Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 4
: i 4 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 Sigurður Sigurjónsson og Helgi Skúlason til alls búnir. I skugga hraöisins íStokkhólmi Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins í Stokkhæolmi HRAFN Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri frá íslandi, var nýlega í Svíþjóð til að fullgera myndina „í skugga hrafnsins" en hún er sjálfstætt framhald á „Hrafninn flýgur“. Eftir tveggja mánaða tökur á íslandi eru lokatökurnar í upptökusölunum í Filmhuset í Stokkhólmi. Hrafn Gunnlaugsson í kirkjunni ásamt Daniel Bergman, aðstoðarleikstjóra, syni Ingmars Bergman. Venjulegri kvik- myndatækni er beitt við töku myndarinnar en hins vegar er not- ast við myndband við klippinguna og talið er sett inn eftir á. Verður myndin sýnd í sjónvarpi veturinn 1989-90 en fyrir þann tíma á hún að hafa verið sýnd í kvikmyndahús- um víða um lönd. Sá orðstír, sem nú fer af Hrafni vegna fyrri mynd- arinnar, og þá ekki síður uppsetning hans á Böðlinum og skækjunni eft- ir Ivar Lo Johansson í sænska sjónvarpinu á jólum í fyrra valda því, að evrópsku dreifíngarfyrir- tækin bíða nú í röð eftir „I skugga hrafnsins". Hrafn Gunnlaugsson hefur oftar en einu sinni verið við nám í Svíþjóð, er m.a. fíl. kand. í kvikmynda- og leikhúsfræðum frá háskólanum í Stokkhólmi, og 1975-76 lagði hann stund á kvikmynda- og sjónvarps- fræði við Dramatiska Institutet. Lennart Bodström, menntamála- ráðherra, hefur komið í Filmhuset til að forvitnast og sjá upptökumar og það gerði hann einnig þegar hann var á íslandi í sumar. Auk myndarinnar „Hrafninn flýgur" hafa sjónvarpskvikmyndimar „Blóðrautt sólarlag" og „Vandar- högg“ og uppfærsla fyrir sjónvarp á „Silfurtungli" Laxness fengið góða dóma gagnrýnenda. Þá ber ekki að gleyma „Óðali feðranna" og „Okkar í milli“. í Filmhuset hefur Hrafn búið sér sinn eigin heim, þar er m.a. íslensk kirkja, og áhugi hans og ákefð smita leikenduma, aðstoðarfólk og tæknimenn. Enginn segir nei þótt tökumar dragist langt fram á nótt enda er Hrafn jafnan í essinu sínu á þessum tíma sólarhringsins. Þeg- ar svona stendur á er ekki verið að býsnast yfír 16 klukkustunda vinnudegi. „Auðvitað verða allir þreyttir," segir Hrafn „en starfsandinn og einbeitingin valda því, að við sökn- um félagsskaparins þegar upptök- únum lýkur. Ég er ánægður með að geta sameinað ísland og Svíþjóð í þessari mynd.“ Við gerð myndarinnar „Böðullinn og skækjan" lærði Hrafh að meta Gotland og kemur þangað oft. Birt- an og þögnin hrífa hann. í myndinni „í skugga hrafnsins" leika íslenskir leikarar, m.a. Tinna Gunnlaugsdóttir, sem leikur ísold á móti Svíanum Reine Brynolsson en hann fer með hlutverk Trausta. Þá má nefna Egil Ólafsson, Helga Skúlason, sem einnig lék í „Hrafn- inn flýgur“, og Sigurð Siguijónsson. í hlutverki biskupsins illa er Sune Mangs Atburðarásin er spunninn upp úr íslensku útgáfunni af hinni sígildu sögu um Tristan og ísold en það, sem skiptir sköpum í mynd- inni og leiðir til átaka milli ættanna, er tilraun til að koma á kristni í landinu. Viðbrögðum Trausta við hinni nýju kenningu er vel lýst en hann stendur einn uppi eftir að nánasta skyldulið hans hefur verið brennt inni. Myndatakan er í höndum Finnans Esa Vuorinen en svo getur farið, að „í skugga hrafnsins“ verði hans síðasta verk á Norðurlöndum því að bandarísku kvikmyndaris- amir vilja ólmir fá hann til liðs við sig. Aðstoðarleikstjóri er Daniel Bergman, eitt _af efnisbömunum hans Ingmars. Áætlað er, að gerð myndarinnar kosti 14 milljónir skr. (84 millj. íkr.) og framleiðandi hennar er Cinema Art Productions.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.