Morgunblaðið - 01.09.1987, Side 7
HtorgimMaHb /ÍÞRÓTTIR ÞRHXJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987
B 7
Sigurbíllinn klakklaust í gegn
Þegar Ljómarailið var hálfnað
var í raun aldrei spurning um
hver sigraði, feðgarnir Jón
Ragnarsson og Rúnar Jónsson
á Ford Escort RS höfðu náð
öruggu forskoti, á meðan
helstu keppinautar þeirra
hrundu út eða lentu í skakka-
föllum eða óhöppum. Þegar
þeir komu í endamark sem sig-
urvegarar höfðu þeir unnið
sína fjórðu keppni á árinu,
sannarlega glæsilegur árang-
ur. í þriðja skipti á ferli sínum
náði Hafsteinn Aðalsteinsson
öðru sæti í Ljómarallinu, nú á
Ford Escort RS, eins og ífyrra.
Með honum ók Pólverjinn Wi-
tek Bogdanski. Bíll þeirra bilaði
í upphafi keppni og þeir unnu
sig úr botnsætinu upp í annað
sæti, eftir góða frammistöðu á
sórleiðum. Hörkukeppni um
þriðja sætið á sfðasta degi lauk
með því að bræðurnir Birgir
og Gunnar Vagnssynir á Toy-
ota Corolla náðu því, aðeins
þremur sekúndum á undan
Birgi Bragassynl og Hafþóri
Guðmundssyni á Talbot. Sigur-
vegarar í flokki óbreyttra bfla
urðu Birgir Viðar Halidórsson
og Indriði Þorkelsson á Mazda
323 4x4.
Eins og á síðasta ári var mestur
vindur úr baráttunni um efsta
sætið eftir að Pjallabaksleið hafði
verið ekin, á öðrum degi. Jón S
■■■I Halldórsson og Guð-
Gunnlaugur bergur Guðbergsson
Rögnvaldsson á Porsche hættu
skrifar keppni á fyrsta degi
eftir fjórfalda og
harkalega veltu, en þeir þóttu
líklegir til að veita mikla keppni.
Sömuleiðis voru Hjörleifur Hilmars-
son og Sigurður Jensson úr leik á
Talbot með bilaða vél að talið var.
Eftir keppni kom í ljós að kveikjan
hafði flýtt sér ótæpilega, hafði snú-
ist, en að öðru leyti var bfllinn í
toppstandi. Steingrímur Ingasson
og Ægir Armansson á Datsun voru
þriðju áður en drifíð bilaði á Fjalla-
baki. En ólán þeirra var lán annara
keppenda, þeirra Asgeirs Sigurðs-
sonar og Braga Guðmundssonar á
Toyota Corolla. „Við vorum í snögg-
soðnu þriðja sæti, þegar við sáum
Steingrím stopp," sagði Bragi
„Olíusían spýttist af vélinni og öll
olían fór af og við stoppuðum
skammt frá Datsun bflnum. Við
fengum olíuna af bfl Steingríms og
settum á okkar. Hún lak þó af aft-
ur, því olíusían var biluð. Þá fengum
við olíusíuna líka úr bíl Steina og
hún passaði. Okkur til happs var
bíll hans með sérstakt olíukerfí,
þannig að enn var til olía. Við
skelltum henni á bflinn og héldum
áfram. Við töpuðum miklum tima
á þessu ævintýri, lentum í smá
vandræðum en_ lukum þó altént
keppni,“ sagði Ásgeir.
Birgir Bragasson og Hafþór Guð-
mundsson reyndu á öðrum degi að
vinna upp forskot feðganna en gekk
ekki, á síðustu leiðunum töpuðu
þeir miklum tíma þegar demparar
slitnuðu. „Við hröpuðum úr öðru
sæti í það fjórða á Heklubraut,
þegar báðir afturdemparar höfðu
brotnað. Það gekk illa að keyra,
en við náðum þó að ljúka öðrum
deginum," sagði Birgir.
í upphafi síðasta dags voru tvo
efstu sætin örugg. Jón og Rúnar
gátu ekið rólega og Hafsteinn og
Witek í öðru sæti líka. Þeir síðar-
nefndu höfðu þó ekið grimmt og
vel, eftir bilun í byijun rallsins.
„Við trúum því varla að við höfum
náð öðru sæti, “sagði Witek kominn
í endamark. „Á Kaldadal á fyrsta
degi sprakk hjá okkur og við fórum
út að skipta og drápum á bflnum.
Þegar við vorum búnir startaði
bfllinn ekki aftur, það gekk heldur
ekki þó ég reyndi að ýta í gang.
Morgunblaðiö/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Brædurnlr Birgir og Gunnar Vagnssynir leigðu þennan Toyota keppnisbfl nokkrum dögum fyrir keppni, skoðuðu enga sérleið en óku samt nógu hratt til að ná
þriðja sæti. Michelin-kallinn á toppnum hefur sjálfsagt vísað þeim veginn, en þremenningamir stóðu sig mjög vel.
Við reyndum allt, fíktuðum í öllum
tökkum. Við litum á hvor annan,
vorum að spá í að hætta,“ sagði
Witek
„Við fórum þá undir bílinn og lömd-
um í startarann og bfllinn hrökk í
gang eftir það. Við vorum í síðasta
sæti eftir daginn. Við ókum mjög
hratt eftir þetta, gerðum okkur
vonir um 4.-5. sæti, ekki meira.
Annað sætið er því draumi líkast
og þetta er besta keppni í lífi mínu,“
sagði Witek, en hann er Pólveiji
og hefur keppt mikið í heimalandi
sínu.
Þó fyrstu tvo sætin væru klár á
lokadegi var hörkukeppni um þriðja
sætið. Nafnamir og ökumennimir
Birgir Vagnsson og Birgir Bragas-
son áttust við um það. Sá fyrmefndi
hafði betur. „Ég átti alls ekki von
á að halda þriðja sætinu,“ sagði
Birgir Vagnsson. „Við höfðum
mínútu forskot í byijun fyrsta dags.
Við Gunnar ætluðum ekki að gefa
það baráttulaust og þetta setti djöf-
ullega pressu á okkur. Síðasta leiðin
var keyrð eins og druslan dró, allt
lagt í sölumar og flogið yfír hveija
hæðina á fætur annari. í lok hverr-
ar leiðar biðum við með klukkumar
til að sjá tíma Birgis og Hafþórs
og sáum að þeir smásöxuðu á for-
skot okkar. Fyrir síðustu leiðina
munaði átján sekúndum á okkur.
Um morguninn hafði Birgir tekið
sautján sekúndur af okkur á þess-
ari leið. Við keyrðum rosalega, en
Birgir náði betri tíma. En við vomm
samt þremur sekúndum á undan í
keppninni í heild. Þvílík spenna,"
sagði Birgir Vagnsson.
Tíu bílar af tuttugu og sjö, sem
lögðu af stað, komust í endmark
eftir rúmlega 1300 km langa
keppni. Eina erlenda áhöfnin til að
ljúka keppni vom Finnamir Miko
Torilla og Ossi Lehtonen á Audi
Quattro, sem lentu í fímmta sæti.
„Þetta rall er mikið ævintýri og
leiðirnar erfiðar, en við höfðum
skoðað þær alltof lítið. íslenskir
ökumenn em mjög fljótir á heima-
slóðum og þekiqa aðstæður. Jón
Ragnarsson er mjög góður ökumað-
ur og þið eigið marga aðra, sem
sóma sér vel,“ sagði Ossi Lehtonen.
■ Lokastaðan/B 15
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Blrglr Bragason og Hafþór Guðmundsson á Talbot vom lengi vel i öðm sæti, en bilun kostaði þá mikinn tima á
öðmm degi og þeir urðu að sætta sig við fjórða sæti. Hrikalegt landslagið á Dómadalsleið skelfdi þá ekki frekar en
aðra rallökumenn, það var ekið á fullu — ef bíllinn var í lagi.
Morgunblaðið/Gunnlaugur
Það kostar mikil átök að ljúka rúmlega 1300 km langri rallkeppni og þess-
um tókst það með sóma. Fremst á myndinni em verðlaunahafamir, frá vinstri:
Rúnar Jónsson, Jón Ragnarsson, Hafsteinn Aðalsteinsson, Witek Bogdanski,
Gunnar Vagnsson, Birgir Vagnsson og Birgir Bragason. Fyrir aftan þá em
Mikko Torilla, Ossi Lehtonen, Birgir Viðar Halldórsson og Indriði Þorkelsson.
í öftustu röð em Sigurður Bragi Guðmundsson, Amar Thódórsson, Ásgeir Sig-
urðsson, Jóhann Jónsson, Bragi Guðmundsson, Kristján Kristjánsson, Þómnn
Guðmundsdóttir, Guðný Guðmundsdóttir og Hafþór Guðmundsson.