Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.11.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. NÓVEMBER 1987 B 3 Rás 1: Bókmennftagagnrýni ■■■■ Ríkisútvarpið hefur kynnt og gagnrýnt nýjar bækur um 1/105 árabil iíkt og aðrir fjölmiðalr. Vettvangur kynninganna er þátturinn Bókaþing á laugardagskvöldum kl. 20.30 og ritdómar eru fluttir í þættinum Sinnu, á laugardögum kl. 14.05. Ríkisútvarpið hefur ekki fasta ritdómara á sínum vegum heldur leit- ar til þeirra bókmenntafræðinga sem taldir eru hæfastir til að fjalla um einstök verk. í þættinum Sinnu í dag verða þijár nýjar skáldsög- ur teknar til umflöllunar. Soffía Auður Birgisdóttir talar um bók Gyrðis Elíassonar „Gangandi íkomi", Þórður Helgason fjallar um bók Sjón „Stálnótt" og Þórir oskarsson fjallar um bók Vigdíasar Grímsdóttur „Kaldaljós". Höfundamir lesa kafla úr bókum sínum og að loknum ritdómum gagnrýnenda verða umræður um bækum- ar. Ástæðan fyrir því að fyrrgreindar þrjár bækur em teknar fyrir í sama þættinum er að höfundar þeirra eru allir ung ljóðskáld sem em að gefa út fyrstu skáldsögur sínar. Það gefur tilefni til um- ræðna um aðferðir þeirra, stil og viðfangsefni. Umsjónarmaður Sinnu er Þorgeir Ólafsson. ■■■ Fmmflutt verður í dag leikritið Enginn skaði skeður 1 30 eftir Iðunni og Kristínu Steinsdætur í leikstjóm Þórhalls -■•vf-■ Sigurðassonar. Leikritið fjallar um konu nokkra sem er að koma heim til sín úr vinkvennafagnaði_ síðla nætur þegar hún verður þess vör að henni er veitt eftirför. Áður en hún kemst inn í húsið verður hún fyrir mddalegri líkamsárás og nauðgunartilraun. Henni tekst að hrópa á hjálp og árásrmaðurinn er handtekinn. Leikri- tið lýsir áhrifum þessa atburðar á sálarlíf konunnar og dregin er upp mynd af meðferð réttvísinnar á málinu. Leikendur em Anna Kristín Amgrímsdótttir, Hákon Waage, Haildór Bjömsson, Helga Jónsdóttir, Jón Gunnarsson, Pálmi Gestsson, Róbert Amfínnsson og Gerður G. Bjarklind. Tæknimenn vom Friðrik Stefánsson og Pálína Hauksdóttir. Reynsla æskileg ■■■■i Þijár bíómyndir verða O-J 55 sýndar á Stöð 2 í “ '“ kvöld og er sú fyrsta bresk og nefnist Reynsla æski- leg, (Experience Preferred, But Not Essential). Segir þar frá ungri stúlku Ánnie, sem hefur nýlega lokið námi og fer til starfa á afskekktu hóteli í Wales. Annie sem er lítt veraldarvön kemst þar í kynni við fólk af ýmsu tagi. Hún kynnist Ivan, sem er hommi, Hywel og Paulu sem eiga í ástar- sambandi fullu af sjálfspyntingum og loks yfírmanninum, eiginkonu hans og hjákonu. Með aðalhlutverk fara Elizabeth Edrponds, Sue Wallace, Geraldine Griffíth og Karen Meagher. Leikstjóri er Peter Duffel. Kvikmyndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ V2. Annie ásamt einum starfs- félaga sinna á liótelinu. HVAÐ ER AÐO GERAST ( Söfn Arbæjarsafn i vetur verður safnið opið eftir samkomu- lagi. Ámagarður I vetur geta hópar fengið að skoða hand- ritasýninguna i Árnagaröi ef haft er samband við safnið með fyrirvara. Þar má meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyj- arbók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Ásgrímssafn við Bergstaðastræti er opið þri. fim. og sun. frá klukkan 13.30-16.00. Ásmundarsafn Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund- arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þargefurað líta 26 högg- myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning- ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af ferli Ásmundar, þann tima sem listamað- urinn vann að óhlutlægri myndgerð. I Ásmundarsafni erennfremurtil sýnis myndband sem fjallar um konuna i list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypur af verkum listamannsins. Safn- ið er opið daglega frá kl. 10 til 16. Skólafólk og aðrir hópar geta fengið að skoða safnið eftir umtali. Listasafn Einars Jónssonar I listasafni Einars Jónssonar eru sýnd- ar gifsmyndir og olíumálverk. Þar fást líka bæklingar og kort með myndum af verk- um Einars. Safnið er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16.00. Högg- myndagaröurinn er opinn daglega frá 11-17. Þarerað finna 25 eirsteypuraf verkum listamannsins. Myntsafnið Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlarog brauð- peningarfrá siðustu öld eru sýndir þar svo og orður og heiöurspeningar. Líka er þarýmis forn mynt, bæði grísk og rómversk. Safnið er opið á sunnudögum millikl. !4og 16. Náttúrugrípasafnið Náttúrugripasafniö ertil húsa að Hverfis- götu 116,3. hæð. Þar má sjá uppstopp- uð dýr til dæmis alla íslenska fugla, þ.á.m. geirfuglinn, en lika tófur og sæ- skjaldböku. Safnið er opið laugardaga, sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30-16. Póst-og símaminjasafnið i gömlu simstöðinni í Hafnarfirði er núna póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úr gömlum póst- og símstöövum og gömul símtæki úr einka- eign. Aðgangur er ókeypis en safnið er opið á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er að skoða safnið á öðrum tímum en þá þarf að hafa samband við safnvörð í síma 54321 Sjóminjasafnið f sjóminjasafninu stenduryfirsýning um árabátaöldina. Hún byggirá bókum Lúðvíks Kristjánssonar „islenskum sjáv- arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr bókinni, veiöarfæri, líkön og fleira. Sjó- minjasafniö er að Vesturgötu 6 í Hafnar- firði. Það eropið íveturum helgar klukkan 14-18 ogeftirsamkomulagi. Síminner 52502. Þjóðminjasafnið Laugardaginn 21. nóvemberverðuropn- uð Ijósmyndasýning í tilefni af útgafu bókar um Daniel Bruun hjá bókaforlaginu Emi og Örlygi. Sýningin stendurtil 31. desember. Þjóðminjasafnið er opið þriöjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá 13.30-16. Þareru meðal annarssýnd- ir munir frá fyrstu árum fslandsbyggðar og islensk alþýðulist frá miðöldum. Einn- ig er sérstök sjóminjadeild og land- búnaðardeild, til dæmis er þar uppsett baðstofa. Leiklist Leikfélag Reykjavíkur Næstkomandi laugardagskvöld, 14. nóvember, verður 19. sýning Leikfélags Reykjavíkur á Föðurnum eftir August Strindberg i Iðnó kl. 20.30. Þessi sýning er markveröari en aðrar fyrir þá sök að þennan dag eru liðin rétt 100 ár frá því að Faöirinn var fyrst frum- sýndur, en þetta sigilda leikrit þessa mikla sænska skáldjöfurs var frumsýnt í Kaupmannahöfn 14. nóvember 1887. Sýning Leikfélags Reykjavikurnú hefur hlotið mikið lof og hefur öllum aðstand- endum óspart veriö hrósað fyrir vönduð vinnubrögðogsterkasýningu: „ . . .sýn- ingin i heild veitir áhorfandanum þann blæ af vængjataki mikils skáldskapar aö hann situr undir henni með vakandi áhuga og hrifningu eftir þvi sem á liöur. Slík leikhúsreynsla er ekki of algeng og þeim mun gleðilegra að fá að njóta henn- ar á þessum haustdögum," segir einn gagnrýnenda, GunnarStefánsson i Tímanum, í umsögn sinni. Aðeins örfár sýningar eru eftir á þessu sígilda leikriti sem er i hópi auðskiljanleg- ustu og aðgengilegustu verka Strind- bergs. Aðrarsýningarum helgina: Hremm- ing, sunnudagskvöld kl. 20.30 i Iðnó (6. sýning). Dagur vonar, föstudagskvöld kl. 20.00 í Iðnó (66. sýning). Djöflaeyjan, föstudags- og laugardagskvöld kl. 20.00 í Leikskemmu LRv/Meistaravelli. Alþýðuleikhúsið Alþýðuleikhúsið sýnirtvo einþáttunga eftir Harold Pinter, Einskonar Alaska og Kveðjuskál, í Hlaðvarpanum. Uppselt er á allar sýningar í nóvember, en bætt hefur verið við fjórum aukasýningum 2. 7.9. og 10. desember kl. 20.30 Með hlutverk fara Arnar Jónsson, Margr- ét Ákadóttir, María Sigurðardóttir, Þór Tulinius og Þröstur Guöbjartsson. Leik- stjóri er Inga Bjarnason. Sýningar verða tíu og hin síöasta verður 29. nóvembernk. Alþýðuleikhúsið sýnir leikritið „Eru tígris- dýr i Kongó?" laugardag og sunnudag kl. 13 og eru þetta 95 og 96 sýning. Innifalið í miöaverði er léttur hádegisverð- ur og kaffi. Sýnt er í veitingahúsinu I Kvosinni. Miðar eru seldir á skrifstofu Alþýðuleikhússins, Vesturgötu 3,2. SJÁ NÆSTU OPNU SKEMIVITISTADIR Sjónvarpið: Áhálumís ■■■■ Bíómynd kvöldsins er bandarísk í léttum dúr og heitir Á 91 35 hálum ís, (Slap Shot). Þar leikur Paul Newman þjálfara “ A íshokkíliðs af lakara taginu. Þjálfarinn ákveður að taka til sinna ráða við að afla liðinu frægðar og beitir til þess ýmsum brögðum, sumum fremur vafasömum. Aðrir helstu leikarar eru Micha- el Ontkean og Lindsay Crouse, en leikstjóri er George Roy Hill. Kvikmyndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ ★. ■■■■ Dægurflugur II, (Rock Pop in Concert) nefnist síðasti 9 Q 25 dagskrárliður kvöldsins. Sýndar verða svipmyndir frá rokk- tónleikum í MUnchen. Fram koma nokkrir þekktir tónlist- armenn. Stöð2: Svimi ■■■ Fjalakötturinn á Stöð 2 sýnir í dag myndina Svimi, (Vert- 1 /4 15 >g°) eftir leikstjórann Alfred Hitchcock. Þrátt fyrir að It: mynd þessi hafi ekki hlotið mikla athygli þegar hún var frumsýnd er hún í dag talin í hópi bestu mynda Hitchcocks. Myndin byggir upp á flækju sem ekki leysist fyrr en í lokin. Hún er um Scotty, fyrrverandi einkaspæjara sem fenginn er til að elta eiginkonu vinar síns. Hann verður áistfanginn af henni því hún minnir hann á látna ástkonu hans. Þær reynast vera ein og sama og konan og dauði ástkonunnar aðeins tilbúningur til að hylma yfir morð vinarins á einkonu sinni. Lausn flækjunnar í loka atriði myndarinnar er af mörgum talið vera hámark hennar. Scotty er leikin af James Stew- art, en önnur helstu hlutverk leika Kim Novak, Barbara Bel Geddes, Tom Hemore og Henry Jones. Myndin fær ★ ★ ★ ★ í kvikmynda- handbók Scheuers. UTOPIA Suðurlandsbraut 26 Skemmtistaöurinn Utopia er til húsa við Suðurlandsbrautina. Þar er 20 ára aldurstakmark. ÁRTÚN Vagnhöfði 11 í Ártúni leikur hljómsveitin Danssporið, ásamt þeim Grétari og Örnu Þorsteins á föstudagskvöldum, þegar gömlu dansarnir eru og á laugardagskvöldum, þegar bæöi er um aö ræða gömlu og nýju dansana. Síminn er 685090. HOLLYWOOD Ármúli 5 Leitinni að týndu kynslóðinni er hreint ekki lokið í Hollywood, þar sem bæöi hljómsveit af þeirri kynslóð sem og diskótek týndu kynslóðarinnar er í gangi á föstudags- og laugardags- kvöld. Boröapantanir eru í sima 641441. BROADWAY Álfabakki 8 Rokksýningin „Allt vitlaust" verður í Broadway á og laugardagskvöld, auk þess sem hljómsveitin Sveitin milli sanda, leikur fyrir gesti. Síminn í Broad- way er 77500. GLÆSIBÆR Álfheimar 74 Hljómsveit hússins leikur í Glæsibæ á föstudags-og laugardagskvöldum frá kl. 23.00 til kl. 03.00. Síminn er 686220. HÓTELSAGA Hagatorg Dansleikir eru í Súlnasal Hótels Sögu á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00 og leikur þá hljóm- sveit Grétars Örvarssonar fyrir dansi, en að auki er skemmtidagskrá með danssýningu. Á Mímisbar er svo leikin létt tónlist fyrir gesti frá kJ. 22.00 til kl. 03.00. Síminn er 20221. LENNON Austurvöllur Diskótek er í skemmtistaðnum Lennon á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 20.00 til kl. 03.00 og er þá enginn aðgangseyrir til kl. 23.00. Aðra daga er diskótek frá kl. 20.00 til 01.00. Síminn er 11322. CASABLANCA Skúlagata 30 Diskótek er í Casablanca á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Á fimmtudagskvöldum eru oft rokktónleikar. ÞÓRSCAFÉ Brautarholt 20 í Þórscafé er skemmtidagskrá m.a. með Lúdósextettnum og Stefáni fram til miðnættis, en þá leikur hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi. Að auki eru stundum gestahljómsveitir og diskótek er í gangi á neðri hæöinni frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Síminn er 23333. HÓTEL BORG Pósthússtræti 10 Rokktónleikar eru iðulega á fimmtu- dagskvöldum á Borginni og þá frá kl. 21.00. Á föstudags- og laugardags- kvöldum er diskótek frá kl. 21.00 til kl. 03.00 og á sunnudagskvöldum eru gömlu dansarnir á sínum stað, frá kl. 21.00 til kl. 01.00. Síminn er 11440. SKÁLAFELL Suðurlandsbraut 2 Á skemmtistaðnum Skálafelli á Hótel Esju er leikin lifandi tónlist öll kvöld vikunnar, nema á þriðjudagskvöldum. Hljómsveitir leika um helgar. Skálafell er opið alla daga vikunnar frá kl. 19.00 til kl.01.00. Síminn er 82200. EVRÓPA Bcrgartún 32 Hljómsveit hússins, Saga-Class, leikur í Évrópu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Síminn í Evrópu er 35355. ABRACADABRA Laugavegur 116 Skemmtistaðurinn Abracadabra er op- inn daglega frá hádegi til kl. 01.00. Austurlenskur matur er framreiddur í veitingasal á jaröhæöinni til kl. 22.30. ( kjallaranum er opið frá kl. 18.00 til kl. 03.00 um helgar og er diskótek frá kl. 22.00. Enginn aðgangseyrir er á fimmtudögum og sunnudögum. Síminn er 10312.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.