Morgunblaðið - 30.01.1988, Síða 5

Morgunblaðið - 30.01.1988, Síða 5
f“ MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1988 B 5 Inga Björk Dagfmnsdóítir: Arkitektúr þeim myndum, sem eru sýndar rvalsstððum annars að flytja fjórvíddarfyrir- bæri, eins og manninn, yfír í tvívídd myndflatarins. Þú ert að setja manninn í tvívldd og samtím- is veistu ekki nema hálfan sann- leikann um viðkomandi einstakl- ing, jafnvel þótt hann sé þú sjálfur. Svo getur verið skemmtilegt að skoða hvemig myndlistarmenn hafa upplifað sjálfa sig. Það má sjá að íslenskir myndlistarmenn, í gegnum tíðina, hafa ekki velt fyrir sér myndrænum möguleikum sjálfsmyndarinnar. Þeir láta sér nægja, í flestum tilfellum, að mála á sér andlitið, eins og það birtist á spegli, frekar en í ákveðnum myndstíl. Þrátt fyrir það má alltaf lesa út ákveðið viðmót. Eins og ró- mantíska stellingu Þórarins B, þar sem hann virðist djúpt hugsi við skrifborðið. Jón Stefánsson er sá eini sem málar mynd af sér sem málara. Hinir gætu allt eins verið bændur, sjómenn eða hvað sem er. Þú gætir ekki lesið út úr myndun- um þeirra við hvað þeir unnu. Jón Stefánsson sem málar mynd af sér með pensil og léreft er hinsvegar sannfærður um sinn tilgang. Þetta á ekki að vera þessi þura, stífa hámenningarlega málverka- sýning, heldur gefum við ákveðið rými fyrir leikinn. Þessvegna er mikið lagt upp úr sviðssetningunni á þessari sýningu. Við höfum sett þannig skilrúm inn í salinn að þau myndi einhvers konar völundarhús. Síðan er salurinn rökkvaður og eingöngu notuð „spottljós“ sem lýsa á hveija mynd. Þetta gerum við til að ijúfa tengslin milli mynd- anna, vegna þess að það eru engin innbyrðis tengsl milli þeirra. Þetta eru allt sjálfstæðar myndir og það á ekki að lesa neina listfræðilega eða listsögulega þróun út úr því sem ber fyrir á sýningunni, heldur hefur hver mjmd sinn tíma, eða öllu heldur sitt tímaleysi. Með því að setja myndimar inn í þetta völundarhús, slíta þær úr tengslum og rökkva salinn, viljum við styrkja tengslin milli áhorfan- dans og sérhverrar myndar. Áhorfandanum er boðið upp á mjög náin tengsl við hveija mynd og salurinn er ekki skoðaður sem ein heild. Heildarsvipur salarins felst í sviðsetningunni, en ekki í myndun- um. En eins og ég sagði, þá er þetta ekki sögulegt yfírlit, því við náðum ekki í suma listamennina, eða verk þeirra, svo að margir mætir listamenn okkar era ekki með í þessari sýningu." ssv Inga Björk Dagfinnsdóttir Inga Björk Dagfinnsdóttir, arkitekt, hlaut 2. verðlaun í samkeppni Menningar- málanefndar Reykjavík- urborgar um gerð umhverfislistaverks við torg Borgarleikhússins. Inga Björk er Reykjavíkingur og er alin upp í austurbænum. Stúdentsprófi lauk hún frá Menntaskólanum við Hamrahlíð, en siðan lá leiðin til Lundúna, þar sem hún lagði stund á arkitektúr við A.A. eða Architectural Association School of Architecture. Sá skóli er einkaskóli rekinn af samtökum arkitekta og er fyrsti arkitekta- skólj Breta. „Ég tók allt námið við þann skóla, en ekki í einni striklotu. Ég tók meðal annars ársfrí til að vinna svo fór ég m.a. til Rómar, til að skoða byggingar. Arkitektúmemar gera það gjaman eigi þeir þess kost því þar er svo mikið af stór- kostlegum minjum og byggingum. Ennfremur er það ævagömul hefð listunnenda að dveljast þar um tíma. Eftir að náminu lauk vann ég í London, en hef síðastliðið ár starfað hér heima, bæði með öðram arki- tektum og sjálfstætt. Hér heima era atvinnumöguleik- ar góðir eins og er, það er mikið að gera. En þetta er að sjálfsögðu háð efnahagsástandi í landinu hveiju sinni og núna eram við að njóta góðs af góðærinu ’87. Svo má einnig þakka því að viðhorf al- mennings til arkitekta era að breytast og fólk virðist í sífellt auknum mæli gera sér fyrir mikil- vægi hönnunar." — Er svona samkeppni um um- hverfislistaverk vettvangur þar sem arkitektúr og myndlist mætast eða er arkitektúr li^tgrein? „Sagt hefur verið að arkitektúr sé móðir listarinnar, þetta era að minnsta kosti greinar sem erfítt er að skilja að þrátt fyrir það að tengslin geti að sjálfsögðu verið mismikil allt eftir aðstæðum hveijU sinni. Ef við göngum hinsvegar út frá því að arkitektúr sé listgrein þá gengur hún yfirleitt út frá allt öðram . forsendum en til dæmis höggmyndalist, þar sem arkitektúr- inn er svo háður utanaðkomandi er alhliða hönnun áhrifum, sem listamaðurinn, arki- tektinn verður að taka tillit til við sína sköpun. Myndlistarmaðurinn getur hins vegar komið hugarfóstri sínu í fast form án þess að spyija kóng eða prest. Annars era þess dæmi að arki- tektar séu jafhframt myndlistar- menn og ber þar fyrstan að nefna Michelangelo, sem var myndhöggv- ari, málaði og byggði jöfnum höndum. Hann gerði meðal annars eitt áhrifamesta torg í heimi, Campidoglio, sem er í Róm. Bemini fékkst bæði við arkitekt- úr og höggmyndir og af þeim sem standa okkur nær, tímalega séð, má nefna Corbusier og Aalto sem hönnuðu húsgögn, lampa og gler- hluti. Þessi tilhneiging til víðtækrar sköpunar er þó langt því frá að vera algild, heldur er þetta allt spuming um hæfíleika og samstill- ingu. I sumum tilvikum, hinsvegar, er arkitektúr, svo alhliða að sami aðili gæti hannað allt frá hnífapöram til útveggja. Það gætir hinsvegar oft misskilnings á hlutverki arkitekta og fólk heldur gjaman að þetta sé mjög einangrað grein, og flest okk- ar kannast við að vera spurð hvort við séum utan- eða innanhússarki- tektar? En þetta er nú að breytast, og ég veit að erlendis er fólk í aukn- um mæli farið að nýta sér þjónustu arkitekta, sérstaklega unga fólkið sem vill hafa „sinn“ arkitekt sem það getur síðan leitað til þegar það þarf á ráðgjöf að halda. Það var mjög lærdómsríkt að búa í Englandi. Fyrstu árin í Lundúnum, bjó ég í Hampstead, sem er gott hverfí og mér leið vel í. Síðan hækk- aði húsaleigan alltaf smám saman þar til að mér var ekki stætt á því að eyða svo miklum hluta námsláns- ins, í leigu — svo að ég flutti til East-End. Þar búa mestmegnis verkamenn svo og innflytjendur, svertingjar og Indveijar, og er mik- ið um það að fólk sé atvinnulaust. Austurhlutinn fór mjög illa út úr stríðinu, vegna nálægðar sinnar við höfnina, og var nánast jafnaður við jörðu. Það má þó sjá einstaka hús sem sluppu og gefa til kynna hversu skemmtilegt þar hefur verið um- horfs fyrir stríð. Um 1960 þegar nægilegu fjármagni hafði verið safnað saman var hafist handa við uppbyggingu — og blokkir úr for- steyptum einingum leystu rústimar af þólmi. í þessar bæjarblokkir var síðan fátækasta fólkið flutt. Þetta fólk hafði jafnmikil áhrif á umhverfí sitt og umhverfíð hafði á það — og eyðileggingarhvöt virðist oft alls- ráðandi. Það er gróðrarstía vonleys- isins sem e.t.v. er orsök þessa, þar sem unga fólkið gengur í skóla án þess að hafa nokkra haldbæra von um að fá vinnu þegar skólagöngu lýkur. Virðingarleysi fyrir munum, mönnum og þjóðfélaginu í heild virðist vera allsráðandi. Enn geisar stríð í East-End þótt með öðram hætti sé því í kjölfar mikillar uppbyggingar á hafnar- svæðinu — hefur „ungt fólk á uppleið" flykkst frá Hampstead og Kensington þar sem það sleit bams- skónum og kaupir grimmt bæði venjuleg hús og vörahús. Afleiðing- in er sú að verð á húsnæði hefur rokið upp úr öllu valdi, sex eða sjö- faldast á sl. 3 áram. Þetta setur unga fólkið sem hefur alist þama upp í slæma aðstöðu, því það hefur ekki nokkra möguleika á að kaupa sér þak yfír höfuðið. Þessi innrás „uppanna" hefur einnig haft áhrif á kostnað hins daglega brauðs, þar sem kaupmaðurinn á hominu er skyndilega farinn að selja franskt vatn á flöskum — og hækkað allt vöraverð, sem sniðið er að kröfum nýju hverfisíbúanna. Þetta hefur, eins og gefur að skilja, ekki fallið í góðan jarðveg. Að lifa og hrærast í svona umhverfi er ekki ýkja skemmtilegt en vissulega eykur þetta víðsýni manns og umburðar- lyndi. Þar komum við m.a. að einum kosti þess að nema erlendis, það er ekki eingöngu námið sem er lærdómsríkt, heldur er reynslan þaðan ekki síður mikilvæg — og maður kann betur að meta það sem er héma heima." — Hvemig hugsar þú þér verkið þitt á torginu? „Verkið er umhverfisverk, sem byggir á hreyfíngu. Hin hefðbundna uppstilling skúlptúrs á torgi hefur orðið að víkja fýrir þeirri hugmynd, að torgið sé sjálft að verki sem skúlptúr. Landið býr yfír sérstökum krafti jarðelda, hvera, norðurljósa og svo framvegis og er hugmyndin sú, að hluti af þessu lífsafli sé beisl- að, fært til borgarinnar, á torgið, og útfært þar á táknrænan hátt þannig að hægt sé að njóta þess í ys og þys hins daglega borgarlífs. Verkið er því alíslenskt. L Meginþáttur verksins er tjömin, sem er aðeins 20 sentimetra djúp og er felld inn í torgið. Umfang hennar er síbreytilegt, minnst 8 metrar og mest 18 metrar þegar hún hefur stækkað sig með sífelldri hægri hreyfíngu á 30 sekúndum. Síðan dregur hún sig saman aftur næstu 30 sekúndumar, niður í 8 metra og svo koll af kolli. Þannig er hún orðin tímamælir, eða vatns- klukka og líða mínútumar þannig hver af annarri og tjömin hleður sig. Eftir 60 mínútna hleðslu, þá gýs hún vægu gosi. Fjöldi gosa hveiju sinni fer eftir því hvað tíma líður, ef klukkan er til dæmis fímm, þá gýs fímm sinnum. Flöktandi ljós, sem era í kringum tjömina, kvikna og slokkna með hveiju gosi þannig að öldur tímans flæða yfír allt torg- ið, fyrst í formi vatns og síðan í formi ljósa. Þannig hafa þessir tveir kraftar ljóss og vatns samstillt sig í þessum tímamæli. Torgið er á þennan hátt orðið nokkurs konar sjálfstæð lífvera, sem slær í takt við hið tímameðvit- aða borgarlíf. Jafnframt því að tjömin virki sefandi með sínum hægfara hreyfíngum, þá gefa hin flöktandi ljós til kynna ys og þys. Torgið er með samvirkni þessará eðlisþátta orðið einskonar sjálfstæð lífvera, sem nærist á sjálfu and- rúmslofti borgarlífsins. Dómnefnd þótti verkið mjög at- hyglisvert og var einn dómnefndar- manna svo áhugasamur, að hann lagði til að þessu verki yrði fundinn samastaður á einhveiju öðra eða nýju torgi borgarinnar. r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.