Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 19»8 B 11 VETTIIMGAHÚS matseðil a la carte, auk þess sem mat- reiðslumenn sérhaefa sig í sjávarréttum. Matreiðslumeistari hússins er Jóhann Bragason og yfirþjónn Ingólfur Einars- son. Meðalverð á fiskrétti er 820 kr. og á kjötrétti 1200 kr. Borðapantanireru i síma 17759. RESTAURANT öSlESI LÆKJARGÖTU 2, II HAB Virðulegur veitingastaður. ÓPERA Lækjargata 6 Veitingahúsið Ópera er opið alla daga frákl. 11.30 til kl. 14.30 og frá kl. 18.00 til 23.30, en þá er hætt að taka pantan- ir. Matreiðslumeistari hússins er Magnús Ingi Magnússon og yfirþjónar þeir Elias Guðmundsson og Svanberg Hreinsson. Meðalverð á fiskrétti er 750 kr. og á kjöt- rétti 1000 kr. Borðapantanireru ísima 29499. »hótel OÐINSVE BRAUÐB/ER.„, HÓTEL ÓÐINSVÉ Óðinstorg Veitingasalurinn á Hótel Óðinsvé er op- inn daglega frá kl. 11.30 til kl. 23.00. Fiskréttahlaðborð er alltaf í hádeginu á föstudögum. Matreiðslumeistarar eru þeir Gisli Thoroddsen og Stefán Sigurðs- son og yfirþjónn Kjartan Ólafsson. Meðalverð á fiskrétti er 630 kr. og á kjöt- rétti 1000 kr. Borðapantanir eru í sima 25090. SKÍÐASKÁLINN Hveradalir f Skíðaskálanum i Hveradölum er í vetur opið eingöngu á föstudagskvöldum frá kl. 18.00 til kl. 23.30 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13.00 til kl. 14.30 og svo frá 18.00 til kl. 23.00. Smáréttir eru i boði á milli matmálstíma. Kvöldverð- arhlaðborð er á sunnudagskvöldum og Jón Muller leikur öll kvöld fyrir gesti. Matreiðslumeistari hússins er Sveinn Valtýsson og veitingastjóri Karl Jóhann Johansen. Borðapantanireru ísíma 99-4414 ^Vid Sjáuansiðuna VIÐ SJÁVARSÍÐUNA Tryggvagata 4-6 Veitingahúsið Við sjávarsíðuna er opið á virkum dögum frá kl. 11.30 til kl. 14.30 og frá 18.00 til kl. 23.30, en á laugardög- um og sunnudögum er eingöngu opið að kvöldi. Á matseðlinum er lögð sérstök áhersla á fiskrétti. Matreiðslumeistarar hússins eru Garðar Halldórsson og Egill Kristjánsson og yfirþjónn er Grétar Erl- ingsson. Meöalverð á fiskrétti er kr. 800 og á kjötrétti 1100. Boröapantanir eru í síma 15520. RESTAURANT TORFAN Amtmannsstfg 1 Veitingahúsið Torfan er opiö daglega frá kl. 11.00 til kl. 23.30 og eru kaffiveiting- ará milli matmálstíma. Matreiðslumeist- arar eru Óli Harðarson og Friðrik Sigurðsson og yfirþjónar Ólafur Theo- dórsson, Skúli Jóhannesson og Hrafn Pálsson.. Meöalverö á fiskrétti er 690 kr. og á kjötrétti 1100 kr. Borðapantanir eru ísíma 13303. VIÐTJÖRNINA Kirkjuhvoll Á veitingahúsinu við Tjörnina sérhæfa menn sig í fisk- og grænmetisréttum. Opiöerfrákl. 12.00 til kl. 14.30ogfrá kl. 18.00 til 23.00. Matreiöslumeistari hússins er Rúnar Marvinsson og veit- ingastjórar þær Sigríður Auðunsdóttir og Jóna Hilmarsdóttir. Meðalverð á fiskrétt- um er kr. 900. Borðapantanir eru í síma 18666 ÞRfRFRAKKAR Baldursgata 14 Veitingahúsið Þrír Frakkar er opið alla daga. Á mánudögum og þriðjudögum frá kl. 18.00 til kl. 24.00, en aðra daga til kl. 01.00. Kvöldverðurerframreiddurtil kl. 23.30 og eru smáréttir (boði þar á eftir. Matreiöslumeistari er Matthías Jó- hannsson og yfirþjónn er Magnús Magnússon. Meðalverð á fiskrétti er 800 kr. og á kjötrétti 1100 kr. Boröapantanir eru i síma 23939. VEITINQAHÚS MED MATREIÐSLUÁ ERLENDA VÍSU BANKOK Sfðumúli 3-5 Thailenskur matur er í boði á veitingahús- inu Bankok, en þar er opið alla virka daga frá kl. 12.00 til kl. 14.00 og frá kl. 18.00 til kl. 21.00. Áföstudögum, laugar- dögum og sunnudögum er opið til kl. 22.00. Matreiöslumaöurer Manus Saifa og veitingastjóri Manit Saifa. Siminn er 35708. ELSOMBRERO Laugavegur73 Sérréttir frá Spáni og Chile eru i boði á El Sombrero. Þar er opið alla daga frá kl. 11.30 til kl. 23.30. Einungis pizzur eru á boðstólum eftir kl. 23.00. Mat- reiðslumeistari er Rúnar Guðmundsson. Siminner 23433. HORNIÐ Haf narstræti 16 ítalskur matur, ásamt pizzum og öðrum smáréttum er í boði á Horninu. Þar er maturframreiddurfrá kl. 11.30 til kl. 23.30, þóeinungis pizzur eftir kl. 22.00. Veitingastjóri er Jakob Magnússon og siminn 13340. KRÁKAN Laugavegur 22 Mexikanskir réttir eru framreiddir á Krá- kunnig, en sérstök áhersla er lögð á fylltar tortillur, auk þess sem dagseðlar eru i boði. Eldhúsið er opið frá kl. 11.00 - 22.00 alla daga nema sunnudaga, en þá eropiðfrákl. 18.00-22.00. Mat- reiöslumeistari hússins er Sigfríð Þóris- dóttir. Síminn er 13628. MANDARfNINN Tryggvagata 26 Austurlenskur matur er á matseðli Mand- arínsins, en þar er opið alla daga frá kl. 11.30 -14.30 og frá 17.30 - 22.30 á virkum dögum, en til kl. 23.30 á föstu- dags- og laugardagskvöldum. Mat- reiöslumeistari hússins er Ning de Jesus og síminn 23950. KINAHOFIÐ Nýbýlavegur 20 Kinverskur matur er að sjálfsögðu í boði í Kinahofinu. Opið er frá kl. 11.00 til til kl. 22.00 alla virka daga, en á laugardög- umogsunnudögumfrákl. 17.00 til kl. 23.00. Matreiðslumeistarareru Feng Du og Ngoc Lam og síminn, 45022. SJANGHÆ Laugarvegur 28 Kínverskur matur er í boði á Sjanghæ, en þar er opið á virkjum dögum frá kl. 11.00 til 22.00, en á föstudags- og laug- ardagskvöldum lokar éldhúsið kl. 23.00. Matreiðslumeistari hússins er Gilbert Yok Peck Khoo. Síminn er 16513, en hægt er að kaupa mat til að fara með út af staðnum. SÆLKERINN Austurstrætl 22 ítalskur matur er framreiddur i Sælkeran- um og er opið þar alla virka daga og sömuleiðis um hélgarfrá kl. 11.30 - 23.30. Matreiðslumeistari hússins er sá sami og ræður ríkjum í Kvosinni, Francoais Fons. Síminn er 11633, en hægt er að kaupa pizzur og fara með út af staðnum. TAJ MAHALTANDOORI Aðalstræti 10 Indverska veitingahúsiðTaj Mahal Tandoori erá efri hæð Fógetansog býð- ur upp á fjölbreytta indverska rétti matreidda í sérstökum Tandoori leirofni. Indverska veitingastofan er opin daglega frá kl. 18.00. Borðapantanireru i síma 16323. KRÁR OG VEITINGAHÚS MEO LENGRIOPNUNARTÍMA: DUUS-HÚS Fischerssund Á Duus-húsi er opið alla daga nema sunnudaga, frá kl. 11.30 - 14.30 og frá kl. 18.00 - 01 -.00 á virkum dögum, en kl. kl. 03.00 á föstudags- og laugardags- kvöldum. Matur er framreiddur til kl. 21.00 á virkum dögum og til kl. 22.00 á föstudags- og laugardagskvöldum, en fram til kl. 23.30 eru framreiddar pizzur öll kvöld. Um helgar er diskótek á neðri hæð hússins, en á sunnudagskvöOldum er svokallaður „Heitur pottur" á Duus- húsi, lifandi jasstónlist. síminn er 14446. FÓGETINN Aðalstræti 10 Veitingahúsið Fógetinn er opið alla virka daga frá kl. 18.00—01.00 og til kl. 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Skemmtikraftar koma fram tvö til fimm kvöld vikunnar. Borðapantanireru í sima 16323. Á efri hæð Fógetans er indverska veitingastofanTaj Mahal. Yc. GAUKUR Á STÖNG Tryggvagötu 22 Á Gauki á Stöng er opiö alla virka daga frá kl. 11.30 - 14.30 og frá kl. 18.00 - 01.00 og til kl. 03.00 á föstudags-og laugardagskvöldum. Eldhúsið er opið til kl 23.00, en eftir það er í boði næturmat- seðill. Lifandi tónlist er oftast á Gauki á Stöng á sunnudgöum, mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 22.00. Siminn er 11556. HAUKURIHORNI Hagamelur 67 Haukur i Horni er opinn alla virka daga “ frá kl. 18.00 — 23.20 og á föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 01.00. Eld- húsið er opið öll kvöld til kl. 22.00, en smáréttir eru i boði eftir það. í hádeginu á laugardögum og sunnudögum er opið frá kl. 11.30 — 14.30. Lokað í hádeginu aðra daga. Síminn er 26070. HRAFNINN Skipholt 37 Veitingahúsið Hrafninn er opið alla virka daga frákl. 18.00 — 01.00 ogáföstu- dags- og laugardagskvöldum til kl. 03.00, en þau kvöld er einnig í gangi diskótek. Eldhúsinu er lokað um kl. 22.00. Síminn er 685670. ÖLKELDAN Laugavegur22 I Ölkeldunni er opið alla virka daga frá kl. 18.00 — 01.00 og á föstudags- og laugardagskvöldum til kl. 03.00. Eld- húsinu er lokað kl. 22.00, en smáréttir i boði þar á eftir. Gestum hússins er boðið upp á að spreyta sig við taflborðiö, i pilukasti, Backgammon eða þá að taka í Bridge-sagnaspil. Síminn er 621034. ÖLVER Glæsibær i Ölveri er opið daglega frá kl. 11.30 — 14.30 og frákl 17.30 —01.00 ávirkum dögum og til kl. 03.00 á föstudags- og laugardagskvöldum. Eldhúsinu lokarum kl 22.00. Lifandi tónlist er um helgar. Ingvarog Gylfi leikafyrirgesti. Siminn er 685660. MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson f Langlíf- ur risi söguleg ævintýramynd BEN HUR ★ ★ ★ V2 Leikstjóri William Wyler. Framleiðandi Sam Zimbalist. Tónlist Miklos Rozsa. Handrit Karl Tunberg, byggt á metsölubók Lew Wallace. Aðalleikendur Charlton Heston, Stephen Boyd, Jack Hawkins, Haya Harareet, Hugh Griffith, Martha Scott, Sam Jaffe. Bandarisk. MGM 1959. 210 mín. Þessi sögufræga risamynd fjallar um átök í Palestínu milli lands- manna og Rómveija. Gerist á tímum Krists, er landið var hersetið og hluti af Rómaveldi. Fremstir í hvorri fylkingunni æskuvinimir Messala (Boyd), nýskipaður æðsti maður setuliðsins, og Ben Hur (Heston), einn göfugastur gyðinga. Eftir að Messala hefur tekið við stjómartaumunum hefst ósam- komulag milli vinanna sem endar með að Ben Hur er hnepptur í þræl- dóm um borð í galeiðu. Arin líða, Ben Hur tekst að flýja undan ámm og lokauppgjör hefst á milli fjandvinanna. Óneitanlega tilkomumikil skraut- sýning sem lítið hefur rýmað að skemmtigildi á þeim aldarfjórðungi sem liðinn er frá því hún var sýnd hér í Gamla Bíó, sællar minningar. Ástæðan er hin rómaða vandvirkni Wylers og manna hans sem gjör- nýttu það stórfé sem MGM lagði í myndina. Þeir peningar komust ekki aðeins til skila heldur hafa þeir staðist tímans tönn með ágæt- um. Það er meira en hægt er að segja um flestar aðrar sögulegar stórmyndir í gegnum árin. Hver man nú t.d. Helenu af Tróju, The Fall of the Roman Empire, Barra- bas, Sódómu og Gómorru, svo aðeins fáar séu.nefndar? Já, Ben Hur er svo sannarlega mikið „bíó“ enn í dag, þó svo það hafí nú gustað meira af henni á tjaldinu í „denn“, einsog skáldið segir. Hún er sannarlega upplifun fyrir auga og eyru, einn af þessum traustu, sígildu kostum sem alltaf er hægt að grípa til á leigunni. Hún er gott sýnishom þeirra sögulegu stórmynda sem svo vinsælar hafa verið í gegnum tíðina, allt fram til þessa. Þeir Heston og Boyd em mikilúðlegir og mörg átakaatriðin skráð í kvikmyndasöguna. Þá má geta þess að Ben Hur er sú mynd sem hlotið hefur flest Oscarsverð- laun í gegnum tíðina, ellefu talsins. Bjarna- brek vestri THE NIGHT OF THE GRIZZLY ★ ★ Leikstjóri Joseph Pevney. Hand- rit Warren Douglas. Tónlist Leith Stevens. Kvikmyndataka Harold Lipstein, Loyal Griggs. Aðalleikendur Clint Walker, Martha Hyer, Keenan Wynn, Nancy Kulp, Jack Elam, Ron Ely. Bandarísk. Paramount 1966. CIC Video/Háskólabíó 1988. 98 mín. Walker leikur fógeta sem erfír land í Wyoming. Grípur tækifærið, flytur vestur og gerist bóndi. En þar með eru ekki öll vandamál úr sögunni. Lokið er átökum við ribb- alda en við taka óblíð fangbrögð við móður náttúru þar sem mann- skæður, risavaxinn grábjöm er fremstur í flokki. Heldur aðgerðarlítil ijölskyldu- mynd en alls ekki ónotaleg. Hér er það hið ægifagra landslag Kletta- fjallaríkisins Wyoming sem er aðal myndarinnar. I ljósi nýjustu tækni hljóta flest átökin við bjöminn að teljast spaugileg. Slangur af góð- kunnum aukaleikumm hressir uppá sakirnar. Bókhaldsárið 1988 Þú kcmur röð og rcglu á hlutina mcð Bantex vörum: BRÉFABINDI, TÖLVUBINDI, DISKETTUBOX, PLASTUMSLÖG, PLASTSTAERÓE, FÁNABLÖÐ O.M.EL. Vcrð og gæði gerast vart bctri. BANTEX vörur fást í flcstum bóka- og ritfangaverslunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.