Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBIxAÐIÐ, SUNNÚDAGUR 12. JÚLÍ 1987 ■ — írland: Vilja gera Shannon að alþjóð- legri friðar- og ferðamiðstöð ÞAÐ er engum blöðum um það að fletta að írar eru stórskemmtilegir heim að sækja og land þeirra, hvort sem um Irland eða Norður- írland að ræða, hefur upp á mikla fjölbreytni og margví- slega fegurð að bjóða. Að nú ekki sé minnst á náttúru- lega hjartahlýju, kímni og gestrisni Iranna! Þó ég hafi haft einhveijar hugmyndir um töfra grannlandsins okk- ar, verð ég að viðurkenna að það kom mér á óvart hversu heillandi land ogþjóð er, með hliðsjón af þvi hversu lítið er um að við íslendingar sækjum þetta grannland okkar heim. Nú fyrir skömmu sat ég alþjóð- lega ráðstefnu, sem haldin var í Shannon á írlandi og var titill ráðstefnunnar „Int- ernational Tourism - Pas- sport to Peace“ sem gæti útlagst á okkar ylhýra sem Alþjóðlegur ferðaútvegur - Vegabréf til friðar. Ráð- stefnuna sóttu 85 fulltrúar frá 23 löndum. Hér á eftir ætla ég að greina stuttlega frá því sem fyrir augu og eyru bar, bæði á ráðstefn- unni sjálfri og þar fyrir utan. Fríhöfnin á Shannonflugvelli, elsta flugfríhöfn í heimi, er stór og rúmgóð og vöruúrval er þar mikið. Ráðstefnan var sett af Dr. Patrick J. Hillery, forseta írlands, í Mið- stöð alþjóðasamvinnu, sem er við Shannon- flugvöll (The Centre for Intematio- nal Co-operation). Að setningu lokinni voru flutt erindi um ýmis tengsl ferðaútvegs og friðsamlegra samskipta landa I millum. Dr. Willi- bard Pahr, aðalritari Alþjóðaferða- málasamtakanna í Madrid (World Tourism Organization) flutti fyrsta erindið um alþjóðlega samvinnu á sviði ferðaútvegs. Ekki er ástæða til þess að rekja efni allra þeirra erinda sem þama voru flutt, heldur miklu fremur að greina frá því hveijar voru helstu niðurstöður ráð- stefnunnar, þar sem ráðstefnugest- ir ræddu í smærri hópum sérhvert erindi fyrir sig, og gerðu í stuttu máli tillögur um til hvaða ráða skuli gripið, til þess að ferðaútvegur sem slíkur hafi aukin áhrif í þá átt að varanlegur friður komist á í heimin- um. Áður en það er gert, er rétt að greina frá því að mér persónulega fannst, þrátt fyrir þá staðreynd að svo margir háttsettir og áhrifamikl- ir fulltrúar víðs vegar að, þar með talið frá Sovétríkjunum, Banda- ríkjunum, Evrópuráðinu, Evrópu- Aerfort na Sionna bandalaginu og Ferðamálaráði Evrópu tækju þátt í ráðstefnunni, að sú meginkrafa sem sett var af skipuleggjendunum um að ráð- stefna þessi væri algjörlega ópólitísk og niðurstöður hennar skyldu vera yfír pólitík hafnar, að tilhneyging væri til þess að viðhafa orðalag, sem væri ekki allt of afger- andi, til þess að enginn móðgaðist nú. Sennilega mjög algeng mála- miðlunarvinnubrögð þegar um alþjóðlegar ráðstefnur er að ræða, en þá vaknar spumingin, hversu áhrifamiklar geta ráðstefnur sem slíkar orðið, ef þær skila ekki af sér ákveðnum og stefnumarkandi niðurstöðum. Meginniðurstöður ráðstefnunnar voru þær að efla beri, m.a. með alþjóðlegum ferðaútvegi friðsamleg samskipti landa í milli, og þar eigi ríkisstjómir og einkaframtakið að leggjast á eitt til þess að svo megi verða. Lögð var áhersla á að þeir sem að ferðaútvegi vinna, og standa utan ríkisgeirans hafí þar ekki minna hlutverki að gegna en hinar ýmsu stofnanir sem heyra undir ríkið, svo sem ferðamálaráð land- anna. Vilji ráðstefnugestanna til þess að sérstakur vinnuhópur yrði settur á laggimar til þess að skipu- leggja frekar hvemig þessum markmiðum verði best náð, kom skýrt fram á ráðstefnunni, þó að vissulega væru skiptar skoðanir um það hvort slíkur vinnuhópur ætti að verða að varanlegri stofnun. Margir lýstu sig beinlínis andvíga því að enn einni stofnuninni, með öllu því skrifstofuveldi sem fylgir Aðalframkvæmdastjóri Irish Airlines, David Kennedy tekur á móti aðalræðumönnum aust- urs og vesturs á ráðstefnunni á Shannonflugvelli. Kennedy er í miðið, en til vinstri er Sov- étmaðurinn Vitaly S. Smirnov og til hægri er Bandaríkjamað- urinn Ray Shockley. stofnanafarganinu, yrði komið upp til þess að gegna varanlegu hlut- verki. Hallast ég að því að fleiri hafi viljað að ákveðinn vinnuhópur, alþjóðlegur tæki til starfa, en starf- aði einungis í ákveðinn tíma, að ákveðnum verkefnum, og væri síðan lagður niður. Það var einnig vilji ráðstefnunnar að slíkur hópur heyrði undir Miðstöð alþjóðlegrar samvinnu í Shannon, sem bæri þá ábyrgð á íjárframlögum til slíks hóps. Alþjóðamiðstöðin fær fjár- framlög frá friðarhreyfingum og ferðaútveginum víðs vegar að í heiminum, og er því ekki rekin af írsku fjármagni. Ljóst var af máli þeirra íra sem tóku til máls, að þeir töldu mikilvægt að sama gilti um þennan tiltekna verkhóp. Þar sem svo mikil áhersla var lögð á það að slík stofnun, vinnuhópur, eða hvað á nú að nefna það sem á ráð- stefnunni gekk undir nafninu „Project Unit“ væri yfir stjómmál hafín og togstreitu á milli stórveld- anna, þá kom fram mjög eindreginn vilji fjölmargra fulltrúa, einkum þeirra sem ekki voru rússneskir og bandarískir, að enginn einn aðili (áttu þá sérstaklega við stórveldin) hefði möguleika á að „kaupa" sér aukin áhrif, innan vinnuhópsins með meiri ljárframlögum en aðrir. Verksvið vinnuhópsins vildu menn að yrði einkum fjórþætt: Að gera tillögur um það hvemig mark- miðum ráðstefnunnar yrði náð, með því að beina alþjóðlegri ferðaþjón- ustu meir yfir á menningarsam- skipti landa. Að gera tillögur um vænlegustu leiðimar til þess að ferðamenn og þeir sem við ferðaút- veg starfa verði sér betur meðvitað- ir um það hversu þýðingarmikið það er fyrir friðsamleg samskipti, að ferðamaðurinn virði og þekki eitt- hvað til menningar þess lands sem hann er gestur í. Einn ræðumaður- inn, Rattan L. Kowal, yfirmaður Ferðamálaráðs Indlands í London nefndi sem lítið dæmi, þessu til áherslu, að Indveijum þætti afskap-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.