Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.07.1987, Qupperneq 12
12 B HUramrf>UÍ)»> /ÍÞRÓTT1R ÞRŒUUDAGUR 21. JÚLÍ 1987 Morgunblaöiö/Valdimar Kristinsson Sýning Félagar í Félagi Tamningamanna voru þeir fyratu sem sýndu í Reiðhöllinni góðu og vafalaust munu einhveijir úr þeirra röðum sjá um reiðkennsluna þar á komandi árum. Reiðhöllin að komast í gagnið: Hveijir munu standa að Reið- skóla íslands? HESTAR Valdimar Kristinsson skrifar Aidrai fór það avo að íslend- ingar og þá aórstaklega þeir sem teljast til hestamanna eignuðust ekki reiðhöil. Nú fyrir skömmu var tekin f notk- un Reiðhöliin í Víðidal sem risið hefur af grunni á ótrú- lega skömmum tfma. Eru menn nú famir að leiða hug- ann í alvöru að því hvaða áhrif þessi bygging muni hafa fyrir reiðmennskuna og allt sem við- kemur hesta- mennskunni í sinni víðustu mynd. Inn í þessa umræðu hefur alltaf tengst langþráð hug- mynd um „Reið- skóla íslands". Hjá hestamönnum er þetta hugtak „Reiðskóli ís- lands“ annað og meira en bygging þar sem rekinn er reiðskóli. I hugum margra er þetta sú reið- mennskuhefð sem ríkt hefur hér á landi í áratugi ef ekki aldir og þrátt fyrir að margt hafi breyst síðastliðin sautján ár fer ekki milli mála að sterk staða reið- mennskunnar hérlendis grund- vallast ekki síður á þessari gömlu hefð en þeim erlendu áhrifum sem einnig hafa sett svip á hesta- mennskuna. En nú standa hestamenn á tíma- mótum með tilkomu reiðhallarinn- ar og geta menn sér til um hver verði áhrif hennar. Án efa stönd- um við betur að vígi nú en þegar síðasta bylting reið yfir hesta- menn upp úr 1970. Höfðu þá margir af eldri kynslóðar hesta- mönnum verulegar áhyggjur af þróun mála en ekki verður annað sagt en vel hafi tekist með aðlög- un. Því sem ekki virtist hæfa var ýtt til hliðar en hinu sem talið var til bóta var haldið eftir. Allt bendir til þess að reiðhöllin muni hýsa reiðskóla en ekki er ljóst á þessari stundu hveijir munu reka þann skóla eða í hvaða formi það verður. Verður þetta ríkisrekinn skóli eða munu hags- Sigurbjðm Báröaraon hleypir yfir borð fullt af vatnsgiösum við opnunina. Vinsældir hindruna- rstökksins mun án efa aukast með tilkomu Reiðhallarinnar. munasamtök hestamanna (LH, FH, FT) reka skólann í samvinnu við t.d. Búnaðarfelag íslands? Þá er það einnig spuming ef um rfkis- skóla yrði að ræða hvort hann myndi heyra undir menntamála- ráðuneytið eða landbúnaðarráðu- nejrtið. Fyrirhugað er af stjóm reiðhallar- innar að reka reiðhöllina næsta vetur og er því áríðandi að fyrir liggi sem fyrst ákvörðun um hvemig staðið verði að þeim reið- skóla því ráða þarf starfsmann eða menn við skólann. Nú þegar hafa tveir starfsmenn verið ráðnir það er framkvæmdastjórinn og aðstoðarmaður hans en þeir sem verða ráðnir næst verða að öllum líkindum reiðkennarar. Það verður sjálfsagt fróðlegt að fylgjast með málum reiðhallarinn- ar á næstu vikum því búast má við að stórar ákvarðanir verði teknar á næstunni. Er ástæða til að hvetja alla þá sem telja sig eitthvað hafa til málanna að leggja að taka þátt í þeirri um- ræðu sem er undanfari ákvarð- anatökunnar. Löndunartækni ernánast vísindagrein Einu sinni var sagt meö spek- ingssvip, aö miðað viö aö veiðitækin væru I lagi lóti nærri aö hvem fisk bæri aö þreyta svo sem eina mínútu fyrir hvert pund sem hann væri. Fimm mínútur meö fimm punda lax og svo framvegis. Þetta er út af fyrir sig hin þokkalegasta regla, en einungis til aö hafa hjá sártil viðmiðunar. Dæmin sanna nefnilega, að frávikin eru svo ævintýraleg að meö ólfkindum má heita. Guömundur Guðjónsson skrifar - Þannig var ungur og óvanur unglingur einu sinni í fimm klukkustundir að streða við ný- gengna 12 punda hrygnu á Eyrinni í Norðurá. En hvað gat peyinn svo sem gert, laxinn lagðist sem kallað er og hreyfði hann sig svo til ekkert í þijár klukkustundir. Það vita vanir menn, að jafnvel smærri lax getur verið erfitt að hreyfa úr slfkri stöðu án þess að stofna veiði- tækjunum í hættu. Svo þegar laxinn fór loks að hreyfa sig, þá tók hann æðisgengið hlaup niður úr öllu og náðist hann ekki fyrr en eftir langt og lýjandi reiptog svo til á móts við 'veiðihúsið á Rjúpnahæð. Þama var lax þreyttur 288 mínútum lengur en reglan segir til um. En regian er jú kannski löngu orðin úrelt? Svo var annar einu sinni að veiða f Gljúfurá, f Kálgarðinum, og setti hann fljótlega í lax sem honum sýndist í fljótu bragði vera 10—12 pund sem er óvenju stór lax f Gljúfru. Hann treysti hins vegar tækjum sfnum, tók fast á, og reif út úr laxinum. Hálftfma seinna setti hann í annan lax á sama stað og þar sem honum fannst vera verald- arvön yfirvegun yfir tökunni áleit hann að annar stórfiskur væri á ferðinni. Nú átti sko ekki að detta í sömu gryfjuna. Að þessu sinni þorði hann varla að snerta við laxin- um sem gladdist yfír framtaksleysi veiðimanns og synti nærri frjáls um allan hyl. Það lak ekki úr þessum, en viðureignin stóð yfir í 70 mínút- ur. Svo var 4 punda legnum hæng rennt upp í §öru ... Svo er það hin hliðin á krónupen- ingnum. Sagt er að ákveðinn stórveiðimaður hafi hannað ákveðna aðferð við löndun á löxum. Hann lýsir því á þá lund að málið sé að sjá við laxinum en láta ekki laxinirsjá við sér. Þetta segir manni ekki sérlega mikið. Við nánari eftir- grennslan hefur komið upp úr dúmum, að þessi kappi, og fleiri sem hafa tileinkað sér aðferð hans, sætir lagi þegar hann hefur sett f lax. Ef að laxinn hikar eitt andar- tak, eða þegar hann syndir greitt í átt til lands, þá „stýrir" veiðimað- ur honum áfram, alla leið á leiðar- enda, eða upp á bakkann til sín. Þetta gerir hann með snöggu en Bf nwnn ætla að ná þeirri löndunartækni sem um er rætt í greininni, verða tækin að þola álag. Okkur sýnist Jóhannesi á Ánabrekku ekki vera neitt að vanbúnaði, stöngin er sannkallaður hólkur... þó um leið jöfnu og mjúku átaki. Fyrir þá sem ekki kunna þetta, er það stórum auðveldara að segja það en gera. Enginn skyldi æfa sig á stóriöxum. Sá maður sem um ræðir er Þórar- inn Sigþórsson tannlæknir og ef menn hafa reiknitölvur uppi við geta þeir giímt við statistfkina f eftirfarandi dæmi sem segja má að lýsi aðferðinni ágætlega og fleiri orð þar um verði óþörf þótt ætlunin sé að rabba ögn lengur um þetta. Nema að Þórarinn dró 17 laxa úr Laxá f Ásum á einum klukkutíma. Og þeir voru ekki allir smáir. Fyrsta sagan sem greinarhöfundur hejrrði af svona veiði var um mann sem kominn var í tfmahrak í Mið- fjarðará. Hann var í bullandi veiði og hafði talsverðan áhuga á að ná kvótanum sem hefði verið auðvelt miðað við tökuna, bara ef meiri tími hefði verið eftir. En tíminn var að hlaupa frá honum og svo álpaðist stór fískur á maðkinn. Þá virtist útséð um kvótann að þessu sinni. En þessi maður hafði verið að reyna fyrir sér með umrædda löndunarað- ferð og hugsaði sér í flýti að nú myndi hann sitja um þennan lax. 12 sekúndum seinna var búið að landa 16 punda hæng. Svo var hérlendur leiðsögumaður að segja útlendingi frá svona veiði- skap og ætlaði hinn erlendi veiði- gestur ekki að trúa þessu. Harðneitaði og fóru leikar þannig að hann heimtaði að leiðsögumaður sýndi sér þetta í reynd, hann hlyti að fara létt með það úr þvf þetta væri svona auðvelt. Leiðsögumað- urinn tók áskoruninni, en benti veiðimanni á að agnið hjá þeim væri fluga og ekki víst að löndun myndi ganga jafn greiðlega. Sam- þykkti veiðimaður að taka mið af því og fór leisögumaðurinn að kasta við svo búið. Nokkru seinna kom svo lax á fluguna, og það enginn smálax. Um 70 sekúndum síðar lá svo 20 punda hængur á bakkanum og trúði útlendingurinn þá öllu sem við hann var sagt eins og nýju neti. Veiðivörur EIÐISTORGI SÉRVERSLUN HESTAMANNSINS Háaleitisbraut 68 Sími 8-42-40 Austurver

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.