Morgunblaðið - 01.09.1987, Side 13

Morgunblaðið - 01.09.1987, Side 13
jHorsnnbla&ift /IÞROTTIR ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 B 13 HFX Qhla Aerostar — fjölskyldubíll framtíðarinnar? Er þetta framtíðin? Jæja! Þá er hann kominn. Hinn fullkomni fjölskyldubíll og ekk- ert minna! Sú er a.m.k. trú hönnuð- anna hjá trukkadeild Ford í j Ameríku. Hann má BILAR líka vera fullkom- inn, þessi eini, sem . „ hefur verið smíðað- Jósepsson ur- kostar nefmlega skrífar þ.b. 280.000.000 krónur, já, tvö- hundruð og áttatíu milljónir! Hann er smíðaður upp úr vinsælum skutlubíl, sem Ford framleiðir og selur í Ameríku og heitir sá vagn Aerostar. Ford fékk margt fyrir- tækja í lið með sér að hanna og smíða gripinn, komu þar einir tutt- ugu og tveir aðilar við sögu. Stærstan hlut eiga þó Ford og ítalska dótturfyrirtækið Ghia, sem hannaði boddýið. Aðaltilgangurinn með smíði þessa dýrindis vagns er að sýna hvað hægt er að gera, eink- um þó að sýna það á bílasýningunni miklu í Frankfurt nú í mánuðinum. í takt vlA nýja hneigð Allt frá dögum gamla T-Fordsins hafa menn notað bíla til ólíkra þarfa og smíða þá eftir því. Gamli-Ford var fáanlegur alstrípaður og al- gengt var að kaupandinn klambraði ofaná hann einhvers konar yfir- byggingu, sem þjónaði jafnt til að flytja íjölskylduna til kirkju á sunnudögum og að fara með vörur á markaðinn. Það var í þá daga, þegar menn gerðu sjálfir það sem gera þurfti. Síðan kom Volkswagen með „rúgbrauðið", sem varð óðara vinsæll fjölnotabfll, jafnvel notaður til að búa í honum. En, „rúgbrauð- ið“ stækkaði og vék til hliðar fyrir nýjum tískustefnum, allt þar til á allra síðustu árum, að menn eru famir að huga aftur að þessari hugmynd um bíl, þó með nokkuð öðrum áherslum sé. Nú eru að ná miklum vinsældum bílar, sem hannaðir eru til að gagn- ast sem best og eru fullgildir til fjölskylduþarfa í leiðinni. Sem dæmi um slíka má nefna Renault Espace, Mitsubishi Space Wagon og Nissan Prairie. Og Ford Aerostar. Það er mála sannast, að þessir bflar eru notadijúgir, þar veldur mestu, að plássið í þeim er mikið og nýtist fimavel, mun betur en (venjulegum skutbfl. Með öllum sætunum í, eru þessir bílar rúmgóðir og þægilegir fyrir fjölskylduna og farangurinn. •r •fckl stjómklefí Boeing-þotu, heldur HFX Ghia Aerostar, 26 tölvur þjóna ökumanni á einn eða annan veg og þær þurfa sína takka. Hljómkerfið er lítil 600 Wött! Ef sætaskipan er breytt, t.d. þau aftari tekin úr er bíllinn orðinn að flutningatæki. Jafnvel má í sumum tilvikum breyta bflnum í litla skrif- stofu eða fundarherbergi. Með Aerostar, einkum í formi full- klædds bfls með sætum, hefur Ford komið til móts við þessar þarfir, um (jölnotabflinn. En í þessu tilviki er það ekki látið nægja. Það kostar engar milljónir dollara að setja sæti og sæmileg þægindi í lítinn sendibíl. Annað markmið var ekki síðra, e.t.v. aðal- atriði. Það er að sýna hvaða hátæknibúnað er hægt að setja í einn bíl og hafa raunverulegt gagn af. Þá er átt við búnað, sem er ekki aðeins órafjarlægur, ímyndað- ur möguleiki, heldur í raun og veru tæknilega framkvæmanlegt að setja í bíla. 26 töhmr um borð Eftir að Aerostar hefur farið um hönnunarhendur Ghia og allri þeirri fullkomnustu tækni sem völ er á hefur verið komið fyrir í honum, fær bfllinn heitið HFX Ghia Aerostar. (HFX er skammstöfun fyrir High Feature Experimental, sem mætti þýða sýningartilraun með hátækni.) Nú eru aðrir tímar en þegar meim smíðuðu sjálfir yfir gamla Fordinn sinn, nú vill fólk kaupa bílinn tilbú- inn, með öllu. Þessi vagn, sem hér er til umræðu, er hlaðinn öllum þeim búnaði, sem hugsanlega getur komið að gagni við notkun hans. Búnaðinum má í grófum dráttum skipta í tvennt. Annars vegar er sá búnaður, sem er „bara“ hluti bílsins, eins og dekk, rúður o.þ.h. Hins vegar er örtölvubúnaðurinn. 26 ör- tölvur eru í bílnum og stjóma og stýra m.a. gangi vélarinnar, hemla- kerfinu, allskyns aðvörunum o.fl. Samanlagt gerir allur hátæknigald- urinn þennan bíl að tækniundri, e.t.v. ekki því ótrúlegasta sem bfla- framleiðendur sýna nú til dags, þar er að finna gervihnattastýrða bíla og þvíumlík fyrirbæri. Þessi er jarð- bundnari og haft er eftir forsvars- mönnum framleiðandans, að þótt engar áætlanir séu uppi um að smíða þennan bíl og setja á mark- að. bá sé bessi tækni í bflum hreint a Þassl dakk eru fullkomlega aksturs- hæf, þótt allt loft fari úr þeim. ekki svo langt undan, reynar aðeins rétt handan við homið. Við megum því búast við, að á næstu árum fari að sjást á markaði bflar með búnaði í líkingu við HFX Ghia Aer- ostar. Helstl búnaður Við skulum í lokin skoða hvað þessi merkisbfll hefur að bjóða og er tvö- hundruðogáttatíumilljón króna virði. (Hafa ber í huga, að kostnað- urinn er við einn tilraunabíl, .ermíðaðan. Yrði þessi bfll fjölda- ffamleiddur myndi hann aðeins kosta brot af þeirri upphæð.) Dekkin eru þannig gerð að hægt er að aka á þeim, þótt springi, jafn- vel þó öll séu loftlaus. Þess vegna þarf hvorki varadekk né tjakk. Sparar pláss og peninga. Loftpúðafjöðrun heldur bflnum fullkomlega láréttum, hvemig sem hleðslan er og alltaf er sama hæð frá jörðu. ABS-hemlar, diskar við öll hjól. Þetta kerfi stjómar líka átakinu á drifhjólin, þannfg að bfllinn nær ekki að spóla (hann er afturdrifínn). Handbremsan er reyndar engin hand-bremsa, heldur alsjálfvirk eða handvirk og rafknúin, þannig að hvenær sem sett er í „park“-gírinn (bfllinn er sjálfskiptur), eða lykillinn tekinn úr kveikjulásnum fer brems- an á. Hún fer sjálfkrafa af, þegar sett er í gír til að aka af stað. Grillið er þannig, að loftrásir þess opnast eða lokast sjálfkrafa eftir því hve heit vélin er. Takkaskipting er fyrir sjálfskipt- inguna, rafknúin, og þarf aðeins að snerta takkana með fíngurgómi. Á afturhurAlnnl geta ökumenn sem á eftir koma lesið leiðbeiningar og aðvaranir um hvað framundan er. Skiptirinn setur sjálfkrafa í „park“, ef drepið er á vélinni. Boddýið er slétt og fellt, lftil loft- mótstaða og rúðumar falla alveg að, þannig að yfirborðið verður slétt. Rennihurðin er rafknúin og hægt að stóma henni frá framsætum. Skynjari stöðvar hana, ef eitthvað verður á milli stafs og hurðar. Rúðurnar em stillanlegar á nýstár- legan hátt. Þar er sama tækni notuð og á klukkum, þ.e. fljótandi kristall- ar. Með því að styðja á hnapp er hægt að gera þær ógegnsæjar. Sjónauki er líklega besta orðið jrfir hljóðbylgjukerfíð, sem gefur aðvör- unarmerki ef fyrirstaða er framan eða aftan við bflinn. Einnig varar kerfið við, þegar stefnuljós er gefíð, ef bíll er til hliðar þar sem hann sést ekki í speglinum. Skilaboð koma fram aftan á hler- anum á ljósaborði. Þeim er stjómað frá mælaborði, þar sem ökumaður- inn getur valið um 12 mismunandi boð, t.d. hálka á veginum, skóli framundan, sendið aðstoð. Þetta eru skilaboð fyrir ökumenn sem em fyrir aftan. Rafeindalykill er að bflnum og með þeim eiginleikum, að þegar bíllinn er opnaður með honum, fara sætið, speglamir og fótstigin í rétt- ar stellingar miðað við eigandann eða annan, t.d. maka, sem hefur annan lykil. Lykillinn er einnig þjófavöm, því engin leið er að gang- setja eða aka af stað, án þess að tölvur bflsins fái fyrst rétt boð í Sgn um lykilinn. al margt fleira mætti nefna af tæknigöldmm í þessum bfl, af nógu er að taka, en þetta verður að nægja sinni. Engu skal hér spáð um það, hvort slíkur vagn er á leið- inni á markaðinn á næstunni, en líklegt verður að telja, að innan nokkurra ára verði fáanlegir bílar með öllum hugsanlegum tæknibún- aði og þægindum. Þeir verða dýrir fyrst í stað, síðan ódýrari með hvetju árinu, rétt eins og þróunin hefur verið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.