Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987 B 9 VEmiMGAHÚS Hér í lista yfir veitingahús með vínveitingaleyfi á höfuð- borgarsvæðinu, eru tilgreind- ur opnunartími, yfirmenn eldhúsa, sem einu nafnieru nefndir matreiðslumeistarar hússins, yfirþjónarog meðal- verð á einum fiskrétti og einum kjötrétti. Miðast það við kvöldverðarseðil og er gefið upp afviðkomandi stöð- um. A.HANSEN Vesturgata 4, Hafnarfjörður Á veitingahúsinu A. Hansen er opið alla daga frá kl. 11.30 - 23.30 á virkum dög- um, en til kl. 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Matur er framreidd- urtil kl. 23.00. Matreiðslumeistari hússins er Guðbergur Garöarsson. Með- alverð á fiskrétti er kr. 620 og á kjötrétti kr. 940.Borðapantanireru ísima 651693. ALEX Laugavegur126 ALEX Laugavegur126 Veitingahúsið ALEX er opiö alla daga, nema sunnudaga, frá kl. 11.30 til 23.30, en tekiðervið pöntunum til kl. 23.00. Matreiðslumeistari hússins er Sigþór Kristjánsson og yfirþjónn Jóhannes Viðar Bjarnason. Meðaðverð á fiskrétti er 760 kr. og á kjötrétti 1050 kr. Borðapantanir eruísíma 24631. r\ SEGÐU MwrSARHÓLL &^)ÞEGAR ÞÚ EERÐ ÚTAÐ BORÐA —SÍMI18833“ ARNARHÓLL Hverfisgata 8-10 ÁArnarhóli eropiðfrá kl. 17.30 til kl. 23.30 og er tekið við pöntunum til kl. 22.30. Matseðill era la carte, auk þess sem sérréttaseðlar eru í boði með allt frá þremur réttum upp i sjö. Matreiðslu- meistari hússins er Skúli Hansen og yfirþjónn Kristinn Þór Jónsson. Meðal- verð á fiskrétti er 760 kr. og á kjötrétti 1250 kr. Borðapantanireru ísíma 18833. VERIÐ VELKOMIN HÓTEL LOFTLEIÐIR FLUGLtlDA HÓTEL BLÓMASALUR Hótel LoftieiAlr Blómasalurinn er opinn daglega frá kl. 12.00 til kl. 14.30 og frá kl. 19.00 til 22.30, en þá er hætt að framreiöa mat. Auk a la carte-matseðils er ávallt hlað- borð í hádegi með sérislenskum réttum. Matreiðslumeistari hússins er Bjarni Þór Ólafsson og veitingastjóri (sleifur Jóns- son. Meðalverð á fiskrétti er 7 50 kr. og á kjötrétti 1140. Borðapantanir eru í síma 22322. ELDVAGNINN Laugavegur73 Eldvagninn er opinn daglega frá kl. 11.30 til kl. 23.30, en hætt erað taka pantan- ir kl. 23.00. i hádeginu er kabarett-hlað- borðog kaffiveitingar um miöjan dag, en kvöldverðurerfrá kl. 18.00. Mat- reiðslumeistari er Karl Ómar Jónsson. Meöalverð á fiskrétti er 680 kr. og á kjöt- rétti 900 kr. Borðapantanir eru í síma 622631. FJARAN Strandgata 56, HafnarfjörAur Veitingahúsið Fjaran er opið alla daga frákl. 11.30 til kl. 14. 30 og frá kl. 18.00 til kl. 23.30 (hætt er að taka við pöntun- um kl. 22.30). Lokaö er í hádeginu á sunnudögum. Matur er alhliöa, en sér- stök áhersla lögð á fiskrétti. Matreiðslu- meistari hússins er Leifur Kolbeinsson og yfirþjónn Sigurður Sigurðarson. Með- alverð á fiskrétti er 840 kr. og á kjötrétti 1140 kr. Borðapantanir eru í sima 651213. GRILLIÐ Hótel Saga I Grillinu er opiö daglega frá kl. 12.00 til kl. 14.30og frá 19.00 til kl. 23.30. Á matmálstima eru kaffiveitingar. Matseöill er a la carte, auk dagsseðla fyrir hádegi og kvöld. Matreiöslumeistari hússins er Sveinbjörn Friöjónsson og yfirþjónar Hall- dór Skaftason og Halldór Sigdórsson. Meðalverð á fiskrétti er kr. 860 og á kjöt- rétti kr. 1190. Boröapantanir eru í síma 25033. SKRÚÐUR Hótel Saga Garskálinn, Hótel Sögu er með jólahlaö- borð í hádeginu og á kvöldin. Opið alla daga vikunnar frá kl. 11.00—23.30. GULLNI HANINN Laugavegur178 Á Gullna hananum er opið frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 11.30 til kl. 14.30 GULLNI HANINN ogsvofrákl. 18.00 til kl. 24.00, en hætt er að taka við pöntunum kl. 22.30. Um helgar er opið frá kl. 18.00 til kl. 01.00. Matur er a la carte, auk dags- seðla. Matreiðslumeistari er Brynjar Eymundsson og veitingastjóri Birgir Jóns- son. Meðalverö á kjötrétti er kr. 1300 og á fiskrétti kr. 800. Borðapantanir eru f sima 34780. Myndir eftir Sólveigu Egg- erz eru til sýnis og sölu á Gullna hananum. HARDROCKCAFÉ Kringlan (Hard Rock Café er opið alla daga frá kl. 12.00 til kl. 24.00 virka daga og til kl. 01.00 um helgar. i boði eru hamborg- arar og aðrir léttir réttir, auk sérrétta að hætti Hard Rock Café. Meðalverð á sér- réttunum er um 700 kr. Matreiðslumeist- ari er Jónas Már Ragnarsson. Siminn er 689888. .. BRASSERIE BORG Hótel Borg Veitingasalurinn Brasserie Borg eropinn alla virka daga frá morgni til kl. 21.30 og á föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 22.00. Kaffiveitingar eru á morgnana og um miðjan dag, en þá er kaffihlaö- borð. Hádegishlaðborð er alla daga meö heitum og köldum réttum. Matreiðslu- meistari er Heiðar Ragnarsson og veit- ingastjóri Auðunn Árnason. Boröapant- anireruísína 11440. GREIFINN AF MONTE CHRISTO Laugavegur11 Veitingahúsið Greifinn af Monte Christo er opið alla daga vikunnar frá kl. 11.00 til kl. 23.30, en hætt er að taka pantan- irkl. 23.00. Hlaöboröeríhádeginu alla virka daga. Matreiðslumeistari hússins er Friða Einarsdóttir og veitingastjóri Lára Clausen. Meðalverð á fiskrétti er 660 kr. og á kjötrétti 990 kr. Boröapant- anirísima 24630. ESJUBERG Hótel Esja Veitingastaðurinn Esjuberg er opinn dag- lega fyrir mat frá kl. 11.00 til kl. 14.00 og frá kl. 18.00 til 22.00, en kaffiveiting- ar eru allan daginn frá kl. 08.00. Þjón- ustuhornið Kiðaberg er opiö öll kvöld frá kl. 18.00 til 22.00 og leikur John Wilson á píanó fyrir matargesti öll kvöld nema þriðjudagskvöld. Meðalverð á fiskrétti er 615 kr. og á kjötrétti 950 kr. Matreiöslu- meistari er Jón Einarsson. Borðapantanir eru ísima 82200. HÓTELHOLt BergstaAastræti 37 Veitingasalurinn á Hótel Holti er opinn daglega frá frá kl. 12.00 til 14.30 og frá kl. 19.00 til 22.30, en þá er hætt að taka við pöntunum. Um helgar er opnað kl. 18.00. Matreiðslumeistari hússins er Eirikur Ingi Friðgeirsson og yfirþjónn Bergþór Pálmason. Meðalverð á fiskrétti er 750 kr. og á kjötrétti 1200 kr. Boröa- pantanir eru í sima 25700. HÓTEL LIND RauAarárstfg 18 Veitingasalurinn á Hótel Lind eropinn daglegafrá kl. 12.00—21.00. Kökuhlað- borð er milli kl. 14.00— 18.30, en matur í hádeginu og á kvöldin. Meöalverö á fisk- rétti er 580 kr. og á kjötrétti 865 kr. Innifaliö i verði eru súpa og kaffi.Mat- reiðslumenn hússin eru Eyjólfur K. Kolbeins og Einar Oddur Olafsson. Síminner 623350. ■\^oíiu&cu3 miYKlAVIK HOLIDAY INN Slgtún Tveirveitingasalireru á hótelinu Holiday Inn, Lundur og Teigur. Veitingasalurinn Lundureropinnfrá kl. 07.00 til kl. 21.00, þegar hætt er að taka pantanir. Þar er’ framreiddur hádegis- og kvöldveröur, auk kaffiveitinga. Meðalverð er á fiskrétti er kr. 620 og á kjötrétti kr. 780. Teigur er kvöldverðarsalur, opinn dag- lega frá kl. 19.00 til kl. 23.30. Meðalverð á fiskrétti þar er 850 kr. og á kjötrétti 1300 kr. Matreiöslumeistari hússins er Jóhann Jakobsson og yfirþjónn Þorkell Ericson. Jónas Þórir leikur fyrir matar- gesti og á barnum skemmta þeir Helgi og Hermann Ingi Hermannssynir. Borða- pantanir eru i síma 689000. HALLARGARÐURINN Kringlan 9 (Hallargarðinum er opið daglega frá kl. 12.00 til kl. 15.00 og frá 18.00 til kl. 23.30. Meðalverð á fiskrétti erkr. 800 og á kjötrétti 1200 kr. Matreiöslumeistar- ar hússins eru Ómar Strange og Bragi Agnarsson og yfirþjónn Hörður Haralds- son. Borðapantanir eru i síma 30400. HRESSINGARSKÁLINN Austurstræti 18 I Hressingarskálanum er opiö alla virka daga og laugardaga, frá kl. 08.00 til kl. 23.30 og á sunnudögum frá kl. 09.00 til kl. 23.30. Síminn er 14353. KAFFIVAGNINN GrandagarAur Kaffivagninn við Grandagarð er opinn alla daga frá kl. 07.00 til kL. 23.00. Þar er i boði hádegismatur og kvöldmatur, auk kaffiveitinga á milli matmálstíma. Síminn er 15932. í KVOSINNI Austurstræti 22, Innstræti í Kvosinni er lokað mánudaga og þriðju- daga, en aðra daga er opnað kl. 18.00 og opiðframyfir kl. 23.00, en þá er hætt að taka við pöntunum. Matreiðslu- meistari hússins er Francois Fons og yfirþjónn Vignir Guðmundsson. Meðal- verð á fiskrétti er 790 kr. og á kjötrétti 1000 kr. Boröapantanir eru í síma 11340 LAMBOG FISKUR Nýbýlavegur 26 í Veitingahúsinu Lamb og fiskur er opið daglega frá kl. 11.30 til kl. 14.00 og frá 18.00 til kl. 22.00, auk þess sem boðiö er upp á morgun- og eftirmiðdagskaffi. Eins og nafn staðarins gefur til kynna er nær eingöngu matreitt úr fiski og lambakjöti, en matreiðslumeistari húss- ins er Kristján Fredriksen. Meðalverð á fiskrétti er 550 kr. og á kjötrétti 900 kr. Borðapantanir eru í síma 4 6080. LÆKJABREKKA Bankastræti 2 I Lækjabrekku er opið daglega frá kl. 11.00 til kl. 23.30 og maturframreiddur frá kl. 11.30 til 14.00 og frá kl. 18.00 á kvöldin. Kaffiveitingar eru yfir daginn. Matreiöslumeistari hússins er Örn Garð- arsson og yfirþjónar þau Margrét Rósa Einarsdóttir og Guðmundur Hansson. Meöalverð á fiskrétti er 770 kr. og á kjöt- rétti 1100. Boröapantanir eru í síma 14430. NAUST Vesturgata 6-8 Veitingahúsið Naust er opið alla daga frá kl. 11.30 til kl. 14.30ogfrákl. 18.00 til kl. 23.30 á virkum dögum, en hætt er aötaka pantanirkl. 22.00. Um helgar er opið til kl. 01.00 og hætt að taka pantanir hálftíma fyrr. Naustiö er með matseðil a la carte, auk þess sem mat- reiöslumenn sérhæfa sig í sjávarréttum. Matreiðslumeistari hússins er Jóhann Bragason og yfirþjónn Ingólfur Einars- son. Meðalverð á fiskrétti er 820 kr. og á kjötrétti 1200 kr. Boröapantanir eru i síma 17759. RESTAUÐANT ÖPIÍM UtKJAROOTU 7, II HAO ÓPERA V'rðu*e9ur veitingestaður. Lœkjargata 6 Veitingahúsið Ópera er opið alla daga frákl. 11.30 tilkl. 14.30ogfrákl. 18.00 til 23.30, en þá er hætt að taka pantan- ir. Matreiöslumeistari hússins er Magnús Ingi Magnússon og yfirþjónar þeir Elias Guðmundsson og Svanberg Hreinsson. Meðalverð á fiskrétti er 750 kr. og á kjöt- rétti 1000 kr. Boröapantanir eru í síma 29499. #hótel OÐINSVE BRAUÐBÆR OónstoT^ HÓTEL ÓÐINSVÉ ÓAinstorg Veitingasalurinn á Hótel Óðinsvé er op- inn daglega frá kl. 11.30 til kl. 23.00. Fiskréttahlaöborö er alltaf i hádeginu á föstudögum. Matreiðslumeistarar eru þeir Gisli Thoroddsen og Stefán Sigurðs- son og yfirþjónn Kjertan Ólafsson. Meðalverö á fiskrétti er 630 kr. og á kjöt- rétti 1000 kr. Borðapantanir eru i sima 25090. SKÍÐASKÁLINN Hveradalir í Skiðaskálanum i Hveradölum er i vetur opið eingöngu á föstudagskvöldum frá kl. 18.00 til kl. 23.30 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13.00 til kl. 14.30 og svo frá 18.00 til kl. 23.00. Smáréttir eru í boði á milli matmálstima. Kvöldverö- arhlaðborð er á sunnudagskvöldum og Jón Muller leikur öll kvöld fyrirgesti. Matreiðslumeistari hússins er Jóhannes Már Gunnarsson og veitingastjóri Carl Jónas Johansen. Boröapantanireru í síma 99-4414 Witiriffi/nisrd Við Sjáuansíðuna VIÐ SJÁVARSlÐUNA Tryggvagata 4-6 Veitingahúsið Við sjávarsíðuna er opið á virkum dögum frá kl. 11.30 til kl. 14.30 og frá 18.00 til kl. 23.30, en á laugardög- um og sunnudögum er eingöngu opið að kvöldi. Á matseðlinum er lögð sérstök áhersla á fiskrétti. Matreiöslumeistarar hússins eru Garðar Halldórsson og Egill Kristjánsson og yfirþjónn er Grétar Erl- ingsson. Meðalverð á fiskrétti er kr. 800 og á kjötrétti 1100. Borðapantanireru i síma 15520. oríotf RESTAURANT TORFAN Amtmannsstíg 1 Veitingahúsið Torfan er opið daglega frá kl. 11.00 til kl. 23.30 og eru kaffiveiting- ará milli matmálstíma. Matreiöslumeist- arar eru Óli Harðarson og Friðrik Sigurðsson og yfirþjónar Ólafur Theo- dórsson, Skúli Jóhannesson og Hrafn Pálsson.. Meðalverð á fiskrétti er 690 kr. og á kjötrétti 1100 kr. Borðapantanir eruísíma 13303. VIÐTJÖRNINA Klrkjuhvoll Á veitingahúsinu við Tjörnina sérhæfa menn sig í fisk- og graenmetisréttum. Opiðerfrá kl. 12.00 til kl. 14.30 og frá kl. 18.00 til 23.00. Matreiöslumeistari hússins er Rúnar Marvinsson og veit- ingastjórar þær Sigríður Auðunsdóttir og Jóna Hilmarsdóttir. Meöalverð á fiskrétt- um er kr. 900. Boröapantanireru í sfma 18666 ÞRÍR FRAKKAR Baldursgata 14 Veitingahúsið Þrír Frakkar er opið alla daga. Á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 18.00 til kl. 24.00, en aðra daga til kl. 01.00. Kvöldveröurerframreiddurtil kl. 23.30 og eru smáréttir í boði þar á eftir. Matreiöslumeistari er Matthías Jó- hannsson og yfirþjónn er Magnús Magnússon. Meðalverð á fiskrétti er 800 kr. og á kjötrétti 1100 kr. Boröapantanir eruisima 23939. VEITINQAHÚS MED MATREIDSLUÁ ERLENDA VÍSU BANKOK SfAumúll 3-5 Thailenskur matur er i boði á veitingahús- inu Bankok, en þar er opiö alla virka daga frákl. 12.00 til kl. 14.00 ogfrákl. 18.00 til kl. 21.00. Áföstudögum, laugar- dögum og sunnudögum er opiö til kl. 22.00. Matreiöslumaöur er Manus Saifa og veitingastjóri Manit Saifa. Siminn er 35708. ELSOMBRERO Laugavegur73 Sérréttir frá Spáni og Chile eru í boði á El Sombrero. Þar er opið alla daga frá kl. 11.30 til kl. 23.30. Einungis pizzur eru á boðstólum eftir kl. 23.00. Mat- reiöslumeistari er Rúnar Guömundsson. Síminner 23433. HORNID Hafnarstrætl 15 ítalskur matur, ásamt pizzum og öðrum smáréttum er í boði á Horninu. Þar er maturframreiddurfrá kl. 11.30 til kl. 23.30, þó einungis pizzur eftir kl. 22.00. Veitingastjóri er Jakob Magnússon og siminn 13340. KRÁKAN Laugavegur22 Mexíkanskir réttir eru framreiddir á Krá- kunnig, en sérstök áherslaer lögð á fylltar tortillur, auk þess sem dagseðlar eru i boði. Eldhúsið er opið frá kl. 11.00 - 22.00 alla daga nema sunnudaga, en þá er opiðfrá kl. i 8.00 - 22.00. Mat- reiöslumeistari hússins er Sigfriö Þóris- dóttir. Síminn er 13628. MANDARÍNINN Tryggvagata 26 Austurlenskur matur er á matseðli Mand- arinsins, en þar er opiö alla daga frá kl. 11.30-14.30 ogfrá 17.30-22.30 á virkum dögum, en til kl. 23.30 á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Mat- reiðslumeistari hússins er Ning de Jesus og síminn 23950. KINAHOFIÐ Nýbýlavegur 20 Kinverskur matur er að sjálfsögðu i boði í Kínahofinu. Opiðerfrá kl. 11.00 til til kl. 22.00 alla virka daga, en á laugardög- umogsunnudögumfrákl. 17.00 til kl. 23.00. Matreiöslumeistarareru Feng Du og Ngoc Lam og síminn, 45022. SJANGHÆ Laugarvegur 28 Kinverskur matur er í boði á Sjanghæ, en þar er opiö á virkjum dögum frá kl. 11.00 til 22.00, en á föstudags- og laug- ardagskvöldum lokar eldhúsið kl. 23.00. Matreiðslumeistari hússins er Gilbert Yok Peck Khoo. Síminn er 16513, en hægt er að kaupa mat til að fara með út af staönum. SÆLKERINN Austurstræti 22 ítalskur matur er framreiddur í Sælkeran- um og er opið þar alla virka daga og sömuleiðis um helgar frá kl. 11.30 - 23.30. Matreiöslumeistari hússins er sá sami og ræður ríkjum í Kvosinni, Francoais Fons. Síminn er 11633, en hægt er að kaupa pizzur og fara með út af staðnum. TAJ MAHALTANDOORI AAalstræti 10 KRÁR OG I/EITINOAHÚS MEO LENGRIOPNUNARTÍMA: DUUS-HÚS Fischerssund Á Duus-húsi er opiö alla daga nema sunnudaga, frá kl. 11.30 -14.30 og frá kl. 18.00 - 01 -.00 á virkum dögum, en kl. kl. 03.00 á föstudags- og laugardags- kvöldum. Maturerframreiddurtil kl. 21.00 á virkum dögum og til kl. 22.00 á föstudags- og laugardagskvöldum, en fram til kl. 23.30 eru framreiddar pizzur öll kvöld. Um helgar er diskótek á neðri hæð hússins, en á sunnudagskvöOldum er svokallaöur „Heitur pottur" á Duus- húsi, lifandi jasstónlist. siminn er 14446. FÓGETINN AAalstræti 10 Á Fógetanum er opiA alla vlrka daga GAUKUR Á STÖNG Tryggvagata 22 Á Gauki á Stöng er opið alla virka daga frákl. 11.30-14.30 ogfrákl. 18.00- 01.00 og til kl'. 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Eldhúsið er opið til kl. 23.00, en eftir það er í boði næturmat- seðill. Lifandi tónlist er oftast á Gauki á Stöng á sunnudögum, mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 22.00. Síminn er 11556. HAUKURí HORNI Hagamelur67 Haukur i Horni er opinn alla virka daga frá kl. 18.00 - 23.30 og á föstudags- og laugardagskvöldum til ki. 01.00. Eldhúsiö er opiö öll kvöld til kl. 22.00, en smárétt- ir eru í boði eftir það. (hádeginu á laugardögum og sunnudögum er opið frákl. 11.30-14.30. Lokað (hádeginu aðra daga. Siminn er 26070. HRAFNINN Skipholt 37 Veitingahúsið Hrafninn er opið alla virka daga frá kl. 18.00 - 01.00 og á föstu- dags-og laugardagskvöldum til kl. 03.00, en þau kvöld er einnig í gangi diskótek. Eldhúsinu er lokað um kl. 22.00. Siminn er 685670. ÖLKELDAN Laugavegur22 (Ölkeldunni er opið alla virka daga frá kl. 18.00-01.00 og á föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 03.00. Eld- húsinu er lokaö kl. 22.00, en smáréttir i boði þar á eftir. Gestum hússins er boðið upp á að spreyta sig við talfborðiö, í pílukasti, Báckgammon eða þá að taka í Bridge-sagnaspil. Síminn • 621Ó34. ÖLVER Glæsibær (ölverieropiðdaglega frákl. 11.30 — 14.30 ogfrákl 17.30 —01.00 ávirkum dögum og til kl. 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Eldhúsinu lokar um kl 22.00. Lifandi tónlist er um helgar. Ingvar og Gylfi leika fyrir gesti. Siminn er 685660.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.