Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1987
B 11
Guðað á
skjáinn
Magnum hættir
en ekki Selleck
Ein af fyrstu stjömum Stöðvar 2
þegar hún hóf starfseini sína fyr-
ir meira en ári var Tom Selleck
í hlutverki einkaspæjarans Magn-
um. Selleck er enn að leika
einkaspæjarann vestur í Banda-
rikjunum en fer bráðum að hætta.
Stóri draumurinn hjá honum hef-
ur alltaf verið að komast yfir í
bíómyndimar. Nokkrar tilraunir
hans til þess hafa ekki gefist sér-
lega vel. Þær þijár myndir sem
hann hefur leikið í hafa verið
hverri annarri misheppnaðri;
„High Road to China", „Lassiter"
og „Runaway".
Honum hafa boðist betri hlut-
verk og hann hefur misreiknað
sig herfilega með þvi að hafna
þeim. Þannig hafa honum boðist
aðalhlutverkin í myndum eins og
„Victor/Victoria“, „Against All
Odds“ og „Witness", sem Harri-
son Ford tók að sér og hlaut
útnefningu til Óskarsverðlauna
fyrir. „Vandamálið er ekki Selleck
heldur myndimar sem hann hefur
leikið f,“ er haft eftir einum gagn-
rýnanda vestra. Annar segir að
hann verði að drífa sig upp úr
þessum miðlungsmyndum þótt
hann fái ekki nema aukahlutverk
í öðmm og betri.
í nýjustu mynd Sellecks skiptir
hann aðalhlutverkinu með tveim-
ur öðmm, þeim Steve Guttenberg
og Ted Danson (Staupasteinn).
Myndin heitir „Þrir karlar og eitt
bam“ og er amerísk útgáfa
frönsku myndarinnar „Þrír karlar
og ein karfa", sem hér var sýnd
á franskri kvikmyndaviku í Regn-
boganum og er frábær kómedía
eftir Coline Serreau. Myndin segir
frá þremur piparsveinum hvers lif
tekur skyndiiega miklum breyt-
ingum þegar sex mánaða gamall
krakki er settur i umsjá þeirra.
Sellec leikur Peter, arkitekt
sem reisir skýjaklúfra en gæti
ekki sett bleyju á bam þótt hann
gamanhlutverk Sellecks og sann-
arlega ólíkt þeim hlutverkum sem
hann hefur farið með í biómynd-
um til þessa. „Mig hefur alltaf
langað til að leika í gamanmynd
en ég gat aldrei fundið rétta hand-
ritið,“ segir Selleck. „Ég sá strax
að hér var það komið."
Harin var ekki í vandræðum
með að skipta úr hasar sjónvarps-
þáttanna í gamanleikinn enda er
það hið kómíska yfírbragð Magn-
ums, sem þykir eiga stóran þátt
í velgengni þáttanna í gegnum
árin. Ted Danson segir gamanleik
Sellecks minna sig á leik Cary
Grants. „Og ekki nóg með það
heldur er frábært að sjá þennan
karlmannlega hjartaknúsara
verða að gjalti frammi fyrir sex
mánaða gömlum kvenkyns mót-
leikara sínum.“
Þættirnir um Magnum hafa nú
gengið í átta ár í amerísku sjón-
varpi og viða um heim eri nú er
komið að lokum þeirra. Þegar sið-
asta þætti lýkur á þessu sýningar-
timabili geta sjónvarpsáhorfendur
kvatt spæjarann á Hawai fyrir
fullt og allt. En Selleck er rétt
að byija. Hann er orðinn hund-
þreyttur á vikulegum sjónvarps-
þáttum og ætlar að einbeita sér
að kvikmyndaleiknum. Hann hef-
ur t.d. þegar gert samning um
að_ leika i „Quigley Down Under“
i Astraliu næsta vor.
Gagnrýnendur eru sammála
um að það muni reynast Selleck
auðveldara að vinna sér frama í
biómyndum eftir að hann hefur
hætt að leika í sjónvarpi fyrir
fullt og fast. „Þrir karlar og eitt
bam“ er góð byijun. Það má vera
að myndin sé upphafíð að farsæl-
um biómyndaferli þótt ómögulegt
sé að segja hvort Selleck eigi eft-
ir að feta í fótspor annarra
sjónvarpsstjama eins og Steve
McQueen, Burt Reynolds og Clint
Eastwoods. -ai.
Tom Selleck (I miðið) með Steve Guttenberg og Ted Danson i
myndinni „Þrir karlar og eitt barn.“
KENNITALA
ÁLAUNAMÐA
Á launamiða og öll önnur framtalsgögn vegna launa greiddra á árinu
1987 og sem senda ber til skattstjóra í janúar 1988, skal tilgreina
kennitölu, bæði launamanna og launagreiðenda í stað nafnnúmers.
Notkun nafnnúmers á þessum gögnum fellur niður.
RSK
RlKISSKATTSTJÓRI
Við bjóðum aðeins fyrsta flokks
DEMANTA
Demantar eru okkar sérgrein
Við bjóðum aðeins fyrsta flokks demanta greypta í hvítagull
og rauðagull.
Ábyrgðarskírteini fylgir öllum okkar demantsskartgripum.
Meðlimir í demantsklúbbi Félags íslenskra Gullsmiða.
Greiðsiukortaþjónusta.
Laugavegi 72 - Sími 1774?
##
Nú senda allirsína eigin Ijósmynd á jóla-
korti.
Við bjóðum þér tvær gerðir jólakorta fyrir
STÓRAR myndir (10x15). Kort mynd og
umslag sr \<r
Gernm Jófm Pmónu/egri
FRAMKÖLLUN
omiirMaimia
<ur« wiii/iiiiii
LÆKJARBÖTU 2 - S. 621350
ÁRMÚLA 30 - S. 687785