Morgunblaðið - 21.07.1987, Síða 16

Morgunblaðið - 21.07.1987, Síða 16
KNATTSPYRNA Stór- sigur Vals í 1. deild kvenna TVEIR leikir fóru fram í 1. deild kvenna fknattspyrnu á sunnudaginn. Þór fókk sín fyrstu stig, vann UBK 3:0, og Valur burstaði Stjörnuna 5:0. Sigur Vals var í minna lagi miðað við gang leiksins, en engu að síður fékk Stjaman góð marktækifæri og einkum skap- gmH aði Erla Rafns- Ema dóttir miklz Lúðvfksdóttir hættu. Ingibjörg skrifar Jónsdóttir skor- aði þijú mörk fyrir Val og Margrét Óskars- dóttir og Amey Magnúsdóttir sitt hvort markið. Staðan í hálf- leik var 2:0. Þóra Úlfarsdóttir, Guðrún Sæ- mundsdóttir og Cora Barker voru bestar hjá Val, en Guðný Guðnadóttir, Erla Rafnsdóttir og Magnea Magnúsdóttir hjá Stjömunni. Fyrstu stlg Þórs Þór fékk sín fyrstu stig í deild- inni með 3:0 sigri gegn UBK. Ingigerður Júlíusdóttir skoraði tvívegis og Aðalheiður Reynis- dóttir einu sinni og voru öll mörkin skomð í fyrri hálfleik. Þórsarar komu ákveðnir til leiks og ætluðu sér greinilega öll stig- in. Akureyringamir sóttu stíft að marki UBK og uppskáru strax tvö mörk. Eftir það komst UBK meira inn í leikinn, en sóknir Þórs voru sem fyrr hættulegar. Leikurinn snerist við í seinni hálfleik og þá sóttu Blikar mun meira, sköpuðu sér mörg góð marktækifæri, en tókst ekki að skora. Þór átti líka sinar skyndi- sóknir, en mörkin urðu ekki fleiri og fögnuður Þórs mikill er sigurinn og fyrstu stigin voru í höfn. Ingigerður Júlíusdóttir var best hjá Þór, en Ásta M. Reynis- dóttir hjá UBK. ■ Úrsllt/Bl4 ■ 8taöan/B14 FRJALSAR Vástainn Hafstalnsson Risakast Vésteins sjöundi bezti árangur í heimi áárinu VÉSTEINN Hafsteinsson HSK er í sjöunda sœti á skrá yfir beztu kringlukast- ara heims eftir risakastið í Svíþjóð sl. föstudag, sem við sögðum frá í laugar- dagsblaðinu, samkvœmt upplýsingum Morgunblaðs- ins. Efstur á skránni er austur- þýzki heimsmethafinn Jiirgen Schult með 69,52 metra. Svíin Stefan Femholm kastaði 68,30 metra í síðustu viku og er í öðru sæti. Síðan koma fimm menn á sama metranum. Þriðji er Kúbumaðurinn Luis Delis, sem er svertingi, með 67,92. Hann varð þriðji á ólympíuleik- unum í Moskvu 1980 og annar á heimsmeistaramótinu í Hels- inki 1983. Norðmaðurinn Svein Inge Val- vik er fjórði með 67,70 metra, sem hann náði í byijun síðustu viku í Finnlandi. Fimmti er síðan ólympíumeistarinn frá í Los Angeles, Vestur-Þjóðveijinn Rolf Danneberg, með 67,60. Sjötti og aðeins tveimur senti- metrum á undan Vésteini er síðan einn mesti afreksmaður í kringlukasti undanfarin ár, Tékkinn Imrich Bugar. Það er ekki amalegt að vera við hlið afreksmanns af því tagi sem Bugar er. Hann vann silfur í kringlukasti á ólympíuleikjunum í Moskvu, varð Evrópumeistari 1982 og síðan heimsmeistari í Helsinki 1983. Þegar haft var samband við Alþjóðaftjálsíþróttasambandið í Lundúnum í gær var þvi haldið fram að Vésteinn væri nú fimmti í heiminum. Hafði sambandinu ekki borizt upplýsingar um Femholm og Valvik. Skráin lítur annars út sem hér segir: 69,52....Jiirgen Schult, A-Þýzkalandi 68,80......Stefan Fcmholm, Svlþjóð 67,92.............Luis Delia, Kúbu 67,70......Svein Inge Valvik, Noregi 67,70...Rolf Danneberg, V-Þýzkal. 67,22.Imrich Bugar, Tékkóslóvakíu 67,20.........Vésteinn Hafsteinsson 66,90.....Art Bums, Bandarikjunum 66,80......Vaclavas Kidikas, Sovétr. 66,60.........Juan Martinez, Kúbu 66,24..Mike Buncic, Bandarikjunum Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson Pátur Pétursson ásamt krökkunum sem hann afhenti viðurkenningar sínar um helgina. Frá vinstri: Haukur Harðar- son úr Biskupstungum, og systkinin úr Reykjavík, Jóhann Helgi Sigurðarson og Lilja María Sigurðardóttir. IÞROTTAGETRAUN MORGUNBLAÐSINS Verðlaun afhent fyrir annan hluta VERÐLAUN fyrir annan hluta íþróttagetraunar Morgun- blaðsins voru afhent um helg- ina. Það er Haukur Harðarson, 12 ára úr Biskupstungum, sem hlýtur annan farseðilinn af þremur til Lundúna i næsta mánuði, en einnit voru mætt í verðlaunahófíð systkinin Lilja María Sigurðardóttir og Jóhann Helgi Sigurðarson, sem gerðu getraunina saman, en hún var merkt Lilju. Sverrir Þór Viðars- GOLF son úr Reykjavík, einn þeirra sem hlaut viðurkenningu í þessum hluta getraunarinnar, var fjarverandi, en tekur við viðurkenningu sinni þegar við heiðrum þá krakka sem dregin verða í þriðja hlutanum. Það var Pétur Pétursson, landsliðs- maðurinn snjalli í knattspymu, sem afhenti krökkunum verðlaunin fyrir okkur. Að vanda fengu allir fallegan íþróttagalla frá Henson, svo og íþróttatösku, Morgunblaðsbol og Morgunblaðsklukku. Nú er ljóst að ísfirðingurinn Sigurð- ur Samúelsson og Haukur Harðar- son úr Biskupstungum, fara á Wembley-leikvanginum á vegum Morgunblaðsins í næsta mánuði, en fljótlega ræðst hver verður þriðji krakkinn sem fer. Við höfum nú þegar birt alla þijá hluta júlíget- raunarinnar og því eru allir krakkar hvattir til að senda svarseðlana þijá inn hið allra fyrsta. Seðlamir verða að hafa borist okkur fyrir kl. 18.00 næstkomandi fímmtudag, 23. júlí. Úlfar Jónsson setti nýtt vallarmet ÚLFAR JÓNSSON setti um helgina glæsilegt vallarmet á golfvellinum f Grafarholti. Úlfar lók fjóra hringi, eða 72 holur á 292 höggum sem er jafnt SSS vallarins og jafnframt vallar- met. Það þarf vart að taka fram að Úlfar vann mótið um helgina enda standast honum fáir snúning þegar hann leikur eins vel og hann getur. Úlfar lék þriðja hringinn í mótinu mjög vel og jafnaði þá vall- armet Sigurðar Péturssonar, lék átján holumar á 69 höggum en SSS vallarins er 73. Já, Úlfar virðist vera í miklu stuði þessa dagana enda styttist nú óðum í landsmót kylfinga en það hefst í næstu viku og verður að þessu sinni haldið á Akureyri. Ulfar bestur/B7 Úrsllt/B15 LOTTO: 13 14 22 27 32

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.