Morgunblaðið - 30.08.1987, Síða 28

Morgunblaðið - 30.08.1987, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 1987 Fimleikasamband Islands auglýsir hér með eftir umsóknum um námsstyrk úr Minningarsjóði Áslaugar Einarsdóttur. Styrkur verður veittur til náms í fimleikakennslu og er miðað við að umsækjandi stundi nám við viður- kennda menntastofnun og sé við nám að minnsta kosti 6 mánuði, námsárið 1987-’88. Umsóknir er greini frá menntun umsækj- anda, iðkun fimleika, þjálfun og kennslu, ásamt meðmaelum, sendist Fimleikasam- bandi íslands, íþróttamiðstöðinni, Laug- ardal, 104 Reykjavík, merktar: „Minning- arsjóður Áslaugar Einarsdóttur" fyrir 10. september 1987. Morgunblaðið/Sverrir Frá vinstri: Guðbrandur Bogason formaður ökukennarafélags íslands, Jóhann Björnsson forstjóri trygg- ingafélagsins Ábyrgðar hf. og Sigurður Helgason framkvæmdastjóri Fararheillar 87. Myndin var tekin er Jóhann afhenti Guðbrandi formlega fyrsta myndbandið með myndinni Líðan eftir atvikum. Aðvörunarmyndir úr umferð- inni sýndar í kvikmyndahúsum ÁTAK bifreiðatryggingafélag- aðvörunarmyndir sem kvik- í fréttatilkynningu frá Fararheill anna í umferð, Fararheill 87, myndahúsaeigendur ætia að 87 er sagt að stór hluti þeirra sem hefur lAtið gera tvær stuttar sýna án endurgjalds. sækja kvikmyndahús sé ungt fólk, fólk á þeim aldri sem þeir sem vinna að umferðaröryggismálum vilja ná til. Því þakki Fararheill 87 kvik- myndahúsaeigendum fyrir þetta framtak sem vonandi hafi þau áhrif að færri ungmenni slasist í umferð. Fararheill 87 hefur einnig látið gera sjónvarpsþáttinn Líðan eftir atvikum sem fjallar um afleiðingar umferðarslysa. Þátturinn hefur ver- ið settur á myndband og geta allir ökuskólar og ökukennarar sem áhuga hafa fengið eintak af honum. KJARAKAUP Frystiskápur 258 lítra Útborgun kr. 6000,- Mál: 189x59,5x60 Litir: Gulur og grænn. Rétt — verð kr. 47.600,- Láttu ekki þessi einstöku kaup fram hjá þér fara III' Utborgun 2.000,- E 601 gufugleypir Mál: 16x60x49 Litir: Brúnn, rauöur og grár Rétt — verð kr. 8.900,- Einar Farestveit &Co.hf. Borgartúni 28, símar 91-10995,91-622900. Hannes Hauksson Nýr fram- kvæmda- stjóri RKÍ JÓN Ásgeirsson framkvæmda- stjóri Rauða kross íslands sagði fyrir nokkru starfi sínu lausu hjá félaginu eftir að hafa gegnt því í rösk sex ár. í stað hans hefur nú verið ráðinn Hannes Hauks- son viðskiptafræðingur. Hannes hefur veitt fjármáladeild félagsins forstöðu undanfarin fjög- ur ár og jafnframt verið staðgengill framkvæmdastjóra. Hannes hefur undanfarin ár setið í stjóm Sjúkra- hótels RKÍ og var í byggingamefnd félagsins sem hafði umsjón með framkvæmdum við húseign félags- ins að Rauðarárstíg 18. Hannes Hauksson sem er 29 ára útskrifaðist frá viðskiptadeild Há- skóla íslands árið 1982. Kona hans er Hjördís Gunnarsdóttir meina- tæknir og eiga þau eina dóttur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.