Morgunblaðið - 01.09.1987, Side 12

Morgunblaðið - 01.09.1987, Side 12
12 B m«rgtt»Þfa&ib /IÞROTT1R ÞRWJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Af hverju hrynur lax- veiðiá? Sumar af laxveiðiánum okkar hafa ekki verið upp á sitt besta á þessu veiðitímabili. Mjög víða hefiir smálaxinn skilað sér illa eða ekkert að marki og það sem veiðst hef- ur, hefur verið óvenjulega rýr físk- ur. Þær ár sem byggja laxveiði sína að miklu eða öllu leyti á smálaxi hafa sumar orðið illa úti. Ein þeirra, Gljúfurá í Borg- arfírði, verður aðeins til umræðu hér og þá vegna þeirrar hroðalegu meðferðar sem sú á hefur orðið fyrir í gegn um árin. Þegar sú saga er skoðuð skyldi engan undra þótt leiðin upp á við á ný sé ekki auðsótt. Gljúfurá var fyrrum virkilega góð laxveiðiá, fjöbreytileiki og fallegt umhverfí gaf henni svo enn meira gildi. Komu tæplega 600 laxar úr henni á þijár stangir þegar mest lét, en tölumar fóru alltaf eftir því hversu fast menn sóttu veiðina, því nær undantekningalítið mátti tganga út frá því sem gefnu að hvemig svo sem veiðin myndi ganga, væri nóg af laxi í ánni. Svo fór veiðin dalandi ár frá ári. Grein- arhöf. byijaði að fiska í Gljúfurá þegar fallið var að byija. Fyrstu árin var veiðin enn góð, en ánni hrakaði ár frá ári, uns hún fór nið- VEIÐI Guðmundur Guðjónsson skrifar Gljúfurá hefur mátt þola ágang ur í 100 laxa. Hún var slöpp í nokkur ár, en virðist vera að skríða upp í fyrra, en þá veiddust í henni 280 laxar. í sumar hefur lengst af verið hrein ördeyða. Þann 5. ágúst voru aðeins komnir 16 laxar á land og ef mið er tekið af aðstæðum til laxveiða á stöng allan ágúst, verður að teljast ólíklegt að Gljúfíirá nái þriggja stafa tölu. Þó sker tíminn auðvitað úr um það. Það sem gerir það ólíklegt er sú einfalda stað- reynd, að það er ekki vegna vatnsleysis að það veiðist lítið, held- ur vegna fiskleysis. í vatnsleysiss- umrum, þegar eitthvað er af físki, bunkast hann yfirleitt i djúpum ál- um niður við ós og þar er þá oft gott til fanga. Snemma í ágúst voru kunnugir menn á ferð í ósnum. Þar eru fjórir blettir þar sem laxinn safnast gjaman og sáu þeir svona um það bil 15 laxa á hveijum stað. Vinir þeirra og nauðakunnugir höfðu nýlega verið með veiðina í valðlþjófa ... ánni í tvo daga. Þeir náðu 6 eða 7 Iöxum, sem var lang hæsta hollið, og þeir höfðu séð lítið af físki. Nokkra físka á nokkrum stöðum. Sakir kunnugleika sins náðu þeir þó því sem náð var. Og allt var þetta mjög smár lax. Hvað veldur þessu? Svarið er líklega margþætt og umhverfísþættimir sem skipta heildarlaxastofninn á landinu máli eiga sitt inngrip hér sem annars staðar. En ætli margar laxveiðiár landsins hafí mátt þola þá ásókn veiðiþjófa sem Gljúfíirá, jafnvel þótt maður gefí sér rétti- lega, að veiðiþjófnaður er mun útbreiddari hér á landi en margan grunar? Við þessu er náttúrulega ekkert svar, en hvað Gljúfurár varð- ar þá hefur verið gengið mjög nærri henni. Þannig hagar til í Gljúfurá að þeg- ar líður á sumarið safnast mikill lax í tvo hylji ofarlega í ánni. Heita þeir Oddahylur og Eyrarhylur. í þeim, fyrir ofan þá, fyrir neðan og á milli þeirra er víðfeðmt svæði með úrvalshrygningaraðstöðu og margir telja að megnið af hrygningunni fari fram á þessum slóðum og físk- urinn sem liggur í framangreindum hyljum sé kjaminn af hrygningar- stofni árinnar. Það er afar auðvelt fyrir veiðiþjófa að athafna sig við þá í haust- myrkri. Þeir em fjarri veginum, en samt um auðvelt land að ganga. Þeir eru opnir og einfaldir og bjóða því upp á áhrifaríkan ádrátt. Það er hægt að hreinsa þá upp að mestu. Og þama lá laxinn oft svo hundruðum skiptir. Einn gamall leigutaki sagði í samtali við greinar- höfund að ákveðnir menn sem þeir þekktu deili á hafí stundum komið dag eftir dag undir því yfírskini að þeir væru að fara í beijamó. Var sú skýring notuð þótt úti væri aus- andi rigning og rok að hætti íslensks hausts. Leigutakamir gátu aldrei staðið þessa menn að verki, svo varlega fóru þeir, en verksum- merkin leyndu sér ekki. Traðk, hreistur og blóð á bökkum, umbúð- ir utan af netum á bökkum árinnar og leigutakamir tóku eftir því að laxi hafði snarfækkað í hyljunum ef vika leið milli þess sem þeir komu. Þess vegna nöppuðu þeir þjófana aldrei, þeir voru nógu kæn- ir til að fara bara heim ef leigutak- amir voru fyrir og komu svo seinna í rólegheitum er þeir voru famir heim aftur. Einu sinni komu leieu- takamir klyflaðir snúnum girðing- arstaurum úr stáli, eins og setuliðin notuðu hér á stríðsárunum. Þessa staura skrúfuðu þeir ofan í leir- og sandbotninn á Odda- og Eyrarhyl, þannig að ógemingur var að fara í gegn með fyrirdráttamet án þess að stórskemma það. Viku seinna komu þeir að og lágu þá stauramir allir langt uppi á bakka, á víð og dreif. Og enn hafði laxi stórfækkað í hyljunum. Haust eftir haust, hvað eftir annað á hveiju hausti, var farið svona í þessi hjörtu Gljúfurár. Seinna tók Stangveiðifélag Reykjavíkur við ánni og svo nokkr- ir einstaklingar. Engum fregnum fer af því hvað gerðist þama í tíð SVFR, en engin ástæða er til að ætla annað en að rányrkjan hafi haldið áfram, því þeir sem tóku við ánni af SVFR urðu strax varir við veiðiþjófnað. Enn voru skotmörkin Odda- og Eyrarhylur. Fór nú að bera á þessu sama, verksummerki voru augljós, umbúðir utan af veiði- tækjunum fundust um allt, en þrátt fyrir að ákveðnir aðilar hafi legið undir sterkum grun, sannaðist aldr- ei neitt. Nú orðið er í hæsta máta ólíklegt að það taki því lengur að draga á í Gljúfurá. Hún er ekki einu sinni skugginn af sjálfri sér frá því á árum áður. Eitthvað eftir- lit er haft með þessu nú orðið, en það er erfítt að halda því uppi. Nú spila sennilega fleiri þættir inn í hrun Gljúfurár, en þessi er án vafa veigamikill. Eða hvað? Veiðivörur & PO r —^ E EIÐISTORGI HI-TEC býður fullkomið úrval af íþróttaskóm. Hjá HI-TECer tekið tillit til hins sérstaka álags á fætur og fóta- búnað sem fylgir hverri íþróttagrein. Allir HI-TEC íþróttaskór eiga það einnig sameiginlegt að vera fisléttir, liprir og laglegir, sterkir, stöðugir og fara vel á fæti. Viltu ná lengra? Komdu þér úr sporunum-á HI-TEC! ÚTSÖLUSTAÐIR: Reykjavík og nágrenni Bikarinn Skólavörðustíg 6 Sportbúðin Laugavegi 97 og Völvufelli 17 Smáskór Skólavörðustíg 6 b Bragasport Suðurlandsbraut 6 Útilíf Glæsibae Álfheimum 74 Veggsport Héðinshúsinu Seljavegi 2 Boltamaðurinn Laugavegi 27 Sportbær Rofabæ Búsport Arnarbakka 2-6 Sportbúð Kópavogs Hamraborg 20a Dröfn Strandgötu 75 Kaupfélag Kjalarnesþings Mosfellsbæ Landið Aldan Sandgerði Byggingavöruversl. Hveragerðis Hveragerði Skóbúð Selfoss Selfossi Kaupfélag Skaftfellinga Kirkjubæjarklaustri Axel Ó Vestmannaeyjum Kaupfélag A-Skaftfellinga Höfn Kaupfélag Héraðsbúa Reyðarfirði Hákon Sófusson Eskifirði Verslunarfélag Austurlands Fellabæ Bókaversl. Þórarins Stefánssonar Skóbúð Sauðárkróks Sauðárkróki Hólmkjör Stykkishólmi Verslunin Hornið Grundarfirði Verslunin Rocky Ólafsvík Verslunin Blómsturvellir Hellissandi Borgarsport Borgarnesi Staðarfell Akranesi Sportbúð Óskars Keflavík Skóbúð Keflavíkur Keflavík Austurborg Vopnafirði Hamraborg 14, Kóp. Sími 40097. fætil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.