Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 C 7 MIKLATÚN MANHATTAN í SVEABORG Erla Þórarinsdóttir. Sonur, 1985. Olíulitir á tré, ca. 140x20 cm. Vignir Jóhannsson. Eldhopp, 1985. Tréskurðarmynd 140x100 cm. St oðmni iundrað þrjátíu og sjö þýskir úlf- ilitur á tré og gips, 160x270 cm. Kjartan Ólason. Án titils, 1986. Olía og gips. 240x120 cm. Jón Óskar. Skíring, 1983. Lit ljósmyndir 245x153. skiptir þó formrænt samspil skúlpt- úranna sem standa tveir og tveir saman, og leiða hugann að kunnug- legum formum íslenskra fjalla. Verkin heita: Án titils (Without title) frá 1985 gert með blandaðri tækni. Margir íslenskir listamenn snúa sér oft að fyrirmyndum úr íslenskri menningu og náttúru þegar þeir dveljast erlendis. Kannski blandast hér saman í verkum Brynhildar íslensk náttúra og áhrif New York borgar. Elín Rafnsdóttir sýnir verk sem minna á einhverskonar dýr, og eru því að vissu marki lík verkum Bryn- hildar t.d. verkið Kvikindi (Creatur- es) frá árinu 1986 gert úr steini og blýi. Verkið samanstendur af mörg- um litlum einingum sem sýnast skríða frá gólfínu og upp eftir einum veggnum. Kjartan Ólason á stór málverk unnin með olíulitum og gipsi frá ár- inu 1986 „Án titils" (Without title). Um er að ræða myndröð með fimm verkum sem öll eru máluð á fijálsleg- an hátt. Mannveran í myndunum virðist beijast um á myndfletinum. Trúlega er fýrirmyndin sótt beint í hringiðu New York þar sem einstakl- ingurinn þarf að beijast kröftuglega á móti straumnum í daglega lífínu. Sólveig Aðalsteinsdóttir, Valgarð- ur Gunnarsson og Ásta Ríkharðs- dóttir hafa öll þróað sitt eigið form, tungumál, sem kemur giöggt fram í verkum þeirra. Valgarður sýnir lítil olíumálverk, máluð með einföldum formum t.d.myndin Veiðihom (Bugle) frá 1985. Eftir Sólveigu eru nokkrir litlir skúlptúrar sem byggjast einnig upp á einföldum formum t.d. verk sem hún kallar: Fátækur skúlpt- úr (Poor Sculpture) 1—7 frá árinu 1986. Ásta á tvö litaglöð olíumálverk frá árinu 1985, sem nefnast: Án tit- ils (Without title). Hannes Lárusson er með á sýningunni nokkur verk sem hann kallar: íslensk ímynd 1—6, 1985-86 (Icelandic Symbols 1-6). Verkin eru gerð úr tré, máluðum málmi, steini, máluðum dúk, málmi og blandaðri tækni. „I New York sakna ég Islands“ Það var gaman að sjá verk Jóns Óskars á sýningunni í Sveaborg. Sérstaklega myndröðina Skíring 1—3 frá 1983 (Clarification 1—3). A sínum tíma sýndi Jón Óskar þessi verk á Kjarvalsstöðum, og tóku þá verkin dijúgan hluta af suðurvegg Kjarvalsstaða í austurálmu hússins. Verkin þóttu stór og tilkomumikil á Kjarvalsstöðum, en virðast enn stærri í Sveaborg. Um er að ræða þijár stórar litljósmyndir 243x153 frá 1983. Fyrirmyndin sem horfir í þijár áttir er þakin lit í hári, andliti og fötum. Mannveran (fyrirmyndin) virðist frosin og tilfinningalaus, eins og ekkert geti lengur haft áhrif. Hér er Jón Óskar trúlegast að lýsa hug- hrifum frá Manhattan. Hulda Hákon á nokkuð sérstæð verk (lágmyndir) á sýningunni. Hún notar tré sem uppistöðu í 9 mynd- verkum, sem hún málar með acryl eða olíulitum t.d. verk sem hún nefn- in Um nóttina. Eitt hundrað þijátíu og sjö þýskir úlfhundar bíða við eld- inn, 1985. (In the night. One hundred-and-thirty seven German Shepherds Waiting by the fire). Nafnið á myndinni lýsir verkinu nokkuð vel. Myndflöturinn er gerður úr láréttum fjölum sem mynda óreglulegan myndflöt. Eldur sem er í miðjum myndfletinum er einnig gerður úr fjölum (litlum viðarbútum) sem standa sem næst lóðrétt. 137 litlum þýskum úlfhundum sem gerðir eru úr gipsi er síðan raðað umhverf- is eldinn á myndfletinum. Myndverk- ið hefur Hulda síðan málað í viðeigandi litum. Hin óvenjulega vinnuaðferð og efni sem Hulda notar gerir myndverk hennar nokkuð sér- stæð. Hulda Hákon segir f sýningar- skrá m.a.: „Skýjakljúfar Manhattan eru meðal fallegustu hluta sem ég hef séð,“ og hún segir: „í New York hef ég heimþrá til Islands. Á fslandi hef ég heimþrá til New York. Það ónáðar mig." Sýningarskráin sem fylgir sýning- unni í Sveaborg er vönduð og ýtarleg á þremur tungumálum: Sænsku, finnsku og ensku, þar koma fram ýmsar vangaveltur þeirra sem sýna, svo sem að suma dreymir um að búa hluta af árinu í New York, og hluta í Reykjavík. Reyndar eru fjórir af þeim sem sýna í Sveaborg í áfram- haldandi námi í New York eða starfa þar. Sýningin Miklatún Manhattan átti að gefa Finnum sæmilega hugmynd um hræringar í íslenskri myndlist á meðal ungs fólks. Kannski er sýning- in táknræn fyrir þær sífelldu breyt- ingar sem eiga sér stað í íslenskri myndlist og menningu síðustu árin, eins og veðrið sem sífellt breytist. Eftir rúmlega klukkustundar skoðun á sýningunni í Sveaborg yfirgaf und- irritaður eyjuna og tók sér far með feijunni í áttina til miðborgar Hels- inki. Rigningin var hætt og komin glampandi sól. Texti og ljósmyndir: Björgvin Björgvinsson myndlist- arkennari. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.