Morgunblaðið - 05.12.1987, Side 7

Morgunblaðið - 05.12.1987, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 7 Þróunaraðstoð: Fjórir íslending’ar á Græn- höfðaejjum næstu 18 mánuði RANNSÓKNASKIPIÐ Fengnr Grænhöfðaeyja. Þar hefur Þró- heldur um helgina áleiðis til unarsamvinnustofnun Islands Allan Vagn Magnús- unnið að þvi, siðan 1980, að að- stoða eyjaskeggja við að tileinka sér nútíma tækni á sviði f iskveiða og -vinnslu. Fjórir íslendingar munu dveljast á eyjunum næstu 18 mánuði. son borgardómari ALLAN Vagn Magnússon hefur venð skipaður dómari við embætti borgardómarans í Reykjavík. Hóf hann störf 10. nóvember síðastlið- inn. Allan Vagn útskrifaðist frá laga- deild Háskóla íslands árið 1971. Hann starfaði að prófi loknu um nokkurt skeið sem fulltrúi á lögfræði- skrifstofu Benedikts Sveinssonar, en þar á eftir sem fulltrúi bæjarfógetans í Vestmannaeyjum. Síðar réðst hann sem fulltrúi til embættis sýslumanns- ins á Ámessýslu og undanfarið hefur hann starfað sem héraðsdómari við embættið. Allan Vagn Magnússon Morgunblaðið/Júlíus Þrír verða í áhöfn Fengs og veiða lítt nýtta borrategund (sea bream) í botnvörpu en sá fjórði, Stefán Þórarinsson, er verkefnisstjóri og ábyrgur fyrir veiðunum og vinnsl- unni. Fiskurinn verður ísaður í kassa um borð en frystur í landi og seldur, líklega til Englands. Söluhorfur eru taldar þokkalegar. Alls mun á annað hundrað eyja- skeggja fá vinnu við verkefnið. Sex menn verða í áhöfn Fengs á leið til Grænhöfðaeyja en tveir þeirra, Hjörtur Jónsson kokkur og Jens Andrésson vélstjóri, fara aftur heim með fyrstu flugvél enda eru þeir eingöngu með til að skipið telj- ist fullmannað á leiðinni. Eftir verða Stefán Þórarinsson verkefnisstjóri, Sigurður Hreiðarsson skipstjóri, Jóhann Gunnarsson stýrimaður og Jóhann Pálsson vélstjóri.. Stefán , Morgunblaðið/Sverrir Áhöfnin á Feng. Fremstur er Sigurður Hreiðarsson skipstjóri en bak við hann standa frá vinstri, Jens Andrésson, Stefán Þórarinsson verk- efnisstjóri, Hjörtur Jónsson Jóhann Gunnarsson og Jóhann Pálsson. hefur unnið fyrir Þróunarsamvinnu- stofnun síðastliðin þrjú ár og gjörþekkir starfið á Grænhöfðaeyj- um. Hinir þrír hafa hingað til róið á norðlægari mið, Sigurður hefur verið skipstjóri á bátum frá Stykkis- hólmi, Jóhann Gunnarsson var síðast skipstjóri á Baldri frá Dalvík og Jóhann Pálsson hefur verið vél- stjóri á Fossunum. Fengur er 157 brúttórúmlestir, smíðaður á Akureyri 1984. Undan- farið hafa verið gerðar gagngerðar endurbætur á skipinu til að gera það betur hæft til togveiða en áð- ur. Skipið verður nánast drekk- hlaðið á siglingunni suður, fískikassar og -umbúðir verða með- ferðis en einnig ýmis matvara sem færð verður eyjaskeggjum svo sem 30 tonn af mjólkurdufti og nokkur hundruð lítrar af þorskalýsi. ...AO EIONAST ÞENNAN HORNSOFA 7 Komið og sjáið hreint ótrúlegt úrvai afgæða leðursófum og leðursófasettum. Iferð frá kr, 98.000 Sérpön tunarþjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.