Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.12.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR IX. DESEMBER 1987 B 5 Tónlistarkrossgátan ■■I Jón Gröndal leggur 94. tónlistarkrossgátuna fyrir hlustend- "I K 00 ur- Lausnir sendist til: Ríkisútvarpsins Rás 2, Efstaleiti 1D 1, 150 Reykjavík. Merkt: Tónlistarkrossgátan. Rás 1: Aðventa ■■■■ Andrés Bjömsson hefur í kvöld lestur Aðventu eftir Gunn- 91 30 ar Gunnarsson. „Aðventa" kom út á dönsku árið 1937 og " A var brátt þýdd á mörg tungumál. Á íslandi kom „Að- venta" út árið 1939 í þýðingu Magnúsar Ásgeirssonar, en á efri árum færði Gunnar söguna sjálfur í íslenskan búning, og er sú þýð- ing lesin hér. „Aðvetna" byggir á raunverulegum atvikum, árlegri eftirleit Benedikts Jónssonar á aðventunni ásamt hundi sínum og forystusauð. Þetta efni setur Gunnar í skáldlegt samhengi, í búning einskonar helgisögu' og er „Aðventa" almennt talin ein listrænasta saga skáldsins, segir í kynningu. Sagan er fimm lestrar. HVAÐ ER AÐ0 GERAST \ sýningunni eru um 80 myndir unnar með ýmsum aöferðum. Þeir sem eiga myndir á sýningunni eru: Maria Hordyj, Mariana Manner, Minako Masui, Krystyna Pietrowska, K.G. Nils- son, Ursula Schútz, Gerald Steffe, Nils G. Stenqvist, Martisa Vasques, Ulla Wennberg og Eva Zettervall. Sendiherra Svíþjóðar, Per Olof Forshell: flytur ávarp og opnar sýninguna. Sýningin verður opin daglega kl. 14-19 og stendurtil 15. desember. Gallerí Borg í Galleríi Borg, Austurstræti, lýkurá sunnudaginn 13. desember sýningu tólf leirlistamanna. Þá tekur við sala hinna ýmsu listamanna bæði í Galleri Borg, Pósthússtræti og Austurstsræti. Galleri Borg verður opið á sama tíma og verslan- ir í desember. Gallerí Gangskör Gangskörungar opnuðu jólasýningu í Gallerí Gangskör, Amtmannsstíg 1 28. nóvember. Sýningin er opin alla virka dagafrákl. 12.00—18.00 ogum helgar frákl. 14.00-18.00. Gallerí Grjót Nú stendur yfir samsýning á verkum allra meðlima Galleri Grjóts. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12 til 18. Gallerí 15 Yfirlitssýning á verkum Ágústs Ákansson stenduryfir í Galleríi 15, Skólavörðustig 15. Sýningin er opin daglega frá kl. 14. 00—18.00. Sýningunni líkur 13. desem- ber. Gallerí Langbrók Textilgalleriið Langbrók, Bókhlöðustíg 2, er með jólaupphengingu á vefnaði, tau- þrykki, myndverki, módelfatnaði og fleiri listmunum. Leirmunireru á sama stað í Galleri Hallgerði. Opið er þriöjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11-14. ^vort d fnntu Gallerí Svart á hvrt Jólasýning á verkum nokkurra myndlista- manna stenduryfir i Gallerii Svart á hvítu við Óöinstorg. Flestir þeir myndlistarmenn sem eiga • verk á sýningunni hafa tekiö þátt í sýning- um í galleríinu á þessu ári og má þar nefna SigurðGuðmundsson. Huldu Há- kon, Helga Þorgils Friðjónsson, Jón Axel og Georg Guðna. Einnig verða á sýningunn verk eftir Karl Kvaran, HalldórÁsgeirsson, Erlu Þórar- insdóttur, Ólaf Lárusson og Pieter Holstein. Sýningin stendur fram til jóla og er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 14. 00-18.00. Gullni haninn Á veitingahúsinu Gullna hananum eru myndir Sólveigar Eggerz til sýnis. Mynd- irnar eru landslag og fantasíur frá Siglu- firði, unnar með vatnslitum og olíulitum. Þær eruallartilsölu. Myndlistasýning hjá Krístjáni Siggeirssyni Guðmundur W. Vilhjálmsson sýnir mál- verk hjá Kristjáni Siggeirssyni hf., húsgagnadeild, Laugavegi 13. Þetta er fjórða einkasýning Guðmundar. Á sýn- ingunni eru um 30 myndir, aðallega vatnslitamyndir, flestargerða á þessu og síðasta ári. Sýningin er opin á opnun- artima ver6lunarinnar. Tónlist Mozart í Kristskirkju Tónleikar á vegum Tónlistarfélags Krists- SJÁ NÆSTU OPNU. Stöð2; Útlegð Fyrri hlutar 9 Q 00 ítölsku myndar- ~ innar Útlegð, (Un’Isola) er sýndur á Stöð 2 í kvöld. Myndin byggir á ævi eins helsta kommúnis- taleiðtoga Ítalíu, Giorgio Amendola. Hún gerist á dögum Mussolinis og fas- istastjómar hans og segir frá Giorgio, ungum hug- sjónarmanni, sem misst hefur föður sinn í hendur fasista. Eftir að þeir myrða föður hans á grimmilegan hátt gerist hann virkur kommúnisti. Það verður til þess að hann er sendur í útlegð á eyna Ponza, skömmu fyrir upphaf síðari heimsstytjaldarinnar. Unnusta Giorgios er ekki tilbúin að bíða í tutt- ugu ár og sækir fast að fá leyfí til að giftast honum í útlegðinni. Með aðalhlutverk fara Massimo Ghini, Christiane Jean, Stephane Audran og Marina Vlady. Leikstjóri er Carlo Lizzani. Atríði úr ítölsku myndinni Útlegð. Stöð2; Nærmyndir ■■■H Þáttur Jóns Óttars Ragnarssonar, Nærmyndir er á dag- O-j 55 skrá jStöðvar 2 á sunnudagskvöldum. Að þessu sinni ræðir Jón Óttar við Jón Gunnar Ámason, myndhöggvara. Risas- tótar flugur Jóns Gunnars, hjörtu, hnífar, vírar, speglar og hvískrandi málmþynnur hafa vakið athygli og verið umdeild. Þorsteinn Pálsson verður síðan í Nærmynd 20. desember, en á jóla- dag verður myndlistamaðurinn Erró tekinn tali. Jón Óttar ræddi við Erró í Paris þar sem listamaðurinn hefur búið og starfað í mörg ár. Á nýársdag verður Magnús Magnússon í Nærmynd, en hann hefur starfað í Bretlandi í áratugi við dagskrárgerð fyrir sjónvarp og út- varp, ritstörf og þýðingar. Bíóin í borainni BÍÓBORGIN Flodder 1/2 Ófyndinn hollenskur sóðaskapur. — ai. Gullstrætið ★ ★ V2 Gullstrætið hefði þótt meiri matur fyrir röskum áratug, fyrir tíma Rocky. Stendur þó bærilega á eig- in fótum, fyrst og fremst fyrir sterkan en áreynslulausan leik Brandauers. — sv. Laganeminn ★ ★ Réttardrama, blanda unglingaleiks og morðsögu. Mynd í algjöru með- allagi. — ai. Nornirnar í Eastwick ★ ★ ★ Nicholson fær gullið tæfifæri til að skarta sínum innbyggða fítons- krafti en Miller lætur augsýnilega verr að stýra mönnum en maskín- um. — sv. HÁSKÓLABÍÓ Hinir vammlausu ★ ★ ★ ★ Gangstermynd níunda áratugarins með úrvalsliði leikara og kvik- myndagerðarmanna. Reynið aö missa ekki af þessari. — ai. STJÖRNUBfÓ La Bamba ★ ★ ★ Heiðarleg, vel gerð, leikin og tekin mynd um þann merkistónlistar- mann Ritchie Valens. Hann vann það kraftaverk með einungis ör- fáum lögum á örskömmum ferli að hefja latínskt rokk til vegs og virðingar. — sv. „84 Charing Cross Road“ ★ ★ 1/2 Hugijúf mynd um samband forn- bókasala og bandarísks rithöfund- ar sem aldrei hittust en skrifuðust á í fjölda ára. — sv. BÍÓHÖLLIN Stórkarlar Grínmynd framleidd af Ivan (Ghostbusters) Reitman um tvo stráka sem vilja komast áfram í lífinu. Sjúkraliðarnir ★ ★ '/2 í myndum sem þessum er aðeins eitt markmið, að skemmta gestin- um, helst með því að skírskota til hans frumstæðustu hvata, kreista hláturinn frekar úr kviðarholinu en heilabúinu. — sv. í kapp við tímann ★ ★ John Cusack og Robert Loggia eru góðir í fjörugri unglingamynd. — ai. Týndir drengir ★ ★ Rokkunglingahrollvekja í léttum dúr með ágætum leikarahópi og brellum en innihaldið heldur klént. — ai. Skothylkið ★ ★ ★1/2 Þó svo að Skothylkið sé ekki sú stórkostlega upplifun sem maður átti von á frá hendi meistara Kubricks er i henni að finna glæsi- leg myndskeið sem örugglega verða með því besta sem við sjáum á tjaldinu í ár. — sv. Leynilöggumúsin Basil ★ ★ ★ ★ Einhver alskemmtilegasta og van- daðasta teiknimynd sem hér hefur verið sýnd lengi. (Sýnd um helgar.) — ai. Mjallhvít og dvergamir sjö ★ ★ ★ ★ Fyrsta teiknimyndin í fullri lengd; tímamótaverk, klassík, gimsteinn. (Sýnd um helgar.) — ai. Blátt flauel ★ ★ ★ Það er rétt sem stendur í auglýs- ingunni. Blátt flauel er mynd sem allir unnendur kvikmynda verða að sjá. — sv. REGNBOGINN í djörfum dansi ★ ★ ★ Hressileg og drífandi mynd, keyrð áfram af líflegri tónlist sjöunda áratugarins en þó enn frekar af dansi sem ætti jafnvel að kveikja líf með dauðyflum! — sv. Réttur hins sterka ★ Enn eiri Víetnamhetjan-ber-á- bófunum-myndin, gerð af litlu viti en með miklum látum. — ai. Riddari götunnar ★ ★ ★ 1/2 í Detroit framtíðarinnar eru menn skotnir og skotnir aðeins meira og svo skotnir í tætlur í þessari fyrstu Hollywood-mynd Hollendingsins Pauls Verhoeven. RoboCop er vél- menni með göfuga sál og tekst á við óþokkana en þrátt fyri skefja- lausa grimmd og ofbeldi gleymist aldrei hinn mannlegi þáttur. — ai. Á öldum Ijósvakans ★ ★ ★ Lítil mynd frá Woody Allen en frámunalega hugguleg og fjallar á rómantískan hátt um útvarpið á stríðsárunum í Ameríku. — ai. Löggan í Beverly Hills II ★ ★ 1/2 Murphy er í slíkum súperstjörnu- klassa að það hlæja allir þó að hann sé að endurtaka brandarann. — sv. LAUGARÁSBÍÓ Villidýrið ★ ★ Hasarmynd um nútíma-Tarsan í stórborginni. — sv. Furðusögur ★ ★ 1/2 Þrjár léttar, aðeins öðruvísi sögur, misjafnar að gæðum en léttmeltar og þægilegar sem afþreying.—■ sv. Fjör á framabraut ★ ★ 1/2 Gamanmynd um strák sem kemur sér áfram í viðskiptaheiminum með Michael J. Fox í aðalhlutverki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.