Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 B 13 n/IYNDBÖIMP Sæbjöm Valdimarsson Framhald af bls. Bll. menn laðast að í hrönnum. En einn fagran veðurdag í paradís hennar á Austurströndinni knýr ógæfan dyra í kjölfar dularfulls dauðsfalls. Er nú friðurinn úti hjá fögru ekkj- unni, sem einhver 'úll feiga. Afskaplega er þetta nú ómerkileg og lítt spennandi blanda. Það er fátt sem kemur áhorfandanum á óvart nema ef vera skyldi staða Pleshette í kvikmyndaheiminum og ferill hennar. Eitt sinn var hún tal- in ein efnilegasta leikkonan í Hollywood. Nú er hún farin að hall- ast á sextugsaldurinn og að baki aðeins urmull undirmálsmynda, á borð við þessa, en undantekninga- lítið hefur hún skilað sínu furðuvel. Hún er sú eina sem eitthvað lætur að sér kveða í A Stranger Waits og má sín ekki mikils í andleysinu. A niðurleið drama Deadly Care ★ ★ Leikstjóri: David Anspaugh. Handrit: Lane Slate. Framleið- endur: Wendy Riche og Paul Rudnick. Aðalleikendur: Cheryl Ladd, Jennifer Salt, Jason Miller. Bandarísk sjónvarpsmynd. Uni- versal Studios/Laugarásbíó 1987. 120 mín. Hér er fengist við gamalkunnugt vandamál; baráttu mannskepnunn- ar við dóp og brennivín. Ladd leikur hjúkrunarkonu sem byggði upp gjörgæsludeild á sjúkrahúsi ásamt lækninum Miller. Eilífur ótti hennar við að dauðinn nái alltaf vinningn- um verður þess valdandi að hún ánetjast töflum og áfengi. Leið hennar liggur þá frá sínu upp- byggingarstarfi á annað sjúkrahús þar sem henni verða á hræðileg mistök. Þá sér hún ekki nema einn veg færan, að hafa samband við AA-samtökin. Deadly Care er sögð byggð á sannsögulegum heimildum ogengin ástæða til að vefengja það, hlið- stæðir hlutir eru sífellt að gerast í kringum okkur. Fólk leitar víst ekki meðferðarstofnana fyrr en allt er komið í kaldakol, jafnvel um sein- an. Myndir sem Deadly Care geta vonandi greitt eitthvað úr þeirri sjálfheldu. Spjall Slæmur frágangur á hlífðarkáp- um myndbandahulstranna hafa oft vakið gremju manna. Þar er nú einu sinni að fínna einu upplýsingamar sem fáanlegar eru um innihaldið, og mikið skelfing eru þær oft fá- tæklegar. í verstu tilfellunum eru þær ekki einu sinni á íslensku, held- ur er notast við ensku kápuna (sem hlýtur að vera kolólögiegt í dag, fyrir utan lítilsvirðinguna við þá sem ekki kunna málið) plús miðar sem á er letrað á ísl. texti og sá aldurshópur sem leyflst að taka bandið á leigu. Merkilega algengt er, að enn þann dag í dag, í allri samkeppninni, fá menn myndbönd uppí hendumar, jafnvel frá stórum útgefendum, þar sem ekkert er að hafa nema lélega þýðingu á inni- haldi og nöfn helstu stjamanna og nafn myndarinnar. Úr þessu þarf að bæta, hér er um sjálfsagt rétt- lætismál að ræða gagnvart neyt- endum og metnaðarmál hjá framleiðendum, skyldi maður ætla. Sjá næstu opnu. Fróöleikur og skemmtun fyrir háa sem lága! Miele bvottavélar áleiðinni! — Síðasta sending uppseld Næsta sending kemur fyrstu dagana í desember, en viö höfum sýnishorn í versluninni, sem viö höfum ánægju af aö sýna þér-tii þess liggja margar ástæður. Einstök Vestur-Þýsk gæðaframleiðsla MIELE er að öllu leyti unnin í Vestur- Þýskalandi úr gæðastáli. Bæði ytri og innri þvottabelgur er úr ryðfríu stáli í gegn. Emaleringin er gljábrennd beint á stálið, sem gerir hana sterk- ari, hún er vindingsprófuð og gulnar ekki. Einkauppfinning og einkaleyfi MIELE verksmiðjanna. ÖRYGGISLÆSING á þvottaefnis- hólfinu svo að börnin fari sér ekki að voða. Öryggisfrárennsli ef straumur skyldi rofna, svo að hægt sé að tappa af vélinni og bjarga þvottinum út. MIELE er sérlega sparneytin, reynd- ar hönnuð með orkusparnað í huga og hefur tvö hitaelementi, sem þýðir minna álag og betri endingu og að sjálfsögðu er sparnaðarrofi fyrir lítið magn af þvotti. Komdu í heimsókn og skoðaðu MIELE, hún hefur marga aðra góða kosti, sem við hlökkum til að sýna þér enda standast þessar gæða- þvottavélar ströngustu kröfur Þjóð- verja. Míele er framtíðareign. JÓHANN ÓLAFSSON & CO. HF. 43 SUNDABORG 104 REYKJAVfK • SÍMI 688 588 VELDU &TDK OGHAFÐUALLTÁ HREINU Lög Jóns Múla Ámasonar viðtexta Jónasar Árnasonar Lög og textar þeirra bræðra em fyrir löngu sígild. Hér er úrval þeirra í nýjum búningi flutt af ffemstu söngvurum og hljóðfæra- leikurum íslendinga. Tónlistarumsjón var í höndum Eyþórs Gunnarssonar sem einnig gerði flestar útsetningarnar. Bubbi syngur: Við heimtum aukavinnu, Ellen Kristjánsdóttir og Bjarni Arason látúns- barki syngja Án þín, Bjarni syngur Augun þín blá, Magnús Eiríksson syngur Einu sinni á ágústkvöldi, Vikivaki í nýrri útsetningu. Þessi plata höfðar til allra aldurshópa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.