Morgunblaðið - 01.09.1987, Side 2

Morgunblaðið - 01.09.1987, Side 2
2 B fttgrgmiftfaftifr /ÍÞRÓTT7R ÞRWJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 KNATTSPYRNA / OLYMPIULIÐIÐ „Stefnum á góð úrslit" - segir Guðmundur Steinsson fyrirliði „VIÐ þekkjum þetta lið lítið sem ekkert, en við erum minn- ugir hvernig A-Þjóðverjar burstuðu okkur hór í vor og við ætlum að hefna þeirra ófara,“ sagði Guðmundur Steinsson fyrirliði ólympíulandsliðs ís- lands í knattspyrnu um lands- leikinn við A-Þjóðverja sem fram fer á Laugardalsvelli á morgun og hefst klukkan 18. Ein breyting hefur orðið á hópn- um sem Sigfried Held valdi fyrir helgi. Ágúst Már Jónsson úr KJt getur ekki leikið með og í hans stað valdi landsliðsþjálfarinn Heimi Guðmundsson úr ÍA. Ætli það hafi ekki verið erfítt að velja liðið? „Nei, það var ekki erfítt. Auðvitað eru alltaf einhveijir fleiri sem koma til greina en ég held að það lið sem við erum með núna sé það besta sem við getum boðið uppá," sagði Sigfried Held. Magir urðu fyrir miklum vonbrigð- um þegar við töpuðum fyrir Þjóð- veijum í vor og vildu fá fleiri af þeim leikmönnum sem leika hér á landi í liðið. Nú er tækifærið fyrir þá að sýna sig og að sögn Ellerts B. Schram formanns KSÍ mun vaiið á A-liðinu sem leikur gegn Norð- mönnum síðar í þessum mánuði ráðast, að talsverðu leyti, af frammistöðu strákanna á morgun. Það kom flatt upp á marga þegar Held tilkynnti landsliðið og sérstak- lega að Guðmundur Hreiðarsson skyldi vera í því. Guðmundur lék vel með Val framan af sumri en hætti síðan. Hann hefur nú hafíð æfíngar aftur og er varamarkvörð- ur hjá Val, og er í ólympíuliðinu. Telur Held að hann sé okkar næst besti markvörður? „Guðmundur er góður markvörður og sá besti hér á landi af þeim sem ég mátti velja, ef Friðrik er undan- skilinn. Hann hefur leikið með varaliði Vals að undanförnu og er því í leikæfíngu," sagði Held. Þess má að lokum til gamans geta að landsliðmennimir hafa margir hveijir í mörgu að snúast. Þrír þeirra eru að lesa undir próf í há- skólanum og svo skemmtilega vill til að þeir eru allir vamarmenn. Viðar Þorkelsson fer í próf í dag og þeir Guðni Bergsson og Ormar Örlygsson fara í próf á næstunni. KNATTSPYRNA / 1. DEILD KVENNA MorgunblaÖið/Skapti Hallgrímsson Schram, formanns KSÍ, eftir sigurinn ÍA íslandsmeistari í 1. deild kvenna Vanda Sigurðardóttir, fyrirliði ÍA, tekur hér við siguriaununum úr hendi Ellerts B. í gærkvöldi. Morgunblaðið/KGA Landsliðið hoppar Landsliðið á æfíngu í gær. Held, Guðmundur Hreiðarsson, Pétur Amþórsson, Ormarr Örlygsson, Viðar Þorkeísson, Guðmundur Steinsson, Þorsteinn Þor- steinsson og Guðni Bergsson hoppa hér hver sem betur getur. Ragna Lóa tryggði ÍA íslandsmeistarathilinn - skoraði sigurmarkið gegn Val 5 mínútum fyrir leikslok ÍA tryggði sár í gærkvöldi ís- landsmeistaratitilinn 11. deild kvenna í knattspyrnu á Val- svelli. Ragna Lóa Stefánsdóttir skoraði sigurmark Skaga- stúlkna og jafnframt eina mark leiksins þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Valsstúlkurnar hafa leitt mótið f allt sumar og hefði dugað jafntefli úr þessum leik. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu beggja liða. Jafnræði var a með liðunum í fyrri hálfleik en ÍA var mun sterkari í seinni hálfleik. Þá bökkuðu Valur Valsstúlkur og frei- Jónatansson stuðu þess að halda skrifar jöfnu en það dugði ekki. Ragna Lóa sá fyrir því er hún skoraði glæsilegt skallamark og tryggði ÍA íslands- meistaratitilinn. „Ég er ofsalega ánægð. Þessi sigur kom flestum á óvart. Við urðum að vinna og ætluðum okkur það," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrir- Iiði IA, eftir sigurinn. En Vanda kom gagngert í leikinn frá Svíþjóð þar sem hún stundar nám. „Ég kem aftur í úrslitaleik bikarsins þar sem þessi sömu Iið mætast 10. septem- ber. Við ætlum okkur einnig að vinna bikarinn." Stjaman sigraði Breiðablik með þremur mörkum gegn engu á Stjömuvelli í gærkvöldi. Magnea Magnúsdóttir gerði tvö mörk fyrir Stjömuna og Guðný Guðnadóttir eitt. Tveir leikir fóm fram á laugardag. A Valsvelli vann Valur sanngjaman sigur á IBK 2:1. Það vom þær Ingi- björg Jónsdóttir og Amey Magnús- dóttir sem skomðu mörk Vals. Helga Eiríksdóttir skoraði mark ÍBK. A Akureyri áttust við erkifjendum- ir Þór og KA. Endaði leikurinn með sanngjömum sigri KA, 2:1. Mörk KA gerðu þær Hjördís Ulfarsdóttir og Eydís Marinósdóttir. Þómnn Sigurðardóttir skoraði eina mark Þórs. Markhæstar í deildinni em Ingi- björg Jónsdóttir Val 15, Helena Olafsdóttir KR 10, Hjördís Ulfars- dóttir KA 9. ■ Lokastaöan/Bi 6 SPURT ER / Hvernig fannst þér bikarúrslitaleikurinn? Spurt á Laugardalsvelli eftir leikinn. Ingibjörg Jónsdóttir „ÞETTA var leiðinlegur úrslitaleikur. FVam hafði alltof mikla yfírburði. Ég hefði heldur kosið Fram og Val í úrslitaleik. Égtel að Valsmenn séu með besta liðið þrátt fyrir allt.“ Ragnhildur Skúladóttir „MUNURINN áþessum liðum var allt of mikill svo gaman væri að. Framarar bökkuðu of mikið í seinni hálfleik. Hefði verið skemmtilegra ef þeir hefðu leikið á fullu allan tímann." Pálmi Sigur- hjartarson „ÞETTA var ekki spenn- andi ieikur. Úrslitin vom ráðin f fyrri hálfleik. Það var þó gaman að horfa á leikinn því hann var óvenjulegur fyrir hve ójafn hann var.“ Guðbjörg Ragnarsd. „ROSALEGT áfall fyrir Víði. Þeir höfðu bara ekk- ert í þá að gera í þessum leik. Fram náði algjömm toppleik. Vfðismenn ko- must aldrei í gang og hreinlega fóm á taugum." Sigrún Ragnarsd „ÞETTA var frekar slakt hjá Vfði. Það er samt mjög góður árangur hjá þeim að komast l úrslit. Framarar em vel að sigrinum komn- ir. Þeir sýndu góða knatt- spyrnu." i -mi Kristinn Bjamason „ÞAÐ var algjör einstefna hjá Fram allan tímann, hreinlega yfírspiluðu Víði. Víðismenn eiga þó hrós skilið fyrir mikla baráttu. Ég vona svo sannarlega að þeir falli ekki í 2. deild.“ Tcrf 'MsA B.'nil rrfod ubnín)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.