Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 08.11.1987, Qupperneq 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1987 ELEUTHERIA UM FYRSTA HEILA LEIKRIT SAMUEL BECKETTS, SEM ALDREI HEFUR VERIÐ SETT Á SVIÐ Fyrir nokkru var fjallað hér í Morgunblaðinu um Óskir mannanna, upphaf leikrits sem Samuel Beckett hóf að rita árið 1937 og átti að snú- ast um nafna hans Samuel Johnson og einkum og sér í lagi heldur gleðis- nauð síðustu æviár hans. Beckett gafst fljótlega upp á þessari tilraun og snerti ekki á leikritun í réttan áratug. Þegar hann tók upp þráðinn á nýjan leik hafði hann varpað móð- urmáli sínu, enskunni, fyrir róða í bili og skrifaði þess í stað á frönsku. Hann reyndist eiga ótrúlega auðvelt með það: á örfáum misserum skrif- aði hann þijár skáldsögur og tvö leikrit, auk fáeinna smásagna. Ákveðið var að fyrsta leikritið skyldi gefíð út af Les Editions de Minuit í París og sá kunni leikstjóri Roger Blin féllst á að setja það á svið. Á síðustu stundu komst Beckett að þeirri niðr .stöðu að verkið væri ekki nógu gott og tók handritið til baka og læsti það niðri hjá sér. Þannig hlaut það svipuð örlög og Óskir mannanna þótt Beckett lyki að vísu við það; það hefur aldrei verið sýnt og aðeins fáeinir útvaldir fræðimenn hafa fengið að beija handritið aug- um. Pyrsta heila leikrit Becketts er nefnilega ekki Beðið eftir Godot, eins og flestir halda sjálfsagt, heldur kall- aði hann það Eleuthéria sem er gríska og þýðir frelsi. Undirtitill verksins var „drame bourgeois" og á betur við en hið gríska heiti þess; verkið er í eðli sínu háborgaralegt drama um viðkvæman ungan mann sem á í erfíðleikum með að fóta sig í samfélaginu. Verkið ber þessu merki að vera fraumraun — ef Óskir mannanna eru undanskildar — og sú mæta kona Ruby Cohn seg- ir að það sé ekkert undarlegt þótt Beckett neiti að gera opinbert verk sem hann skrifaði árið 1947; hitt sé stórfurðulegt að honum skyldi á sínum tíma láta sér til hugar koma að setja það á svið eða prenta á bók. Undrunarefni eru ekki uppurin: Hvemig stendur á því, spyr Cohn, að Beckett skuli hafa skrifað svona tiltölulega venjulegt leikrit rétt áður en hann samdi Beðið eftir Godot, sem olli beinlínis byltingu í leikritun? Cohn veit hvað hún er að segja því hún er í hópi þeirra sem fengið hafa að skoða handritið að Eleuthéria og í þessari grein verður byggt á úttekt hennar á þessu ófullburða verki. Því það er þrátt fyrir allt merkilegt og athyglisvert, þó ekki væri annað en sem heimild um þroska Becketts sem leikritahöfundar. Ungi maðurinn, sem fyrr var getið um, heitir því eftirtektarverða nafni Victor Krap og það er hann sem sækist eftir því frelsi sem nafn leik- ritsins vísar til. Victor er einn af ótal mörgum aðalpersónum í ótal mörgum borgaralegum leikritum sem fjalla um svipað stef og það veit Beckett auðvitað manna best. í leikritinu sjálfu gerir glerskeri nokk- ur gys að slíkum persónum með þessum orðum: „Þú ert fátæki ungi maðurinn, hetjulegi ungi maðurinn. Við sjáum þig deyja eins og hund um þrítugt, þijátíu og þriggja ára, magnþrota eftir erfíðið, eftir upp- götvanimar, uppétinn af radíumi, kraminn eftir vökur, eftir þrenging- ar, dauður í krossferð, skotinn af Franco, skotinn af Stalín. Við hyllum þig. Móðirin visnar af sorg, unga stúlkan líka, það skiptir engu máli, við þurfum menn eins og þig, menn með hugsjónir, ofar þægindum, ofar meðaumkun, svo það sé hægt að halda áfram að selja nammið." „Ubi nihil vales ...“ Þrátt fyrir þessa útreið er Victor Krap eftir sem áður hugsjónahetjan í leikritinu og sækist þrotlaust eftir frelsinu. Það sem aftur á móti er óvenjulegt er að hann er ekki á hött- unum eftir frelsi til þess að öðlast jafnrétti, bræðralag, réttlæti eða eitt- hvað álíka eins og svo margar borgaralegar hetjur — heldur þráir Victor frelsi til þess að gera ekki neitt svo hann geti að lyktum orðið ekki neitt. Eins og hann segir sjálf- ur: „Það er kannski kominn tími til að einhver sá einfaldlega ekkert." Svo vitnað sé til hins glaðsinna menntaskólaspekings Amold Geul- incx: „Ubi nihil vales, ibi nihil vel- is...“ Eleuthéria gerist í París á þremur dögum óg er skipt niður í þijá hefð- bundna þætti. Sviðið deilist í tvennt: stofu Krap-ijölskyldunnar sem er ríkulega búið húsgögnum, og hótel- herbergi Victors sem er næstum tómt. Fyrsti þátturinn gerist svo til eingöngu hjá Krap-fólkinu en Victor heldur kyrru fyrir á hóteli sínu; í öðmm þætti hefur stofan verið færð til á sviðinu og hótelherbergi Vict- ors, þar sem atburðarásin heldur áfram, fær aukið rými, og í þriðja þættinum er stofan horfín og her- bergi unga mannsins teygir sig um sviðið allt. Þannig hefur sviðsmyndin verið notuð með heldur augljósum hætti til þess að túlka tvö ólík lífsvið- horf. Leikritið byijar líka á þrautreynd- an hátt. Þjónn birtist og tilkynnir frú Krap að kominn sé ókunnur gestur en það reynist síðan vera systir frúar- innar sem á miðjum aldri hefur upp úr þurru gifst manni að nafni Dr. Piouk. Sem þær systumar em að spjalla saman kemur þriðja konan, það er frú Meck sem nýlega er orðin ekkja, og í samtölum þeirra kemur fram að Victor, sonur Krap-hjón- anna, hefur farið að heiman fyrir tveimur ámm og vill með engu móti snúa heim til sín aftur. Von bráðar birtist svo Dr. Piouk að sækja konu sína og síðan herra Henri Krap, sem gantast óspart við gestina. Frú Krap hverfur á braut og er skömmu síðar kynnt til leiks hinum megin á svið- inu, í hótelherbergi Victors, en lætur svo ekki sjá sig. Á meðan hefur Henri Krap gómað kæmstu Victors, ungfrú Skunk, og reynir að sann- færa hana um að látast vera lifandi, svo Victor geti gert slíkt hið sama. Þegar frú Krap birtist á ný verður þeim hjónum sundurorða og herra Krap hótar að drepa konu sína en allt fellur í ljúfa löð þegar hún segir honum að hún hafí tjáð Victor að komi hann ekki heim í föðurgarðinn fái hann ekki framar neina peninga frá þeim. Þar með er búið að kynna fléttu af því tagi sem óteljandi leik- rit snúast um: verður hægt að fá Victor, með góðu eða illu, til að snúa aftur? Þættinum lýkur þó ekki á þessum örlagaþmngna hápunkti heldur brýtur Beckett spennu hins klassísk borgaralega og/eða „well rnade" leikrits með innilegum sam- ræðum milli herra Krap og þjónsins Jacques og síðan fellur tjaldið er herra Krap situr hreyfíngarlaus í hægindastól sínum. Kínverskur pynt- ingameistari í öðmm þætti kemur á daginn að herra Krap hefur andast skyndilega meðan tjaldið var dregið fyrir. Þátt- urinn hefst raunar á því að Victor fleygir öðmm skónum sínum af of- forsi gegnum glugga á hótelherberg- inu sínu og umsvifalaust birtist glerskeri í fylgd tíu ára sonar síns til þess að setja nýja rúðú í. Þeir feðgar em síðan að dunda við þetta verk það sem eftir er leikritsins. Annars gengur þátturinn aðallega út á heimsóknir alls konar fólks til Victors og gengur maður undir manns hönd til þess að reyna að fá hann heim á ný. Fyrst birtist frú Meck með tvo kraftakarla sér til Konurnar þrjár í örþáttungnum Come and Go. Þær virðast eiga sér fyrirrennara bæði i Óskum mann- anna og Eleuthériu. Kvikmyndir ætlaðarfólki sem er blint, þroskaheft eða tveggja ára - SEGIR GLEN eftir Mary Blume Öðmm leikkonum fremur hefur Glenda Jackson sýnt og sannað að hún getur nánast hvað sem er, þótt ekki hafí henni sjálfri ætíð verið það ljóst. Þegar hún hlaut Óskarsverð- laun fyrir sinn i Women in Love eftir Ken Russel lét hún í ljós efasemdir um að hún væri fær um að leika gaman- hlutverk. Síðan tók hún sig til og vann önnur Óskarsverðlaun fyrir leik sinn í gamanmyndinni A Touch of Class. Hæfíleikinn til að geta hvað sem er ekki það sama og að gera það eins og Glenda Jackson. Eina leikgerðin sem hún hefur ekki spreytt sig á er söngleikur af léttara taginu. Hún væri fús að reyna, en efast um að röddin þyldi átta sýningar á viku. Að undanfömu hefur hún aðallega leikið á sviði, t.d. í harmleiknum „Strange Interlude" eftir Eugene O’NeiIl þar sem hún er á sviðinu þær fímm klukkustundir sem sýningin stendur, í Fedm eftir Racine og í „Handan garðs Allah“ sem ergamanleikur. Svo mætti lengi telja, en Gtenda Jackson hefur löngu sannað að hún er jafnvíg á hvíta tjaldinu og leiksviði. Hún er sjálfsömgg, gáfuð og skynsöm. Hún liti á það sem persónulega móðgun að vera kölluð stjama og fátt er henni eins á móti skapi og það að gefa tilfínningunum lausan tauminn í leik. „Það skiptir „ meginmáli í leik að þú, einstaklingurinn, ert ekki til,“ segir DAJACKSON hún. Þetta merkir þó ekki að hún notfæri sér ekki það sem hún kallar persónuleg áhrif til þess að ýta undir verkefni sem hún hefur áhuga á. Og hví skyldi hún ekki notfæra sér það vald sem hún hefur haft svo mikið fyrir að öðlast? „Mér þykir það alltaf kaldhæðnislegt þegar kona er kominn á þann aldur að hún hefur aflað sér töluverðrar reynslu sem kona og sem leikkona, ef svo vill til að hún er leikkona, þegar hlutverkin sem hún fer með endurspegla ekki alla þessa reynslu. Ég hef orðið að sækjast eftir slíkum hlutverk- um og ég er svo heppin að annaðhvort hefur þau rekið á fjörur mínar eða ég hef hitt á fólk sem hefur verið reiðubúið að takast á hendur uppfærslur með slíkumm hlutverkum." „f Bretlandi hefur aldrei verið neinn verulegur áhugi af hálfu þeirra sem teljast hafa þann starfa að stjóma upp- færslum og íjármagna þær að leggja fé í brezk viðfangsefni. Þeir vilja heldur sjóða saman sjónvarpsþáttaröð eða búa til ótnerkilega eftirlíkingu af einhverri amerískri mynd eða fara bara í hádegisverð. Það sem ég á við er að þeir væru alsæl- ir með að vera alltaf að snæða hádegisverð." Sjálf borðar hún aldrei í hádeginu. „Ég held líka að það sé sérstaklega erfítt fyrir konur að fá einhverju framgengt sem samræmist ekki fyrirfram mótuðum hugmyndum þeirra. Ogef mann langar til að gera eitthvað sem hefur á sér minnsta femín- istabrag er eins gott að gleyma því strax, því þeir verða skejfíngu lostnir við tilhugsunina." Árið 1971 lék Glenda Jackson í mynd Johns Schlesinger, Sunday, Bloody Sunday. Handritið að þeirri mynd segir hún vera gáfulegasta handrit sem hún hefur nokkum tíma lesið. Vissulega er þessi mynd ein sú bezta sem gerð hefur verið síðustu tuttugu ár og því miður er vart hægt að ímynda sér að slík mynd væri gerð í dag. „Hvert er þetta farið? Það var ekki nóg með að handritið væri gáfulegt heldur gerði það ráð fyrir gáfuðum áhorfend- um, en þær myndir sem nú eru gerðar em víst ætlaðar fólki sem annaðhvort er blint, þroskaheft eða tveggja ára að aldri. Auðvitað er þetta vegna áhrifa sjónvarpsins." Hún telur að það vanti nútímalegar kvikmyndir um brezkt þjóðlíf um þessar mundir. „Nú er margt að gerast í Bret- landi. Sjálfsímynd Breta hefur breytzt og er að breytast og ég held að við eigum að gefa þessum breytingum gaum. Það er auðvitað hægt að gera í leikhúsi en þar er áhorfenda- hópurinn svo fámennur. Nú er ég að tala um viðfangsefni sem vektu áhuga í Bretlandi og ekki síður áhuga umheims- ins. Það leikur ekki vafi á að allt of lítið er gert af því að sviðsetja viðfangsefni sem höfða til okkar hér og nú og það er skoðun mín að við verðum að leggja af þennan vana.“ Næsta kvikmynd Glendu Jackson nefnist „Business as Usual" og hún byggist á sannri sögu um konu sem var rek- in úr starfí í Liverpool af því hún kvartaði undan kynferðis- legri áreitni á vinnustað. „Myndin fjallar fyrst og fremst um það hvemig mál er varðar kynferðislega áreitni er með- höndlað og hvemig hægt er að sanna að slíkt hafi átt sér stað. Það er afar erfítt að skilgreina þetta og færa rök að því. Þessi mynd fjallar ekki einungis um England heldur er hún um það hvemig kona sér sjálfa sig og hvernig þjóð- félagið lítur á hana.“ í hvert hlutverk leggur hún allt sem hún á, jafnvel þegar hún leikur geggjaðar persónur eins og geðlækninn í „Beyond Therapy". Hún stendur ákveðið gegn því að reynt sé að fegra hana en á sviðinu hrífur hún áhorfandann með sér með því að beita textanum. Hún bókstaflega knýr á og lætur þannig í ljós ákveðið vald og í því sambandi telur hún

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.