Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988 B 3 Þrúgur reiðinnar ^■■■H Pjalakötturínn, kvik- "I 0 45 myndaklúbbur Stöðv- ar 2, sýnir í dag bandarísku bíómyndina Þrúgur reiðinnar, (The Grapes of Wrath) frá árinu 1940. Myndin er gerð eftir samnefndri skáld- sögu Johns Steinbecks og fjallar um bændafjölskyldu í Oklahoma á kreppuárunum, sem ákveður ...... , að flytja til Kalifomíu í von um AtF!?' ur1( ’.’Þrugur betri lífsafkomu. Þar tekur ekk- «-eiðinn«-“ sem Fjalakottunnn ert betra við því ofan á atvinnu- sy1111, 1 "ag- leysið og skortinn mæta þau fordómum og ofbeldi. Með aðalhlutverk fara Henry Fonda, Jane Darwell og John Carradine. Leikstjóri er John Ford. Kvikmyndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ ★ ★. Sjónvarpið: Styrktartónleikar ■■■■ Sjónvarpið er með beina útsendingu frá tónleikum sem 01 35 haldnir eru í Háskólabíói á vegum samtaka um byggingu ~ tónlistarhúss í kvöld kl. 21.35. Fram koma listamenn úr flestum greinum tónlistar, allt frá rokkhljómsveitum til Sinfóníuhljóm- sveitar Islands. Sjónvarpið: Perry Mason og sjónvarpsstjaman ■■■■ Sjónvarpið QQIO sýnir í "O kvöld, að loknum styrktartón- leikunum, bandaríska sjónvarpsmynd frá ár- inu 1986. Myndin heitir Perry Mason og sjónvarpsstjarn- an, (Perry Mason and ..... . _ the Shooting Star). A}pð' ur 1ílyndmru ”Perry Mason Hún hefst þegar millj- sjonvarpssljaman. ónir sjónvarpsáhorfenda verða vitni að því er vinsæll sjónvarpsmaður er skotinn til bana í beinni útsendingu. Perry Mason tekur að sér að veija leikara sem sakaður er um glæpinn þó svo hann hætti með því vinskap sínum við ekkju fómarlambsins. Aðalhlutverk leika Raym- ond Burr, Barbara Hale og William Katt. Leikstjóri er Ron Satlof. Stöð2: Aðvera eðaveraekki ■■■■ Kvikmynd- Q1 50 in Að vera ^ 1 eða vera ekki, (To Be Or Not To Be) frá árinu 1983 verður sýnd á Stöð 2 í kvöld. Myndin er end- urgerð samnefndrar myndar frá árinu 1942 og fjallar um hóp She- akspeare leikara í Póllandi á valdatíma Hitlers. Aðalhlutverk Mel Brooks ásamt meöleikurum sínum í myndinni „Að vera eða vera ekki“. leika Mel Brooks og Anne Bancroft. Leikstjóri er Alan Johnson. Kvikmyndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ ★. ■■■■ Á eftir myndinni „Að vera eða vera ekki“ er bandarískur QQ35 vestri frá árinu 1970 á dagskrá. Hann heitir Rio Lobo og fjallar um sveitarforingja í lok Borgarastríðsins sem berst gegn spillingu og valdafíkn stjómmálamanna og landeigenda. Meðal leikenda em John Wayne, Jorge Rivero, Jennifer O’Neill og Jack Elam. Leikstjóri er Howard Hawks. Myndin fær ★ '/2 í kvik- myndahandbók Scheuers. ■■■I Dagskránni líkur með sýningu kvikmyndarinnar Morðin 125 á fyrirsætunum, (The Calendar Girl Murders) frá árinu — 1983. Myndin fjallar um dularfull morð sem framin eru á stúlkum sem em fyrirsætur. Með helstu hlutverk fara Robert Culp, Tom Skerrit, Barbara Perkins og Sharon Stone, en leikstjóri er Will- iam A. Graham. Kvikmyndahandbók Scheuers gefur myndinni ★ ★ ’/2. HVAÐ ER AÐO GERASTí Söfn Arbæjarsafn (vetur verður satnið opið eftir samkomu- lagi. Ámagarður I vetur geta hópar fengið að skoða hand- ritasýninguna í Árnagarði ef haft er samband við safnið með fyrirvara. Þar má meðal annars sjá Eddukvæði, Flateyj- arbók og eitt af elstu handritum Njálu. Ásgrímssafn Ásgrímssafn við Bergstaðastræti er opið þri. fim. og sun. frá klukkan 13.30-16.00. Ásmundarsafn Um þessar mundir stendur yfir í Ásmund- arsafni sýningin Abstraktlist Ásmundar Sveinssonar. Þargefurað líta 26 högg- myndir og 10 vatnslitamyndir og teikning- ar. Sýningin spannar 30 ára timabil af ferli Ásmundar, þann tima sem listamað- urinn vann að óhlutlægri myndgerð. í Ásmundarsafni erennfremurtil sýnis myndband sem fjallar um konuna i list Ásmundar Sveinssonar. Þá eru til sölu bækur, kort, litskyggnur, myndbönd og afsteypur af verkum listamannsins. Safn- ið er opið daglega frá kl. 10 til 16. Skólafólk og aðrir hópar geta fengið að skoða safnið eftir umtali. Hafrannsóknarstofnun Sjóker með algengustu fjörulífverunum og veggspjöld með upplýsingum um lifiö i sjónum hefur verið komið fyrir i and- dyri Hafrannsóknarstofnunar, Skúlagötu 4. Hægt er aðfá að skoða keriö á virkum dögumfrá kl. 9.00—17.00. Barnaheimil- um og skólum sem hafa áhuga skal bent á að láta vita með dags fyrirvara í síma 20240. - Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er lokað í desember og janúar. Höggmyndagarður- inn er opinn daglega frá kl. 11.00— 17.00. Myntsafnið Myntsafn Seðlabanka/Þjóðminjasafns er í Einholti 4. Þar er kynnt saga íslenskrar peningaútgáfu. Vöruseðlarog brauð- peningarfrá síðustu öld eru sýndir þar svo og orður og heiðurspeningar. Líka er þar ýmis forn mynt, bæði grisk og rómversk. Safnið er opið á sunnudögum milli kl. 14 og 16. Náttúrugripasafnið Náttúrugripasafnið er til húsa að Hverfis- götu 116,3. hæð. Þar má sjá sýnishorn af íslenskum og erlendum steintegund- Safnið er opið virka daga frá kl. 9.00— 17.00. Náttúrufræðistofa Kópavogs Náttúrfræðistofa Kópavogs er við Digra- nesveg 56, jarðhæð. Þarstenduryfir sýning á lifriki Kársnessfjöru. Á sýning- unni gefur að líta margar tegundir botnlægra þörunga sem finnast i fjörum og hryggleysingja. I skeljasafni Náttúru- fræðistofunnar er að finna flestar tegund- ir lindýra méð skel sem finnast við ísland. Safnið er opið á laugardögum frá kl. 13.30-16.30. Guðrún S. Gísladóttir og Kristbjörg Kjeld i hlutverkum sinum i leikritinu „Brúðarmynd". Síðasta sýningarvika. um og íslenskum bergtegundum. Úr lifrikinu eru krabbadýr, lindýr, skrápdýr, spendýr og fuglar, þ.á.m. geirfuglinn og risaskjaldbaka. Þá eru einnig þurrkuð sýni af flestum íslenskum blómaplöntum og algengustu lágplöntum s.s mosum, fléttum og þörungum. Póst-og símaminjasafnið I gömlu simstöðinni í Hafnarfirði er núna póst- og simaminjasafn. Þar má sjá fjöl- SJÁ NÆSTU OPNU. SKEMIVmSTAÐiR ABRACADABRA Laugavegur116 Skemmtistaöurinn Abracadabra er op- inn daglega fró hádegi til kl. 01.00. Austurlenskur matur er framreiddur í veitingasal á jarðhæðinni til kl. 22.30. í kjallaranum er opið frá kl. 18.00 til kl. 03.00 um helgar og er diskótek frá kl. 22.00. Enginn aðgangseyrir er á fimmtudögum og sunnudögum. Síminn er 10312. ÁRTÚN Vagnhöfði 11 ( Ártúni leikur hljómsveitin Danssporið, ásamt þeim Grótari og Örnu Þorsteins á föstudagskvöldum, þegar gömlu dansarnir eru og á laugardagskvöldum, þegar bæði er um að ræða gömlu og nýju dansana. Síminn er 685090. BROADWAY Álfabakki 8 Rokksýning „Allt vitlaust" verður í Bro- adway á og laugardagskvöld, auk þess sem hljómsveitin Sveitin mllli sanda, leikur fyrir gesti. Síminn í Broadway er 77500. CASABLANCA Skúlagata 30 Diskótek er í Casablanca á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Á fimmtudagskvöldum eru oft rokktónleikar. ■▼I EVRÓPA Borgartún 32 Hljómsveit hússins, Saga-Class, leikur í Evrópu á föstudags- og laugardags- kvöldum. Siminn í Evrópu er 35355. GLÆSIBÆR Álfheimar 74 Hljómsveit hússins leikur í Glæsibæ á föstudags-og laugardagskvöldum frá kl. 23.00 til kl. 03.00. Síminn er 686220. ■rcrmmi HOLLYWOOD Ármúli 5 Leitinni að týndu kynslóðinni er hreint ekki lokið í Hollywood, þar sem bæði hljómsveit af þeirri kynslóð sem og diskótek týndu kynslóðarinnar er í gangi á föstudags- og laugardags- kvöld. Borðapantanir eru í síma 641441. MIIIIIIS BAR HOTELSAGA Hagatorg Nýársfagnaður er i Súlnasal Hótels Sögu föstudagskvöld. Hljómsveit Geir- mundar Valtýssonar skemmtir í Súlna- sal á laugardagskvöld frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Á Mímisbar er opið föstudags- og laug- ardagskvöld frá kl. 19.00. Tríó Árna Scheving skemmtir. Síminn er 20221. HÓTEL BORG Pósthússtræti 10 Diskótek er á Hótel Borg á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 21,-00 til kl. 03.00 og á sunnudagskvöldum eru gömlu dansarnir á sínum stað, frá kl. 21.00 til kl. 01.00. Síminn er 11440. HOTEL ISLAND Ármúla Söngleikurinn „Gullárin" er sýndur föstudags-og laugardagskvöld á Hótel fslandi. Á eftir er dansleikur til kl. 03.00. SKÁLAFELL Suðurlandsbraut 2 Á skemmtistaðnum Skálafelli á Hótel Esju er leikin lifandi tónlist öll kvöld vikunnar, nema á þriöjudagskvöldum. Hljómsveitir leika um helgar. Skálafell er opið alla daga vikunnar frá kl. 19.00 til kl.01.00. Síminn er 82200. LENNON Austurvöllur Diskótek er í skemmtistaðnum Lennon á föstudags- og laugardagskvöldum frá kl. 20.00 til kl. 03.00 og er þá enginn aðgangseyrir til kl. 23.00. Aðra daga er diskótek frá kl. 20.00 til 01.00. Síminn er 11322. UTOPIA Suðurlandsbraut 26 Skemmtistaöurinn Utopia er til húsa við Suöurlandsbrautina. Þar er 20 ára aldurstakmark. ÞORSCAFE Brautarholt 20 í Þórscafé er skemmtidagskrá m.a. með Lúdósextettnum og Stefáni fram til miðnættis, en þá leikur hljómsveit Stefáns P. fyrir dansi. Aö auki eru stundum gestahljómsveitir og diskótek er í gangi á neðri hæðinni frá kl. 22.00 til kl. 03.00. Síminn er 23333.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.