Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 FRAMHALDSÞÆTTIR Hvar/Hvenær SjónvarpiA: Fyrirmyndarfaðlr ..........laugardagur Áframabraut ...............sunnudagur Helm (hrelðrlð ............sunnudagur Vinur wor, Maupassant......sunnudagur George og Mlldred .........mánudagur . Góðl dátinn Svelk .........mánudagur . Súrtogsmtt ................þriðjudagur . Vlðfeðglnin ...............þriðjudagur . Arfur Guldenburgs .........þriðjudagur . Kolkrabblnn ...............miðvikudagur Þrífœtllngarnlr ...........fimmtudagur Austurbœlngarnlr ..........fimmtudagur Matlock ...................fimmtudagur Öriögln á sjúkrahúsinu.....föstudagur .. Derrick ...................föstudagur ... kl. 20.45 kl. 10.05 kl. 20.45 kl. 22.05 kl. 19.30 kl.21.25 kl. 18.25 kl. 19.30 kl. 22.20 kl. 21.45 kl. 18.30 kl. 19.25 kl. 21.10 kl. 18.40 kl.21.35 Guðað á skjáinn Robert Stack í hlutverki hins vammlausa Ness. Stöð 2 gerði svolítið sniðugan hlut þegar hún keypti gömlu amerísku sjónvarpsþættina Hina vammlausu (The Untouchables) til sýninga; stöðin kallar þættina að vísu „Þeir vammlausu" af dæmalausum kjánaskap. Margir af hinum gömlu sjónvarpsþáttum sem við sáum í Kananum forðum daga eru fullboðlegir enn í dag til sýninga að sjálfsögðu utan besta sýningartíma. Vestraþættir eins og Gunsmoke eða Bonanza eða Wanted - Dead or Alive með Steve heitnum McQeen eru ekkert minna en sígildir. Ein ástæðan fyrir því að Stöð 2 kaupir gangsterþættina Hina vammlausu núna er án efa vel- gengni samnefndrar kvikmyndar, sem slegið hefur aðsóknarmet úti í Bandaríkjunum og er væntanleg í Háskólabíó innan skamms. Myndin, eins og þættimir, gerist á Bannárunum í Chicago en ann- ars á hún fjarska Iítið sameigin- legt með þeim. Robert Stack leikur Eliot Ness í þáttunum en þeir eru byggðir á bók blaðamannsins Oscar Farleys. Hinn raunverulegi Ness hafði rak- ið feril sinn fyrir Farley um ári áður en hann lést árið 1957 en bókin og sjónvarpsþættimir komu of seint til að hann gæti notið frægðarinnar. Síðustu mánuði æfi sinnar bjó Ness í smábænum Co- udersport í Pennsylvaniu langt frá þeim stað sem hann hafði barist gegn skipulögðum glæpum 30 ámm fyrr. Hann hafði gaman af því að líta inn á bæjarkrána, Um EKot INIess drekka nokkra bjóra og tala um Bannárin í Chicago, um dumd- um-kúlur og A1 Capone. „Við trúðum honum ekki,“ segir Fred Anderson, kennari á eftirlaunum sem drakk með Ness. „Við gerð- um okkur ekki grein fyrir því hver hann var fyrr en við sáum Hina vammlausu í sjónvarpinu tveimur árum seinna. Við hugsuð- um með okkur að fyrst hann var svona merkilegur af hveiju ók hann þá um á þessari druslu sem hann átti?“ Ness var sérstakur fulltrúi í þeirri deild lögreglunnar sem sá um að framfylgja áfengisbanninu þegar hann fékk skipun um að ná Capone. Æfmtýri hans voru ekki eins skáldleg og bíómyndin sýnir þau; hann var þaulkunnur undirheimalífinu í Chicago ver- andi fæddur og uppalinn í borg- inni; hann henti Frank Nitti, aðstoðarmanni Capone, aldrei fram af húsþaki (Nitti framdi sjálfsmorð nokkrum árum seinna) og hann þurfti ekki að hafa áhyggjur af því að Capone hefndi sín á fjölskyldu hans því hann bjó einn um þetta leyti. Á hinn bóginn tóks liði hans að veikja starfsemi Capone með því að loka þeim brugghúsum hans sem sáu honum fyrir reiðuféi til að múta yfírvöld- um borgarinnar með. Á endanum var Capone tekinn fyrir skattsvik sem menn Ness komust að í sam- vinnu við fulltrúa frá Skattstof- unni. Ness var rólegheitamaður í eðli sínu og honum var alls ekki hægt Stöð 2: MAnudagur á mlðn Ættarveldlð ..... Sældarlff ....... Klassapfur ...... Spenser ......... Helmlllð ........ 54afstöðinni .... Gelmálfurinn Alf . Sherlock Holmes BennyHIII ....... Vísltölufjölskyldan Þeir vammlausu .. Lúðvík .......... Fjölskyldubönd Helma ........ itti ■■aeeeaaseeeeeeeeeee laugardagur ... laugardagur .. laugardagur .. Jaugardagur .. laugardagur .. sunnudagur .. sunnudagur .. sunnudagur .. .....sunnudagur .. sunnudagur .. sunnudagur .. sunnudagur .. , sunnudagur mánudagur ... mánudagur ... Óvæntendalok ............mánudagur Dallas ..................mánudagur Fimmtánára .... Húsið okkar .. Hunter ....... Smygl ........ Morðgáta ..... Af bæ f borg . Handtökuskipun Ekkjurnar .... Hellsubælið .. Hvunndagshetja Harvey Moon ... Hasarleikur þriðjudagur . þriðjudagur . þriðjudagur . miðvikudagur miðvikudagur miðvikudagur miðvikudagur fimmtudagur fimmtudagur föstudagur föstudagur ....föstudagur kl. 11 kl. 17, kl. 18 kl. 20, kl. 21, „kl.11, kl. 14, „kl. 14, „kl. 19 „kl. 21, „kl. 21, „kl.22. „kl.23. „kl. 20 .. kl. 21 „kl.22, „kl. 23 „kl. 18 „kl. 20, „kl.22, „kl. 18, „kl. 20 „kl. 21 „kl. 22 „kl.20, „kl. 21 kl. 18 „kl. 20 „klT21 30 00 45 40 05 40 10 40 55 30 55 20 10 .30 .00 .40 .10 .45 .30 .50 .16 .30 50 .20 30 .30 .15 .30 .55 flJ) PIONEER ÚTVÖRP Alvöru Ness. að múta þegar allir aðrir þágu mútur. Árið 1935 flutti hann til Cleveland þar sem hann eltist við fjárhættuspilara og í seinni heim- styijöldinni vann hann hjá land- læknisembættinu í herferð gegn kynsjúkdómum á meðal her- manna. Eftir stríðið hætti hann hjá hinu opinbera og vildi reyna að afla meiri peninga annarstaðar. Hann var stjórnarformaður fyrirtækis sem framleiddi peningaskápa í Ohio en á miðjum sjötta áratugn- um fór að halla undan fæti þegar hann fór að vinna við pappírs- gerðarfyrirtæki, sem þá stundina var að gera tilraunir með vatns- merki á peningaseðlum til að gera mönnum falsanir erfíðari. Ness setti peninga í fyrirtækið en það fór á hausinn og þegar hann lést af hjartaslagi 54 ára gamall skuldaði hann 9000 dollara. Ódauðleikinn var rétt handan við homið. Bók Oscar Fraleys var í prentun þegar Ness lést en Ro- bert Stack gerði nafnið Eliot Ness frægara en maðurinn sem bar það hafði nokkumtíman verið. Stack man vel eftir Nessþótt hann hafi aldrei hitt hann. „Eg byggði per- sónuna á bók Fraleys og þremur hugrökkustu mönnum sem ég þekkti," segir hann. „Það var eitt- hvað skrítið við hann. Enginn lýsti yfir stríði á hendur Capone án þess að vera svolítið skrítinn." Hinir vammlausu eru sýndir á sunnudagskvöldum á lykiltíma. Plastvörur til heimilisnota á Heildsölubirgöir Electrolux Ryksugu- úrvalið D-720 1100 WÖTT. D-740 ELECTRONIK Z-165 750 WÖTT. Aðeins 1 >500 kr. út og eftirstöðvar til allt að 6 mánaða. Vörumarkaöurinn hf. KRINGLUNNI, SÍMI 685440. Villibrað Okkar vinsæla villibráðakvöld verður föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld í Blómasal Hótels Loftleiða. v Villibráðahlaðborð: Villibráðaseyði, hreindýrapaté, sjávarréttapaté, grafinn silungur. Heilsteiktur hreindýravöðvi, ofnsteikt villigæs, pönnusteikt lundabringa, smjörsteikt rjúpu- bringa, ofnsteikt önd, hreindýrapottréttur. Heit eplakaka, tvær tegundir af krapís með ferskum ávöxtum og að sjálfsögðu okkar rómaði sérrétta matseðill. HOTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA áS’ HÓTEL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.