Morgunblaðið - 05.12.1987, Side 34

Morgunblaðið - 05.12.1987, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 Samkomulag ríkisstjórnar um skatta- og tollabreytingar: Mestu breytingar á skattakerfinu í áratugi - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Morgunblaðið/Júlíus Steingrimur Hermannsson utanrikisráðherra, Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra og Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra kynna fréttamönnum breytingar á skatta- og tollalögum. RÍKISSTJÓRNIN náði á fundi i gær samkomulagi um mörg atriði tekjuhliðar fjárlagafrumvarpsins og verða frumvörp þar að lútandi lögð fram á Alþingi strax eftir helgina. Er þar um að ræða breyt- ingar á tollum, vörugjaldi og söluskatti. Söluskattur verður áfram 25% á varning stað 22% söluskatts eins og áður var miðað við, en lægri söluskattur á þjón- ustu. Vörugjald verður 14% i stað 17% eins og áður var gert ráð fyrir. Einnig lækka hæstu toUar úr 80% í 30%. Gert er ráð fyrir að þessar kerfisbreytingar skili ríkissjóði 600 miiyón króna tekju- auka á næsta ári. Ekki hefur enn verið fjaUað endanlega um gjaldahUð fjárlagafrumvarpsins í rikisstjórn en gert er ráð fyrir að ákvarðanir þar að lútandi verði teknar á ríkisstjórnarfundi í dag. A fundi með fréttamönnum, eftir ríkisstjómarfundinn í gær, kynntu formenn stjómarflokkanna helstu atriði þeirra kerfisbreytinga sem náðst hafði samstaða um. Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sagði að þama væri um að ræða verulega kerfisbreytingu í óbeinni skatt- heimtu sem fæli í sér lækkun tolla og sex annara gjalda, fækkun und- anþága og meiri samræmingu í söluskatti, öruggari tekjuöflun ríkis- sjóðs, bætt skattaskil og ráðstafan- imar í heild yrðu til þess að lækka verðbólgu. Þorsteinn sagði að á undanfömum ámm hefði verið unnið að tillögum um nýtt og einfaldara tollakerfi með lægri tolltöxtum, svo og einfaldara vörugjaldskerfi. Þessar hugmyndir væm nú settar í framkvæmd og væm veigamestu breytingar á skattakerfí sem gerðar hefðu verið á undanfömm áratugum ásamt með staðgreiðslukerfí skatta. A fundinum var eftirfarandi lagt fram til kynningar á breytingum á tekjuöflunarkerfi ríkisins: 1. Tollar • Með lækkun hæstu tolla úr 80% í 30% og afnámi fjölmargra gjalda er stefnt að því að vömverð á ís- landi standist betur samjöfnuð við vömverð í útlöndum. Úreltar skil- greiningar tollalaga, þar sem dag- legar neysluvömr em hátollavömr, era felldar niður. • Af 6 þúsund tollnúmeram bera 5 þúsund engan toll. • Fjömtíu mismunandi tollstig, frá 0 til 80% falla niður. í staðinn koma sjö jöfn þrep, frá 0 til 30%. Tollar á matvömm em nær undantekning- arlaust felldir niður. • Fjölmargar vömtegundir sem borið hafa háa tolla og vömgjöld lækka stórlega í verði. Brenglun vömverðs sem tollar og vömgjöld hafa valdið verður leiðrétt. Mörg dæmi em um verðhækkun á bilinu 20—40%. Verslun flyst inn í landið. 2. Vörugjöld • Sex mismunandi gjöld verða felld niður, fjögur mismunandi vömgjöld sem nú era 7, 17, 24 og 30%. Jafn- framt falla niður tollaafgreiðslu- gjald, sem nú er 1% og bygginga- riðnaðarsjóðsgjald, 0,5%. • Lagt verður á eitt vömgjald, 14%, sem leggst á nokkra skýrt af- markaða vömflokka, sem nú bera margvísleg vömgjöld. á bilinu 17—30%. Þessar vömr em: Sælgæti og kex, öl, gosdrykkir og safar, ýmis konar raftæki, hljómtæki, sjón- vörp og myndbönd, blöndunartæki og kranar, raflagnaefni, hreinlætis- tæki svo og steypustyrktaijám. Innlendum gjaldendum fækkar til muna og eftirlit verður einfaldara. Einföldun tolla- og vömgjalda auðveldar framkvæmd og opnar nýja möguleika til betri innheimtu söíuskatts. 3. Söluskattur • A næsta ári verður söluskattur áfram 25% og leggst jafnt á allar neysluvömr. • Söluskattur fellur niður í árslok 1988 þegar 22% virðisaukaskattur leysir hann af hólmi. Undanþágum og undandráttarmöguleikum fækkar og eftirlit verður hert. 4. Aðgerðir til tekjujöfnunar • Mikilvægustu neysluvömr heim- ilanna eins og mjólk, dilkakjöt, smjör og skyr hækka ekki í verði þar sem niðurgreiðslur verða auknar um 1250 millj. kr. Verðhlutföll milli dilkakjöts og svína- og alifuglakjöts raskast ekki þar sem kjamfóður- skattar verða lækkaðir. • 600 milljónum kr. verður varið til hækkunar á bótum lífeyristrygg- inga og bamabótum. Bamabætur verða greiddar út fyrirfram á þriggja mánaða fresti. 5. Verðlagsáhrif .vegna þessara breytinga • FVamfærsluvísitala breytist ekki • Byggingarvísitala lækkar um 2,3% 0 Lánskjaravísitala lækkar um tæpt 0,8%. Að auki koma ofangreindar hækkanir á bamabótum og lífeyris- tryggingum sem ekki mælast í þessum vísitölum. Breytingar á vömverði em í meg- inatriðum þessar: Mikilvægustu búvömr hækka ekki í verði. Aðrar matvömr ýmist hækka eða lækka. Tollalækkanir og afnám ijögurra mismunandi vömgjalda leiða af sér lækkun Qölmargra vömtegunda. Þar á meðal em ýmis matvara, hreinlæt- is- og snyrtivömr, borðbúnaður og búsáhöld. Fjölmargar byggingarvör- ur lækka í verði, m.a. hreinlætistæki, blöndunartæki, kranar, hitastillar, gólfteppi og dúkar, efni til raflagna og steypustyrktaijárn. Sem dæmi um skyldar vömr, sem ýmist hækka eða lækka í verði má nefna að sjónvörp, myndbönd og hljómflutningstæki lækka, kæli- skápar og þvottavélar hækka, frystiskápar og þurrkarar lækka. Bílavarahlutir og hjólbarðar lækka í verði. Fjölmargar íþróttavömr lækka í verði. Þá er með þessum skattkerfis- breytingum stigið lokaskrefið að afnámi tolla á hráefnum til innlendr- ar framleiðslu. Tollar af rekstrarvör- um og aðföngum framleiðsluat- vinnuveganna ýmist falla niður eða lækka. Dregið úr vanskilum Jón Baldvin Hannibalsson fjár- málaráðherra sagðist vilja vekja á því athygli að í umræðum um breyt- ingar á söluskattskerfinu hefði athygli manna og fjölmiðla beinst að svokölluðum matarskatti. Nú hefði fundist lausn sem þýddi að engin verðbreyting yrði á þýðingar- mestu afurðum hefðbundins land- búnaðar og þar með um leið stærstu neysluvömm landsmanna. Hann sagði að þessi lausn sameinaði alla helstu kosti einföldunar skattakerf- isins án þess að það hafi í för með sér verðhækkanir á þessum þýðing- armiklu neysluvömm. Jón Baldvin sagðist vera þess full- viss að einföldun söluskattskerfisins myndi draga stórlega úr vanskilum og undandrætti frá söluskatti og um leið væri búið að leggja gmndvöll að einföldu og traustu virðisauka- skattkerfi sem yrði á mjög breiðum skattstofni og gæti þýtt lækkun þegar vikið yrði frá þessu gamla og úrelta söluskattkerfi. Hann nefndi hugmynd í tengslum við þetta, að þegar tollþjónustan fær minni verkefni vegna einföldunar tollakerfísins, mætti gera ráð fyrir að fetað verði í fótspor Dana með því að fela henni eftirlit með sölu- skatti og síðar virðisaukaskatti. Þar væri þjálfað starfsfólk sem ætti enn frekar að tryggja betri innheimtu. Verða Glasgow- ferðir óþarfar? Jón Baldvin sagði að meginþáttur þessara breytinga væri sá að „Glas- gowferðir" yrðu óþarfar. Verslunin myndi færast í stórauknum mæli inn í landið vegna þess að með tolla- breytingunni væri verið að færa verðhlutföll innbyrðis nær því sem er í grannlöndum okkar. Hægt væri að nefna tugi dæma um vömtegund- ir sem áður vora flokkaðar í hátolla- flokkum samkvæmt úreltum hugmyndum um lúxusvaming en væm nú orðnar að hversdagslegum neysluvenjum fólks og verð á þeim vömm myndi lækka á bilinu 20-40%. Full samstaða stjórnarflokka Steingrímur Hermannsson ut- anríkisráðherra sagðist vilja leggja á það vemlega áherslu að full sam- staða væri á milli stjómarflokkanna um þessi mál en enginn vafi léki á að hægt væri að fínna að ýmsum atriðum þegar svona svona mikil- vægar breytingar væm gerðar. í heild væm þó langtum fleiri atriði til bóta og ýmsir agnúar hefðu verið sniðnir af í meðferð þessara mála síðustu daga. Steingrímur vildi leggja sértaka áherslu á að inni í þessu samkomu- lagi væri áfram vemd fyrir innlenda framleiðslu, bæði fyrir matvæla- framleiðendur og iðnaðarframleið- endur. Aðlögun yrði veitt fyrir nýja framleiðslu sem menn hafa komið hér á fót, í samræmi við samninga EFTA, sem gefa iðnrekendum kleyft að næta þessari snöggu kerfisbreyt- ingu á nokkmm tíma. Hugmyndir em einnig um sérstakt innflutnings- gjald á innflutt grænmetis sem verði breytilegt eftir tegundum og árstíma. Steingrímur sagðist jafnframt vilja leggja á það áherslu að enn væm í söluskattskerfinu fjölmargar undanþágur sem ekki hefði tekist að ráða við og yrði ekki fyrr en með virðisaukaskattinum. Þar væri enn- þá margt ógert sem ríkisstjómin muni taka á, á næsta ári. Ekkí samkomulag um fyrri tillögrir Jón Baldvin Hannibalsson sagði síðan að aðalskýring breytingarinn- ar á söluskattsprósentunni úr 22% í 25% væri sú að afla þurfí tekna til að tryggja að þessi kerfisbreyting fari í gegn án þess að verð á ýmsum nauðsynlegum matvælum hækki. Þegar Morgunblaðið spurði Jón Baldvin um ástæður þess að fyrri hugmundir um útfærslu söluskatt- kerfisins vom lagðar til hliðar sagði hann að ekki hefði tekist samkomu- lag á gmndvelli fyrri tillagna og þá hafí stefnt í íllt efni. Hefði þá verið reynt að stilla dæminu upp á nýtt með hliðsjón af því hvemig hægt væri að ná hagstæðustu framkvæmd á kerfisbreytingunni sem pólítísk samstaða gæti tekist um. Hann sagði að alþýðuflokksmenn hefðu lagt á það höfuðáherslu frá upphafi að hætta fúskinu í skatta- kerfinu og fá samræmdan skatt- stofn, rökréttan aðdraganda að virðisaukaskattskerfinu og frambúð- arlausnir. Aðrir hefðu lagt á það áherslu að auka yrði niðurgreiðslur til að halda niðri vömverði og einnig hefðu verið uppi mörg önnur sjónar- mið, svo sem tollavemd vegna grænmetis og tímabundin vemd fyr- ir íslenskan iðnað. Þessum sjónar- miðum hefði verið púslað saman þannig að niðurstaðan varð þessi. Jón sagði að með henni væri kerf- isbreytingin tryggð til frambúðar. Vömverðshækkun yrði engin á hefð- bundnum búvömm en það kostar mikið fé í niðurgreiðslum, þannig að minna væri aflögu til annarskon- ar tekjuöflunaraðgerða. Heildamið- urstaðr.n sé sú að náðst hafi fram útfærsla sem á mælikvarða bygg- ingaverðs og lánskjaravísitölu væri sú hagstæðasta og matvömhækkun- in sé í lágmarki. Sprettur á borð við síldarvertíð Jón Baldvin sagði að þessi enda- sprettur, eins og hann orðaði það, hefði tekið þijá sólarhringa. „Menn hafa unnið dag og nótt og ég dáist mikið að vinnuþoli og þreki starfs- manna minna í ráðuneytinu. Þeir hafa tekið á sig vökur setn em að minnsta kosti á borð við eina síldar- vertíð," sagði Jón Baldvin Hanni- balsson. Morgunblaðið/RAX Menntamálaráð og höfundar nokkurra þeirra bóka, sem gefnar eru út af Menningarsjóði í ár, frá vinstri: Dr. Eysteum Sigurðsson, Guðmundur Daníelsson rithöfundur, Arni Böðvarsson cand. mag., Indnði G. Þorsteinsson rithöfundur, Úlfur Hjörvar og Gunnar Eyjólfsson úr Menntamálaráði, Sólr- ún Jensdóttir formaður Menntamálaráðs, Áslaug Brynjólfsdóttir varaformaður, Helga Kress ritari og Vilhjálmur Hjálmarsson fyrrum alþingismaður og ráðherra. Sólrún Jensdóttir kjörin formaður Menntamálaráðs Níu bækur gefnar út á vegum Menningarsjóðs SÓLRÚN Jensdóttir hefur ver- ið kjörin formaður Mennta- málaráðs. Varaformaður var kjörin Áslaug Brynjólfsdóttir og Helga Kress ritari, en auk þeirra eru í ráðinu Gunnar Eyjólfsson og Úlfur Hjörvar. Menntamálaráð hefur meðal annars með höndum umsjón með bókaútgáfu á vegum Menningarsjóðs og Þjóðvinafé- lagsins og á fundi með frétta- mönnum á föstudag voru kynntar niu bækur, sem komið hafa út á vegum Menningar- sjóðs að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.