28
^öridökBiÍABiÐ;,áUMtjö'AÓ\^'rö:íöii;ig87 «8b % „ tg myndi eJdcj kaupz meirtz frci Amoczjoixsv&binu-" TM Reg. U.S. Pat. Off.—all rights reserved © 1986 Los Anfleles Times Syndicate Fyrst í stað fékk ég ætíð launaumslagið með mán- aðarlaununum. Ég varð þess svo áskynja að hann fær kaupið sitt nú viku- lega og ... HÖGNI HREKKVÍSI //V'/NNUri/MINN ERsOlNN HJ'A HONU/IA." Þesslr hringdu . . . Guðmundur, ekki Guðmann Eggert ísdal hringdi: „Ég sá í Velvakanda síðastlið- inn fímmtudag að auglýst var eftir afkomendum Guðmanns Jónssonar sem farið hafði til Ameríku ungur. Ég grennslaðist því fyrir um þennan mann í Vest- urfaraskrá og komst að því að hér er líklega átt við Guðmund Jónsson frá Svínanesi í Múla- hreppi sem fór tvítugur til New York árið 1891 ásamt Lilju Sig- urðardóttur sem þá var 16 ára. Er það væntanlega konan sem kallaði sig Lillian Johnson í Ameríku. Með þeim ferðuðust for- eldrar Guðmundar, Jón Jónsson bóndi, 69 ára, og Sigurlaug Davíðs- dóttir, 65 ára, en þau fóru til Winnepeg." Sólgleraugu týndust Kristín Westlund hringdi. Hún hafði týnt gleraugum í svörtu hulstri einhvem tímann upp úr hvítasunnu. Gleraugun eru með hvíta umgjörð og glerin eru brún- leit, ljós neðst en dökkna eftir því sem ofar dregur. Skilvís fínnandi er beðinn að hringja í síma 73463 eða 12843. Fundarlaun. Kynf erðisafbrota menn verði vanaðir 8607—9410 hringdi: „Við erum héma nokkuð marg- ar konur sem erum sama sinnis. Vegna allra þessara frétta um kynferðisafbrotamenn viljum við segja að það þýðir greinilega ekk- ert að loka þessa menn inni, það virðist ekki aftra þeim frá þessu athæfi. Við teljum að það eina sem dugi sé að vana þá.“ Ljóðið er eftir Guð mund Guðmundsson E.H. hringdi. Hún sagði að ljóð- ið sem birt var í Velvakanda síðastliðinn sunnudag væri eftir Guðmund Guðmundsson skóla- skáld. Ljóðið væri að finna í vasasöngbókinni Tökum lagið sem maður með upphafsstafína E.B.J. hefði tekið saman. í Vel- vakanda hefði vantað fyrsta erindið sem væri á þessa leið: Eg elska hafið æst er stormur gnýr, eg elska það er kyrrð og ró þar býr, á djúpið blátt er bleikur máninn skín, eg Bláfjöll elska er sáu ei augu mín. Ljóðið er eftir Steingrím Thorsteinsson Arndís Ólafsdóttir hringdi. Hana minnti að ljóðið sem birt- ist í Velvakanda síðastliðinn sunnudag væri eftir Steingrím Thorsteinsson. Hún sagðist hafa lært það sem bam einhvern tímann á milli áranna 1920 og 1930 og hefði fyrsta erindið vant- að í Morgunblaðinu. Hún taldi mjög ólíklegt að ljóðið væri eftir Guðmund Guðmundsson skóla- skáld enda hefðu Ijóð hans ekki verið á almannavörum þegar hún lærði það. Allar rellur burt úr bænum Gestur Sturluson hringdi: „Flestar fréttir eru vondar fréttir stendur þar og mun nokkuð vera til í því, því er nú verr. Þó eru sem betur fer undantekningar og ein slík frétt var í útvarpinu nýlega sem mér fannst gleðifregn en hún var á þá leið að flug- klúbbur starfsmanna álversins við Straumsvík hefði ákveðið að sækja um land undir flugbraut í hrauninu sunnan við Straumsvík þar sem Krýsuvíkurvegurinn byij- ar. Ætlunin er að nota þessa flugbraut undir litlar flugvélar þar sem örtröðin er orðin svo mikil á Reykjavíkurflugvelli að þær kom- ast ekki að þar. Þetta þótti mér góð frétt því að á góðviðrisdögum er sífellt sveim smáflugvéla yfír bænum og þá einkum yfír gamla bænum orðið argasta plága. Sumar af þessum rellum hafa aldeilis ótrú- lega hátt, næstum eins og þotur. A góðviðrisdögum heyrist varla mannsins mál og maður verður alltaf að vera að ijúka að útvarp- inu eða qónvarpinu til að hækka ef maður á ekki að missa af því sem þar er sagt. Suður í Keflavík og Njarðvík hafa verið gerðar ráðstafanir til að draga úr hljóðmengun í sam- bandi við flugumferð. Ég man ekki eftir að hafa heyrt neitt slíkt frá ráðamönnum Reykjavíkur- borgar. Eg hef gist nokkrar stórborgir erlendis til dæmis New York, Kaupmannahöfn, Birmingham og London og það sem kom mér mest á óvart var að þrátt fyrir stærðina og mannmergðina voru þær að sumu leyti hljóðlátari en Reykjavík og það gerði að þær voru lausar við þennan stöðuga eril flugvéla yfír borgarsvæðinu. Nú er tækifærið. Flugklúbbur starfsmanna álversins hefur bent á leið út úr vandræðunum. Því vil ég hér með skora á borgar- stjóm Reykjavíkur að styðja við bakið á flugklúbbsmönnum og það með fjárstyrk ef með þarf. Einnig ættu íbúasamtök vest- ur— og miðbæjar að þrýsta hér á því að á þeim brennur eldurinn heitast. Sem sagt allar rellur burt úr bænum. Vegna Nicaragna— ráðstefnu 0348—3940 hringdi: „Mig langar að koma eftirfar- andi á framfæri vegna skrifa Guðjóns V. Guðmundssonar í Vel- vakanda á fimmtudaginn í tilefni af ráðstefnu um Nicaragua. Það var ekki djöflaklerkaveldið í íran sem stofnsetti gúlagið í Rússlandi og stjórnaði Stalín og bamaleik- föngunum sem Gorbachev lætur rigna yfír Afghanistan. Banda- ríkjamönnum fínnst alveg nóg um þrælabúðir Castrós og vilja ekki fleiri slík fyrirtæki í Ameríku." Víkverji skrifar Eins og Víkveiji átti von á gleymdist það ekki fremur en fyrri daginn, gamla góða lífseiga fyrirheitið um fækkun bankanna. Það gekk að sjálfsögðu enn einu sinni aftur í stefnuskrá nýju ríkis- stjómarinnar og er orðað svo í þetta skiptið að „stefnt" skuli að „sam- mna banka". Hér hefur áður verið gert góðlát- legt grín að þessu eilífðarmáli sem aldrei virðist ætla að komast í höfn, og það þótt einn af þessum bönkum hafí á nýliðnu stjómartímabili meira að segja gert stjómmálamönnum þann greiða að fara með pomp og prakt á kúpuna. En fækkaði bönkunum þótt einn þeirra væri semsagt svo vænn að hrökkva upp af? Minnkaði ómegðin ef svo mætti segja? Aldeilis ekki. Mennimir sem vilja ólmir færri banka hirtu bara líkið, dustuðu af því rykið og sendu það aftur á bankaballið með hf. í skottinu. Raunar skaut annar gamall kunningi upp kollinum í fyrmefndri stefnuskrá, nefnilega draumurinn um „hert skattaeftirlit". Hve oft er ekki búið að hafa stór orð um þetta vandamál? En ekki meira að sinni um þessa dularfullu málaflokka sem allir ærlegir stjómmálamenn taka alltaf upp á arma sína og sofna síðan með í fanginu. Ofurlítil ábending í mestu vin- semd til þeirra á ríkissjón- varpinu. „Ekki ófáar“ þýðir sko ekki aldeilis „margar" eins og einn annars ágætur fréttamaður þama um borð virðist halda. Hann notaði þetta orðalag í frétt á sunnudaginn var þar sem hann var að útmála örlæti þjóðkunns íslendings, og vom gjafír hans „ekki ófáar". Hann varð með öðrum orðum að argasta nirfli, en óviljandi að vísu. „Ekki ófáar“ er vitaskuld tvöföld neitun og þýðir „fáar“. En það skal áréttað að hér var enginn skussi á ferð og em fréttamenn ríkissjón- varpsins enda til allrar hamingju undantekningarlítið góðir íslensku- menn. XXX Svavar Gestsson hlýtur að hafa verið að flýta sér ósköp mikið eða honum hefíir að minnsta kosti verið einum of mikið niðri fyrir þegar hann var að búa sig undir þátttöku í því fræga sjálfsgagniýn- isæði sem greip Alþýðubandalags-_ menn eftir kosningamar. í ritsmíðinni sem var framlag hans til sjálfshirtingarsamkomunnar nefndi hann góðærið sem eina af orsökunum fyrir hrakfömm flokks- ins. Svavar er langtum of greindur maður til þess að láta svona lagað útúr sér öðmvísi en í flaustri eða í einhverskonar fári sem gæti hafa verið afleiðing svartasta hugarvfls. Að bera það á borð fyrir menn að stjómmálaflokkur geti ekki blómstrað í góðæri samsvarar því að líkja flokknum við þá tegund kaktusa sem þrífst ekki nema í eyðimörkum. , XXX Annað framlag til þjóðmálaum- ræðunnar en samt nokkuð af öðmm toga sá dagsins ljós í einu dagblaðanna undir lok stjórnar- myndunarþófsins. Tilefnið var upphlaup Karvels hins vestfirska og lætur blaðið aumingja manninn skýra ástæðuna fyrir óánægju sinni með svofelldum hrærigraut: „Málum er skipt með þeim hætti að Alþýðuflokkurinn hefur ekki fengið þau mál sem hann hefði þurft að ná í til að koma máium frekar á hreyfíngu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.