Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 16
16 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1988
MYNDBÖIMD
Sæbjörn Valdimarsson
Fred Astaire og
Cyd Charisse
dansa ballett í
myndinni „The
Girl Hunt“.
SÖNGVA-OG
DANSAMYNDIR
Söngva- og dansamynd; nafnið
ber óneitanlega með sér keim horf-
innar rómantíkur MGM- og gullald-
arára Hollywood, þegar Fred
Astaire, Ginger Rogers, Shirley
Temple, Bing Crosby og tugir
■ hundruða annarra ágætis lista-
manna undir stjóm snillinga á borð
við Busby Berkeley og Gene Kelly
vora haldbesta og vinsælasta með-
alið ttf að flýja gráan raunveraleika
tilverannar, ekki síst á kreppuáran-
um.
En smekkurinn breytist í tímans
rás og þær myndir sem í dag standa
til boða á myndbandaleigum og má
flokka undir hina gamalgrónu skil-
greiningu eiga fátt skylt með hinum
íburðarmiklu glansmyndum
draumaverksmiðjunnar. Og að
sjálfsögðu er fátt um gullaldar-
myndir, af ástæðum sem oft hafa
verið raktar í þessum þætti — ein-
strengingslegri stefnu stjómvalda í
'“’textamálum sem leiðir af sér þá
hryggilegu niðurstöðu að næstum
allt efni sem kemur á markaðinn
er nýtt af nálinni og flokkast undir
stundargaman.
SWEET DREAMS ★ ★ ★
Leikstj.: Karel Reisz.
Vönduð mynd sem byggð er á
skömmu lífshlaupi einnar vinsæl-
ustu kántrísöngkonu fyrr og síðar,
Patsy Kline. Myndin ætti að höfða
til fleiri en aðdáenda sveitasöngv-
anna því hún er eftirminnilega vel
leikin af Jessicu Lange sem sam-
stillir varahreyfingarnar óaðfínnan-
lega að upptökum söngkonunnar
sem fórst í blóma lífsins. Ed Harris
er hressilegur sem hversdagstöffar-
inn eiginmaður hennar. Ann
Wedgeworth, James Staley. 1985.
110 mín.
FLASHDANCE ★ ★ '/z
Leikstj.: Adrian Lyne.
Þessi höfðar einkum til ungling-
anna enda vakti hún fyrst og fremst
athygli fyrir frækilega diskódansa
Jennifer Beals (sem reyndar naut
krafta fransks álfakropps í erfið-
ustu atriðunum). Tæpast heil brú í
textanum, enda í aukahlutverki,
jkraftur í dans og tónlist. Lilia
Skala, Sunny Johnson, Miehael
Nouri. 1983. 96 mín.
ANNIE ★ ★
Leikstj.: John Huston.
Meistara Huston var margt betur
lagið en leikstýra söngleikjum
(byggðum á teiknimyndafígúranni
■ vinsælu). Annie er löng og slítandi
en næsti „sir“ úr röðum breskra
stórleikara, Albert Finney (sem
væri fyrir langalöngu kominn í rað-
ir aðalsmanna ef maður fengi ráðið
sverði meykóngsins) gerir þessa
óhófskenndu mynd svona bærilega
fullorðnum og Aileen litla Quinn
bjargar barnaafmælunum.
Skemmtilegur leikhópur: Carol
Bumett, Bemadette Peters, Tim
Curry, Ann Reinking, Geoffrey
Holder. 1982. 128 mín.
THE GLENN MILLER STORY
★ ★ V2
Leikstj.: Anthony Mann.
Ein sárafárra, fáanlegra eldri
mynda á markaðnum. Byggð á æfí
stjómandans vinsæla, sem kvaddi
með svo snöggum hætti. James
Stewart fer vel með aðalhlutverkið,
annað hefur elst fremur illa — utan
tónlistin sem er jafn hrífandi sem
fyrr. June Allyson, Charles Drake,
Gene Krapa, Louis Armstrong.
1954. 110 mín.
TIME SQUARE ★ V2
Leikstj.: Alan Moyle.
Lítt áhugaverð pönkmynd um
tvær stelpuskjátur sem eigra um
öngstræti New York-borgar undir
ömurlegum tónlistarsæringum. Tim
Curry, Trini Alvarado, Robin
Johnson. 1980. 107 mín.
FAME ★ ★ ★
Leikstj.: Alan Parker.
Framfeg, vel leikin mynd um
unglinga við leiklistarskóla í New
York. Tónlistin afbragð og nemend-
urnir góð spegilmynd þess ólíka
mannhafs sem byggir borgina.
Leikstjóm Parkers er öguð og
stílhrein að vanda. Er forveri sjón-
varpsmyndaflokksins vinsæla.
Irene Cara, Lee Curreri, Eddie
Barth, Laura Dean, Barry Miller.
1980. 130 mín.
BREAKIN I og II (ELECTRIC
BOOGALOO) ★
Þessar eru búnar að lifa sitt feg-
ursta enda hróflað saman í kringum
eitt furðulegasta dansfyrirbrigði
aldarinnar — skrykkdansinn. Hér
reigja sig og teigja, rykkja og
skrykkja ungmenni, svo sem þau
séu haldin hinni örgustu innan-
skömm. Farvel, Frans.
ABSOLUTE BEGINNERS
★ ★
Leikstj.: Julien Temple.
Ein af dýrari mistökum breska
kvikmyndaiðnaðarins á síðari áram.
Bakgrunnurinn er London, fyrir
Fred Astaire í myndinni „Never Marry a
Dancer“.
og gerist á sjálfri Missisippi Delt-
unni. Einstök í sinni röð sem og
leikstjórinn, sem fær er í flestan
sjó. Líður nokkuð fyrir ósjálfbjarga
útlit Ralph Macchios en Joe Seneca
er þess betri. Tónlist Ry Cooders
er eyrnakonfekt. Jami Gertz, Joe
Morton, Harry Carey, Jr. 1986. 95
mín.
BRING ON THE NIGHT
★ ★ ★
Leikstj.: Michael Apted.
Það færist í vöxt að kunnir leik-
stjórar festi á filmu störf frægra
popphljómsveitarmanna og -hljóm-
sveita. Apted valdi Sting, þann
valinkunna gæða-tónlistarmann,
sem fyrst gerði garðinn frægan
með hljómsveitinni Police. f Bring
On The Night fylgjumst við með
tilurð nýrrar hljómsveitar söngvar-
ans og er tónlist hennar mun
skyldari jazzi en rokki. Hér koma
einungis frábærir hljómlistarmenn
við sögu þar sem blásarinn fer eftir-
minniiega á kostum. Omar Hakim,
Darryl Jones, Kenny Kirkland,
Branford Marsalis. 1985. 95 mín.
EDDIE AND THE CRUISERS
★ ★
Leikstj.: Martin Davidson.
Hér segir frá leit að upptökum
með rokksöngvara sem verður
frægur eftir dauða sinn. Ekki sem
verst og fyrir leitinni stendur eng-
inn annar en Tom Berenger
(Platoon). Handritið í 'molum en
tónlistin góð. Ellen Barkin, Michael
Paré, Joe Pantoliano. 1983. 89 mín.
KRUSH GROOVE 0
in the Rain“.
ana), Sade, James Fox. 1986. U.þ.b.
100 mín.
SONGWRITER ★ ★ 'h
Leikstj.: Alan Rudolph.
Hér kemur ein utan alfaravegar
og segir frá lífsbaráttu og kvenna-
málum tveggja kántrísöngvara og
lífsnautnamanna, en þar er einmitt
aðalleikuranum rétt lýst, þeim heið-
ursmönnum Willie Nelson og Kris
Kristofferson. Fyrir utan að syngja
vel er Willie mikill sjarmör frammi
fyrir myndavélinni og Rip Torn er
ævinlega pottþéttur. Mynd fyrir þá
sem finna vilja reykinn af réttum
næturskemmtana Suðurríkjamanna
og baktjaldamakkinu í Nashville.
Leslie Ann Warren, Melinda Dillon,
Richard C. Sarafían. 1984.94 mín.
GREASE ★ ★ 1/2
Leikstj.: Randal Kleiser.
Metaðsóknarmynd, byggð á
feykivinsælum Broadway-söngleik.
Að sjálfsögðu efnislega innantóm-
ur, bakgrannurinn er skólalíf í
gaggó á sjötta áratugnum. En tón-
listin er lífleg, dansarnir hrífandi
og þau Newton-John og Travolta
ekki síður stormandi flottir dansar-
ar. Að vissu leyti hálf-klassísk mynd
sem setti stórt mark ‘á samtíðina
og kvikmyndastíl hennar. John
Travolta, Olivia Newton-John,
Stockard Channing, Frankie Aval-
on, Edd Byrnes, Sid Ceasar, Sha
Na Na. 1978. 110 mín
Gene Kelly í myndinni „Singing
Judy Garland.
aldarfjórðungi eða svo, og fjallar
um kynslóðabilið margumtalaða.
Er best lýst sem samsafni tónlistar-
myndbanda enda era þau bak-
grannur forvitnilegs leikstjórans.
Fyrir fáa. David Bowie, Anita Morr-
is, Ray Davies (gamli Kinksarinn
ber a.m.k. höfuðið yfir samleikar-
CROSSROADS ★ ★ ★
Leikst.: Walter Hill.
Undursamleg stemmningsmynd
fyrir blúsaðdáendur, og reyndar
flesta aðra sem gefa henni tæki-
færi Byggir nokkuð á hinni frægu
ballöðu Charlie Daniels Band, When
the Devil Went Down To Georgia
Leikstj.: Michael Schultz.
Marflatt, margtuggið rapp-tón-
listarmyndband með vægast sagt
slöppum efnisþræði. Togstreita á
milli plötuútgefenda og rapparar
með gullhjörtu. Sniðgangið þetta.
Run DMC, Sheila E., Fat Boys.
1985. 95 mín.