Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 2

Morgunblaðið - 05.01.1988, Page 2
2 B 3«orfliinbtntii» /IÞROTTIR ÞRIÐJUDA G UR 5. JANÚAR 1988 KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA NBA-punktar H ALEX English setti nýtt stigamet fyrir jólin hjá Denver, þeg- ar hann skoraði sitt 16.595. stig fyrir félagið. English lék áður með Indiana en fór til Denver í febrúar 1980 í skiptum fyrir „stórstjörn- una“ George McGinnis. Þeir 5 leikmenn sem flest stig hafa skorað á þessum áratug eru: Alex English, Denver 17131 Moses Malone, Washington: 16083 Larry Bird,'Boston: 15766 Adrian Dantley, Detroit: 15605 Abdul-Jabbar, Lakers: 14493 ■ GEORGE Gervin, „ísmaður- inn", var nýlega heiðraður af San Antonio Spurs. Þá var fáni með númeri hans, 44, dreginn upp í Hemis Fair-íþróttahöllinni og hon- um var margs konar sómi sýndur. „ísmaðurinn" er 7. stigahæsti leik- maður NBA frá upphafi og 4 sinnum var hann stigakóngur. Hann skoraði yfir 10 stig í hverjum einasta leik í tæp 5 ár (406 leikjum) og tók þátt í 12 stjömuleikjum, 3 í ABA og 9 í NBA. ■ NÚ þegar ca. 30 umferðum er lokið í NBA-deildinni skulum við líta á hvaða leikmenn eru efstir í hinum ýmsu þáttum íþróttarinnar: Flestar mínútur leiknar að meðal- tali í leik — 38,3: Danny Ainge, Boston. Flestar mínútur leiknar í einum leik (með framlengingu) — 55: Dennis Johnson, Boston. Flest stig í leik — 49: Michael Jord- an, Chicago. Flesar skottilraunir í leik — 38: Michael Jordan, Chicago. Flestar 3. stiga körfur í leik — 6: Danny Ainge, Boston. Flest vítaskot (skomð) í leik — 20:Moses Malon, Washington. Flest fráköst í leik — 25: Mark Eaton, Utah. Flestar stoðsendingar í leik — 17: Dennis Johnson, Boston. Qaorge Qervln Miðherjar: Hverjir eru bestir? Að þessu sinni tökum við fyrir miðheijana, þessa risa sem eiga að drottna yfir svæðinu í kring- um körfuna. Sú var tíðin að IHHi miðheijamir vom Einar nefndir konungar Bollason körfuboltans og oft- skrifar ast sátu þeir í efstu sætum í stigaskor- un, fráköstum o.fl. Þá var og algengt að besti leikmaður deildar- innar (M.V.P.) væri miðheiji. En nú er tíðin önnur. Á lista yfír 20 stigahæstu einstaklinganna sl. vet- ur em aðeins nöfn 2 miðheija, Moses Malone (9. sæti) og Akeem Olajuwon (12. sæti). Þá vekur það ekki síður furðu að meðal frákasta- hæstu leikmanna er miðheiji aðeins í 4. sæti, James Donaldson, Dallas. Já, boltinn er að breytast, meiri hraði og aukin stærð allra leik- manna hefur breytt mjög hlutverki miðheijans, en þrátt fyrir að við höfum ekki neinn Russel eða Chamberlain núna, þá er miðheijinn enn þýðingarmikill hlekkur í nútíma körfubolta. Við skulum líta á 5 bestu miðheijana: 1. Akeem Olajuwon, Houston. Þessi Nígeríumaður skipar hér efsta sætið og á sjálfsagt eftir að gera það í mörg ár. Mjög fjölhæfur leik- maður sem hefur yfír að ráða óhemulegum hraða miðað við svona stóran mann. Sl. vetur skoraði hann 23,4 stig að meðaltali í leik (51% hittni), tók 858 fráköst og átti 220 stoðsendingar, auk þess varði hann 254 skot. 2. Moses Malone, Washington. Þessi harði vinnuhestur sem leikur nú sitt 14. tímabil lætur ekkert á sjá. Hann varð sl. vetur 9. í stiga- skorun (24,1) og 9. í fráköstum (11,3) og það eru aðeins „gömlu mennirnir" Abdul-Jabbar (40 ára) Keram Abdul-Jabbar er leikmaður á fimmtugsaldri. Þrátt fyrir það er hann óþrýndur konungur miðheijanna. og Gilmore (38 ára) sem hafa leik- ið fleiri leiki en hann (964). Menn hlæja enn að Harold Katz, eiganda Philadelphia 76 árs, fyrir að selja Moses og almennt er sú sala álitin mestu mistök í sögu NBA. 3. Kareem Abdul-Jabbar, L.A. Lakers. Ótrúlegt en satt, maður á fimmtugsaldri í hópi þeirra bestu, og kemur sjálfsagt fáum á óvart. Þrátt fyrir að þessi fyrrum ókrýndi konungur miðheijanna sé farinn að hægja örlítið á sér og leiki ekki eins mikið og áður, þá er sveiflu- skotið fræga enn á sínum stað og fáir gefa betri sendingar en hann. Allir Lakers-aðdáendur hugsa eflaust með skelfíngu til þess dags er Jabbar leggur skóna á hilluna, hvenær sem hann nú rennur upp . . . 4. Robert Parish, Boston, hefur sjaldan leikið betur en sl. vetur og rómuð var harka hans í úrslita- keppninni, þegar hann meiddur á báðum ökklum neitaði að gefast UPP. °S átti hvem stórleikinn á fætur öðrum. í leiknum gegn Mil- waukee skoraði hann 23 stig og tók 19 fráköst og í 7. leiknum gegn Detroit varð að styðja hann af velli tvisvar sinnum, en alltaf kom hann aftur inn á. Það er ekki nein tilvilj- un að Parish hefur verið valinn í 7 stjömuleiki í röð. 5. Patrich Ewing, New York. Þrátt fyrir slæmt gengi New York undanfarin ár og nokkur vonbrigði með Ewing setjum við hann í 5. sæti í þeirri von að þessi fyrrum háskólamaður ársins taki sig nú á og sýni í vetur hvað í honum býr. Moses Malone miðjeiji hjá Washington, leikur nú sitt fjórtánda keppnistíma- bil í NBA. HANDBOLTI Bjami ekki með í World Cup Bjami Guðmundsson, lands- liðsmaður í handknattlkeik, mun ekki leika með landsliðinu í World Cup, sem hefst í Svíþjóð 12. janúar. Bjami, sem leikur með Wanne-Eicken í V-Þýska- landi, mun ekki geta tekið þátt í landsleikjum fyrr en í sumar, eða þegar lokaundirbúningurinn fyrir Olympíuleikana í Seoul hefst. Allir aðrir sterkustu handknatt- leiksmenn fslands geta tekið þátt i World Cup. Landsliðið æfír nú tvisvar sinnum á dag undir stjórn Bogdans, landsliðs- þjálfara, sem hefur tekið þá ákvörðun að kalla ekki á Þor- berg Aðalsteinsson, sem leikur með Saab í Svíþjóð. SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN í SKÍÐASTÖKKI Finninn fljúgandi í miklum ham Hefur unnið sex af sjö fyrstu heimsbikarmótunn vetrarins MATTI Nykaenen frá Finnlandi vann sjötta heimsbikarmóti sitt í skíðastökki á þessu keppn- istímabili í Innsbruck á sunnu- daginn. Hann hefur því unnið sex gullverðlaun og ein silfur- verðlaun í sjö fyrstu mótum vetrarins og verður það að telj- ast frábær árangur hjá þessum unga Finna. Wykaenen var eini keppandinn á sunnudaginn sem náði tvívegis að stökkva yfir 100 metra, 108 og 105 m og hlaut samtals 220 stig. Næstur í keppninni í Innsbruck var Andreas Bauer frá Vestur- Þýskalandi með 197,5 stig, stökk 107 og 96 metra. Þriðji var Austur- Þjóðveijinn Jens Weissflog með 195,1 stig, stökk 96 og 101 metra. Sigur Nykaenen á sunnudaginn færði honum 42 stiga forskot í stigakeppni heimsbikarsins. Pavel Ploc frá Tékkóslóvakíu er annar með 128 stig og er eini keppandinn sem hefur unnið Nykaenen í vetur. Það var síðastliðin miðvikudag í Oberstdorf er Nykaenen varð ann- ar. Weissflog er í þriðja sæti í stigakeppninni með 88 stig. Reuter Skíðastökkvarlnn flnnskl Mattl Nykaenen hefur byrjað keppn- Istímablllð mjög vel. Hann hefur unnlð sex af sjö helmsblkarmót- um vetrarlns. Nykaenen er hér tll vlnstrl ásamt Tékkanum Pavel Ploc sam ar í öðru smtl I helmsblkarkeppnlnnl, 42 stlgum á eftlr Nykaenen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.