Morgunblaðið - 08.11.1987, Page 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987
Kveðjuskál og
Einskonar Alaska
Alþýðuleikhúsið frumsýnir tvo einþáttunga eftir Harold Pinter
mm LÞYÐULEIKHUS-
IÐ frum sýndi í
H gær, laugardag,
BB VHk tvo einþáttunga
eftir breska
leikskáldið
^^^Harold Pinter,
Einskonar
Alaska og Kveðjuskál, í
Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3.
Einþáttungamir eru fyrsta
verkefni leikársins hjá
Alþýðuleikhúsinu og er leikstjóri
Inga Bjamason.
Pinter er í dag talinn eitt besta
leikskáld á enskatungu. Hann hóf
ritfreil sinn um miðjan 6.
áratuginn og var fyrsta leikrit
hans í fullri lengd
„Afmælisveislan."
Það verk var harkalega
gagnrýnt í fyrstu, en er í dag
álitið mikið tímamótaverk. Þar er
Pinter strax farinn að tala um
valdbeitingu, en hann hefur verið
mjög upptekin af valdinu og af
valdabaráttu í fyrstu verkum
sínum. í því verki er einstaklingur
eyðlagður af einhveijum
ókennilegum öflum.
Verk þetta var sýnt á
skólasýningu hjá
Menntaskólanum við Sund fyrir
nokkrum árum.
Næsta verk hans
„Húsvörðurinn" var sýnt í
Þjóðleikhúsinu 1962. Önnur verk
hans í fullri lengd eru
„Heimkoman," „Svikin" og „Old
times." Það síðastnefnda hefur
verið sýnt á Litla sviði
Þjóðleikhússins.
Auk þess hefur Pinter skrifað
töluvert mikið af stuttum verkum
og er álitið að styrkur hans liggi
fyrst og fremst í þeim.
Araar Jónsson og Þór Tulinius i hlutverkum sínum í Kveðjuskál
Pyntingameistarmn storkar fanga sínum með þvi að ráðast á konu
hans. Araar Jónsson og Margrét Ákadóttir í Kveðjuskál
Ég ræð engu um þuð hvert
sögupersónan ferðast
pphaf „Gangandi
íkoma," fyrstu skáldsögu
Gyrðis Elíassonar. Lítill
drengur vaknar í herbergi
sínu í sveitinni. Allt er
kunnuglegt, umhverflð,
kyrrðin, ilmurinn. Hann
virðist fullkomlega örugg-
ur í þessum heimi, sem
vaknar smátt og smátt og
verður að kunnuglegum
kleinum og kaffí ogóvin-
sælum sunnudagsfötum.
Drengurinn kannar, að því
er virðist i þúsundasta
skipti, umhverfí sitt og leit-
ar að ævintýrum og þau
eru mörg fyrir lesandann
sem ekki þekkir sveitalífið.
En hvar em ævintýrin sem
drengurinn leitar að? Em
þau kannski í borginni,
með allan ys sinn og þys,
ljósadýrð og ókunnugt
fólk? Er ævintýrið kannski
allt sem er okkur framandi?
Sjálfur er Gyrðir þaul-
kunnugur sveitinni. Alinn
upp á Sauðárkróki, dvaldi
hann öll sumur í bemsku
sinni í Borgarfírði eystra
hjá móðurömmu sinni og
afa. „Ég held það hafí ver-
ið mér mjög mikils virði að
kynnast sveitinni og fá að
alast að einhveiju leyti upp
hjá þeim,“ segir Gyrðir.
Það er ekki gott að segja
hvaða áhrif móðuramma
mín og afí höfðu á mig, en
þau gáfu mér sýn inn í eldri
tíma, bæði beint og óbeint.
Það var þó engin fom-
eskjusýn og í „Gangandi
íkoma“ er ég ekki að skrifa
um Borgarfjörð sem slíkan
eða mitt fólk. En ég þekki
þetta umhverfí sem ég
skrifa um.
. Mér fínnst ég til dæm-
is ekki þekkja Reykjavík
nógu vel, ætli ég mér að
koma henni f letur. Þangað
kom ég fyrst um tvítugt,
þegar ég fór í Háskólann
- entist þar í tvo mánuði í
almennum bókmennta-
fræðum og fannst það
töluvert afrek. Síðan var
ég í Kennaraháskólanum
veturinn 1983-84. Það eina
sem ég lærði þar var af
nokkrum frábæmm mynd-
um eftir Gunnlaug Sche-
ving, sem héngu á veggjum
þar. Sennilega hefði ég
ekki þraukað þann vetur
ef ísak Harðarson hefði
ekki verið nemandi í skól-
anum. Við hættum báðir
eftir veturinn. Það var ekki
mjög erfíð ákvörðun."
Hvað finnst þér svona
erf itt við borgarlíf ið?
„Ég tek streituna hér
svo mikið inn á mig. Eg
er nú að lesa Ofvitann eft-
ir Þórberg í fjórða sinn.
Hann lýsir Reykjavík í dá-
samlegra stemningsljósi en
nokkur annar. Ég velti því
oft fyrir mér hvort borgin
hafi breyst svona mikið frá
þeim tíma, eða hvort ég sé
svona blindur. Annars er
ég alltaf að segja eitthvað
miður fallegt um
Reykjavík, eða það virðist
Reykvíkingum fínnast. En
ég vil síst af öllu verða ein-
hver yfírlýstur vandlætari
um þennan höfuðstað
landsins.
Ég bý núna í Borgar-
nesi. En það er ekki bara
vegna mín sem ég vil vera
úti á landi. Ég á þriggja
ára gamla dóttur og það
er betra að vera með böm
á landsbyggðinni. Þar er
meira öryggi. Þar er minni
streita og meira pláss fyrir
börnin."
En nú er oft talað um
að meiri möguleikar séu