Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 Leiðangursmenn í kröppum dansi skömmu eftir að lagt var að stað. hvítfyssandi öldur og iðustrauma Frásögn af siglingu fatlaðra niður Hvítá ÁRLA morguns laugardag einn í júlí leggja syfjaðir Morgun- blaðsmenn af stað frá Reykjavík austur á bóginn. Veðrið er gott, himinn heiður og blár og vegfarendur fáir svo snemma dags. Áfangastaðurinn er Bláfell á Kili. Klukkan níu ætla nokkrir félagar úr íþróttafélagi fatlaðra að hefja þaðan sigl- ingu sína niður Hvítá á gúmmíbátum. Við siglinguna njóta íþróttamennirnir aðstoðar þaulvanra siglingamanna úr Nýja ferðaklúbbnum. Ætlunin er að safna peningum með áheitum til að reisa íþróttahús fyrir fatlaða að Hátúni 12. Við Bláfell hittum við leiðangurs- mennina sem eru í óðá önn við að undirbúa siglinguna. Allir fá björg- unarbelti og öryggishjálm og þegar búið er að blása lofti í bátinn er fólkinu raðað niður í hann. Nokkr- um dögum fyrr var haldin æfing í sundlaug í Reykjavík þar sem leið- angursmönnum var kennt að róa í takt. Mjög mikilvægt er að skip- vetjar séu samtaka í róðrinum og hlýði skipstjóra sínum umyrðalaust hvað sem á dynur. Vilborg Hannes- dóttir (Villa) er skipstjóri og áður en lagt er af stað fer hún yfír helstu öryggisatriði með áhöfninni. Anna Geirs er ein þeirra sem sigl- ir með í þessum fyrsta áfanga. Hún er hneyksluð þegar ég spyr hana hvort hún kvíði fyrir siglingunni. „Ég hlakka ofboðslega til“ segir hún. „Ég hef ferðast víða en aldrei hlakkað til nokkurs eins og þessa. Verst að þeir hleypa bara tveim fötluðum með í gljúfrinu þvi þar vildi ég helst fara“. „Þetta er ótrúlegt“ Gljúfrið sem Anna minntist á er rétt fyrir neðan Gullfoss. Þar er viðsjálverðasti hluti siglingarinnar og fjöldi fatlaðra er takmarkaður við tvo. Til að komast niður í gljúfrið þarf að síga niður rúmlega 20 metra hamravegg frá gljúfurbarminum sem kallaður er Pjaxi niður að vatnsborðinu. Leiðangursmenn gefa sér góðan tíma til að undirbúa þennan hluta ferðarinnar. Öll bönd, hnútar oa- annar klifurbúnaður er Baldur Guðnason sígur niður í Hvítárgljúfur við Gullfoss með aðstoð ferðaklúbbsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.