Morgunblaðið - 27.09.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. SEPTEMBER 1987
C 7
„Tími.“ Frá sýningn í menningarmiðstöð Norðurlanda, Sveaborg. Ljósmyndir af húsarústum á
gluggarúðum
kunningja okkar. Þar var meðal
annarra Jón Gunnar Árnason. Við
ákváðum að reyna að finna mynd-
listarmenn af Norðurlöndum sem
voru að gera tilraunir í myndlist.
Það var þá svo lítið samband á
þessu sviði milli landanna. Þessi
ákvörðun okkar varð að sýningu á
Korpúlfsstöðum árið 1980, þar sem
30 erlendir og um 15 íslenskir lista-
menn sýndu tilraunir sínar með
umhverfisverk.
Frá þessari sýningu hefur verið
óbeint framhald í Helsinki, Malmö,
Kaupmannahöfn, svo eitthvað sé
nefnt. Þetta hafa allt verið útisýn-
ingar sem taka mið af ólíku
umhverfi og því hefur alltaf verið
notað ólíkt efni og form. Ein sýning-
in var haldin uppi í fjöllunum í
Geilo í Noregi. Það var veturinn
1984 og þetta var snjó— og íssýn-
ing. Á einum stað í Danmörku var
sýningin niðri við strönd, þar sem
efnið var vatnið, sandurinn og hafið.
En þegar ég segi að framhald
hafi orðið á þessari sýningu hér,
þá meina ég þessari tegund. En það
er alltaf eitthvað nýtt á þessum
sýningum, aldrei endurtekning. Það
er ekki heldur sama fólkið sem tek-
ur þátt í þeim. Sá sem heldur
sýninguna hvetju sinni ákveður
sjálfur hveijum hann býður. Upp á
síðkastið hefur líka fólki utan Norð-
urlandanna verið boðið að taka þátt
í þessum sýningum, svo þetta er
ekki lengur einangrað við Norðurl-
öndin.
Ég er mjög stolt af því að við
skyldum vera fyrst til að gera þetta
hér á Islandi. Það er mjög ánægju-
legt að þetta skyldi vera tekið til
fyrirmyndar. Þróunin hefur líka
orðið sú að ungir íslenskir listamenn
taka orðið sífellt meiri þátt í farand-
sýningum á Norðurlöndum. Þetta
varð til að opna fyrir samvinnu og
samskipti milli þjóðanna og það er
orðið miklu meira upplýsinga-
streymi milli þeirra.
Ég er síst að lásta eldri lista-
menn, en það er mjög uppörvandi
fyrir unga iistamenn að vita að
aðrir eru að gera það sama og þeir
annars staðar, þeir eru ekki ein-
angraðir í sinni list. Það er mjög
nauðsynlegt að hlúa að vaxtar-
broddi í listsköpun. Það á við um
allar listgreinar."
Þú talar um umhverfisvork
sem eru gerð úr því efni sem er
á staðnum, eins og is, snjó, sandi
og vatni. Hver er tilgangurinn
með þessum verkum sem eru
dæmd til að eyðast?
„Ja. Það eyðist allt einhvem
tímann. Bara mishratt. Það er jafn-
nauðsynlegt að gera tilraunir í
myndlist eins og í tækni og vísind-
um. Og þó að ekkert sé nýtt undir
sólinni, þá á sér stað sifelld end-
umýjun í hringrás náttúrunnar. Það
sama gildir um menninguna og
samfélagið. Hver einstaklingur er
nýr, þótt manneskjan sem tegund
sé ævaforn.“
Þú segist hafa haldið 25—30
„performansa." Oft hefur maður
heyrt fólk tala um þá tegund list-
ar sem „uppátæki" eða eitthvað
„óþægilegt.“ Hvers konar list er
„performans?"
„Performans er jafngamall
manninum, því honum hafa alltaf
fylgt athafnir. „Performans“ er at-
höfn. í staðinn fyrir að mála á
léreft, er verkið framkvæmt. Síðan
lifir verkið augnablikið í minningu
viðstaddra. Það er alveg eins, ja,
segjum til dæmis gifting. Hún er
jafn raunveruleg þótt hún hafí ver-
ið framkvæmd einu sinni. Hún lifir
í hugum þeirra sem eru viðstaddir.
Upprunalega í fomum þjóðfélög-
um var hreyfingamál jafn mikil-
vægt og talað mál. „Performans"
er því jafngamalt manninum. Við
getum líka sagt að messugjörð sé
staðlaður „performans," svona
formlega séð. Það sem myndlistar-
menn hafa verið að gera, er að
útfæra eigin verk í þessu formi.
Það eru til óteljandi útgáfur og
aðferðir við það.
Það sem aftur hefur getað valdið
ótta eða ugg áhorfenda er_ þessi
nálægð við uppsprettuna. Áhorf-
andinn stendur andspænis Iista-
manninum. Það er enginn millilið-
ur.“
En hvers konar umhverfisverk
ertu að sýna hér á Kjarvalsstöð-
um?
„Annað verkið. eru ljósmyndir á
gleri. Ljósmyndir af byggingum
sem eru annaðhvort alveg komnar
í rúst eða eru mjög niðumíddar.
Myndirnar em á rúðum úr gömlum
húsum. Svo er ég með ýmsa muni
úr þessum rústum. Þetta em ley-
far. Þessar rúðumyndir em unnar
þannig að ljósnæmum filmum r
komið á rúðumar og síðan framkall-
að á þær, eins og gert er við pappa.
Ég beiti hér ljósmyndatækninni.
Upphaflega, um aldamótin, vom
notaðar glerplötur í staðinn fyrir
fílmur við myndatökur. Að vísu var
það önnur tækni og ekki möguleiki
í þessu tilfelli að nota hana. Það
er reyndar mjög erfítt að festa ljós-
næma fílmu á gler., en ég vildi
hafa myndimar gegnsæjar og ekki
prentaðar á glerið.
Síðan er ég með annað verk sem
heitir „Safn.“ Það em munir sem
ég hef verið að sanka að mér um
langt tímabil. Þetta era svona
menningarleyfar. Auk þess er ég
með myndir og teikningar af um-
hverfisverkum sem ég hef gert í
Kaupmannahöfn, Malmö og Hels-
inki og bók sem er einskonar yfirlit
yfir það sem ég hef verið að gera
síðustu árin.“
Sýningin að Kjarvalsstöðum
stendur til 11. október og er opin
alla daga frá klukkan 14.00 til
22.00.
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
sem gefa svigrúm fyrir öðmvísi lag-
form. Það er því mikið pláss fyrir
nýsköpun. Það má segja að þessi
nýju sálmalög séu táknræn fyrir
þær breytingar sem em að eiga sér
stað innan kirkjunnar. Við höfum
mikið af nýjum trúarhópum sem
segja: „kirkjan er dauð,“ en með
þessum nýju sálmalögum er kirkjan
að koma með sinn nýja söng. Hún
segir ekki sálmahefðinni stríð á
hendur, heldur þróast þetta í beinu
framhaldi af hefðinni. Á meðan
aðrir, nýir trúarhópar, em í upp-
reisn gegn þeim kirkjusöng sem
verið hefur og hafa poppað upp
trúarsöngvana, farið út í svona
amerískt „new wave.“ Það er mikil
sefjun í þeirri tegund söngva og
fólk ánetjast í gegnum þá.
Sálmasöngur hefur verið mjög
breytilegur í gegnum aldirnar. í því
sambandi getum við bara athugað
fyrirlestrana sem við íslendingarnir
verðum með. Fyrsti fyrirlesturinn
verður á mánudagsmorguninn
klukkan 10.00. Þar ræðir séra Sig-
uijón Guðjónsson um „Davíðshörpu
fmmkristninnar." Séra Siguijón er
einn fárra sem fengist hafa við
sálmafræðina (hymnologiu) hér um
langan tíma. Hann talar um fyrsta
sálmasöng kristinna manna. Sálma-
söngvar (psalmsongs) vom Daví-
ðssálmar. Það er að segja hann
fjallar um það hvemig þeir fyrstu
kristnu menn sungu sálma.
Klukkan 11.00 sama dag flytur
doktor Bjarni Sigurðsson, dósent,
fyrirlestur sem hann nefnir „Lút-
herssálmar á íslandi." Lúther fór
út á götuna og spurði „hvað er fólk-
ið að syngja, sem gerir það svona
kátt," því svo kom það í kirkjuna
og sat þar steindautt. Hann ákvað
að kirkjugestir ættu að vera þátt-
takendur. Hann flutti músíkina inn
í kirkjun, batt hana við kristilegt
efni. I fyrilestri sínum ætlar Bjami
að tala um nokkra valda Lúthers-
sálma.
Á mánudaginn, klukkan 13.00,
verð ég svo með fyrirlestur sem ég
kalla „Sálmalögin á Grallaratíman-
um.“ Grallaratíminn er sá tími
þegar messu— og sálmasöngsbó
Guðbrandar Þorlákssonar var allsr-
áðandi, það er 17. og 18. öldin.
Þetta var messusöngsbók með nót-
um og var prentuð fyrst árið 1594.
Hún var endurútgefín aftur og aft-
ur næstu tvær aldimar, þar til í lok
18. aldar þegar 19. útgáfan birtist.
Þetta er það skeið sem við köllum
grallaratímann. Það er um leið
fyrsta skeið safnaðarsálma á ís-
landi, vegna þess að þeir komu með
siðbótinni, með Lútherskunni.
Samtímis er þetta mesta hnign-
unarskeið íslenskrar sögu. Það sem
ég ijalla um er sú þróun sem átti
sér stað í músíkinni. Hér var
hningnadi og versnandi menntun
presta í tónmennt. Smátt og smátt,
þegar enginn var til að leiða söfnuð-
inn í söngnum, fóm þessi lög sínar
eigin leiðir og urðu að þjóðkvæðum.
Það er mjög sérkennilegt að á þess-
um tíma einfaldaðist tónlistin hér,
á meðan hún gerðist æ flóknari og
fyrirferðarmeiri erlendis við Lúther-
skar kirkjur.
Þröstur Eiríksson, organisti,
verður síðan með fyrsta fyrirlestur-
inn á þriðjudagsmorgunn klukkan
10.00. Hann fjallar um „Kóralbók-
atímabilið“ og talar um 19. öldina,
þegar miklar byltingar áttu sér stað
og við tengdumst umheiminum í
gegnum Danmörku. Byltingin fólst
í því að jarða grallarasöngvana.
Þetta danska kóralbókatímabil 19.
aldar nær reyndar næstum fram á
okkar daga. Það er fyrst núr.a sem
við emm að bijóta það upp.
Klukkan 11.00 á þriðjudags-
morguninn fjallar svo séra Kristján
Valur Ingólfsson um nútímann í
fyrilestri sem hann kallar „Fagnið
þér himnar," sálmar og sálmaþörf
kirkjunnar. Hann spyr hvert við
ætlum að fara. Persónulega hlakka
ég mikið til að hlusta á hann, því
hann hefur geysimikla þekkingu og
yfírsýn."
En fyrir hverja er námsstefn-
an hugsuð. Á hún eitthvert erindi
við almenning?
„Námsstefnan er auðvitað fyrst
og fremst hugsuð fyrir starfandi
presta, en ef við göngum út frá því
að kirkjan hafi einhveija þýðingu
fyrir almenning, þá má segja að
námsstefnan sé haldin til að við
getum aflað okkur nýrra söngva
fyrir kirkjuna. Þeir eiga síðan að
geta endurlífgað sönginn í kirkjun-
um, sem hefur þau áhrif að fólk
hefur meira gaman af að sækja
sína kirkju. Það er því von okkar
sem að námsstefnunni stöndum að
allt áhugafólk um sálma og kirkju-
söng sjái sér fært að sæka hana.“
Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir
DAGSKRÁ:
Sunnudagskvöldið 2779. Hallgríms-
kirkja kl. 17.00: Sálmadagskrá, sameig-
inlegur kvöldverður þátttakenda
Mánudagur 2879. Norræna húsið
10.00 Fyrirlestur I — .Davíðsharpa
frumkristninnar, sr. Sigurjón Guðjónsson.
11.00 Fyrirlestur II — Lútherssálmar á
íslandi, dr. Bjarni Sigurðsson dósent.
12.00 Hádegishlé. (Hægt er að fá
ódýran málsverð í veitingasal).
13.30 Fvrirlestur III — Sálmalögin á
Grallraratima, Hörður Áskelsson lektor.
14.30 fyrirlestur IV — Norska sálma-
bókin nýja, Svein Ellingsen skáld.
16.00 Fyrirlestur V — Nýir sálmar í
norsku sálmabókinni Umraeður.
18.00 Háskólakapella — Vesper.
Þriðjudagur 2979. Norræna húsið:
10.00 Fyrirlestur VI — Kóralbókatíma-
bilið, Þröstur Eiriksson organisti.
11.00 Fyrirlestur VII — „Fagniö þér
himnar", sálmaþörf kirkjunnar, sr.
Kristján Valur Ingólfsson.
13.30 Fyrirlestur VIII — Helgikvæði frá
miðöldum, Geisli og Lilja, Knut Odegárd.
14.30 Fyrirlestur IX — Svein Ellingsen
og Trond Kverno tala um sálmakveð-
skap samtimans.
16.00 Fyrirlestur X — Umræður og
sálmasöngur með norsku gestunum.
118.00 Háskólakapella — Vesper.