Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 B 3 Kardinálanum er fagnað við heimkomuna f þorpið. Sjónvarpið: Faðirvor ■■■ Bíomyndin Á móti vindi, (To Race the Wind), er um Cyey 05 Harold Krents, ungan mann sem hefur verið blindur frá bamæsku. Honum gengur illa að fá fólk til að viðurkenna hæfileika sína og þegar hann byijar í Harvard háskóla reynast for- dómar skólafélaganna erfiðari viðfangs en námsefnið. Aðalleikarar eru Steve Guttenberg og Barbara Barrie, en leikstjóri er Walter Grauman. Kvikmyndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ ★ . ■■■■ Faðir vor, (Padre Nuestro) er heiti á spánskri bíómynd, 00 40 sem Sjónvarpið sýnir í kvöld. Hún segir frá kardinála sem á skammt eftir ólifað og snýr heim til æskustöðvanna eftir langa íjarveru. Það kemur í ljós að hann hefur ekki lifað flekk- lausu lífí því hann á afkomendur í þorpinu. Hann vill nú bæta fyrir syndir sínar og þegar hann ákveður að ráðstafa eignum sínum, sem eru allnokkrar, myndast óeining í þorpinu. Með helstu hlutverk fara Femando Rey, Francisco Rabal og Victoria Abril. Leikstjóri er Franc- isco Regueiro. Ljósvakinn: Helgarmorgnar Stðð2: Annað föðurland ■■■■ Bíómynd um ' 00 30 breska leyni- ****-~~~„ þjónustumann- j. inn Guy Burgess, sem | uppvís varð að samstarfi § við rússa, er sýnd á Stöð 2 * í kvöld. Myndin heitir Ann- að föðurland, (Another Country) og fjallar um óhamingjusama skóla- göngu Burgess í breskum heimavistarskóla í upphafí fjóðra áratugsins. Hún lýs- ir hroka, kvalalosta og kynvillu þeirra yfírstéttar- drengja sem þar vom og Rupert Evrett ástarsambandi Burgess við skólafélaga sinn. Leikstjóri er Mared Kanievska, en með aðalhlut- verk fara Rupert Evrett, Colin Firth, Michael Jenn og Robert Addie. Kvikmyndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ ★ V2. ■■■■ Leynilögreglumaðurinn Travis McGee, sögupersóna úr 0^4 00 bókum Johns D. MacDonalds, er aðalpersóna myndarinnar — Stúlka á hafsbotni, (Darker than Amber). McGee bjargar lífi stúlku sem hent er fram af brú með blý fest við sig. Áður en hann kemst að nokkm um stúlkuná er hún myrt og hann ákveður að hafa uppi á morðingjanum. Aðalhlutverk leika Rod Taylor og Suzy Kendall, en leikstjóri er Robert Clouse. Kvikmyndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ ★ V2. ■■■■ Gunnar 9 00 Þórðarson, tónlistar- maður verður í loftinu á Ljósvakanum á laugardags- og sunnudagsmorgnum í desember. Gunnar ætlar að spila tónlist úr ýmsum átt- um og láta uppá- haldslögin sín fljóta með. Hann fær Meg- as í heimsókn í dag kl. 11.00 til að spjalla um nýjustu plötu sína. Gunnar Þórðarson HVAÐ ER AÐO GERASTÍ Söfn Arbæjarsafn (vetur veröur safniö opið eftir samkomu- lagi. Árnagarður [ vetur geta hópar fengiö aö skoða hand- ritasýninguna í Árnagaröi ef haft er samband viö safniö með fyrirvara. Þar má meöal annars sjá Eddukvæöi, Flateyj- arbók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Ásgrímssafn viö Bergstaðastræti er opið þri. fim. og sun. frá klukkan 13.30-16.00. Ásmundarsafn Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund- arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þar gefur að líta 26 högg- myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning- ar. Sýningin spannar 30 ára tímabil af ferli Ásmundar, þann tíma sem listamaö- urinn vann að óhlutlægri myndgerð. í Ásmundarsafni er ennfremur til sýnis myndband sem fjallar um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypur af verkum listamannsins. Safn- iö er opið daglega frá kl. 10 til 16. Skólafólk og aörir hópar geta fengiö aö skoöa safniö eftir umtali. Ustasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er lokaö i desember og janúar. Höggmyndagaröur- inn eropinndaglega frá kl. 11.00—17.00. Myntsafnið Myntsafn Seölabanka/Þjóðminjasafns er í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar peningaútgáfu. Vöruseölar og brauð- peningar frá siðustu öld eru sýndir þar svo og orður og heiðurspeningar. Lika er þar ýmis forn mynt, bæði grísk og rómversk. Safniö er opið á sunnudögum millikl. 14og 16. Náttúrugripasafnið Náttúrugripasafnið er til húsa að Hverfis- götu 116,3. hæö. Þarmásjá uppstopp- uö dýr til dæmis alla íslenska fugla, þ.á.m. geirfuglinn, en líka tófur og sæ- skjaldböku. Safnið er opið laugardaga, sunnudaga, þriöjudaga og fimmtudaga frá kl. 13.30-16. Póst-og símaminjasafnið i gömlu símstööinni í Hafnarfiröi er núna póst- og símaminjasafn. Þar má sjá fjöl- breytilega muni úr gömlum póst- og símstöðvum og gömul símtæki úr einka- eign. Aögangur er ókeypis en safniö er opiö á sunnudögum og þriðjudögum milli klukkan 15 og 18. Hægt er aö skoöa safnið á öörum tímum en þá þarf aö hafa samband við safnvörö í síma 54321 Sjóminjasafnið I sjóminjasafninu stenduryfirsýning um árabátaöldina. Hún byggirá bókum Lúöviks Kristjánssonar „íslenskum sjáv- arháttum". Sýnd eru kort og myndir úr bókinni, veiðarfseri, líkön og fleira. Sjó- minjasafniö er að Vesturgötu 6 í Hafnar- firöi. Þaðeropiöíveturumhelgar , klukkan 14-18 og eftir samkomulagi. Síminner 52502. Þjóðminjasafnið Ljósmyndasýning í tilefni af útgafu bókar um Daniel Bruun hjá bókaforlaginu Erni og Örlygi stendur nú yfir í Þjóðminjasafn- inu. Sýningin stendur til 31. desember. Þjóöminjasafniö er opið þriöjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnydaga frá 13.30-16. Þareru meöal aranarssýnd- ir munir frá fyrstu árum (slandsbyggðar og islensk alþýðulist frá miðöldum. Einn- ig er sérstök sjóminjadeild og land- búnaðardeild, til dæmis er þar uppsett baöstofa. Leiklist Leikfélag Reykjavíkur Síðustu sýningar hjá Leikfélagi Reykjavikur fram til 26. desember eru um helgina. „Hremming", eftir Barrie > Keeffe, sýning föstudagskvöld kl 20.30 í lönó. „Dagur vonar" eftir Birgi Sigurðs- son, sýning laugardagskvöld kl. 20.00 í lönó. „Dagur vonar" verður næst sýnt sunnu- daginn 27. desember kl. 20.00 i lönó. Bandariskurgamanleikur, „Beyond Therapy", sem í íslenskri þýðingu Birgis Sigurössonar rithöfundar heitir Algjört rugl veröur frumsýndur miðvikudaginn 30. desember í lönó. Verk þetta er eftir ungan bandaríkjamann, Christopher Dur- ang. Verk hans hafa hlotið athygli og unniö til verölauna, en þau eru öll flokkuð sem gamanleikir, nánartiltekiö „svartar kómedíur". Leikstjóri er Bríet Héöins- dóttir, en meðal leikenda eru Kjartan Bjargmundsson, Valgerður Dan, Guðrún S. Gísladóttir, Harald G. Haraldsson, Jak- ob Þór Einarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikmynd gerir Karl Aspe- lund. Þjóðleikhúsið Þrjár sýningar eru fyrir jól á leikriti Ól- afs Hauks Símonarsonar, „Bilaverkstæöi Badda". Tvær sýningar á laugardag og ein á sunnudag. Uppselt er á allar sýning- arnar. Leikstjóri er ÞórhallurSigurösson, en leikmynd og búningar eftir Grétar Reynisson. Leikendur: Bessi Bjarnason, Arnar Jónsson, Jóhann Sigurðarson, Sig- uröur Sigurjónsson, Guölaug María Bjarnadóttirog Árni Tryggvason. Miðasala er hafin á jólafrumsýningu Þjóð- leikshússins. Uppselt er milli jóla og nýárs, en þegar er farið aö selja miða á sýningar í janúar og febrúar. Bæjarbíó Leikfélag Hafnarfjaröar sýnir „Spansk- fluguna" eftir Arnold og Bach í Bæjarbiói laugardaginn 12. desember kl. 21.00. Leikstjóri er Davíö Þór Jónsson. Síöasta sýning. Myndlist Norræna húsið Sýning á verkum 11 sænskra grafíklista- manna stenduryfir í Norræna húsinu. Á SJÁ NÆSTU OPNU SKEMIUIT1STAÐIR UTOPIA Suðurlandsbraut 26 Skemmtistaöurinn Utopia er til húsa við Suöurlandsbrautina. Þar er 20 ára aldurstakmark. ÁRTÚN Vagnhöfði 11 [ Ártúni leikur hljómsveitin Danssporiö, ásamt þeim Grétari og Örnu Þorsteins á föstudagskvöldum, þegar gömlu dansarnir eru og á laugardagskvöldum, þegar bæði er um að ræða gömlu og nýju dansana. Síminn er 685090. BROADWAY Álfabakki 8 Rokksýningin „Allt vitlaust" verður i Broadway á og laugardagskvöld, auk þess sem hljómsveitin Sveitin milli sanda, leikur fyrir gesti. Siminn í Broad- way er 77500. HÓTELSAGA Hagatorg MÍMIS BAR Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar skemmtir í Súlnasal Hótels Sögu á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Á Mímisbar syngur Þuríður Sigurðar- dóttir ásamt tríó Árna Scheving. Síminn er 20221. CASABLANCA Skúlagata 30 Diskótek er i Casablanca á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Á fimmtudagskvöldum eru oft rokktónleikar. EVRÓPA Borgartún 32 Hljómsveit hússins, Saga-Class, leikur í Evrópu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Síminn í Evrópu er 35355. GLÆSIBÆR Álfheimar 74 Hljómsveit hússins leikur i Glæsibæ á föstudags-og laugardagskvöldum frá kl. 23.00 til kl. 03.00. Síminn er 686220. HOLLYWOOD Ármúli 5 Leitinni að týndu kynslóðinni er hreint ekki lokið í Hollywood, þar sem bæði hljómsveit af þeirri kynslóð sem og diskótek týndu kynslóðarinnar er í gangi á föstudags- og laugardags- kvöld. Borðapantanir eru I síma 641441. SKÁLAFELL Suðuriandsbraut 2 Á skemmtistaðnum Skálafelli á Hótel Esju er lelkin lifandi tónlist öll kvöld vikunnar, nema á þriðjudagskvöldum. Hljómsveitir leika um helgar. Skálafell er opið alla daga vikunnar frá kl. 19.00 til kl.01.00. Síminn er 82200. ABRACADABRA Laugavegur116 Skemmtistaðurinn Abracadabra er op- inn daglega frá hádegi til kl. 01.00. Austurlenskur matur er framreiddur í veitingasal á jarðhæðinni til kl. 22.30. í kjallaranum er opið frá kl. 18.00 til kl. 03.00 um helgar og er diskótek frá kl. 22.00. Enginn aðgangseyrir er á fimmtudögum og sunnudögum. Síminn er 10312. HÓTEL BORG Pósthússtrœti 10 Rokktónleikar eru iðulega á fimmtu- dagskvöldum á Borginni og þá frá kl. 21.00. Á föstudags- og laugardags- kvöldum er diskótek frá kl. 21.00 til kl. 03.00 og ó sunnudagskvöldum eru gömlu dansarnir á sínum stað, frá kl. 21.00 til kl. 01.00. Síminn er 11440. LENNON Austurvöllur Diskótek er í skemmtistaðnum Lennon á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 20.00 til kl. 03.00 og er þá enginn aðgangseyrir til kl. 23.00. Aðra daga er diskótek frá kl. 20.00 til 01.00. Síminn er 11322. ÞÓRSCAFÉ Brautarholt 20 í Þórscafé er skemmtidagskrá m.a: meö Lúdósextettnum og Stefóni fram til miðnættis, en þá leikur hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi. Að auki eru stundum gestahljómsveitir og diskótek er í gangi á neðri hæöinni frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Sfminn er 53333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.