Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 + , Israel: Mein Kampf þýddá hebresku DAN Jaron, 68 ára gamall ísra- elsmaður, vinnur nú að þýðingu á bók Adolfs Hitler, Mein Kampf, á hebresku. Mein Kampf er grundvallarrit nasismans og hugmyndanna um „hinn æðri kynstofn", sem bitnuðu grimmi- lega á gyðingum í seinna stríði. í viðtali við þýska vikuritið Der Spiegel segist Jaron þó ekki ótt- ast að bókin verði ekki keypt í ísrael. Jaron fæddist í Vínarbórg og var sjálfur vitni að sigurgöngu Hitlers inn í Austurríki árið 1938. Hann segir í viðtalinu við Der Spiegel að honum finnist hann hafa skyldum að gegna; við ísraelsmenn fram- tíðarinnar og því taki hann sér þetta verk fyrir hendur. Bók Hitlers sé upphaf og orsök helfarar gyðinga, og útgáfa hennar sé nauðsynleg til þess að sá þáttur í sögu gyðinga verði skilinn. Aðspurður hvort honum hefði ekki dottið í hug að þýða bók um Hitler, sagði Jaron: „Ég vil ekki túlka Hitler, heldur sýna, hvemig hann setti hlutina fram sjálfur." Þýðandinn sagði að viðbrögðin í ísrael, er menn fréttu af starfi hans, hefðu verið mismunandi. Ýmsir menntamenn hefðu reynt að telja hann af því að Ijúka verkinu, og Jad Waschem, sem er minningar- stofnun um helförina í Jerúsalem, hefði einnig brugðist illa við. Hins vegar hafa tvær bókaútgáfur haft samband við Jaron og talið að bók- in gæti jafnvel orðið metsölubók. Sprengingar í Hong Kong: Andkomm- únistar ábyrgir Hong Kong, Reuter. HÓPUR, sem segist berjast gegn kommúnisma, hefur lýst á hend- ur sér ábyrgð á tveimur sprengj- utilræðum í Hong Kong á undanförnum mánuði. Samtökin hótuðu á fimmtudag að halda sprengingum áfram, uns Hong Kong hefði verið hreinsuð af öll- um kommúnistum. Sprengjur samtakanna, sem kalla sig einfaldlega Hryðjuverka- samtök Hong Kong, sprungu í tveimur stórmörkuðum og slösuðu samtals fimmtán manns. Talsmaður lögreglunnar í Hong Kong neitaði að svara, er hann var spurður hvort lögreglan grunaði hryðjuverkamennina um að vera í tengslum við stjóm þjóðemissinna á Taiwan, en hún heldur því fram að hún sé hin eina löglega stjóm Kínaveldis. Stjómin hefur lýst yfir andstöðu við samning Breta og Pekingstjómarinnar um að Hong Kong komist lindir kínversk yfirráð árið 1997. Fulltrúi samtaka í Hong Kong, sem höll eru undir Taiwan, segjast ekkert hafa komið nálægt sprengingunum. r^\pglýsinga- i síminn er 2 24 80 Sveitarfélög Verktakar Höfum til sölu nýinnfluttan Schörling BKF götu-og gangstéttasóp.Til afgreiöslu strax. Vió erum ekki lengra frá þér en næsta símtæki. Grænmeti Grænmeti er vitamínauðugt. í því eru aðallega A-, sum B- og C-vítamín. Grænmeti hefur fáar hitaeiningar, og vegna hollustunnar er það kjörið á hvers manns disk. Þessvegna koma hér nokkrar uppskriftir af grænmetis- réttum. TÆKJASALA H.Guðmundssonar Brekkubæ38 110Reykjavík Sími 79220 Oldsmobile Cutlass Ciera Brougham árg. 1985 — V6, 3ja lítra, ekinn 32.000 míiur. Gullfallegur bíll. Lítur út sem nýr. Aflstýri og hemlar. Sjálfskipting. Loftkæling. Veltistýri. Hraðajafnari. Rafknúnar rúðuvindur. Rafmagnslæs- ing. Mjög gott sjálfleitandi útvarp/segulband með 4 hátölurum. Rafknúnið loftnet. Rafmagnsopnun á kistuloki (innan frá). Raf- magnsfærsla á ökumannsstól og hallanlegur farþegastóll, armpúði á milli sæta. 2 útispeglar, stillanlegir innanfrá. Rafknú- in sóllúga. Hiti i afturrúðu. Þjófavarnakerfi. Sportútfærsla á mælaborði (snúningshraðamælir og allir mælar). Sportstýri. Styrktir gormar og demparar o.fl. Ennfremur gullfallegur Buick Century Limited árg. 1984 — V6, 3ja lítra, ekinn 28.000 mílur. Einnig með öllu. Bílabankinn, Hamarshöfða 1, sími 673232. Opið mánudaga — fimmtudaga kl. 9.00-22.00. Föstudaga og laugardaga kl. 9.00-19.00. Sunnudaga kl. 10.00-18.00. Hvítkálsbakstur Fyrir fjóra 1 kg hvítkál, 4 dl mjólk og hvítkálssoð, 75 g hveiti, 2 egg, 40 g smjörl., 50 g rifinn ostur, salt+rasp. Skerið kálið í þunnar ræmur. Bakið upp sósu úr hveitinu, smjörlíkinu og mjólk og kálsoði, látið sjóða í nokkrar mínútur. Tekið af hitanum og eggjunum hrært út í og saltað, síðan kálinu. Sett í smurt mót eða skál og raspi og osti dreift ofan á. Rétturinn bakaður í vatnsbaði í um 45 mínútur. Gott með grófu brauði og smjöri. Grænmetisfars Fyrir §óra. l/2 kg svínahakk, 2 matsk. hveiti, 1 dl mjólk, 1 egg, 2 matsk. tómatkraftur (purée), salt+pipar, 2 tesk. karrý, 1 smátt saxaður laukur, 3-4 miðlungs kartöflur, gróft rifnar, 'Asellerí stilkur, gróft rifínn. Hrærið hakkið með hveitinu, mjólk, eggi, tómatkrafti, salti og pipar og karrýi. Bætið grænmet- inu út í, látið í smurt eldfast fat og bakið í 175 gráðu heitum ofni í eina klukkustund, skemur þó í blástursofni. Ausið öðru hveiju bræddu smjöri yfír réttinn meðan hann bakast. Borið fram með spaghetti, soðnum kartöflum og bræddu smjöri. Einnig gott að nota ein- göngu laussoðin hrísgijón. Agúrkusalat með eplum 1 agúrka, V2 salathöfuð, 2 epli, salt. Skolið agúrkuna og skerið í mjög þunnar sneiðar, til dæmis með ostaskera. Stráið salti yfir og látið liggja um stund. Hreinsið salatið og rífið það niður í skál. Afhýðið eplin 0g sker- ið þau í þunna bita. Blandið svo öllu saman. Kryddlögur 2 dl edik eða sítrónusafi, 1 dl vatn, Vídl sykur, pipar. Hrærið eða hristið þetta saman þar til sykurinn er bráðnaður og hellið því svo yfir grænmetið. Skreytið með klipptri steinselju eða graslauk eftir smekk. Tómatar fylltir með túnfiski 8-10 stórir, þroskaðir tómatar. Túnfisksalat Um 200 g agúrka, 1 dós tún- fiskur (165 g), 2 matsk. kapers (saxaður niður), um 175-200 g majónsósa, 1 tesk. sinnepsduft, 1 tesk. sinnep (franskt), 2-3 matsk. smátt saxað dill, salt, pipar, sítrónusafi. Skerið sneið ofan af tómötun- um, þar sem stilkurinn hefur setið, og takið innan úr þeim með te- skeið, hvolfið síðan á bretti og látið renna vel úr þeim. Afhýðið agúrkuna, kljúfið hana eftir endilöngu, og skerið kjam- ann úr. Skerið gúrkuna svo í litla teninga. Hellið vökvanum af tún- fisknum og tætið fiskinn í sundur. Hrærið sinnepi, söxuðu dilli, salti, pipar og sítrónusafa út { majóns- ósuna. Blandið svo agúrkutening- um, túnfíski og kapers saman við. Jafnið salatinu í tómatana. Skreytið með dilli eða agúrku- sneið að vild. í staðinn fyrir túnfisk má gjam- an nota rækjur, kræklinga úr dós, humar, eða kjúklingakjöt. Innilegar þakkir íil allra, er sýndu mér hlýhug og vináttu á 90 ára afmœli mínu föstudaginn 3. júlí sl. meÖ heimsóknum, gjöfum og símskeyt- um, eÖa á anna hátt. Mér varÖ þessi dagur gleöiríkur og hann verÖur mér minnisstœÖur. Ég vil fœra börnum mínum alúöarþakkir fyrir aÖ gera mér daginn svo eftirminnilegan. GuÖ blessi ykkur öll og varöveiti. Guörún Ólafsdóttir frá Unaðsdal. í tilefni 70 ára afmœlis okkar þann 17. júní sl. þökkum viÖ hjartanlega börnum okkar, tengdabörnum, barnabörnum, systur, mág- konu, kunningjum og vinum. ÞiÖ gerÖuÖ daginn ógleymanlegan. Kœrar kveÖjur. Kristin Siguröardóttir, Arinbjörn Sigurösson, Frakkastíg 22, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.