Morgunblaðið - 30.08.1987, Page 4

Morgunblaðið - 30.08.1987, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1987 Norræna húsið: Síðari tónleikar ungra einleikara SÍÐARI tónleikar í annarri umferð í keppni ungra einleik- ara á Norðurlöndum verða halrinir í Norrœna húsinu þriðjudaginn 1. september kl. 20.30. Þessi umferð fer fram sem tónleikar og er öllum heimill aðgangur. Tveir einleikarar koma fram á Nöfn víxluðust í töflu um fiskverð á upp- boðsmörkuðum i blaðinu í gær vixluðust nöfnin. Efri taflan var um verðið í Reykjavík en sú neðri frá markaðnum í Hafnarfirði. þessum tónleikum, þau Pétur Jónasson gítarleikari og Auður Hafsteinsdóttir fíðluleikari. Guðríður S. Sigurðardóttir leikur undir á píanó. Pétur Jónasson leikur verk eft- ir Manuel Maria Ponce, Kjartan Ólafsson og Heitor Villa-Lobos. Auður Hafsteinsdóttir leikur verk eftir Brahms, Karólínu Eiríks- dóttur og H. Wieniawski. Þetta er íslenski hluti keppn- innar og að henni lokinni mun einn eða fleiri íslenskir einleikar- ar verða valdir til að koma fram á samnorrænu hátíðinni, sem haldin er annað hvert ár. Næsta hátíð verður haldin í Reykjavík haustið 1988. Frá opnun nýja Epal-hússins við Faxafen Morgunblaðið/BAR Epal hf. flutt í nýtt húsnæði Lýst eftir vitnum EKIÐ var á bifreið af gerðinni Opel Corsa er stóð á bílastæði Leiðrétting MISSKILNINGS gættí í frett um kaupmáttaraukningu í Morgun- blaðinu I gær. Þar sagði að aukning kaup- máttar milli 4. ársfj'órðungs 1986 og 1. ársQórðungs 1987 hefði ver- ið 10% og 14% milli 3. og 4. ársfjórðings 1986. Þessar tölur eiga við hækkun á launatöxtum en kaupmáttaraukningin mældist 6% og 10%. Þá var kaupmáttar- aukningin milli 1. ársfjórðungs 1986 og 1. ársfjórðungs 1987 meiri en sagði í fréttinni eða 25% í stað 20%. Þessar tölur breyta ekki því að þama er um mestu kaupmáttaraukningu að ræða í yfír 20 ár. á Vitatorgi á föstudag á milli 9.00 og 16.00. Bifreiðin er rauð að lit með skrásetningarnúm- erið R-18337. Aftur- og framhurðir farþega- megin eru báðar skemmdar og leikur grunur á að skemmdimar séu eftir ljósan Ford-bfll. Hafí einhver orðið vitni að atburði þessum, er sá hinn sami vinsam- legast beðinn að snúa sér til lögreglunnar í Reykjavík. 1NNLEN-T EPAL hf. er flutt í nýtt húsnæði við Faxafen 7 f Reykjavík. Húsið er 1240 fermetrar að stærð, teiknað af Manfreð Vilhjálms- syni arkitekt. Verslunin sjálf er f 800 fm. húsnæði og hefur danski arkitektínn Erik Ole Jörg- ensen skipulagt allt innandyra. Við opnun Epal-hússins var kjmntur nýr sófi sem danski hönn- uðurinn Ole Kortzau teiknaði fyrir Epal. Sófínn er framleiddur á ís- landi en verður seldur bæði hér á landi og erlendis. Hann hefur verið kynntur í húsbúnaðarversluninni Illum Bolighus í Danmórku og í tímaritinu Design of Scandinavia. í fréttatilkynningu frá Epal segir að fyrirtækið hafí í seinni tíð reynt eftir föngum að fá íslenska hönnuði til starfa og á verður lögð aukin áhersla á það í framtíðinni. Reyðarfjörður: Mínkur í sjóferð DotrAnrfípðí Reyðarfirði. ÞEGAR togarinn Snæbjörn var á veiðum sfðastliðið sunnudags- kvöld varð Ásmundur Ásmunds- son skipstjóri var við að minkur var um borð. Minkurinn var í trollinu á dekki og brugðu menn við hið snarasta til að ná minknum en það tókst ekki fyrr en milli kl. 4 og 5 að- faranótt þriðjudagsins. Ásmundur sagði minkinn hafa komið um borð hér við bryggju og var þetta yrðl- ingur frá í vor. Sjómenn á Snæfugli hafa áður fengið óboðinn gest um borð. Fyrir þremur til ijórum árum var togarinn staddur í slipp í Þýska- landi. Þegar hann var kominn langleiðina heim kom í ljós að kött- ur hafði komið um borð í Bremer- haven og var kötturinn aflífaður af dýralækni við heimkomuna. Fiskverkunarstöðin GSR og Skipaklettur buðu öllu starfsfólki sínu með mökum til kvöldverðar á Hallormsstað laugardagskvöldið 22. ágúst. Fyrirtækin tóku rútu á leigu og létu flytja allt starfsfólkið 60 manns í Hallormsstað og heim að lokinni veislu. Hallgrímur Jónasson forstjóri fyrirtækjanna var á Hallormsstað og tók á móti gestum þegar þeir komu og var þetta mjög ánægjuleg stund. Þetta er í annað skipti sem fískverkunarstöðin og útgerðin bjóða starfsfólki sfnu til veislu á Hallormsstað. Gréta Fjölbrautaskóli Suðumesja: Um 1000 nemendur í námi á haustönn Keflavík. Fjölbrautaskóli Suðurnesja verður settur á mánudaginn og hefst kennsla samkvæmt stundaskrá daginn eftir. Nem- endur á haustönn verðr. um 1000 og eru það fleiri en nokkru sinni fyrr. Kennsla f flugliðanámi, sem er ein braut við skólann, fer fram f Reykjavík, en önnur bókleg kennsla fer nú fram f eigin húsnæði f fyrsta sinn. Byggt var við skólann í sumar og eru 7 nýjar kennslustofur í viðbyggingunni. Hjálmar Ámason skólameistari sagði að þetta væru tímamót hjá skólanum. „Á síðasta skólaári varð að vera með bóklega kennslu á 8 stöðum í Keflavík og dugði ekki til, það er því mikill léttir að vera kominn í eigin hús- næði.“ Hjálmar sagði að þeir aðilar sem séð hefðu um byggingafram- kvæmdir ættu miklar þakkir skildar. Byijað hefði verið á hús- inu í maí og það yrði tilbúið til kennslu eftir helgi. „Þessir aðilar hafa lagt hart að sér og tóku sér ekki einu sinni frí á 17. júní,“ sagði Hjálmar. Ekki verða miklar breytingar á kennaraliði skólans, það verður það sama og á síðasta ári að und- anskildum nýjum enskukennara. Nýjar námsbrautir hafa staðið til boða í Fjölbrautaskóla Suður- nesja og má þar nefna flugliða-, skipstjóra- og sjúkraliðabraut auk brautar fyrir endurmenntun vél- stjóra. Fiskeldi er námsbraut sem Hjálmar vonast til að kennd verði við skólann áður en langt um líður. Á Suðumesjum væru marg- ir aðilar í fískirækt sem kallaði á fólk með þekkingu á því sviði. „Við höfum nú glímt við stirt embættismannakerfí f rúmlega eitt ár án teljandi árangurs. Fisk- eldi heyrir undir tvö ráðuneyti, mennta- og landbúnaðarráðu- neytið og það er ekki af hinu góða. Það virðist vera landbúnað- armafíusjónarmið að nemendur f þesari grein skuli annað hvort til Hóla í Hjaltadal eða Kirkjubæjar- klausturs. En við höfum samt góðar vonir um að lausn megi fínna og fískeldi verði ein af náms- brautum skólans áður en langt um líður." Hjálmar sagði að hann hefði áhyggjur af dræmri aðsókn í tæknimenntun og fólk einblfndi á stúdentspróf sem eina allsherjar lausn. „Stúdentspróf í dag er ekki það sama og fyrir 10 árum. Þá voru línur mun einfaldari. f dag er hægt að ljúka stúdentsprófí með tæknisvið sem valgrein og þann kost tel ég að fleiri ættu að taka.“ Kennsla í flugliðanámi verður í flugskýli við Reykjavíkurflugvöll í samvinnu við flugmálastjón. Tæplega 100 nemendur sóttu um en 35 voru teknir inn. Er þetta síðasta kennsluárið sem flugliða- braut verður við skólann, því næsta vetur fer kennsla í þessari grein fram í Háskólanum. Meðal nýjunga í námi sem Fjöl- brautaskólinn hyggst bjóða almenningi f vetur er nám í tölvu- fræði. Sagði Hjálmar að þetta yrði gert f samvinnu við aðila úr atvinnulffínu sem hefðu tekið vel Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Hjálmar Árnason skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja, skól- inn er í baksýn. í þessa hugmynd. Skólinn væri vel birgur af tækjabúnaði og út- reikningur sýndi að hægt væri að bjóða fólki upp á nám í tölvu- fræði á mun hagstæðara verði en hjá þeim einkaskólum í Reykjavík sem byðu þessa þjónustu. Nemendur í dagkennslu verða um 600 í vetur og sagði Hjálmar að í vöxt færi að nemendur ynnu með náminu. „Þessi þróun veldur mér verulegum áhyggjum. Námið gerir miklar kröfur og þeir sem ekki einbeita sér að því missa nið- ur undirstöðuna. Þessir nemendur geta lokið námi með lágmark- seinkunnir, en fyrr eða sfðar brestur námsundirstaða þeirra." Hjálmar sagði ennfremur að hann teldi vinnu nemenda með náminu óþarfa. Þeir notuðu pen- ingana aðallega til að kaupa sér föt til að tolla í tfskunni og lifa munaðarlífí. Miklu nær væri að taka sér hreinlega frí frá námi til að vinna. Hann vildi beina þeim tilmælum til foreldra að þeir veittu bömum sínum hæfilegt aðhald í þessum efnum. - BB

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.