Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 7
fllgrgttnftlaftifr /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 B 7 KNATTSPYRNA / FRAKKLAND Bretamir lífga upp á deildina FRANSKA1. deildar knatt- spyrnan hófst að nýju á laugar- daginn var eftir um fjögurra vikna sumarfrí. Talsvert hefur verið um félagaskipti á þessu tímabili og ber þar líklegast hœst koma Bretanna Hoddle og Hateley til Mónakó annars vegar og Ray Wilkins til París SG hins vegar. Leik Mónakó og Marseille var því beðið með mikilli eftirvœntingu jafnt af enskum og ítölskum frétta- mönnum sem og þeim frönsku. Ög leikurinn olli ekki vonbrigð- um, í það minnsta ekki í Mónakó. Leikur liðsins var hraður og kom það vöm Marseille hvað eftir annað í ófærur. Fyrsta markið kom á 33. mínútu eftir að Hateley hafði skotið lúmsku skoti sem Bell, markvörður Marseille, hélt ekki. Þar var Mege fyrstur að Frá Bemharði Valssyni ÍFrakklandi boltanum og skoraði með föstu skoti. í seinni hálfleik bættu þeir Fofana og Hateley sitthvoru mark- inu við fyrir Mónakó, en Papin minnkaði muninn fyrir Marseille úr vítaspymu. Af frammistöðu Món- akó í þessum leik virðist liðið vera sterkara en undanfarin ár og nokk- uð vfst að það mun blanda sér í toppbaráttuna. Erfíðara er að segja til um styrkleika Marseille. í liðinu hafa orðið miklar mannabreytingar og því ekki óeðlilegt að nú í upp- hafí móts nái menn ekki vel saman. En með Hidalgo, fyrrum landsiiðs- þjálfara Frakka, sem tækniráðgjafa mun liðið ömgglega ná sér á strik og fylgja eftir góðri frammistöðu frá því á síðastliðnu keppnistímabili. Bordeaux, sem hefur bæði bikar og deild að veija, vann Metz 3:2 á heimavelli. Það voru þó gestimir sem náðu forystunnni tvívegis, en það nægði ekki til að bijóta Borde- aux á bak aftur. Jose Toure, besti maður vallarins, skoraði tvívegis fyrir Bordeaux, en Júgóslavinn Vujovic skoraði sigurmarkið. Ray Wilkins kemur líklegast til með að gegna stóru hlutverki á miðjunni hjá Paris SG á þessu keppnistíma- bili. Liðið vann Le Havre 2:0 í París í heldur átakalausum leik, en sigur- inn er leikmönnum PSG mjög mikilvægúr þar sem gengi liðsins þótti afleitt á síðasta keppnistíma- bili. Það voru Bocande og Marquet, sem skomðu mörk Parísarliðsins. Nýliðamir í deildinni, Cannes, sem Teitur Þórðarson lék með á sínum tíma, og Niort, sem lék í 4. deild fyrir §ómm ámm, gerðu báðir jafn- tefli, Cannes 0:0 gegn Auxerre en Niort 1:1 gegn Lens. Montpellier tapaði aftur á móti 3:1 gegn feyki- sterku liði Toulouse og er óhætt að gera ráð fyrir Toulouse í baráttu efstu liða á keppnistímabilinu. ■ Úrsllt/B14 ■ Staðan/B14 HANDBOLTI Héðinn Gilsson æfir með Essen HÉÐINN Gilsson, handknatt- leiksmaður úr FH, hefur ákveðið að þiggja boð vestur- þýzku meistarannaTusem Essen um að œfa með liðinu í 10 daga í ágústmánuði. Markmið Héðins með þessari æfíngadvöl er að læra meira fyrir sér í handknattleik en það er ekki rétt, sem fram hefur komið í einum íslenzku fjöl- Frá miðlanna, að Essen Jóhannilnga sé að reyna að fá Gunnarssynií hann tn gín_ Þýs aan i Forráðamenn Essen em hins vegar það ánægðir með reynslu sína af íslenzkum leikmönn- um, að þeir hafa ákveðið að leita að íslendingi sem arftaka Alfreðs Gíslasonar þegar hann hættir hjá félaginu. Héðlnn Gllsson stórskytta úr FH. Tekur hann við hlutverki Alfreðs hjá Tusem Essen? Þeir óskuðu eftir áliti Jóhanns Inga Gunnarssonar, þjálfara félagsins, og Alfreðs. Báðir bentu þeir á Héð- inn Gilsson og f framhaldi af því ákváðu stjómendur félagsins að bjóða honum í æfíngabúðir með félaginu í næsta mánuði. Héðinn hefur ákveðið að þekkjast boðið en það fer síðan eftir því hvort hann fær samþykki þjálfara síns, Viggós Sigurðssonar, hvort hann getur tekið boðinu. Telja má víst að hann fái leyfíð því reynsla sú sem Héðinn fær í æfingabúðun- um ætti að nýtast félagi hans og koma því og landsliðinu í góðar þarfír. Lítist forráðamönnum Essen vel á Héðin kynni svo að fara að þeir myndu leita til hans eftir 2-3 ár, eð aþegar að því kemur að Alfreð dregur sig í hlé. KNATTSPYRNA / NOREGUR Gunnar og félagar í Moss enn á sigurbraut MOSS, lið Gunnars Gfslasonar, heldur áfram sigurgöngu sinni í 1. deildinni norsku. í síðustu viku lagði liðið gamla stórveld- ið Lillestrem að velli, 2:1, á heimavell Lillestrem. Leikurinn var ákaflega fjörugur og skemmtilegur á að horfa. Gunnar lék vel bæði í vöm og sókn og virðist hafa ótakmarkað úthald. Hann var einn af Frá bestu mönnum vall- JóniÓttarí arins, hreyfanlegur Karíssyni 0„ útsjónarsamur í lNorea' leik sínum. Brann frá Bergen, lið Bjama Sig- urðsson, siglir í mótbyr þessa stundina þrátt fyrir að vera það sterkasta í 1. deildinni í Noregi — alla vega á pappírunum. Liðið fjár- festi í nýjum leikmönnum fyrir meira en milljón norskar krónur fyrir leiktímabilið og ætlaði sér stóra hluti, en betur má ef duga skal. Brann tapaði fyrir Kongsvin- ger á útivelli 2:0. Bjami var besti maður Brann og reyndar sá eini sem ekki lét bugast þrátt fyrir mótgang- inn. Bjami lætur ekki lélegt gengi annarra leikmanna hafa áhrif á leik sinn, hann heldur sínu og er stöðug- leikinn sjálfur. Nú taka norskir knattspymumenn sér tveggja vikna sumarleyfí og safna nýjum kröftum fyrir ný átök á hausttímabilinu. Önnur úrslit urðu annars þau að Bryne vann Ham- Kam 4:2, Tromso tapaði 1:0 fyrir Váleringen, Mjöndalen tapaði 3:1 fyrir Rosenborg og Start tapaði einnig heima, 2:0 fyrir Molde. Að 12 umferðum loknum er Moss í efsta sæti með 26 stig, Bryne er með 25 stig, Rosenborg og Molde með 21, Mjondalen, Brann og Tromso með 18 stig, Váleringen 16, Kongsvinger 15, Lillestrem 14, Ham-Kam 13 og Start 11 stig. Frábært hjá Úlfari Úlfar Jónsson lék mjög vel um helgina og setti nýtt glæsilegt met á Grafar- holtsvellinum. GOLF / STIGAMÓT Úlfar bestur ÍSLANDSMEISTARINN ígolfi, Úlfar Jónsson úr Keili, vann nokkuð öruggan sigur í Niss- an-stigamótinu sem fram fór hjá GR um helgina. Úlfar lók á 292 höggum en Sigurður Pét- ursson úr GR varð annar á 303 höggum. í kvennaflokki vann Jóhanna Ingólfsdóttir úr GR á 333 höggum. m Ulfar lék einstaklega vel og setti vallarmet með því að nota aðeins 292 högg á 72 holum. Fyrsta hringinn lék Ulfar á 75 höggum og þann næsta á 73. Fyrri hringinn á sunnudaginn lék hann síðan á 69 höggum sem er vallarmet á 18 holum og deilir hann því nú með Sigurði Péturssyni sem lék á 69 höggum fyrir nokkrum árum. Síðasta hringinn lék Úlfar sfðan á 75 höggum eins og þann fyrsta. Sigurður Pétursson úr GR varð annar í mótinu og lék hann á 303 höggum, 75-77-77-74. Jafnir í þriðja til fjórða urðu þeir Hannes Eyvindsson úr GR og Sigurður Sig- urðsson úr GS en báðir léku þeir á 307 höggum. Hannes vann Sigurð á fyrstu braut í bráðabana. „Þetta var ágætt," sagði Sigurður eftir bráðabanann, „ég er að fara út að borða og má ekki vera að þessu," bætti hann við. í kvennaflokki varð Jóhanna Ingólfsdóttir úr GR hlutskörpust, lék á 333 höggum. Þórdís Geirs- dóttur úr Keili varð önnur á 338 höggum og Ragnhildur Sigurðar- dóttir úr GR þriðja á 340 höggum. ■ Úrsllt/B15 Opna Húsavíkurmófið Opna Húsavflcurmótiö ígolfi veröur haldiö 25. og 26. júlí. Keppt verður í karla-, kvenna- og ungiingaflokki með og án forgjafar. Skráningar þurfa aö berast fyrir kl. 22.00 á föstu- dagskvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.