Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 4

Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987 C 5 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: r Egdansa riðþig... Ein vinsælasta danssýning Islenska dansflokksins frá upphafi, „Ég dansa við þig...“ kemur aftur á fjalir Þjóðleikhússins, miðvikudagskvöldið 30. september. Aðeins sex sýningar verða á þessu rómaða verki að þessu sinni, vegna anna gestadansaranna erlendis. Það er Islenski dansflokkurinn ásamt gestadönsurum sem ber hitann og þungann af sýningunni. Hver dansari fær að njóta sín í sérstökum atriðum, en auk þess eru í sýningunni glæsileg hópaatriði. Gestadansarar eru tveir aðalkarldansarar Kölnaróperunnar, Nýsjálendingurinn Athol Farmer og Frakkinn Philip Talard. Einnig koma sex íslenskir karldansarar til liðs við flokkinn. Sýningin samanstendur af 22 mismunandi dansatriðum við tónlist sem byggir á 46 vinsælum dægurlögum í nýrri útsetningu. Það er Egill Olafsson sem leikur undir á píanó, syngur og segir frá ásamt Jóhönnu Linnet, söngkonu, en annar hljóðfæraleikur er fluttur af segulbandi frá upprunalegu sýningunni í Þýskalandi. Listdansstjórinn Jochen Ulrich er baeði höfundur dansa, leikmyndar og búninga, en Asmundur Karlsson lýsti sýninguna. Sveinbjörg Alexanders stjórnaði æfingum á dansinum síðastliðið leikár, ásamt höfundinum, en Ásdís Magnúsdóttir aðstoðarmaður þeirra hefur æft sýninguna upp að nýju með íslenska dansflokknum. Dansarar í sýningunni eru, auk gestadansara, Ásta Henriksdóttir, Birgitte Heide, Guðmunda Jóhannesdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Helena Jóhannsdóttir, Helga Bernhard, Katrín Hall, Lára Stefánsdóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Björgvin Friðriksson, Ellert A Ingimundarson, Ingólfur Stefánsson, Marteinn Tryggvason, Sigurður Gunnarsson, Örn Guðmundsson og Örn Valdimarsson. Islenski dansflokkurinn hlaut Menningarverðlaun DV fyrir list sína síðastliðið leikár. Nú hefur nýr listdansstjóri, Hlíf Svavarsdóttir verið ráðin í stað Nönnu Ólafsdóttur. Auk sex sýninga á „Ég dansa við þig...“ verður frumsýnd listdanssýning í nóvember og í febrúar í Þjóðleikhúsinu. Sýningarnar á „Ég dansa við þig...“ verða miðvikudaginn 30. september, föstudaginn 2. október, sunnudaginn 4. október, þriðjudaginn 6. október, fimmtudaginn 8. október og laugardaginn 10. október. ssv Ljósmyod: KELI VIÐHORF Viðar Eggertsson Aðhafa efhiáaðhafa ekkiefhiá... Vinkona mín sagði við mig um daginn, þar sem við stóðum í nepj- unni: „Haustið er komið, loksins." Ég horfði á hana líklega nokkuð aulalega, því hún hló að svipnum á mér og bætti við: „Nú er allt að fara af stað.“ Andartak var ég á báðum áttum yfir þessari fullyrð- ingu sem hékk í loftinu, en af því ég þekki hana orðið vel þá áræddi ég að giska á merkingu orða henn- ar og sagði eins og ekkert væri: „Þú meinar listalífið?" Hún hafði ekki fyrir því að svara mér heldur tók til við að uppfræða mig á því sem í vændum væri og hún ætlaði ekki að missa af. Upptalningin var orðin alllöng þegar mér varð á orði hvort hún hefði tíma fyrir allt þetta. „Það er alltaf tími fyrir það sem mann langar til,“ svaraði hún og varð svolítið alvarleg í aug- unum. „Það er frekar hvort ég hafi efni á þessu öllu.“ Það varð örlítil þögn áður en hún bætti við: „Ég hef alla vega ekki efni á því að missa af því.“ Þar með var hún rokin og ég stóð eftir með þessi síðustu orð hennar bergmálandi hausnum í haustnepjunni. Haustið er komið. Laufín tínast af tijánum og safri- ast saman í göturæsunum þar sem þau sölna meðan nýr tími rennur upp. „Allt er að fara af stað,“ eins og vinkona mín sagði. Tón- listarmenn blása í lúðra og senda okkur hinum tóninn, fyrirboða þess sem við megum vænta að ómi um- hverfís okkur á löngum vetri. Rithöfundar eru í óða önn að skrifa sín síðustu orð í jólabækumar. Málar- amir þekja veggi gallerí- anna og leikarar stilla sér upp til myndatöku fyrir framan hof Talíu áður en haldið er inn til fangbragða við gyðjuna sem munu verða skráð í leiklistarsög- una. Allt lofar góðu, en enginn veit hversu góð uppskeran verður. Að því leyti standa allir listamenn okkar í sömu spomm. En em þeir allir jafnvel búnir til átakanna? Hvemig standa leikhúsmenn að vígi? Það era ekki nema fjórir áratugir tæpir síðan leikhúslista- menn fóm að geta snúið sér heilir og óskiptir í einhverjum mæli að list sinni. Það var með opnun Þjóðleikhússins. Leikfélag Reykjavíkur hafði þá starfað óslitið í rúma hálfa öld og alið upp og þroskað margan leikhúsmanninn. Ýmsum þótti sem óþarfi væri að reka leikhús í „kofanum" við tjömina þegar „höllin" við Hverfísgötuna var loksins risin. Flestir Iðnófélaganna hófu störf í hinu nýja leikhúsi og mikið af búningasafni Leikfélagsins sem og leikmunum var komið fyrir í hinu nýja húsi. Svo leit út um tíma sem vilji þeirra sem fannst eitt leikhús í borginni væri yfírdrifíð nóg yrði ofan á. En leiklistin verður ekki njörvuð á einn bás frekar en önnur skapandi list. Leikfélagið reis upp aftur eftir blóðtökuna úr öskunni og hóf störf að nýju. Þar bundust saman böndum nokkrir eldri Leik- félagsmenn ásamt öðmm yngri sem nýkomnir vom úr námi í fræðunum. Þá dreymdi drauma og langaði sjálfa að hafa stjóm á þeim. Þar með varð fyrsti „fijálsi leikhópur- inn“ til við hlið „stofnunar" eins og þetta hefur verið kallað síðan. Það tók Leikfélagið rúman áratug og mikla vinnu að ná þeim árangri að fá nægjanlega styrki til að geta greitt nokkmm listamanna sinna nokkum veginn mannsæmandi laun fyrir vinnu þeirra. Samfélagið hafði nefnilega ekki efni á þeim mikla menningarauka sem starfsemi leik- félagsmanna var, en sem betur fer höfðu þeir efni á að gefa okkur hann. Við emm rík þjóð! Og það er þráhyggj a í listinni sem í öðmm fyrirbrigðum mannlífsins, því varla var Leikfélagið orðið „stofnun" fyrr en nýir „fijálsir leik- hópar" vom komnir á laggimar. Því það er árátta íslenskra leik- húslistamanna eins og annarra að vilja skapa sína list af eigin þörf, milliliðalaust án forsjár misvitra stjómenda, hvaða nafni sem þeir nú nefnast hveiju sinni. Þeir em ' knúðir áfram af sköpunarþörf sem á upptök í þeirra eigin bijóstum. Þessir leikhópar er leiklistarlífínu jafn nauðsynlegir og aðrir þættir þess til að skapa gróanda sem er listalífí hverrar sjálfstæðrar þjóðar nauðsynlegur, þ.e.a.s. ef einhver hefur efni á því. Fæstir þessara hópa hafa orðið langlífír, þótt starf þeirra hafi oft blásið lífí í þá glóð sem hvflst hefur í sölnuðu laufí þegar haustað hefur í leiklistarlífi okkar. Frá fyrri tíð má nefna til- raunaleikhúsið Leiksmiðjuna, sem af mikilli djörfung var stofnuð til að nálgast leikverk á annan hátt en tíðkast og beita öðmm vinnu- brögðum til úrlausnar á þeim. Og Gríma sælla minninga sem hafði að leiðarljósi að leggja til atlögu við ný íslensk verk (sem í þá daga þótti ekki alltaf árennilegur skáld- skapur í augum leikhúsmógúlanna) og varð til að koma mörgu leik- skáldinu á skrið sem og að kynna margt af því sem nýstárlegast þótti þá í leikbókmenntum umheimsins. Þessir tveir leikhópar sem hér hafa verið nefndir, sem og aðrir sem á eftir hafa komið, hafa oftar en ekki horfið af sjónarsviðinu fyrr en varði og að manni fínnst oftast áður en ætlunarverki þeirra væri rauninni fylli- lega lokið. Og hvað veldur? Skoðum aðeins hvað þarf til leiksýningar. Leikhús- listamaður vinnur aldrei einn að verki sínu líkt og • rithöfundurinn getur sest niður við tölvuna sína og skrifað það sem hann listir, málarinn staðið við trön- umar og málað drauma sína á léreftið og fíðlarinn leggur hljóðfærið sitt undir kinn og strýkur boganum yfír strengina. Leiksýning er samþætting allra þess- ara listgreina og nægir ekki tiL Þar þarf leikstjóra, höfund, stundum þýðanda, leikmyndateiknara, búnin- gateiknara, ljósahönnuð, saumakonu, smið, fram- kvæmdastjóra, ljósabúnað, hljóðbúnað, leikmuni, bún- inga, leikmynd og ótal margt fleira, t.d. leikara að ógleymdu húsnæði (sem liggur nú ekki á lausu í borginni). Eins og gefur að skilja em hér óhjá- kvæmilega mikil útgjöld fyrir „frjálsan" leikhóp, jafnvel þó allir listamenn- imir gefí vinnu sína, en það er venjulega það sem hugs- anlegt er að fá ókeypis. Annað greiðist fullu verði, því hver hefur efni á að gefa vinnu sína nema lista- menn? En af hveiju er þá blessað fólkið að þessu streði? Það er nú það. Ég segi nú bara fyrir mig að ekki hef ég efni á að vera án drauma og svo er líka til fólk eins og vinkona mín sem ég vitnaði hér að framan, þessi sem stóð með mér í haustnepjunni og sagðist ekki hafa efni á að missa af þessu. Það er nefnilega nokkuð stór hópur sem er sama sinnis og hún. Það er þetta fólk sem má sjá skjótast um bæinn á köldum vetrar- kvöldum í leit að leiksýningum á dimmum háloftum og í rökum kjöll- umm sem einum fyrrverandi menntamálaráðherra fannst svo „sjarmerandi". Hann hafði ömgg- lega ekki efni á að láta sér fínnast annað. Svona hugsanir þjóta um kollinn á manni þegar maður stendur einn í haustnepjunni og vinkona manns rokin út í buskann og búin að mgla mann í verðmætamatinu. Viðar Eggertsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.