Morgunblaðið - 01.12.1987, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.12.1987, Qupperneq 8
8 B aWOTBHnMoMt /IÞROTTIR ÞRJÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1987 IMú skal rétta við laxastofn IMorðurár Stangaveiðifélag Reykjavíkur og landeigendur Norðurár í Borgarfirði hafa endurnýjað samning um veiðirétt í ánni og hjá SVFR fengust þœr upplýsingar að „status quou-ástand hefði orðið ofan á, eða með öðrum orðum, að um hækkanir á veiðileyf um verði ekki að ræða aðrar en sem svara til vfsi- tölu og verðbólgu. VEIÐI Guðmundur Guðjónsson skrifar Afundi stjómar SVFR og veiðiréttareigenda fór mikiil tími í að ræða hvað hægt væri að gera til þess að hjálpa ánni að rétta við, en hún hefur ekki verið upp á sitt besta síðustu árin. Vatnsleysi hefur farið illa með ána, en alvarlegri þró- un fínnst mönnum vera hversu illa farinn vorlaxastoftiinn virðist vera. Stórlaxinn. Það er vegið gífurlega að þeim stofni, fyrst stráfella sjávar- og jökulvatnsnet- in úr torfunum og síðan taka stangveiðimenn háan toll, því vit- að mál er, að nýrunninn lax er sá sem gráðugastur er að taka að öllu jöfnu og lax tekur yfírleitt best þegar ekki of margir eru á ferð saman í ánni. Þannig veiðist mikið upp á stöng af þeim stórlöx- um sem sleppa við netin. Þegar líður á júni, hverfa dreggjamar af stórlaxinum úr veiðinni að mestu, þeir dreifa sér frammi á dal og veiðast sjaldan, enda fáir eftir. A seinni árum ber auk þess æ meira á því að smálaxinn sem í ána gengur er smærri heldur en eðlilegt getur talist. Sum sumur, eins og t.d. það síðasta, em 2-3 punda laxar algengir. En á ámm áður var smálax 5-6 pund og smærri fískur en 4 pund var fág- ætt og forvitnilegt fyrirbæri. Netaveiðin er talsverður þymir í augum stangveiðimanna, en það er ekkert nýtt. Þykir mönnum nú samt keyra um þverbak, þegar þessir minnstu tittir sem um ræð- ir, veiðast í hrönnum með rifna bakugga eftir netin. Væri þá ekki ffáleitt að ætla að stórlaxar sleppi yfírleitt ekki úr möskvunum, en takist það gætu örin orðið slæm. Fjölmargir sem veitt hafa í Borg- arfírði, þar á meðal sá er þetta ritar, hafa séð hrikalega útleikna stórlaxa. Hreisturlausa á stómm köflum og með djúp svöðusár inn- an um netaförin. Samkvæmt þessu, þá er það skoðun sumra sem um Norðurá hugsa mikið, að það séu 2-3 punda tittimir sem halda stofninum uppi i hrygning- unni og nú sé það farið að sýna sig. Nú hafa nokkrir Norðurárvinir verið með hausana í bleyti og ein athyglisverðasta hugmyndin er þessi: Að semja við einhvem neta- bóndann um að kaupa laxa af Norðurárkyni iifandi í júní. Flytja síðan þá laxa langt fram í Norð- urá. Hugsanlegt væri einnig að veiða þessa laxa á einhveijum heppilegum stað í kistur og flytja þá svo í ána. Hvað svo sem þessum vangavelt- um líður, þá varð það að sam- komulagi stjómar SVFR og eigenda Norðurár, að hafín skuli umfangsmikil rannsókn á því hvemig mætti auka laxagöngur í hina fomfrægu laxveiðiá. Er hug- myndin að hafa að leiðarljósi hvemig staðið hefur verið að verki við nágrannaána Langá Mýrum. Það hefur fleira verið að gerast hjá SVFR að undanfömu, samið var nýverið um áframhaldandi leigu á Blöndu til jaftis við tvö stangvéiðifélög nyrðra og hefur hvert um sig þriðjung veiðileyfa á sínum snærum. SVFR gekk einnig frá áframhaldandi leigu á Svartá, þverá Biöndu. Hvorki Svartá eða Blanda munu hækka umfram verðbólgu. Veiðitíminn í Svartá verður færður fram um fímm daga, til 25. júní, og lýkur veiðinni því fímm dögum fyrr, eða 15. september. Er þetta ekki órök- rétt þar sem laxagöngur hafa verið í fyrra lagi á ferðinni síðustu sumur. Þá hefur SVFR endumýj- að samkomulag um veiði í Breið- dalsá og verður talsverð hækkun á þeim bæ og kannski verður hægt að segja nánar frá því síðar. Fregnir um verðlag veiðileyfa ber- ast nú jafnt og þétt og virðist sem að víðast hvar sé stefnt að því að leyfi hækki lítið eða ekki um- fram verðbólgu. Það er að vísu talsverð krónutöluhækkun. Af tveimur ám hefur frést að leigu- takar ætli að halda óbreyttu krónutöluverði frá síðasta sumri, em það Vatnsdalsá og Laxá ( Kjós. Stjóm SVFR opnar gjaman Norðurá og landa oftar en ekki mörgum stórl- öxum. í seinni tíð hefur verið helst til lítið eftir af stórfiskinum góða og sá smálax sem komið hefur verið lélegur Veiðivörur EIÐISTORGI KNATTSPYRNA / ENGLAND Liverpool eina taplausa liðið og forskotið eykst Reuter Enginn má við margnum Tottenham iék lengst af með 10 menn gegn Liverpool og komst lítt áleiðis. Á myndinni sjá Ronny Whelan og Gary Giliespie til þess að Chris Fairclough fer ekki lengra. LIVERPOOL er eina taplausa liðið í Englandi. Það er nú með fimm stigar forskot á toppi fyrstu deildarog á auk þess leik tii góða. Önnur efstu lið deildarinnar, sem láku um helgina, töpuðu öll stigi eða stigum og ósigrar Arsenal og QPR gegn liðum í fallbaráttu sýna að ekkert er sjálfgefið í ensku knattspyrnunni frekar en fyrri daginn. Teriy Venables stjómaði Spurs í fyrsta skipti, en stuðnings- menn liðsins fóm enn einu sinni ósáttir heim, níundi leikurinn í röð ■PBH án sigurs og aðeins FráBob tvö stig. Tottenham Hennessy tapaði 2:0 á White /Englandi Hart Lane fyrir Li- verpool að viðstödd- um 47.500 áhorfendum og eina huggun aðdáenda Spurs var að Arsenal tapaði með sömu marka- tölu gegn Watford’. Steve McMahon, besti maður leiksins, skoraði fyrra mark Liverpool á 62. mínútu og Craig Johnston, sem kom inn á sem varamaður fyrir Walsh, innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyr- ir leikslok. Steve Hodge hjá Spurs sló Ray Houghton í andlitið á 17. mínútu, var vikið af velli, dýrkeypt högg og þó Tony Park léki vel í marki Spurs, var tap óumflýjanlegt. Maxwell fékk sjö stig Þijú lið blaðakóngsins Maxwells stóðu sig vel, Watford og Derby sigmðu og Oxford náði markalausu jafntefli gegn Everton í Liverpool. Everton átti leikinn, en leikmönnum liðsins, einkum Adrian Heath, mistókst allt upp við mark mótheij- anna og eins var Hucker, markvörð- ur Oxford, góður. Watford fékk Arsenal í heimsókn og vann 2:0 með mörkum frá Kenny Jackett (18. mín.) og Luther Blissett (88. mín.). Graham, stjóri Arsenal, var gramur eftir leikinn. „Ég hef ekkert á móti því að leika gegn 11 mönnum, en það er erfítt að eiga við 14 menn,“ sagði hann við dómarann. Þetta var annar sig- ur heimamanna í síðustu 11 leikj- um, en þrátt fyrir tapið er Arsenal í 2. sæti. Derby vann 2:1 í Southampton. Phil Gee og Andy Gamer skoruðu fyrir gestina eftir að Andy Townsend hafði náð forystunni fyr- ir heimamenn. Harka ó Stamford Bridge Chelsea og Wimbledon gerðu 1:1 jafntefli í grófum leik eins og oft vill verða, þegar Wimbledon er ann- ars vegar. Tveimur leikmanna liðsins, Brian Gayle og Carlton Fair- weather, var vikið af velli, Gayle fyrir að mótmæla réttilega dæmdri vítaspymu á liðið, sem Gordon Durie jafnaði úr, og Fairweather fyrir ljótt brot. Fimm leikmanna gestanna voru bókaðir, en alls hafa leikmenn liðsins verið bókaðir 35 sinnum á tímabilinu. Dennis Wise skoraði mark Wimbledon. Hvorki gengur né rekur hjá QPR þessa dagana og liðið mátti þola 3:1 tap ( 'Sheffíeld. Mark Proctor (9. mín.) og Gary Megson (44. mín.) skoruðu fyrir Sheffield áður en Gary Bannister (66. mín.) minnkaði muninn. Mel Sterland skoraði þriðja mark Sheffíeld og áttu áhorfendur erfitt með að trúa að QPR væri í hópi efstu liða, lélegra lið hefur ekki heimsótt Sheffield á tímabil- inu. Charlton tapaði 2:1 fyrir Newcastle og situr á botninum. Jones skoraði fyrir heimamenn á 6. minútu, Com- well jafnaði á 45. mínútu og Mirandinha skoraði sigurmark Newcastle á 57. mínútu. Fyrsti útisigur Portsmouth í 1. deild síðan 1958 varð að veruleika, þegar liðið vann Norwich 1:0. Barry Home skoraði eina mark leiksins. Leik Nottingham Forest og Luton var frestað vegna þoku, en Man- chester United sat yfír og skellti sér til Hamilton á Bermuda og vann heimamenn 4:1. Robson, Whiteside, Davenport og McClair skoruðu mörkin. FRAKKLAND Racing Paris áfullriferð Það lið sem hæst ber í frönsku deildarkeppninni í knattspyrnu þessa daganna er Matra Rac- ing París. Gengi Parísarliðanna Matra Racing og París St. Germain hefur algerlega snúist við á þessu tímabili, yfirleitt er PSG ítoppbaráttu, en Matra í glímu við falldrauginn. Nú er þetta öfugt og St. Germa- in tapaði um helgina ellefta leiknum og er í þriðja sæti talið neðan frá. Mahut skoraði sigur- mark Matra Racing gegn Laval og skaust liðið þar með upp í 2. sæti deildar- innar og er fjórum stigum á eftir Monakó. Óvæntasti sigurinn, eða óvæntasta tapið, allt eftir því hvemig á það er litið, var 2-3 ósigur Nantes á heimavelli gegn St.Etienne. Var tap Nantes óvænt því liðið hefur leikið Frá Bemharði Valssyni IFrakklandi feikivel að undanfömu. Skotinn Mo Johnstone og Aneiani skoruðu fyrir Nantes, en Tibeuf (2) og Ferri skor- uðu mörk StEtienne. Mo Johnstone hefur nú skorað 11 mörk í frönsku deildinni og er markhæstur. Vestur Þjóðveijinn Kláus Allofs var hetja Marseilles, skoraði eina mark leiksins er Marseilles sigraði Borde- aux 1-0. í Le Havre tók heimaliðið á móti toppliðinu Monakó. Le Havre vermir eitt af fallsætunum og tókst liðinu að draga Mónakó niður á sitt plan. Skildu liðin jöfn án þess að mark væri skorað. Þá vakti einnig athygli viðureign Montpellier og Niort, tveggja liða sem léku í 2. deild á síðasta keppnistímabili. Montpellier sigraði 1-0 með marki Perez. Loks má geta, að París St. Germain tapaði sem fyrr sagði ellefta leik sínum, Toulouse sigraði 2-1 á heimavelli sínum með mörk- um Despeyroux og Stophyra, en Sene svaraði fyrir PSt.G SKOTLAND Rangers sigraði GRAEME Souness skellti sér til Frakklands á föstu- daginn, keypti Ray Wilkins fyrir 250.000 pund frá Paris SG, lák í 81 mínútu með Rangers, þegar liðið vann Hearts 3:2. Iain Durrant skoraði sigur- mark Rangers á 74. mínútu. Robert Fleck og Craig Levein (sjálfsmark) skoruðu fyrri mörk Rangers, en Mike Galloway og John Robertson fyrir Hearts. Áhorfandi á leik Hibs og Celtic kastaði táragashylki að stuðn- ingsmönnum heimamanna. Það sprakk, 500 áhorfendur þutu út á völlinn og leikurinn tafðist ( 17 mínútur. 43 áhorfendur voru fluttir á sjúkrahús og sögðu forráðamenn félaganna að glæpsamlegt athæfí eins manns hafí verið um að ræða sem ætti ekkert skylt við skipulögð ólæti og yrði tekið hart á málinu. Frank McAvennie skoraði eina mark leiksins á 21. m(nútu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.