Morgunblaðið - 30.01.1988, Side 3

Morgunblaðið - 30.01.1988, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 B 3 Bagga ráðskona (Hrðnn Hafliðadóttir) verður alveg æf þegar upp- götvast að Bjartur, litli sótarinn, er horfinn. Silja (Marta Guðrún Halldórsdóttir), sem veit hvar Bjartur er falinn, stendur skelfingu lostin fyrir aftan hana tíma með öfluga barnaleikhússtarf- semi, hefur í dag hvorki fjármagn né húsnæði til þess, þannig að í vetur eru engin bamaleikrit á fjöl- unum í leikhúsunum. Þess má líka geta, að sjónvarpsstöðvamar eru með mjög lítið af leikritum fyrir böm eða yfirleitt efni sem fullnæg- ir listrænum þörfum þeirra. Þau eiga því ekki mikla möguleika á að vita hvað liggur á bak við uppsetn- ingu leikrits og því hentar þessi formáli mjög vel. Enn annað í sam- bandi við þetta verk er að tónlistin í þvi er ákaflega falleg og gripandi og það hefur tekist að búa þessa litlu sögu þannig út að hún kallar á tilfinningaviðbrögð hjá krökkun- um. Alþýðuieikhúsið gerði nokkuð af þvi að fara með sýningar út á land hér áður. En það þýddi aukakostnað fyrir félagið. Núna ætlum við að fara með þessa sýningu út á land, fyrstu þijár sýningamar verða á Akranesi. Leikmyndin hefur verið sérstaklega hönnuð til leikferða; hana er hægt að minnka og stækka, eftir því sem sýningahúsnæði krefst. En auðvitað er sama sagan hjá íslensku ópemnni og var hjá Alþýðuleikhúsinu; þessum leikferð- um fylgir mikill kostnaður. Það væri hægt að sýna þessa ópem víðast hvar, því það er líka mjög lítil hljómsveit sem fylgir henni. En það sem þyrfti að koma til, er fjár- framlög frá bæja- og sveitafélögum, líka vegna þess að þyátt fyrir ferða- kostnaðinn, verðum við að stilla miðaverði í hóf, þar sem þetta er sýning fyrir böm.“ Þú sagðir að þessi ópera væri hentug vegna þess að hún er skrifuð fyrir börn. Er vinna í ieikhúsi ekki heldur mikill þræi- dómur fyrir þau? Eða hefur leikhúsvinna einhveija kosti fyr- ir unga krakka? „Ég held það hafi mjög marga kosti fyrir böm að prófa að vinna í leikhúsi. Eg get bara tekið dæmi af sjálfri mér. Ég byijaði mjög ung að vinna í leikhúsi og það hefur verið mér ómetanlegt. Böm í dag em svo firrt frá heimi fullorðinna og vissulega er leikhúsvinna erfið. Fyrst í stað er þetta mjög strangt fyrir bömin. Maður þarf að beita þau töluverðri hörku, til að þau átti sig á því sem fer fram. Ég er ekki frá því að krökkunum í Sótar- anum hafi staðið töluverð ógn af mér á þessu byijunarstigi. En þegar þau em komin yfir þetta, byija þau að sjá árangurinn af öllum aganum og vinnunni, þau hafa skilið hversu mikia þýðingu góð samvinna hefur og þegar komið er að sýningum, uppskera þau ríkulega. Þau hafa stefnt að ákveðnu marki og náð því. Ég hef heyrt á skólameistumm og kennumm menntaskóla, að vissulega taki vinna í leikhúsi mik- inn tíma frá námi, en sú vinna gefi þeim andlegan og félagslegan þroska, sem vinnur upp á móti, því leikhúsið er harður skóli. En þau em fljót að komast inn í rythmann og þá getur maður slakað á aganum og gefið þeim frelsi til að sýna hvað í þeim býr - og ég verð að segja að það er óskaplega gaman að vinna með bömum. En það má heldur ekki gleyma því að þetta er ævintýraheimur og einhvers konar leikur. Ég er þeirrar skoðunar að notkun á leiklist, og allri listastarfsemi, í skólum ætti að vera miklu meiri en nú er. Ef við tökum leiklistina, til dæmis, þá er hún mjög góð aðferð til að skerpa aga og fá krakkana til að skilja giidi samvinnu. Það er líka hægt að nota leiklistina til að gera náms- efnið miklu áhugaverðar - ég nefni bara sem dæmi að kennsla í íslensku er mjög vel til þess fallin, sérstaklega hvað bókmenntimar varðar. En það er virkilega sorglegt hvað við sinnum þessum listrænu þáttum lítið í skólakerfinu. Vegna þess hversu mikill ævin- týraheimur leikhúsið sjálft er verðum við samt að passa okkur á því að fara milliveginn, þar sem böm em annarsvegar. Þau mega aldrei halda að þau séu merkilegri en aðrir krakkar afþví þau hafa komist á svið. Þó mér finnist þau böm sem komast i svona sýningu vera lukkunnar pamfílar, verður maður alltaf að passa að búa ekki til bamastjömur. Það er hveiju bami óholt." Viðtöl: Súsanna Svavarsdóttir Bryndís Ásmundsdóttir: Mundi fóma öllu fyrir þetta tækifæri Bryndís Ás- hefur muudsdóttir BRYNDÍS Ás- mundsdóttir, 12 ára, er í 6-C í Melaskóla. Hún leikur Soffíu, sem á heima í húsinu, þar sem sagan um Litla sótarann gerist. Systkini Soffíu eru Silja og Glói Bryndís verið í Melaskóla- kómum í nokkra vetur, enjþegar hún frétti af pruf- unni hjá Islensku óperunni, ákvað hún að reyna og tók sér fri frá kómum, þegar hún komst að. „Mér fannst þetta svo spennandi að ég var með í maganum, bæði fyrir prufuna og þangað tii ég vissi að ég hefði komist að. Meir að segja lengur. Ég var sko til í að fóma öllu fyrir að fá að vera með. Ég hef verið að læra dans í Dansnýjun Kollu og er þar á fimmta ári. Ég tók mér líka fH þar. Þetta er svo skemmti- legt að það er þess virði að fóma öllu. Hvemig vissirðu að þér þætt svona gaman að taka þátt í leik- sýningu? „Ég var í Gúmmítarsan hér um árið og þ'að var rosalega skemmit- legt, en þetta hér í íslensku óperunni er miklu stærra og meira og ég mundi ekki sleppa þessu tækifæri fyrir nokkum pening." Én nú virðist þetta vera ægilegt púl. Hefurðu nokkura tima fyrir vinkonuraar? „Eini tíminn sem ég hef til að hitta þær, eða gera eitthvað annað, eins og að fara á skíði, er á sunnu- dögum. Annars er ég skíthrædd við að fara á skíði, því það getur alltaf eitthvað komið fyrir mann. Maður getur tognað og og svoleiðis. Það má ekkert bera út af. Annars er vikan þannig, að eftir skóla fer ég á æfingu og eftir æfingar heim að læra, en samt er ailtaf eitthvað eftir í náminu sem maður verður að vinna upp á sunnudögum, þannig að ég hef ekki neinar áhyggjur af þessu með skíðin." Aðalheiður Halldórsdóttir: Ég vildisjá meira af barnaóper- um AÐALHEIÐUR Halldórsdóttir, sem er í hlutverki Tinnu tvíbura, er 10 ára og er í Hjallaskóla í Kópavogi. Hún er á 1. ári í píanón- ámi i Tónlistar- skóla Kópavogs, en hafði .áður lært á blokk- flautu. „Svo hef ég líka verið í skólakóraum,“ segir Aðalheiður; „og æft fimleika í fjögur ár. I haust byrjaði ég svo í Listdans- Aðalheiður Hall- dórsdóttir skóla Þjóðleikhússins. í vetur hef ég að vísu ekki getað verið með í skólakómum, vegna æfinganna hér og ek'ki heldur getað verið á fullu í ballettinum." Að- spurðu hvort hún hefði tekið þátt í leik- eða söngsýningu áður, sagði Aðalheiðun Ég tók þátt í Nóaflóðinu þegar ég var fímm ára og mér fannst það ofsalega gaman, minnir mig. Ég var svo lítil þá.“ En hvers vegna fórstu í Litla sótarann? „Hljómsveitarstjórinn spurði hvort ég vildi vera með og ég var til.“ En er þetta ekki tímafrekt? „Jú, það fer ofsalega mikill tími í þetta. Ég hef eiginlega aldrei tima til að leika mér, því ég þarf alltaf að passa að nýta tímann vel, til að læra og æfa mig á píanóið. En það þarf að leggja mikla vinnu í svona sýningu til að hún verði fín og það er virkilega gaman. Eins skemmti- legt og að leika sér.“ Finnst þér nóg gert fyrir krakka í leikhúsunum hér? „Ne-hei. Það mætti sko vera meira og ég væri alveg til í að sjá meira af bamaóperum.“ Gylfí Hafsteinsson: í lagi að hafa mikið að gera GYLFI Hafsteins- son, 14 ára nemandi í Þing- hólsskóla í Kópavogi, fer mér hlutverk Nonna í Litla sót- aranum. Gylfi hefur stundað nám f sellóleik i sjö vetur og er í Listdansskóla Gylfi Hafsteins- Þjóðleikhússins. 800 „Þetta er þriðji veturinn minn þar,“ segir hann, „en ég hef lítinn tíma haft til að stunda Listdansskólann eftir að ég byrjaði að æfa f sótaranum." Um það afhveiju hann fór í bal- lett segir Gylfi: „Ég var alltaf að hugsa um að fara í fimleika eða ballett, en fór í ballettinn, því mig langaði til að dansa. Ég hafði verið að læra dans hjá Sigurði Hákonar- syni. En það tók mig smátíma að ákveða, því það er ekk algengt að strákar fari í baUett. í flokknum mínum í Listdansskólanum eru fiórir strákar, en um fimmtán stelpur. Strákarnir, vinir mínir, gera líka stundum grín að mér fyrir að vera í ballett, en ég hef bara gaman af því. Mörgum finnst þetta asnalegt, en þeir vita ekki hvað þetta er gam- an og hvað þeir fara að á mis við mikið. Þó er skemmtilegast að æfa fyrir sýningar. Hjá Listdansskólan- um eru árlegar nemendasýningar. Ég hef tekið þátt í tveimur; einni í Jóns Þorsteinssonar húsi og einni á stóra sviðinu. En þegar verið er að æfa fyrir sýningar er mikið að gera. Ég þarf að æfa mig á sellóið og læra fyrir skólann. En þetta er svo skemmti- legt að manni er alveg nákvæmlega sama að hafa mikið að gera.“- AtliMár Sveinsson: Maður er alltaf á hlaupum ATLI Már Sveins- son, 10 ára, er f 4. bekk Kársnes- skóla. í Litla sótaranum fer hann með hlut- verk Harðar tvíbura. Atli er í Skólakór Kárs- nesskóla. Stjórn- andinn okkar, hún Þórunn, fékk Már Sveins- nokkra krakka til 8011 að fara f prufu hér, þegar ákveðið var að setja upp Litla sótarann,** segir Atli. „Eg var einn af þeim sem komust að eftir prufuna hjá Jóni Stefáns- syni, hljómsveitarstjóra. Aðspurður hvort hann hlusti mik- ið á óperutónlist, segir Atli: „Ég • hlusta aldrei á óperur, mér finnst þær hálfleiðinlegar. Þá meina ég svona ítalskar og svoleiðis. Það er annað með bamaóperur. Þær em fyndnar og skemmtilegar og manni fer að finnast gaman að hlusta á óperuraddir." Hefurðu tekið þátt í svona sýn- ingu áður? „Nei, það hef ég ekki gert, því miður, því mér finnst þetta mjög skemmtilegt. Þetta hefur verið mikil vinna og mér finnst ég alltaf vera á hlaupum - en það gengur. Hún Þórunn var búin að tala við skóla-' stjórann og fá leyfi fyrir okkur, sem tökum þátt í sýningunni, til að sleppa tímum. En við æfum alltaf seinni hluta dags, svo við höfum ekki þurft mikið á þvi að halda, þó aðeins f aukatímum, eins og leikfimi og teikningu. En til að geta alltaf lært fyrir næsta dag, verður maður alltaf að flýta sér og hefur engan tíma til að slóra. Ég hef ekki mikinn tíma til að leika mér og mér finnst dálí- tið leiðinlegt að einn vinur minn, sem fór í prufu, komst ekki, afþví þessi tími hefur verið mjög skemmtileg- ur.“ Finnur Geir Beck: Égheflært meira en bara söng- inn FINNUR Geir Beck er 12 ára, nemandi í 6. bekk A í Kársnesskóla. Finnur er að læra á píanó, er á 1. ári í Nýja tónlist- arskólanum, en hafði áður lært á flautu. „Auk þess er ég í tveimur kórum við skól- ann. Þórunn, stjórnandinn okk- ar, fékk mig Atla og Gylfa til að fara i prufu fyrir Litla sótarann, ásamt öðrum krökkum, og við vorum svo heppnir að komast að. Ég hef sungið i kór síðan ég var átta ára. Kómum i Kársnesskóla er skipt niður í fjóra hluta. Maður byijar f Litlakór. Hann syngur bara einradda. Sfðan fer maður í Miðkór, sem er undirbúningur fyrir söng f rödduðum kór. í miðkórnum er farið að syngja tvíradda. Á aldrinum 10-12 ára fer maður svo í Stórakór og sfðan f Skólakór Kársness. í hon- um era reyndar krakkar frá 10 ára aldri, til 17 ára, mest stelpur, því strákar fara f mútur. Þessvegna lentum við nokkrir í þeim kór, þegar við voram 10 ára.“ Nú eru tveir hópar af krökkum sem syngja Litla sótarann til skiptis. Hvað fínnst þér um að skipta þessu svona? „Mér finnst það ákaflega sniðugt. Það gefur manni tíma til að hitta félagana og vera stundum með fiöl- skyldunni. Annars gera félagamir dálítið grín að manni fyrir að vera að þessu; spyija mann hvort maður sé að fara í gaulið og þess háttar. En mér er nú nokkuð sama. Skólinn ætlar að koma á eina af fyrstu sýn- ingunum hjá okkur og þeir bíða glottandi eftir að fá að sjá mig og þeir geta sko alveg öraggiega fund- ið eitthvað til að pína mig á. Þá verð ég að leyfa þeim það í smátíma. En það er svo skrýtið að halda að manni sé einhver stríðni í þessu, því þeir vita ekki af hveiju þeir era að missa.“ Hvað fínnst þér skemmtilegast við vinnuna sem nú er að baki? „Það er svo margt, en auðvital að lang-skemmtilegast að sjá árang- urinn af öllu streðinu. Svo er annað; mér hefur aldrei þótt gaman að hlusta á óperar, en viðhorfið breytist eftir að maður hefur tekið þátt í þessu. Maður lærir svo ótal-margt á þessari vinnu - ekki bara söng, held- ur líka þolinmæði, einbeitni og hópsamvinnu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.