Morgunblaðið - 05.12.1987, Page 61

Morgunblaðið - 05.12.1987, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1987 61 gift Vigni Jónssyni á ísafirði og eiga þau 3 börn. Alls telst mér til að afkomendur Guðrúnar og Helga séu nú orðnir 159 talsins og kann þó eitthvað að vera vantalið, enda hópurinn orðinn dreifður og enginn lengur til að sjá um að bókhald sé í lagi. Eg var svo lánsamur, að eftir að amma mín hafði brugðið búi tók Guðrún, móðursystir mín, mig í Unaðsdal til sumardvalar og var ég þar á hveiju sumri í nærfellt áratug, frá því skóla lauk á vorin þar til hann hófst aftur að hausti. Fyrsta sumarið mitt gekk Helgi bóndi ekki heill til skógar og hné til foldar um haustið 1945 og hafði þá afkastað ævistarfi, sem margur honum langlífari hefði mátt öfunda hann af. Það er hveijum manni hollt að kynnast slíkum mannkosta- manni og geyma minningu um hann. Næstu árin stóðu fyrir búi með móður sinni Kjartan, síðar bóndi í Dal, þá var tvítugur að aldri og þeir Jón og Hannibal. Þeir létu hvergi deigan síga og héldu upp- teknum hærri um athafnir og umsvif. Síðasta ár sitt hafði Helgi fest kaup á gamalli Intemational dráttarvél og hafist handa um að bijóta land til sáningar og sléttun- ar, sem á einu ári tók því fram, sem hann hafði afkastað næstu tvo ára- tugina á undan. Þessu starfí héldu þeir bræður áfram og Kjartan einn, eftir að hann hafði kvænst Stefaníu og þau tekið við föðurleifð hans og er Unaðsdalur nú í hópi mestu bú- jarða við Djúp, „heiðarlega húsað- ur“ og vel setinn og myndarlega. Guðrún flutti suður en kom þó nokkur fyrstu árin jafnan heim á sumrum og alltaf öðru hvoru síðan. Hún fór á milli góðbúanna bama sinna og létti undir með þeim svo sem hún mátti þegar, og ef, erfíð- leikar steðjuðu að. Hún hélt óskertu vinnuþreki lengst af ævinnar og var við býsna góða heilsu þar til allra síðustu árin. 1970 flutti hún í eigin íbúð í húsi Öryrkjabandalagsins við Hátún, eignaðist þar nýja vini og kunningja og undi vel sínum hlut. Þótt nokkuð hefði af henni dregið átti hún því láni að fagna að geta samfagnað með ættbálki sínum og öðm samferðafólki á níræðisaf- mælinu 3. júlí í sumar og var það eftirminnilegur fagnaður. Hún lést þann 22. nóvember og var orðin hvíldinni fegin. Hætt er við að nú fækki þeim tilefnum er safni saman þeim fríða og föngulega hópi afkomendanna frá Unaðsdal er gáfust við merkis- daga ættmóðurinnar miklu. Þá dettur niður merkur kafli í lífssin- fóníunni, því að þar var jafnan létt yfír og slegið jafnt á strengi gam- ans og alvöru. Atgervi, fríðleiki og gerðarþokki er þessu fólki sameig- inlegt ættareinkenni og návist þess notaleg. Ég hef talið það mér stóran ávinning að vera með nokkmm hætti fóstraður upp af þeim mæðg- um þremur: Guðríði, ömmu minni, Sólveigu, móður minni, og Guð- rúnu, móðursystur minni. Þeirra nöfn mun ég jafnan nefna þegar ég heyri góðrar konu getið. Þá er það ekki ónýtt, að hafa átt þess kost að alast upp með frændsystk- inunum sextán frá Unaðsdal í starfí og leik og deila með þeim síðar gleði, áhyggjum 'og sorgum. Með slíkan frændgarð að bakhjalli verð- ur lífíð ljúfara en ella. Ég hygg að ég mæli fyrir munn allra ættingja, afkomenda og ann- arra samferðamanna Guðrúnar Ólafsdóttur er ég flyt henni þakkir að ferðalokum fyrir að hafa gert okkur, sem eftir lifum, lífið auðugra og betra. I dag verður hún lögð til hinstu hvílu við hlið Helga bónda síns í kirkjugarðinum heima í Un- aðsdal. Þar var lífínu lifað. Þar vildi hún bera beinin. Ólafur Hannibalsson AUSTURRÍKI vetrarfrí í fjöllum Austurríkis Enn eru í boði frábæru, ódýru og eftirsóttu skíðaferðirnar til Austurríkis. Áfangastaðina þekkja margir af góðri reynslu: skíðabæina Zell am See, Mayrhofen og Kitzbithel. Flugleiðir fljúga beint til Salzburg einu sinni í viku og þaðan er ekið til skíðasvæðanna. Þið munið góðu brekkurnar, sólina, snjóinn, náttúrufegurðina, notalegu veitingastaðina, þægilegu gistihúsin, fjörið og allt hitt. Hafið samband við söluskrifstofur Flugleiða eða ferðaskrifstofur og fáið nánari upplýsingar. Upplýsingasími: 25 100 FLUGLEIDIR -fyrírþíg- Kjarnorkuvopn í íslenskri lögsögfu: Erfitt að tryggja að stefna íslend- inga sé undantekningarlaust virt Utanríkisráðherra svaraði í sameinuðu þingi á fimmtudag fyrirspurn frá Hjörleifi Gutt- ormssyni (Abl.-Al.) um hvernig hann hygðist tryggja að sú stefna væri undantekningarlaust virt, að ekki væru kjarnavopn í skip- um sem kæmu inn í íslenska lögsögu og íslenskar hafnir. Sagði utanrikisráðherra öllum samstarfsríkjum okkar innan Atlantshafsbandalagsins vera þessi stefna kunn og vilji meðal þeirra að virða hana. Steingrímur Hermannsson, ut- anríkisráðherra, sagði að eins og hefði greinilega komið fram væri það stefna íslenskra stjómvalda að hér á landi væru ekki kjarnorku- vopn. Fyrri utanríkisráðherrar, sérstaklega Geir Hallgrímsson, hefðu líka lýst þessu yfir. Því miður væri ekki hægt að tryggja það und- antekningarlaust að þetta væri virt. Minnti utanríkisráðherra á að jafn- vel herveldi á borð við Svía gengi illa að halda kafbátum, sem hugs- anlega hefðu kjamorkuvopn innan- borðs, úr skeijagarði sínum. Utanríkisráðherra sagðist leggja á það áherslu að þessi ákvörðun yrði virt og myndi hann gæta þess að hún væri öllum kunn. Hins veg- ar hefðum við ekki tæki í höndunum til þess að sjá til þess að hún yrði undantekningarlaust virt. gadaspibnnn Leisidiskurinn er í dag viöur- kenndur sem besti og flutningsmátinn á statrænm l Leisídiskurinn hefur sannaötii- vemréttsinnoggamatkunna Sp'atanhoparóöumogveröur hverfandi á markaönum innan PhiHpskom tyrst fram asjónar- sviöiö með leisidiskinn og geisla spilarann árið 1980. Frá peim tima hefur Philips sett meira en 110 framleiöendurrí leyti X\\ framleiðslu. philipskann pví tökinátækninni Forritun á allt að 20 lógum/rásumdag Hoppaðy,ir timalengdum* 1»»“^ siöasta lag endurtekið. SS'S' SLÍKERUTÖKPHILlPb ÁTÆKNINNU meif HAFNÁRSTRÆTia-SlMI^MSS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.