Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. JÚLÍ 1987 HÚSMÆÐUR SAUMAKONUR VEFNAÐAR- VÖRUVERSLANIR Saumagínur nýkomnar. Stærðir: 36-42 og 42-48. Margar gerðir saumavéla - úrval smávara til sauma. Saumasporíð, Nýbýlavegi 12, sími 45632 TIL SOLU Var í kvikmyndinni skilaboð til Söndru. í Mosfellssveit er til sölu 60 fm sumarbústað- ur. Rafmagn og allur húsbúnaður. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. merkt: „Sumarbústaður — 853“ fyrir 21. júlí nk. ÞESSIAUGLÝSING OPNAR FYRIR ÞIG DYRNAR AÐ HEIMITUNGUMÁLANNA! er waspr" *v!ki Language Colleges býður þig velkominn í heim tungu- málanna. í meira en 20 ár höfum við kennt tungumál og gefið fólki tækifæri til þess að kynnast menningu annarra þjóða. Við rekum 7 skóla í Englandi og ennfremur höfum við samvinnu vió 4 háskóla í Bandaríkjunum. Þú hefur kost á að búa hjá valinni fjölskyldu, í heimavist eða dvelj- ast á hóteli. Byrjenda- og fram- haldsstig. Alþjóðleg tungumála- próf. Lengd námskeiða: 2-50 vikur. Ný námskeið hefjast í hverri viku allt árið. Sendu okkur úrklippuna og við munum senda þér ítarlegan 32. síðna upplýsingabækling varðandi England eða Bandaríkin. m t/ie US.A. /987 ef Language Colleges Adligenswilerstrasse 37, CH-6006 Luzem, Switzerland. r, Já, ég vil kynnast heimi tungumálanna! Sendið mér ítarlegar upplýsingar! □England □Bandaríkin Nafn:............. Heimilisfang:..... I Staður/Póstnúmer: Sendist til:. e«= Language Colleges, Adligenswiler- strasse 37, CH-6006 Luzem, Switzerland. Urvals norskir tog- og dragnótavírar frá «4 Sc Nú fyrirliggjandi á sérstaklega hagstæðu verði Dragnótavír 9 mm 6x7 500 fm. Dragnótavír 10 mm 6x7 500 fm Dragnótavír 12 mm 6x7 300 fm Togvír 10 mm 6x19 300 fnr Togvír 12 mm 6x19 300 fn Togvír 14 mm 6x19 273 fn Togvír 16 mm 6x19 300 fn Togvír 20 mm 6x19 400 fn Togvír 22 mm 6x19 400 fn Ananaustum, Grandagarði 2, sími 28855. Bandaríkin: Hundrað bankar gjaldþrota Washington, Reuter. BANKI í Colorado í Bandaríkjun- um varð á föstudag þess vafa- sama heiðurs aðnjótandi að verða hundraðasti bankinn, sem verður gjaldþrota á árinu i Bandaríkjunum. Bankinn nefnist First Continent- al of Rockrimmon og er í Colorado Springs. Skuldir hans nema um 5,7 milljónum dala (228 milljónum íslenskra króna). 138 bandarískir bankar urðu gjaldþrota á síðasta ári, flestir vegna slæms ástands í landbúnað- ar- og orkugeira efnahagslífsins í Suðvestur- og Miðvesturríkjunum. Bankar í öðrum hlutum Banda- ríkjanna voru hins vegar flestir reknir með hagnaði. Því er spáð að meira en 200 af 14.000 bönkum Bandaríkjamanna verði gjaldþrota á árinu. Flug: Stofna víð- tækt bók- unarkerfi New York, Reuter. Bandaríska flugf élagið United Airlines hefur ákveðið að ganga til samstarfs við evrópsku flugfé- lögin British Airways, KLM og Swissair um nýtt flugbókunar- kerfi í Evrópu, sem ætlað er að taka öðrum fram. Að sögn blaðsins New York Times er gert ráð fyrir að hið sam- eiginlega bókunarkerfí flugfélag- anna fjögurra muni kosta um 120 milljónir dollara, eða um 4,8 millj- arða ísl. króna. Ætlunin er að bókunarkerfið verði tilbúið til notkunar á næsta ári. Það mun tengjast 30.000 ferða- skrifstofum í Evrópu. Núverandi bókunarkerfí United Airlines, Apollo; er talið eitt hið fullkomn- asta í heiminum, og verður það fyrirmynd hins nýja bókunarkerfís. Evrópska bókunarkerefíð verður tengt við Apollo-kerfí United í Bandaríkjunum og mun þannig ætíð veita bandarískum ferðaskrif- stofum ferskar upplýsingar um ferðir flugvéla í Evrópu, fargjöld, sætaframboð, hótel, bflaleigur, lestarferðir, o.s.frv. Sovétríkin: Matarinn- flutning'- urminnkar Moskvu, Reuter Matvælainnflutningur Sovét- manna minnkaði um 27 af hundraði á síðasta ári að sögn opinbera dagblaðsins Selskaya Zhizn. Að sögn blaðsins var það aðallega góð kornuppskera, sem gerði mögulegt að minnka inn- flutninginn. Tölumar, sem blaðið birti, sýndu að matvælainnflutningur á síðasta ári nam 10,7 milljörðum rúblna (640 milljörðum íslenskra króna). Það eru 17 hundraðshlutar alls so- vésks innflutnings. Bandaríska landbúnaðarráðu- neytið hefur spáð því að kominn- flutningur Sovétmanna muni fljótlega aukast á ný, þar sem sán- ing hafí farið seint fram nú í vor og búist sé við fremur lélegri upp- skem.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.