Morgunblaðið - 31.07.1987, Síða 5
B 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. JÚLÍ 1987
Líklega hafa menn
ætíð gert sér hús-
gögn bæði til
nytja og prýði og
jafnvel munu sum
þeirra oft á tíðum
hafa verið til vitnis
um veg og virðing
eigenda. Enginn veit hvert upp-
hafið var í búnaði, en trúlega
hefur trjábolur snemma verið
höggvinn og steinn klappaður til
lögulegs forms og þæginda.
Heimildir geta þess að kistur
hafi snemma komið til sögunnar
og fyrsti skápurinn reyndar gerð-
ur úr tveimur kistum, þar sem
ein var lögð ofan á aðra.
Fornþjóðir gerðu sér hús-
búnað af ýmsum toga, en það
er þó tæpast fyrr en kemur fram
á 15. öld, sem fram komu hug-
myndir í húsgagnagerð varðandi
not og gildi, er svipa til þess sem
við í nútímanum þekkjum.
Þegar rætt er um forna og
veglega húsmuni, þá kemur
líklega flestum í hug það sem
prýddi sali í Frakklandi og víðar
á tímum konunganna Lúðvíks
14., 15. og 16., enda eru Frakkar
orðnir leiðandi í húsgagnagerð á
18. öld.
Margar breytingar og tísku-
sveiflur hafa oröið á þessu sviði
sem öðrum en þó sú bylting
mest að fjöldaframleiðslan hefur
tekið völdin. Áður var allt í hönd-
um gert og hver gripur bar
meistarans handbragði vitni,
natni hans, vöndun og listfengi.
Slíkt er nú talið til safngripa og
sumt ígildi gimsteina eða góð-
verka gömlu málaranna.
700.000 króna skápur
í kjallaranum
í dimmri þröngri geymslu und-
ir stiga á ensku sveitasetri er
húsgagnasérfræðingur frá upp-
boðshaldara að líta í kringum sig
í síðasta sinn. Undir kössum og
allskyns rusli rekur hann augun
í rykugan skáp og spyr húsráð-
anda hvort hann megi taka
skápinn og skoða hann úti í
dagsbirtu. „Gjörðu svo vel, þessi
skápur hefur staðið hér á sama
stað í marga áratugi." Það kem-
ur á daginn að um er að ræða
kínverskan skáp frá 18. öld sem
er innlagður gulli og handmálað-
ur blómum og ávöxtum. Skápur-
inn var settur á uppboð og fór
fyrir næstum 700.000 krónur.
Eigandi skápsins varð að von-
um glaður með þennan óvænta
feng sinn en lét hafa eftir sér
að þetta hefði komið sér mjög á
óvart því hann hefði verið að
íhuga að farga gripnum eða láta
búa til teborð úr bakplötu skáps-
ins.
í nokkuð langan tíma hafa
gömul húsgögn ekki átt miklu
fylgi að fagna hér heima meðal
almennings og sérstaklega ungs
fólks sem er að hefja búskap.
Þessi saga sem sögð er hér að
ofan er að öllum líkindum einstök
og kannski ekki margir íslending-
ar sem eiga eftir að fá svona
óvæntan glaðning. En á heildina
litið vitum við flest afskaplega
lítið um þá gömlu gripi sem til
eru á heimilum fólks. Það var
algengt sérstaklega á svokölluðu
tekktímabili að fólk henti um-
vörpum á haugana gömlum
ættargripum eða reyndi að fá
fyrir þá eitthvað smálegt. Fólk
kynnti sér ekki til hvaða brúks
hlutirnir voru, hvenær þeir voru
búnir til og svo framvegis.
Oft eru fyrstu gömlu hlutirnir
sem fólk eignast eitthvað sem
það hefur fengið í arf eða að
gjöf og hefur þá oftast tilfinn-
ingalegt gildi. En sumum, sér-
staklega ungu fólki finnast
munirnir ekki hæfa með nýtísku-
legum Ikea og Casa húsgögnum,
það vill eitthvað stílhreint, ekki
gamalt, illa farið og oft of íburð-
armikið. Það er að sögn sér-
hæfðra manna mikill misskiln-
ingur sem segja að hægt sé
blanda saman með góðum ár-
angri nýju og gömlu.
Viðmælandi blaðsins brydd-
aði upp á því hve leiðinlegt það
væri þegar fólk tæki upp á því
að breyta gömlum munum.
Þessi sami viðmælandi sagði
sögu af gömlum grammofón-
skápi sem hann hafði rekist á á
dögunum og gerður hafði verið
úr barskápur. Það ætti heist að
leyfa hlutunum að þjóna sínu
upphaflega markmiði eins vel og
hægt er og reyoa að breyta þeim
ekki í eitthvað annað.
Við glugguðum í erlenda ráð-
leggingabók fyrir fólk sem ætlar
að láta gera við gömul húsgögn.
Þar segir að nauðsynlegt sé að
afla sér upplýsinga um bæði
smíðaaðferð, frágang og aferð-
ina á hlutnum áður en farið er
að lagfæra gripinn. Um sófa,
stóla og þannig hluti gildir það
Norskur útskorínn barrokkstóll
úr eik. Hann er frá átjándu öld.
sama um bólstrun og álklæða-
val, aö það þarf að kynna sér
hvernig húsgagnið var bólstrað
og hverskonar áklæði hæfir stíl
þess. Margir góðir bólstrarar eru
starfandi hérlendis og að sögn
eru þeir ekki dýrir miðað við það
sem gerist erlendis. Ef maður
aflar sér ekki fullnægjandi upp-
lýsinga um húsgagnið eins og
það leit upprunalega út geta
endurbætur á því leitt til þess
að það verði ekki nema svipur
hjá sjón eftir að maður í hugsun-"
arleysi vildi bæta útlitið. Sér-
fræðingar þeir sem tjá sig um
málið í bók þessari telja að var-
ast beri að endurvinna gamla
húsmuni með nýtískulegum vél-
um eða nota nútíma lökk og
málningu. Slíkt geti leitt til þess
að húsgagnið verði eins og góð
eftirlíking en tapi uppruna
sínum. Þá verður að gæta þess
að henda aldrei hluta af gömlum
grip sama hversu lítill hann er.
Það útilokar þá sem vilja kannski
koma viðkomandi húsgagni í sitt
eðlilega horf síðar.
Ef einhverjir eignast gamla
hluti ættu þeir ekki að hafa
áhyggjur þó húsgögnin beri þess
merki að þau hafi verið notuð
um langan aldur. Aldur og slit
er nefnilega hluti af sérkenni
húsmunarins og hans töfrum.
Gamla muni ætti í raun að
umgangast með virðingu og líta
á sem menningarverðmæti
þannig að þeir komist sem
minnst skemmdir til þeirra sem
við af okkur taka.
Nokkuð hefur verið um að
húsgögn séu gerð gömul með
brellum og jafnvel heilu bækurn-
ar komið út um það hvernig skuli
standa að verkinu. Það ætti ekki
að þurfa að hafa mörg orð um
það hve óheiðarlegur þessháttar
verknaður er.
Hræringar í stefnum og
straumum atvinnulífs, stjórn-
mála og lista endurspeglast í
húsgögnum jafnvel betur en í
olíumálverkum og arkitektúr. Ef
saga húsgagnanna er skoðuð
þá má sjá breytingar á lagi og
litum sem gefa okkur þannig inn-
sýn i sögu og menningu okkar.
GRG
Renesanskista sem var smíðuð í byrjun sautjándu aldar. Kistan er úr eik og er í Frederiksborghöllinni
f Hillerod
^ Morgunblaðið/BAR
Vllborg Karlsdóttlr og Slgríður Ágústsdóttlr á
saumastofunnl.
JENNÝ SF.
Gunnar Karlsson og Vilborg
Karlsdóttir reka fatageröina
Jenný, Skólavörðustíg 28. Þar
er saumastofa og verslun.
Allur fatnaður nema
nærfatnaður er saumaður á
staðnum og áhersla er lögð á
yfirstærðirfrá 46-56. Einnig
er saumað eftir pöntunum.
PÉTUR TRYGGVI
Pétur T ryggvi er með
gullsmíðaverkstæði og verslun
á Skólavörðustíg 6. Hann
handsmíðarog hannar,
aðallega skartgripi úr silfri,
gulli, titaníum, ibenholti og
kopar.
Pótur Tryggvl, gullsmlður. Morgunbiaðia/BAR
Morgunblaðið/BAR
Elísabot Þorstolnsdóttlr á Verkstæðlnu V.
VERKSTÆÐIÐ V
Fimm konur reka
Verkstæðið V í Þingholtsstræti
28 og eru þar með vinnustofu
og gallerí. Þæreru: Herdís
Tómasdóttir, Jóna Sigríður
Jónsdóttir, Guðrún J. Kolbeins,
Þuríður Dan Jónsdóttir og
Elísabet Þorsteinsdóttir. Þær
vinna sjálfstætt að handverki
og hönnun meðal annars
vefnaði og þrykki. Hægt er að
panta verk hjá þeim.