Morgunblaðið - 21.07.1987, Blaðsíða 10
10 B
jn»retroÞIaÍ>«& /ÍÞRÓTTIR ÞRHXJUDAGUR 21. JÚLÍ1987
HANDKNATTLEIKUR
Menn gefa sig ekki
í þetta í framtíðinni
nema fyrir háar tekjur
- segir Þorgils Ótíar Mathiesen, landsliðstyrirliði, um hið mikla álag sem fylgir því að vera í liðinu
„ÍSLENSKA landsliðið er á
mjög viðkvæmum punkti í dag.
Það besta hefur náðst út úr lið-
inu, að mfnu mati; við spilum
varla betur en eins og þegar
okkur tekst best upp nú —
spurningin er að ná aftur toppi
í Seoul eins og í Sviss.“ Þetta
sagði fyrirliði landsliðsins í
handknattleik, Þorgils Óttar
Mathiesen, Ifnumaðurinn
snjalli úr Hafnarfirði, er undir-
rrtaður ræddi við hann um
stöðu liðsins f dag.
Það eru sex ár síðan Þorgils
Óttar kom fyrst inn í landslið-
ið; hann er 25 ára að aldri og þegar
orðinn fyrirliði. Tók reyndar við
þeirri stöðu eftir HM
Skapti í Sviss í fyrra. Skyldi
Hallgrímsson það hafa komið hon-
skrífar um ^ óvart að vera
boðin fyrirliðastað-
an svona ungur?
„Nei, í sjálfu sér ekki. Bogdan hafði
orðað þetta við mig áður, hvort ég
hefði áhuga. Ég hafði verið fyrirliði
unglingalandsliðsins og FH og ein-
hver verður að verafyrirliði! Eg tók
þetta þvf að mér. Ég víssi nokkuð
að hveiju ég gekk. Ifyrirliðinn er
ætfð í hagsmunanefnd ásamt fleiri
ieikmönnum og ég hafði verið í
henni með Tobba Jens.“
Breytti það einhverju fyrir þig
að verða fyririiði?
Nei, ég get varla sagt það. Og þó,
ég þarf að vera milligöngumaður
milli leikmanna og þjálfara, líka.
milli leikmanna og stjómar HSÍ.
Þessu fylgja sem sagt verk utan
vallar sem innan. En það setur ekki
pressu á mig að vera fyrirliði eldri
leikmanna. Það getur verið erfitt,
en hópurinn er svo samstilltur að
þetta er ekkert mál.“
Vlljum halda okkur
f þessumhópl
Það hefiir mikið verið rætt um
möguleika íslands á ólympiuleik-
unum næsta ár. Hveija telur þú
möguleika ykkar?
„Markmið okkar strákanna í liðinu
er að halda 6. sæti. Það getur auð-
vitað allt gerst, við getum dottið
niður í 10. sæti og farið upp í 3.-4.
sæti. Það spilar svo margt þar inn
í. En við viljum vera ein af 6-8
bestu þjóðum heims. Sjötta sæti á
ólympíuleikunum í Los Angeles og
á HM í Sviss var stórkostlegur
árangur. En, eins og ég segi, það
getur allt gerst og litlu munað —
1-2 mörk geta skipt máli um 1-2
sæti í keppni. Við viljum halda okk-
ur í þeim hópi sem við erum, viljum
sýna góða leiki hér heima og taka
þátt f sterkum mótum erlendis.
Hvatning skiptir því öllu máli —
bæði fjárhagsleg og eins að fínna
hve miklu máli það skiptir fólk að
eiga sterkt landslið. Það er mjög
ánægjulegt og við finnum hve fólk
' er ánægt.“
Hvað með framtíðina — eigum
við efnivið til þess að verða
áfram með jafii gott lið?
„Ég held að efniviðurinn sé til stað-
ar, já. Spumingin er um áfram-
haldandi starf hjá félögunum og í
stjóm HSÍ. Að horft sé fram á veg-
M v
WBm* ym 1 í
Landslíðið
Morgunblaöið/Júlíus Sigurjónsson
íslenska landsliðið náði glæsilegum árangri á Jugóslavíumótinu á dögunum; lenti þar í þriðja sæti og sigraði bæði heims-
meistara Júgóslava og Austur-Þjóðveija. Myndin er tekin eftir sigurleikinn gegn Austur-Þjóðvetjum í Bitola.
Fyrirliðinn
Þorgils Óttar Mathiesen er
fæddur 17. maí 1962. Hann
hefur leikið með yngri
fiokkana með FH, nú með
meistaraflokki og hefur
verið fyrirliði liðsins síðast-
liðin þijú keppnistímabil.
Hann á að baki 146 lands-
leiki og hefur verið fyrirliði
liðsins síðan eftir heims-
meistarakeppnina í Sviss á
síðastliðnu ári.
inn og tekist á við stórverkefni eins
og gert hefur verið. Það verður að
sjá til þess að þjóðaríþróttin verði
áfram handbolti."
Áttu von á þvf að margir úr
landsliðshópnum í dag hætti
strax eftir ólympíuleikana í Seo-
ul?
„Það hætta aldrei allir eftir
ólympíuleikana, þama eru margir á
besta aldri og eiga örugglega nokk-
ur ár eftir. En það verður erfiðara
að halda mönnum ef ekki kemur
eitthvað meira hvetjandi."
Menngefasig
ekklútf þetta
nema fyrlr hó laun
fframtfölnnl
Eitthvað meira hvetjandi, seg-
irðu. Þið fáið greitt vinnutap
vegna æfinga og leikja og auka-
greiðslur fyrir góðan árangur.
Ertu að segja að það verði að
fara borga meira fyrir þetta?
„Já, að menn verði hreinlega settir
á launaskrá. Ég held að það sem
koma skal sé að fyrirtæki taki að
sér ákveðna leikmenn; greiði þeirra
laun gegn auglýsingasamningi. Og
ég held að ef áhugi verði á að halda
sterkasta hópnum saman eftir
ólympíuleikana, hvort sem við kom-
umst beint í heimsmeistarakeppn-
ina í Tékkóslóvakíu eða þurfum að
fara í B-keppnina; þá verður að
gera eitthvað nýtt. Síðasta veturinn
fyrir mót yrðu menn að vera á
góðum launum; og f fullri vinnu
og f fullri vinnu við að æfa 5-6
mánuði fyrir keppni. Menn æfa tvi-
svar á dag og verða því að fá góð
laun. í framtíðinni gefa menn sig
ekki út í þetta nema þeir verði há-
tekjumenn á því. Leikmenn leggja
líka gífurlega mikið á sig, liðið er
samsafn af stjömum og enginn
sættir sig því við að sitja á bekkn-
um. En þrátt fyrir samkeppnina
bitnar þetta ekki á hópnum, það
er til dæmis ekki óalgengt að þeir
sem berjast um sömu stöðu haldi
sig mest saman — bakki hvor ann-
an upp. Hópurinn verið nánast
óbreyttur síðan ég kom inn í hann
fyrir sex árum og þekkjast því allir
út og inn. Menn þekkja hrotumar
hveijir í öðrum; og það er oft rætt
í æfingaferðum hvemig.menn haga
sér í svefni!
Bogdan notaröll
tlltœkráðtll
aö ná árangri
Gagnrýnisraddir heyrðust lengi
vel á störf Bogdans, en það fer
ekki á milli mála að hann býr
yfir miklum hæfíleikum. Hvað
segir þú um störf hans hér á
landi?
Hann gjörbreytti öllu í íslenskum
handbolta. Menn æfa til dæmis
mikið meira nú en áður en hann
kom. Nú finnst öllum í landsliðinu
sjálfsagt að æfa í hádeginu þegar
við erum á keppnisferðum, jafnvel
þó leikur sé um kvöldið. Menn vilja
það! Og hjá Bogdan geta menn
gengið að því vísu þegar þeir mæta
til æfíngatímabils að þeir verða á
toppnum á réttum tíma — þegar í
keppni kemur, og það hefur mjög
mikið að segja varðandi sjálf-
straustið. Við höfum heyrt um
harðstjóra í fyrirtækjum, hvað ýms-
ir athafnamenn séu harðir og nískir
en nái árangri því þeir láti menn
vinna. Það er sama sagan með
landsliðið. Árangur næst af því að
menn eru látnir vinna. Til þess eru
notuð öll tiltæk ráð, skammir og
Morgunblaöiö/JúKus
Kristalnum
hampað
Þorgils Óttar hampar kristalsvasa,
sem íslenska liðið fékk fyrir þriðja
sætið f Júgóslavíumótinu.
læti. Bogdan svifst einskis þegar
handbolti er annars vegar, til að
ná árangri. Það væri hægt að skrifa
heila bók um rifrildi hans og leik-
manna, í leikjum, á æfíngum og á
fundum! En þegar karlinn ýtir
handboltanum til hliðar — sem hann
reynir stundum og getur — talar
hann um heima og geyma. Þó hann
hafi húðskammað mig á æfingu
getur hann til dæmis talað við mig
eins og góðan vin strax á eftir.
Hann leggur rosalega mikla vinnu
á sig sjálfur og krefst þess sama
af okkur. Hann liggur kannski alla
nóttina eftir leik og skoðar mynd-
bönd — sefur ekkert, kemur svo á
fund með okkur og segir hvað fór
úrskeiðis."
Álagið er oft gífurlegt á æfíngum
hjá Bogdan, enda sagði Þorgils:
„við erum allir „létt-klikkaðir" sem
endumst í þessu hjá karlinum! Við
förum langt á skapinu; „íslending-
urinn" kemur upp í okkur. Og ef
þessi mannskapur væri gjam á að
gefast upp væri meiri hlutinn hætt-
ur, þetta er svo erfitt. Bogdan þarf
að byggja upp lið með mönnum sem
eru sterkir þegar út í keppni kem-
ur, menn hans mega því ekki vera
einhveijir sem gefast upp.“
Sttur yflr myndbandi
f marga klukkutfma
sólarhringum saman
fmargarvikur...
Þið leikið mjög kerfisbundið.
Hvemig er undirbúningi ykkar
háttað fyrir leiki — skoðið þið
andstæðingana vel og vandlega
og miðið leik ykkar út frá þeim?
„Bogdan situr stundum yfir mynd-
böndum í marga klukkutíma á
sólarhring í margar vikur að skoða
sama liðið. Síðan eru haldnir fundir
— þar skoðum við aðallega sóknar-
leik væntanlegra andstæðinga,
hvaða kerfí þeir nota og hvemig
við eigum bregðast við. Lið eru allt-
af með mörg leikkerfi en hafa
tilhneygingu að leika eitt meira en
annað. Það em til margar útgáfur
af hveiju kerfi, þannig að maður
veit aldrei alveg hvað lið kemur til
að að gera. Hvað okkur varðar þá
emm við með margar útgáfur af
kerfum og leikum mjög kerfis-
bundið."
Hvað er það sem skiptir mestu
máli í nútima handbolta?
„Það er vamarleikur maður-gegn-
manni, þar sem skiptir öllu hvor
einstaklingurinn er sterkari, og það
að hafa góðan markmann. Lið sem
ætiar að vera á toppnum verður að
hafa toppmarkmann."
Hvemig stöndum við á þessum
sviðiun finnst þér?
Við emm með góða markmenn en
vamarleikinn má bæta. Maður-
gegn-manni vöm er ekki okkar
sterkasta hlið.“
Þorgils segir tækni skorta hjá
íslenskum leikmönnum miðað við
marga aðra, en þeir vinni það upp
með kerfisbundnum leik — og með
því „að nota hausinn mikið." Kerfin
sem íslenska liðið spilar segir hann
að miklu leyti sovésk. Hann segir
Bogdan leggja mjög mikið upp úr
því að leikmenn hugsi um andstæð-
inga sína, bæði í sókn og eins um
markmennina sem við leikum gegn;
hvar hans veikleikar séu. Hann
hefur komið því inn smám saman
að menn hugsa svona fyrir leiki
ósajálfrátt. Hefur kennt mönnum
að einbeita sér. Við erum líka fam-
ir að horfa öðruvísi á leiki annarra
Iiða en áður. Veltum fyrir okkur
hvaða kerfi þau spila, hvemig ein-
staklingamir spila, hvemig þeir
„fínta" sig í gegn og svo fram-
vegis. Og það má segja að jafnframt
því sem hann þjálfar leikmenn
byggi hann upp þjálfara í leiðinni;
og vill að menn séu alltaf að læra.“
Þú hefur leikið gegn öllum bestu
þjóðum heims. Hverjir eru með
skemmtilegustu liðin?
„Mér hafa alltaf fundist Rúmenar
og Júgóslavar með skemmtilegustu
liðin. Svo em Sovétmenn að koma
með mikinn ferskleika á ný.“
Hvaða lið heldurðu að verði best
á ólympfuleikunum næsta ár?